Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 31.03.1977, Qupperneq 8

Dagblaðið - 31.03.1977, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977. Ríkið sýknað af skaðabótakröfu manns sem sat 97 daga fgæzlu grunaður um innbrot sem ekki sannaðist á hann Ríkiö var sýknað af skaða- bótakröfu Einars Sverrir Ein- arssonar sem sat í 97 daga gæzluvarðhaldi 1973, grunaður um aðild að innbroti sem ekki sannaðist á hann. Dómur í mál- inu var kveðinn upp i borgar- dómi 18. niarz sl., af Birni Þ. Guðmundssyni, borgardómara. I dóminum segir að eins og sakargögnum sé háttað, þyki samkvæmt niðurlagsákvæði annars töluliðar fyrstu máls- greinar 150. greinar laga um meðferð opinberra mála frá 1974, bresta skilyrði til að dæma Einari bætur fyrir gæzlu- varóhaldsvist hans. í þeirri grein er f.jallað um bætur til handa sökuðum mönnum. Segir þar að kröfu um bætur megi því aðeins taka til greina, megi fremur telja sökunaut líklegan til að vera\ sýknan en sekan. ' Einar Sverrir er síbrotamað- ur eins og fram kemur í dómn- um og við réttarhöld í málinu. Þótt sekt hans í málinu, sem um ræðir — innbrot í Háaleitis- apótek í júní 1973 — hafi ekki verið sönnuð og hann ekki ákærður vegna þess, sannaðist ótvirætt að Einar hafði verið í slagtogi með þeim mönnum er játuðu á sig afbrotið og fengið nokkuð af þýfinu í sinn hlut. Dómarinn í skaðabótamálinu hefur því ekki talið hann „fremur líklegan til að vera sýknan... en sekan", eins og seg- ir í lagagreininni. f’orsendur dómsins eru mjög langt mál, sem raunar hefur áður verið rakið að verulegu leyti í Dagblaðinu. Einar hafði gert kröfu um hálfa aðra milljón kr. í skaðabætur. Dómsorð er svohljóðandi: „Stefndu, dómsmálaráð- herra, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og ríkissaksóknari, skulu sýknir vera af kröfum stefnanda, Einars Sverris Ein- arssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Málskostnaður stefnanda, kr. 126.300 - þar með talin laun skipaðs talsmanns hans, Hilm- ars Ingimundarsonar, hrl., kr. 80.000,- greiðist úr ríkissjóði. Dómi þessum ber að full- nægja innan 15 daga frá lög- birtingu hans, að viðlagðri að- för að lögum. Björn Þ. Guð- mundsson. -ÓV 97 daga gæzluvarðhald aðósekju: Ríkið krefst sýknu —enda hafi hæstum verið gustuk að halda síbrotamanni frá lyf janeyzlu og innbrotum Munnlegur m&lflutningur I skaðabótamáli Eínars Sverris Einarssonar gegn tikinu (dðmsmálaráðherra, fjármála- ráðherra f.h. rikissjóðs og rikis- saksöknara) fór fram i Bæjar- þingi Reykjavfkur i gærmorg- un. Einar gerir kröfu um 1.5 miUjón krónur fyrir 97 daga gæzluvarðhald að ósekju 1973. Hann var þá handtekinn grunaður um aðild aö innbroti i H&aleitisapótek en sekt hans var ekki sönnuð og harin látinn sitja i gæzluvarðhaldi - i 2-3 mánuði eftir aö málið var upplýst að fuUu. Frá máli hans var skýrt i Dagblaöinu 19. febrúar sl. Rikisvaldið gerir kröfu til algerrar sýknu af skaóabóta- kröfum Einars en til vara er krafizt verulegrar lækkunar á bótakröfunni og siðan skulda- jöfnunar vegna tjóns sem Einar hefur valdið með framferði sinu undanfarin ár. Hann er svonefodur „vanaafbrota- maður" og hefur hlotið og af- plánað marga refsidóma allt frá árinu 1964. Hann situr nú i gæzluvarðhaldi grunaður um innbrot. Lögraaður Einars, Hilmar Ingimundarson hrl., lagði i sóknarræðu sinni áherzlu á að meðferð máls Einars 1973 i FWri sáta aaMamir (gMkvarlhaldi: Sat saklaus í 97 daga ?æzluvarðhaldi, og í 0 daga afskiptalaus, þdtt málið væri upplyst -faroáfraæálrSodijáokráMskaáabætar Sakadómi Reykjavikur hefði verið á margan hátt umdeilan- leg og að gæzluvarðhalds- úrskurðirnir tveir sem um ræðir (fyrst 7 dagar, siðan 90) hefðu verið kveðnir upp áður en forsendur þeirra voru ljósar. Þannig hefði skjólstæðingur sinn verið lá.tinn gjalda fyrir fortið sina sem hann hefði þó verið búinn að gera upp við þjóðfélagið að fullu með afplánun allra sinna dóma. Hann ætti þvi að njóta sama réttar og aðrír. Lögmaður rikisvaldsins, Sigurður ólason hæstaréttar- lögmaður, gat þess rækilega að Einar Sverrir værí „vana- afbrotamaður", einn úr hópi „vandræðamanna" sem valdið hefðu ómældu tjóni á undan- fömum árum. Hann værí gjarnan forsprakki hópa manna sem stunduðu innbrot og lyfja- þjófnaði og gætti þess að halda sig i hæ/ilegri fjarlægð frá inn- brotsstað en stjórna sjálfur aðgerðunum. Þessir menn stela eiturlyfjum bæði handa sjálfum sér og til að selja öðrum, sagði lögmaðurínn, og slikum mönnum er gjarnan haldið heldur lengur til að koma I veg fyrír lyfjanotkun þeirra. Margsannað værí að Einar játaði að jafnaði ekki brot sin fyrr en eftir langa gæzluvarðhaldsvist, til dæmis hefði hann árið 1970 þrætt sam- fleytt i 5 og hálfan mánuð fyrir innbrot og setið i gæzlu- varðhaldi allan timann. Dómari I þessu máli er Bjöm Þ. Guðmundsson borgardömarí. Dómur verður kveðinn upp I næstu vikum. ■ÖV. Fyrri frásagnir DB af skadabótamáli Einars Sverris Einarssonar, 19. febrúar og 12. marz sl. Fimm ára —fékk verðlaun í um- ferðarsamkeppni Rúmlega 2100 lausnir bárust i umferðarsamkeppni Samvinnu- trygginga. Sá heppni sem vann var aðeins 5 ára, Hafliði Pálsson, til heimilis í Búð, Djúpárhreppi, Þykkvabæ. Raunar tók sá litli það skýrt fram að hann hefði notið hjálpar systkina sinna og foreldra við að svara spurningum. Verðlaunin voru þriggja vikna ferð til Kanaríeyja á vegum Samvinnu- ferða hf. Ætla foreldrarnir með honum í október og jafnvel eitt- hvað af systkinum Hafliða. EVI Sigurvegarinn Hafliði tekur við vinningnum úr hendi Brunos Hjaitested, aðstoðarframkvæmdastjóra Samvinnutrygginga. Foreidrar Hafliða, Steinunn Adólfsdóttir og Páll O. Hafliðason, standa sitt hvoru megin við hann. Böðvar Valgeirsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða hf. er t.v. Frumvarp GuðmundarH. Garðarssonar: Frjáls útvarpsrekstur .Guðmundur H. Garðarsson (S) lagði í gær fram frumvarp um afnám á einkaleyfi ríkisins á rekstri útvarps og sjónvarps. Hann telur að með frumvarp- inu séu lögð drög að því að á íslandi ríki hliðstætt tjáningar- frelsi og þekkist í vestrænum lýðræðisríkjum á sviði hljóð- varps og sjónvarps. Það sé spor í áttina að auknu frelsi fólksins frá miðstýringarvaldi embætt- is- og stjórnmálamanna á þessu sviði. Frumvarpið stefnir að af- námi einkaleyfisins ,,á útsend- ingum til viðtöku almennings á tali, tónum, myndunt og öðru efni, hvort sem er þráðlaust, með þræói eða á annan hátt“, eins og segir í greinargerð. Jafnframt verði ráðherra heimilað að veita öðrum leyfi til útvarpsrekstrar að fullnægð- um ákveðnum skilyrðum sem ráðherra setur í reglugerð. Guðmundur segir að Islend- ingar hafi dregizt aftur úr á þessu sviði tjáningarfrelsis og beinlínis lagt hömlur á þetta frelsi. Þá bendir hann á að tækni- framfarir hafi gert þennan rekstur auðveldari en áður var. Sem dæmi megi nefna að án mikils tilkostnaðar megi koma upp staðbundnum útsending- um á sviði hljóðvarps og sjón- varps sem mundu auka mjög á fjölbreytni i efnisvali. Auk þess yrði með fjölgun stöðva unnt að fullnægja kröfum um aukna fræðslu á sviði almennra og staðbundinna mála. Hann leggur áherzlu á að fyllsta hlutleysis sé gætt í stjórnmálum við útsendingu efnis með svipuðum hætti og nú tíðkast í útsendingum ríkis- útvarpsins. -HH Sinfóníuhljómsveit Islands: ff L” sem i Leikur? Sinfóníuhljómsveit Islands, 12. tónleikar í Háskólabíói, 24.03J77. Efnisskrá: Páll P. Pálsson: Hugleiðing um L. Carl Stamitz: Konsert fyrir flautu og hljómsveit. Jean Rivier: Konsert fyrir flautu og hljómsveit. Beethoven: Sinfónia nr. 8. Stjórnandi: Páil P. Pálsson. Einleikari: Manuela Wiesler. Verkið hans Páls P. Pálsson- ar, Hugleiðing um L, er þó nokkuð sniðugt, en stundum dálítið þreytandi áheyrnar, t.d. þegar ómstríðu tvíundarbilin voru of lengi. 1 upphafi verks- ins mátti strax greina áhrif Beethovens á tónskáldið, því í byrjun þruma pákurnar hið fræga 3undar stef 5. sinfóní- unnar, og einnig bregður fyrir stuttum hljómagangi úr sama þætti sinfóníunnar. Ekki eru tilvitnanir til lýta eða tónskáldi til minnkunar, enda stendur verkið hvorki né fellur með þeim. Páll notar ýmsa skemmtilega „effekta" í verk- inu, púltin fara í „bergmáls- leik" með sama stefið, og „klið- leik", þar sem hver hljóðfæra- hópurinn af öðrum kemur inn, þannig að úr verður heljarmik- ið „crescendo". Páll vill ekkert láta hafa eftir sér hvað heiti verksins merkir, Hugleiðing um L, heldur á hver að gera það upp við sig hvað L-ið stendur fyrir. í mínum huga stóð það einfaldlega fyrir Leikur, og þá sem skemmtilegur leikur. Manuela Wiesler Undanfarin ár hefur Manu- ela Wiesler getið sér gott orð íyrir snjallan og þokkafullan flautuleik bæði í einleik og samspili með öðrum listamönn- um. Skemmst er að minnast er hún ásamt Snórra Birgissyni vann fyrstu verðlaun í Tónlist norrænni kammermúsíkkeppni í Helsinki. Hún hefur áður leik- ið með Sí en nú í fyrsta sinni á áskriftartónleikum hljómsveit- arinnar. Flautukonsertarnir sem hún lék voru frekar til- þrifalitlir og fannst mér þeir eiginlega leiðinlegir, en hún lék þá af prýði, sérstaklega þann seinni eftir franska tón- skáldið .lean Rivier. Var meira öryggi í leik hennar þar. Tilþrifalítil 8unda Síðast á efnisskránni var 8. sinfónía Beethovens, er lítið um flutning hljómsveitarinnar að segja, leikur hennar var hvorki góður né slæmur. Þessir tónleikar voru langdregnir og engan veginn skemmtilegir, eins og þeir hafa oft verið er Páll P. Pálsson hefur haldið um sprotann, ef frá er talið verk hans sjálfs. Óvenju litil aðsókn var að þessurn tónleikum en slikt hef- ur oft átt sér stað er erlendir einleikarar eru með hljómsveit- inni og er það furðulegt, þarf alltaf íslenzk tiöfn til að draga að áheyrendur?

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.