Dagblaðið - 31.03.1977, Síða 12

Dagblaðið - 31.03.1977, Síða 12
DÁGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977. Iþróttir mnm I Valur mætir Víking íkvöld! Víkingur og Valur — efstu liðin i 1. deild íslandsmótsins í handknattleik mætast kl. 21 í kvöld í Laugardalshöll. Nú er það ekki baráttan um íslands- meistaratitilinn heldur er bikar- inn á dagskrá — 16 liða úrslit. Alveg áreiðanlega ætla bæði lið sér sigur í kvöld — og Valsmenn eiga alveg sérstakra harma að hefna. Víkingur hcfur tvívegis sigrað Val í islandsmótinu til þessa — bæði skiptin með aðeins einu marki — fyrir jól 23-22 og síðan 21-20 og í bæði skiptin í hörkuleikjum — leikjum eins og þeir gerast beztir meðal islenzkra félagsliða. Leikurinn í kvöld er síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum bikar- keppni KSl. Staðan íl.deild Tveir leikir verða í 1. deild íslandsmótsins i handknattleik i kvöld — báðir í iþróttahúsinu í Hafnarfirði. Grótta mætir fyrst IR kl. 20 — og ætli Grótta sér sæti í 1. deild í haust þá verður liðið bókstaf lega að ná í stig — eitt eða tvö. Að loknum leik ÍR og Gróttu leika Islandsmeistarar FH við Reykjavíkurmeistara Þróttar. Þar virðist einsýnt um sigur — Þróttur hefur náð ákaflega litlu út úr leikjum sínum í vetur eftir hina ágætu byrjun í haust er Reykjavíkurtitillinn vannst. Staðan í 1. deild er nú: Valur 11 9 0 2 247-210 18 Víkingur 11 9 0 2 271-238 18 FH 10 6 1 3 236-211 13 Haukar 11 5 2 4 222-223 12 ÍR 11 4 2 5 236-240 10 Fram 10 4 1 5 209-214 9 Þróttur 10 0 3 7 189-221 3 Grótta 10 0 1 9 194-237 1 íþróttir Stærdirfrá 3áraaldri Verðfrá 3.440 Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði Breiðholfi Simi 75020 Klapparstig 44 Simi 11783 Frakkar lágu í Dublin! — írland sigraði Frakkland 1-0 Það var sannarlega dagur Bret- landseyja í gærkvöld í undan- keppni heimsmeistarakeppn- innar í Argentínu að ári — England sigraði á Wembley í Lundúnum, Wales lagði sjálfa Evrópumeistara Tékka í Wrex- ham og í Dublin lék irland — fríríkið — við Frakkland sem hefur verið í mikilli sókn í knatt- spyrnunni síðustu misseri og sigraði nýlega heimsmeistara V- Þjóðverja í París. Og mjög á óvart sigraði irland 1-0. Já, írland sigraði 1-0 í Dublin og eina mark leiksins skoraði Liam Brady, Arsenal. Johnnie Giles tók aukaspyrnu, sendi knöttinn inn í vítateig Frakka, sem náðu að hreinsa frá, en beint fyrir fætur Brady sem komst í gegn og skoraói fram hjá Andre Ray. Markið virkaði eins og vítamín- sprauta á íra er léku mjög vel en þó enginn betur en Johnnie Giles sem lék sinn 48. landsleik fyrir fríríkið. Hann stjornaði spili íra af stakri snilld og á 30. mínútu var hann sjálfur nærri að skora þegar hann skaut þrumuskoti af 35 metra færi — en í þverslá. Knötturinn féll fyrir Don Givens en hann skallaði yfir. Frakkar voru óvenju daufir í fyrri hálfleik en Mick Kearns, Walsall, varði mjög vel aukaspyrnu frá Domi- nique Bathenay, St. Etienne. I síðari hálfleik var Michel Platini settur fram og Frakkar komu æ meir inn i myndina en vörn Ira var þétt fyrir, þó munaði litlu að Frakkar næðu að jafna á 70. mínútu — Paddy Mulligan ætlaði að senda knöttinn til mark- varðar en Platini komst inn í sendingu hans og brunaði að marki en David O’Leary náði að afstýra hættunni þar sem hann komst fyrir skot Platini. Siðustu 15 mínúturnar var sókn Frakka þung — en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Staðan í riðlinum er nú: Frakkland 3 1 2 0 4-3 3 írland 2 10 11-22 Búlgaría 10 10 2-21 Valur sigraði Fram aftur! —ogsigraði ímeistarakeppni KSÍþrátt fyrir að liðið eigi leik eftir Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ og vann til síns fyrsta bikars á árinu — en Valur sigraði lið Ft,am 2-1 í norðaustan roki á Mélavellinum í gærkvöld. Leikur Vals og Fram bar keim af aðstæðunum — kuldinn af Esj- unni var sannarlega napur og leikurinn var í samræmi við það — napur. Mikið um rangar send- ingar — spörk og kýlingar eins og Óvænttap Bugner fyrir JohnLyle Joe Bugner fyrrum Evrópu- meistari í þungavigt í hnefa- leikum en titilinn var dæmdur af honum tapaði óvænt fyrir Banda- rikjamanninum John Lyle í keppni í Las Vegas. Fyrirfram var búizt við að Bugner myndi sigra Lyle, sem er einn 17 systkina, auðveldlega en annað var uppi á teningnum. Bugner fór þegar í sókn í upphafi og ætlaði þannig að gera út um keppnina en Lyle reyndist mun sterkari en búizt var við — hann neyddi Bugner út í kaðlana. Bugner brenndi sig illa á höndum í köðlunum og eins blæddi illa úr nefi hans, þannig að hvítar buxur hans voru líkari buxum slátrara að störfum og minnisbækur blaðamanna við hringinn voru alaðar blóðslettum úr nefi Bugners. Lyle vann keppnina á stigum — með 2-1. — Dómarinn Hal Mill- er dæmdi Lyle sigur 57-52, Harold Buck 56-54, en Art Laurie dæmdi Bugner sigur 55-54. oft vill verða í norðan kaldanum á vorin. Islandsmeistarar Vals tóku for- ustu í fyrri hálfleik þegar Vals- menn léku undan vindi. Hermann Gunnarsson var þá að verki. Fljðt- lega í síðari hálfleik jók Valur forustuna í 2-0 þegar Ingi Björn Albertsson, markhæsti leikmaður Islandsmótsins í fyrra, bætti við öðru marki Vals. Leikmenn Fram með vindinn í bakið sóttu meir í síðari hálfleik en þeim tókst aðeins einu sinni að svara fyrir sig og þá var nýi leik- maðurinn frá Selfossi, Sumarliði Guðbjartsson, að verki. Fram tókst ekki að jafna — og íslands- og bikarmeistarar Vals hafa því sigrað í meistarakeppni KSl. Því má segja að byrjun Vals sé sannarlega góð — liðið hefur nú lagt Fram tvívegis og Akranes einu sinni — þrátt fyrir að Vals- menn eigi eftir að leika síðari leik sinn gegn Akurnesingum hafa þeir engu að síður tryggt sér titil- inn. Staðan í Meistarakeppni KSl er nú eftir 2-1 sigur Vals gegn Fram: Valur Akranes Fram 0 0 1 1 1 2 5-1 2- 5 3- 5 RITSTJORN: WALLUR SiMONARSON Leighton James — þessi snjalli leikmaður gærkvöid og skoraði tvívegis fyrir Wales. Derby var hrelnt óstöðvandi Wales kom á óvart sigraði Tékka! - Óvæntur en sannf ærandi sigur Wales gegn Evrópumeisturum Tékka íWrexham — 3-0 Wales kom mjög á óvart í undankeppni heimsmeistara- keppninnar meó því að sigra sjálfa Evrópumeistarana, Tékka, í Wrexham — borg á við Reykja- vík í N-Wales. Já, sigur Wales- manna kom á óvart — fyrirfram var ekki búizt við sigri en það sem ef til vill kom enn meir á óvart var hvernig þeir léku Evrópumeistarana sundur og saman — og Wales stóð uppi sem sigurvegari, 3-0. Já, sigur Wales var sanngjarn og sannfærandi. Liðið lék skín- andi vel án hættulegasta fram- herja síns, Johns Toshack frá Liverpool. Leighton James kom í stað stóra John — og enginn gerði meira en James í hinum stóra welska sigri — hann skoraði tví- vegis og átti þátt í þriðja marki Wales. Það var sama hvort James fór upp hægri kantinn eða hinn vinstri, Tékkar gátu ómögulega stöðvað hann nema að brjóta á honum. Og það var einmitt upp úr einu slíku broti á James að Wales Fmm mörk Englands en verður það nóg? England sigraði Luxemburg 5-0 og tók forustu í sínum riðli England jók enn möguleika sína á að komast til Argentinu í heims- meistarakeppnina með því að sigra Luxemburg 5-0 á Wembley í gær- kvöld að viðstöddum 81 þúsund áhorfendum. Með sigri sínum hefur England aftur náð forustu í riðlinum — en þar berjast Englendingar hat- rammri baráttu við Itaiíu um sætið í Argentínu að ári. Sókn Englands var þung þegar frá upphafi — Luxemburg kom til Wales til að verjast og þeir pökkuðu vörn- ina. Þetta virtist setja. ensku leik- mennina nokkuð úr jafnvægi en fljót- lega kom fyrsta markið — Dave Watson, Man. City, sendi þá knöttinn beint á kollinn á Kevin Keegan sem skallaði í netíð — 1-0. Og Englendingar héldu uppteknum hætti — látlaus sókn. En vörn Luxem- burg var ekki á að gefa neitt eftir — og örvænting greip um sig í enska liðinu þegar knötturinn vildi ekki í netið. England virtist missa „rythm- ann“ — öryggið hvarf úr leik liðsins og hinir 81 þúsund áhorfendur voru heldur ekkert ánægðir — sungu Mariner, Mariner. Já, þeir vildu fá Paul Mariner, unga leikmanninn frá Ipswich. Staðan í leikhléi var 1-0 — og Mariner kom í stað Joe Royle frá Man. City í síðari hálflelk. Og á 58. mínútu kom annað mark Englands — Gordon Hill skallaði fyrir fætur Trevor Francis sem skoraði með góðu skoti, 2-0. Og þá brast stlflan — á næstu 20 mínútum skoraði England þrívegis. Ray Kennedy kom Englandi 3-0 yfir — og á 68. mínútu skallaði Mike Channon knöttinn í netið eftir hornspyrnu — 4-0. Á 79. mínútu fékk England víta- spyrnu þegar Mike Channon var j'tt illilega í vítateignum og hann tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi, 5-0. Trevor Francis mark Englands. — skoraði annað "Þrátt fyrir þunga pressu Englands það sem eftir var leiksins tókst þeim ekki að skora fleiri mörk og tveimur mínútum fyrir leikslok var einum leikmanna Luxemburg vísað af leik- velli. En hinir 81 þúsund áhorfendur voru ánægðir, það er ekki á hverjum degi sem England skorar 5 mörk — 4- Sem aðstoðarmaður Þjálfa hef ég nóg að gera, en ég vona að éu geti leikið á ný.... ef læknirinn le.vfir mér það. . Þú verður aðT^ Rétt, taka hlutunum eins _ fara eftir /og þeir koma, Bommi. Við eilítil uppreisn eftir slaka leiki undanfarið þó alrangt væri að dæma enska liðið nokkuð eftir frammistöð- inni í gærkvöld — til þess var-Luxem- burg allt of veikt. Þrátt fyrir sigur eru mestar líkur á að Italía komist til Argentínu. Ítalía leikur á Wembley í nóvember — og á eftir að leika í Finnlandi — en síðasti leikur ítala verður gegn Luxemburg í Róm og þá geta þeir í raun séð hve mörg mörk þeir þurfa gegn veiku liði Luxemburgar. Staðan í riðlinum er nú: England 4 3 0 1 11-4 6 Italía 2 2 0 0 6-1 4 Finnland 3 1 0 2 9-7 2 Luxemburg 3 0 0 3 2-16 0 Kína sigraði — ísland í neðsta sæti Kínamúrinn var of þykkur til að brjótast í gegn — eða svo reyndist sannarlega í Heims- meistarakeppninni í borðtennis, sem nú er háð í Birmingham á Englandi. Kínverjar hafa sýnt ótrúlega yfirburði í borðtennis — og sigrað alla andstæðinga sína með yfirburðum — Kínverjar héldu heimsmeistaratitlunum, sem þeir unnu fyrir 2 árum, bæði í karla- og kvennaf lokki. Kínverjar sigruðu Japan 5-0 í úrslitum í kariaflokki og 3-0 gegn S-Kóreu í kvennaflokki. Það stóðst ekkert fyrir Kínverjum — en Svíþjóð varð í þriðja sæti í karlaflokki. tsland tók þátt í sveitakeppn- inni — og hafnaði sveit Islands í karlaflokki í neðsta sæti — 54. sæti — tapaði í gærkvöld fyrir Bangladesh í leik um 53. sætið, 2-5. I kvennaflokki hafnaði Ísland í næstneðsta sæti, 48. sæti, cn neðst varð lið skipað palestínskum flóttamönnum. skoraði — á 27. mínútu fyrri hálf- leiks. Einu sinni sem oftar var brotið á James — aukaspyrnan var tekin, knötturinn sendur til James, og James skaut þrumu- skoti af 30 metra færi sem hinn reyndi markvörður Tékkanna náði ekki að verja — sannkallað þrumuskot- og hinir 23 þúsund áhorfendur bókstaflega urðu trylltir af ánægju og gleði. Tékkar komu meira inn í mynd- ina eftir markið og Dai Davies í marki Wales varði mjög vel 10 mínútum fyrir leikhlé. Staðan í leikhléi var því 1-0 — og Wales náði aftur tökum á miðj- unni þar sem Terry Yorath og Brian Flynn, Burnley, ríktu sem kóngar. Og á 65. mínútu juku Walesbúar við forskot sitt — James átti mjög góða sendingu á John Mahoney, Stoke, sem virtist rangstæður, en dómarinn veifaði áfram. Mahoney gaf knöttinn fyrir — og þar var fyrir Nick Deacy sem leikur fyrir PSV Eind- hoven — hollenzku meistarana — og hann sendi knöttinn í netið, 2-0. Tíu mínútum síðar var James enn á ferð — Flynn, sem átti mjög góðan leik, sendi knöttinn í gegn- um vörn Tékka á James og hann hljóp af sér varnarmenn Tékka og skoraði með góðu skoti frá víta- teig og áhorfendur kunnu sannar- lega að meta James, manninn sem þeir höfðu púað á fyrir leikinn þar sem hann hafði tekið stöðu Mike Thomas, sem leikur fyrir Wrexham, en James lék sig inn í hjörtu welsku áhorfendanna. Þessi óvænti sigur Wales hefur bókstaflega snúið riðlinum við — Tékkar höfðu mjög sterka stöðu fyrir leikinn þar sem þeir höfðu sigrað Skota sannfærandi í Prag — er Skotar aftur Wales 1-0 á Hampden. Staðan í riðlinum er: Wales Tékkóslóvakía Skotland 2 10 1 3-1 2 2 10 12-32 2 10 1 1-2 2 Þessi stóri sigur Wales er enn óvæntari þar sem Tékkar höfðu aðeins einu sinni beðið ósigur í 25 leikjum — heima og heiman. Það yar þegar þeir töpuðu 0-2 fyrir heimsmeisturunum sjálfum, V- Þjóðverjum í Þýzkalandi. Charlton og frægir kappar íkeppnisferð Bobby Charlton — fyrrum leik- maður Manchester United og enska landsliðsins mun halda í langt og strangt keppnisferðalag um Evrópu, Mið-Austurlönd og Suður-Ameríku í sumar ásamt nokkrum frægum köppum. Charlton verður fyrir liðinu en þar eru stór nöfn — bæði nú og áður. Leikmcnn eins og Jack Charlton, Alan Ball — heims- meistarar ásamt Bobby Charlton frá ’66. Einnig munu leika Nor- man Hunter og Tommy Smith. Skotar munu eiga sína fulltrúa — fyrrum fyrirliði Leeds og Skot- lands, Billy Bremner, en hann leikur nú með Hull. Einnig mun Lou Macari, driffjöður Manchester United í dag leika. Rangers í úr- slit á Hampden — Celtic gerði jafntefli í Edinborg 1-1 og hef ur nú 6 stiga forustu í úrvalsdeildinni Rangers tryggði sér rétt í úrslit bikarkeppninnar á Skotlandi í gærkvöld er Glasgow-risinn sigraði Hearts á Hampden Park 2-0. Rangers mætti einmitt Hearts á Hampden Park síðast- liðið vor í úrslitum bikarsins — og rétt eins og þá átti Glasgow- risinn ekki í vandræðum með Edinborgarliðið, sem nú er í al- varlegri fallhættu. Celtic styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildarinnar — þó ekki með sigri heldur jafntefli í Edin- borg. Celtic mætti Hibernian í Edinborg og skildu liðin jöfn, 1-1. Ekki var getið í fréttaskeytum Reuters hver skoraði fyrir Celtic. Þá lék Partick — litla Glasgow- liðið við Motherwell — einnig i úrvalsdeildinni. Leikurinn fór fram í Glasgow og skildu liðin jöfn — 0-0. Celtic leikur einnig í undanúr- slitum bikarsins á Skotlandi og mætir Dundee — sem nú leikur í 1. deild — féll svo óvænt úr úr- valsdeildinni síðastliðið vor. Því er líklegt að stefni í úrslitaleik Glasgow-risanna Rangers. — Celtic og Staðan í úrvalsdeildinni er nú: Celtic 28 18 7 3 65-32 43 Dundee U 28 15 7 6 48-32 37 Rangers 29 12 10 7 44-30 34 Aberdeen 28 12 9 7 44-30 33 Hibernian 29 7 15 7 29-29 29 Partick 29 8 19 11 31-39 26 Motherwell 26 8 8 10 39-42 24 Ayr 28 8 6 14 35-54 22 Hearts 28 5 10 13 37-50 20 Kilmarn. 29 4 6 19 26-60 14 1X2 1X2 1X2 29. leikvika — leikir 26. marz 1977. Vinningsröð: 2XX — Xll — X21 — 111 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 334.500.00 30540 (Ólafsvík’, 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 28.600.00 6583 30528 31306 31321 54220 i . iú vikiiu >eðiil Kærufrestur er til 18. apríl kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 29. leik- viku verða póstlagðir eftir 19. apríl. GETR.UMR — íþróttamiðstöðin — REVKJ.VVÍK Vikunmr erkomið á útsölustaði - sneisafullt aflitríku ogskemmtilegu efni SIDUR I/' \

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.