Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 14
, DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977, Á stuttum buxum í listaháskóla Um þessar mundir sýnir Baltasar 50 olíumálverk frá árunum 1976-77 og 40 teikn- ingar á Kjarvalsstöðum og mun þetta vera 6. einkasýning hans. Af þessu tilefni spjallaði undir- rituð við Baltasar um listferil hans og viðhorf hans til mynd- listar á Islandi og í fæðingar- landi hans, Spáni. H.S.: Þú ert katalóníumaður, alinn upp i Barcelona á Spáni, svo að segja I hjarta álfunnar með öll elstu menningarlöndin við bæjardyrnar. Að hvaða leyti eru katalóniumenn sérstæðir og menningararfur þeirra frá- brugðinn því sem aðrir spán- verjar eiga? Baltasar: Katalónía var áður fyrr sjálfstætt furstadæmi, al- gjörlega óháð Spáni með eigið tal- og ritmál, katalónsku sem er skyld máli því sem talað var i Provence-héraðinu i Suður- Frakklandi. Þarna hafa í gegn- um aldirnar farið yfir margir þjóðflokkar, svo sem grikkir, rómverjar og gotar. Sum ör- nefni benda til þess að þarna hafi farið um norrænir menn. Uppi í Pyreneafjöllunum í Katalóníu er t.d. bær sem heitir Berga sem á sér enga hliðstæðu í örnefnum Spánar. Rómversku áhrifanna gætir hvað helst í byggingarlist og veggmálverk- um. Við fáum rómverska stíl- inn mjög þróaðan, frá Ítalíu yfir Frakkland, og áhrif hans má sjá út um alla Katalóníu í Kirkjubyggingum sem flestar eru frá 10., 11. og 12. öld. H.S. Það er kannski engin tilviljun að þeir fáu spánverjar, sem sest hafa að á tslandi, eru flestir katalóníumenn? Baltasar: Nei, við höfum frá upphafi verið mikil siglinga- þjóð og því alltaf ferðast meira en aðrir spánverjar og þar af leiðandi verið miklu opnari fyrir utanaðkomandi áhrifum. Katalónía liggur að landamær- um Frakklands og í gegnum þau hafa síast erlendir menn- ingarstraumar. Ég held að við höfum þegið eitthvað jákvætt frá öllum þeim þjóðflokkum sem þarna fóru um en okkar mestu listaverk urðu til á róm- verska tímabilinu. Veggmynda- gerð var þá á háu stigi enda hæfði hún vel rómversku kirkj- unum með sína heilu og óbrotnu veggi. Við brugðumst fljótt við til að reyna að bjarga þessum myndum, kirkjurnar voru sumar að falli komnar og ekki um annað að gera en reyna að flytja veggmyndirnar í róm- verska safnið í Barcelona sem nú geymir flesta þessa dýrgripi. H.S. Hefur þessi sterki og lit- ríki bakgrunnur ykkar ekki örvandi áhrif á þá sem ætla að leggja fyrir sig listnám? Baltasar: Jú, það var einmitt í þessum gömlu rómversku kirkjum sem ég t.d. lærði að skilja Picasso, því þar fékk ég bakgrunninn að þróun Mið- jarðarhafslistarinnar fram á okkar daga. Ég byrjaði tiltölu- lega snemma að teikna og þegar ég var þriggja, fjögurra ára gamall lékum við oft fjöl- skylduleik heima sem var þannig að ég teiknaði eftir minni andlitsmyndir af vinum og kunningjum fjölskyldunnar og síðan áttu þau að geta upp á því hver væri hver. Þannig byrjaði ég ómeðvitað að búa mig undir ævistarfið og þjálfa sjónminnið. Nú hef ég aftur á gamals aldri tekið við að rækta aftur þá eiginleika sem snemma komu fram hjá mér og mála nú orðið mikið af portrett- um. H.S.: Varstu þá strax staðráð- inn í þvi að helga þig listinni? Baltasar: Nei, en þegar ég var sjö ára gamall voru mér gefnir fyrstu oliulitirnir af gömlum manni sem vann hjá föður mínum. Hann var sjálfur sunnudagsmálari og tók mig með sér út að mála. Síðan hvöttu kennarar mínir mig mikið, en eins og oft er um stráka var eitt og annað að brjótast um í mér. Hafið hafði alltaf heillað mig og á timabili vildi ég verða sjómaður en fjöl- skyldan vildi gera úr mér lækni. Það fór nú svo að ég fór að spyrjast fyrir um möguleika til að komast inn i listaháskóla, en var auðvitað ennþá allt of ungur, svona 12—13 ára gam- all. Áhuginn var samt orðinn svo mikill að ég fór upp í listahá- skólann í Barcelona, sem heitir löngu fallegu nafni: Escuela Superior de Bellas Artes de San Jorge, og spurði einn kenn- aranna hvort ég mætti ekki koma þarna til að hreinsa pensla og sópa gólfið og reyna að komast að því hvort þetta líf ætti við mig. Hann tók því vel og þarna var ég svo meðan ég lauk menntaskólanámi og notaði timann vel til að kynna mér öll efni sem notuð voru og æfði mig i því að teikna eftir höggmyndum. Þessi kennari málaði mikið af portrettum og frá honum kemur þessi tak- markalausa virðing mín fyrir þeirri myndgerð. Stundum fékk ég að hjálpa honum við að mála hluta af myndunum og byrjaði þarna mitt nám á sama hátt og endurreisnarlistamenn- irnir sem geng.u sem lærlingar i vinnustofum meistaranna áður en listaskólar urðu til. H.S.: Ef ég man rétt þá gekk á sínum tíma í sama skóla ekki alveg ófrægur landi þinn sunnan frá Malaga, Pablo Picasso. Baltasar: Já, ég fékk að þreyta inntökupróf 14 ára gamall, á svipuðum aldri og Picasso var þegar- hann settist í skólann, og erum við sennilega með yngstu nemendum sem tcknir hafa verið inn í skólann. Eitt próf- verkefnanna var fólgið í því að teikna nakta fyrirsætu. Ég var á stuttum buxum, eins og allir 14 ára strákar á þeim tímum, og næstum eins stór og ég er núna, og þegar ég birtist rak fyrirsæt- an upp hlátursöskur sem ég aldrei gleymi. Ég flaug inn I skólann, fékk mér síðar buxur og reyndi að bera mig manna- lega upp frá því. H.S.: Hvernig var svo námið skipulagt? Baltasar: Námið tók sjö ár og þar var lögð áhersla á góða al- hliða menntun. Fyrsta árið er almennur forskóli sem allir fara í gegnum. Síðan er hægt að velja um myndlistar- og högg- myndasvið sem hvort um sig tekur fjögur ár. Síðustu tvö árin eru sameiginieg fyrir bæði sviðin og þá taka við bóklegar greinar, svo sem listaheim- speki, kennslu og uppeldis- fræði og við útskrifumst síðan öll með teiknikennarapróf. Þarna er ekki aðeins verið að undirbúa fólk, sem ætlar að leggja fyrir sig frjálsa mynd- list, heldur dreifast brott- skráðir nemendur út í ýmsar greinar á sviði lista. Það er alltaf stór hluti sem sest í kennarastöður og verður' með tímanum listaprófessorar, arki- tektar, listfræðingar eða leik- myndateiknarar og þvi á ég í dag skólasystkini í öllum hugsanlegum listgreinum á Spáni. Frá upphafi námsins er rík áhersia lögð á samvinnu nemanda og kennara, hér finnst mér of mikið gert að því að einangra listnema hvora frá öðrum og innan einstakra list- greina. Þessi samvinnuandi þarna suður frá á eflaust rætur sínar að rekja til endurreisnar- listamanna sem unnu jöfnum höndum að hinum ólíku list- greinum eins og t.d. Leonardo og Michelangelo. Það er stundum sagt að sá sem er að gutla í of mörgu verði aldrei neitt en það er ekki alltaf rétt. Það fer algjörlega eftir einstaklingnum, ef hann hefur nægan kraft og úthald þá á það að vera hægt, að ná góðum ár- angri á mörgum sviðum, þetta er jú þegar allt kemur til alls 99% vinna og aftur vinna. H.S.: Hvaða spánskir meistarar hafa haft hvað sterkust áhrif á Þig? Baltasar: í skólanum vorum við neydd til að mála mjög klass- ískt, eftir ákveðnu kerfi sem sýndi hvort okkur fór fram eða ekki. Við kópíeruðum allar gerðir mynda, aðallega verk frá endurreisninni og fram í há- barokk, en með endurreisninni hefst saga nútímalistar. Þú verður að fara alla leið aftur ,,a las fuentes", og Baltasar leitar að íslenska orðinu, þú verður að leita uppsprettunnar til að skilja hvernig allt þetta byrjaði. I Barcelona hafði ég kynnst eldri myndum Velasquez en þeim Velasquez, sem mest hreif mig, kynntist ég þegar ég fékk ferðastyrk til Madrid 18 ára gamall. Þá hafði ég flækst til Parísar og um Þýskaland en aldrei komið til höfuðborgar- innar. Prado-safnið í Madrid er eitt fallegasta og aðgengilég- asta listasafn álfunnar, mikið ■ betra en t.d. Louvre-safnið, og þarna uppgötvaði ég þann Velasquez sem snýr heim frá Ítalíu um 1630 og yfirgefur hin Myndlist Hrafnhildur Schram sterku ljós og skuggaáhrif sem einkenna eldri myndir hans og fer að mála 1 léttum silfur- gráum og bláum tónum og það var sá Velasquez sem snerti mig strax. Það var sérstaklega þessi kyrrð sem ríkir í myndun- um hans sem hreif mig. Siðan fór ég að stúderá tæknina, hér var maður sem var langt á undan sinum tima og ég gat auðveldlega tengt hann im- pressionistunum. Það er sér- staklega ein mynd sem aldrei hefur horfið úr huga mér og það er myndin af Innocentíusi X páfa sem Velasquez málaði í Róm. Ég hef aldrei reynt að kópíera hana, en hún eins. og fylgdi mér alltaf. Því brá mér hálfpartinn þegar ég upp- götvaði sálarbróður minn í breska málaranum Francis Bacon sem málaði þennan páfa um 1954 eftir þessari mynd Velasquez. Við höfum báðir verið að hugsa um sömu mynd- ina á sama tima. Og svo auðvitað Goya. Hann plataði mig í fyrstu með sínum léttu og ljósu fyrstu myndum sem ég sá í Barcelona en í Prado-safninu sá ég hinar áhrifamiklu svörtu myndir hans sem sýna mikla eymd og þjáningu og þar sýnir hann líka hvað hann er mikiil málari. Þarna skildi ég hvað langt er hægt að komast með dökkum litum ef rétt er að farið. H.S.: Það er fyrst núna á þess- ari síðustu sýningu sem þú hefur alveg skilið við þinn þunga akademiska litaskala. Var það mikið átak að losa þig undan honum? Baltasar: Eg hef málað í þungum og dökkum litum alveg síðan ég kom til Islands og fram á síðasta ár. Ég var búinn að læra þetta og var öruggur á því sviði. Það var eins og ég þyrfti að láta ísland síast í gegnum þetta fyrst og láta minn nýja stíl mótast af þeim áhrifum sem Verzlun Verzlun Verzlun Skrifborðssett ímismunandi litum. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691 INNRÉTTINGAR. Smíðum eldhúsinnréttingar, fataskápa, innihurðir o. fl. Gerum teikningar og föst tilboð. Leggjum áherzlu á að gera viðskiptavini okkar ánægða. Hagstæðir greiðsluskil- málar. ARFELL H.F. Súðarvogi 28-30, Arni B. Guðjónsson húsgagnasmíðameistari. Sími 84630. Ferguson litsjónvarps tœkin. Amérískir inlínu myndlampar. Amerískir transistorar og díóður 0RRI HJALTASON Hagamel 8,.sírai 16139. B0RGARLJ0S Grensósvegi I 24 — Sími 82660. Loftlampar frá kr. 1450.- Vegglampar frá kr. 2650.- Borðlampar ekta marmari frá kr. 15.000.- Baðherbergislampar frá kr. 1380.- MJÖG HAGSTÆTT VERÐ. Húsgögn við allra hœfi Sflfasett verð kr. 178.500.- Góðir greiðsluskilmálar greiðsluafsláttur. eða stað- ^cö^ SEDRUS Súðarvogi 32 Símar 8-40-47 og 3-05-85 Hlaðrdm, bæsuð ígrænu, rauðu, briínu ogviðarlit Húsgagnaverzlun Reykjavíkur Brautarholti 2 — Sfmar 11940 -12691 Þetta getur þú sjálfur gert- fyrir lítiö... Syttem Plus er reAefl samen úr 3 mlsmunendl eteerfler- einlngum og teeUngum. Baekllngur tyrirUggJ.ndl JU unumuun Buvnawn SlMI 30543 FÖNDUR GEYMSLA FORSTOFA VINNUPLASS ^leikplAss svefnherbergi barnaherbergi STOFA J SKÚUSOH BJÍKSm BlLOSHOre*'e

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.