Dagblaðið - 31.03.1977, Page 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977.
23
I
Útvarp
Sjónvarp
Höfundurinn varð heims-
frægur fyrir Regnmiðlarann
— Búið að flytja f imm leikrit eftir bandaríska höf unda í vetur—sjö leikrit eftir
D
The Rainmaker (Regnmiöl-
arinn), sem fluttur veröur í út-
varpinu í kvöld, er eftir banda-
ríska rithöfundinn N. Richard
Nash sem heitir réttu nafni
Nathaniel Richard Nusbaum.
Hann er fæddur í Philadelphia
áriö 1913.
Hann varö heimsfrægur fyrir
þetta leikrit sitt þegar það var
frumsýnt á Broadway árið 1954.
Meóal annarra leikrita sem
hann hefur skrifað eru The
Young and the Fair, See the
Jaguar, The Second Best Bed
og Girls of Summer.
Richard Nash hefur einnig
skrifað handrit fyrir kvik-
myndir og sjónvarp.
Meðal annarra bandarískra
leikrita sem útvarpió hefur
flutt í vetur, eru Viðkomu-
staður eftir William Inge, Anna
Christie eftir Eugene O’Neil,
Horft af brúnni eftir Arthur
Miller, Myrkur um miðjan dag
eftir Sidney Kingsley og Engill
horfðu heim eftir Ketty Frings
og T. Wolfe.
Þá mun útvarpið flytja eftir-
talin leikrit eftir bandaríska
höfunda síðar i vor og sumar;
Saga úr dýragarði cftir Edward
Albee verður flutt í mai.
Gjaldið eftir Arthur Miller
verður flutt í júní. Brúin til
mánans eftir Clifford Odets
verður flutt í júlí. Happy Time
eftir Samuel Taylor verður
flutt i ágúst. í haust verða flutt
Bærinn okkar eftir Thornton
Wilder, Kötturinn á blikkþak-
inu eftir Tennessee Williams
og Gálgafrestur eftir Paul Os-
borne.
A.Bj.
Utvarp íkvöld kl. 19.50: Leikrit vikunnar:
Kynleg gestakoma hef ur örlaga
ríkar afleiðingar
Utvarpsleikrit kvöldsins,
Regnmiðlarinn eftir banda-
ríska rithöfundinn N. Richard
Nash hefst kl. 19.50 í kvöld.
Þýðinguna gerði Óskar lngi-
marsson og leikstjóri er .Jón
Sigurbjörnsson.
Regnmiðlarinn er í flokki
bandarískra leikrita sem flutt
eru í útvarpinu í vetur í tilefni
af tvö hundruð ára afmæli
Bandarikjanna. Þetta er fyrsta
leikritið sem útvarpið flytur
eftir Richard Nash.
Sögusvið leikritsins er á
búgarði í vesturríkjunum. Þar
býr H.C. Curry með tveimur
sonum sínum, Nóa og Jim og
dótturinni Lizzie, en hún er vel
komin á giftingaraldur. Henni
hefur enn ekki tekizt að finna
„hinn rétta“.
Nói og Jim gera allt sem í
þeirra valdi stendur til þess að
koma henni i hjónabandið en
þeim verður litið ágengt.
Miklir þurrkar hafa geisað og
ekki komið dropi úr lofti
í margar vikur. Horfir til stór-
vandræða með búskapinn.
Dag nokkurn kemur dálítið
kyniegur gestur 1 heimsókn.
Enginn veit hvaðan hann
kemur eða yfirleitt hver hann
er. Heimsókn hans verður ör-
lagarík á margan hátt.
Með hlutverkin í leikritinu
fara Róbert Arnfinnsson, Stein-
unn Jóhannesdóttir, Arnar
Jónsson, Sigurður Karlsson,
Hjalti Rögnvaldsson, Helgi
Skúlason og Gunnar Eyjólfs-
son.
Flutningstími leikritsins er
tvær klukkustundir og tíu min-
útur.
A.Bj.
H
Leikstjórinn, Jón Sigurbjörns-
son.
^ Utvarp
Fimmtudagur
31. marz
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Á frívaktinni. Margrét Guð-
mundsdóttir kynnir ðskalög sjó-
manna.
14.30 Hugsum um það. Andrea Þórðar-
dóttir og GIsli Helgason ræða við sál-
fræðinga og leita álits fólks á starfs-
sviði þeirra.
15.00 Miðdagistónlaikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.40 „Raka-Jói og spútnikkinn", smásaga
aftir Ambjöm Daniaisen. Hjálmar
Árnason þýddi úr færeysku og les.
17.00 Tónleikar.
17.30 Lagið mitt. Anne-Marie Markan
kynnir óskalög barna innan tólf ára
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Daglagt mál. Helgi J. Halldórsson
flytur þáttinn.
19.40 Planólaikur í útvarpssal: Einar
Markússon leikur. a. Mazúrki eftir
Spolíanský. b. Pastorale eftir Hall-
grím Helgason. c. Vínarvals eftir
Strauss/Rosenthal.
19.50 Laikrit: „Regnmiölarinn" eftir Ogdan
Nash. Þýðandi’ Óskar Ingimarsson.
Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. Per-
sónur og leikendur:
H.C. Curry......Róbert Arnfinnsson
Nói Curry ........Sigurður Karlsson
Jim Curry ......Hjalti Rögnvaldsson
Lizzie Curry....Steinunn Jóhannesd.
Bill Starbuck........Arnar Jónsson
File ...............Bessi Bjarnason
Fógetinn.........Gunnar Eyjólfsson
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma
(45).
22.25 Kvöldsagan: „Sögukaflar af sjálfum
mór" eftir Matthías Jochumsson. Gils
Guðmundsson les úr sjálfsævisögu
hans og bréfum (15).
22.45 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes-
Föstudagur
1. apríl
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00.
Morgunbœn kl. 7.50 Morgunstund
bamanna kl. 8.00: Sigrún Björnsdóttir
byrjar lestur á sögunni „Strák á
kúskinnsskóm" eftir Gest Hannson.
Tilkynningar kl. 9.30. Þingfróttir kl.
9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við
bœndur kl. 10.05. Passíusálmalög kl.
10.25
ísbúð
Verzlunarpláss fyrir ísbiíð óskast
Sími 84179 eftir
kl. 16.00 alladaga
Knattspyrnuþjálfari
óskast strax til þjálfunar á
yngriflokkum.
Upplýsingar í síma 50562
kl. 7-9ákvöldin.
Verðlækkun
ÚRSMÍÐAFÉLAG ÍSLANDS vill vekja athygli á að vöru-
gjald (18%) hefur verið felit niður á úrum. Þetta á
einnig við um rafeindaúr sem við bjóðum í fjölbreyttu
úrvaii.
Kaupið ávalit úrin hjá úrsmiðum, þeir hafa fullkomna
varahluta- og viðgerðarþjónustu á þeim úrum sem þeir
selja.
Verðlag á úrum er nú mjög hagstætt hér á
landi. Kynnið yður verð og gæði.
Úrsmiðafélag íslands.
UTB0Ð
Tilboð óskast í að byggja fokhelt af-
þreyingarheimili við Bjarkarás í
Reykjavík.
Útboðsgagna má vitja á teiknistofuna
Óðinstorg Óðinsgötu 7, Reykjavík, frá
og með föstudeginum 1. apríl gegn
20.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin
verða opnuð þriðjudaginn 26. apríl kl.
11.
Styrktarfélag vangefinna.
Önnumst hvers konar matvælareykingar
fyrir
verslanir, mötuneyti og einstaklinga.
REYKIÐJAN HF.
SMIÐJUVEGI 36 *a* 7 63 40