Dagblaðið


Dagblaðið - 18.04.1977, Qupperneq 4

Dagblaðið - 18.04.1977, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1977 ' ..... N Sverrir Hermannsson alþingismaður: ^ Viðreisnaraðgerðir lll^ r ■ r ■ ■ ■ F fari fyrir pjoðina i kosningum í haust Ef kjarasamningarnir leióa til kollsteypu í efnahagskerfinu ætti að leggja fram viðreisnar- prðgram og bera það undir þjóðina í þingkosningum í haust. Þetta er skoðun Sverris Hermannssonar alþingismanns (S). „Ég hef haft þá skoðun, og ekki legið á henni, að ef efna- hagskerfið kollsteypist við kjarasamningana, teldi ég eðli- legast að leggja viðreisnarað- geróir fyrir þjóðina í þingkosn- ingum strax í haust," sagði Sverrir í viðtali vió Dagblaðið í gær. ,,Eg óttast heilt „kosninga ár", sagði Sverrir Hermanns- son. „Það væri óhugnanlegt ef verðbólguskrúfan tæki að snú- ast hraðar eftir kjarasamning- ana og beðið væri í heilt ár eftir kosningum." Sverrir kvaðst .þó ekki trúaður á að kosningar yrou í haust. Hann teldi að Framsóknarflokkurinn til dæmis vildi ekki kosningar fyrr en eftir ár. Eins teldi hann að skoðun sín væri ekki ofan á í sínum eigin flokki. Sverrir sagði að lækkun skatta og samsvarandi niður- —leiði kjarasamn- ingarnir til „koll- steypu" skurður ríkisútgjalda væri hið eina sem dygði til að ná i gegn kjarasamningum sem ekki hleyptu öllu í bál og brand. Ef vel tækist til í skattalög- um gæti það komið góðu til: leiðar í samningunum. -HH Bættaðstaða íReykjavíkurhöfn: r RÆTIST UR HJÁ RÍKISSKIP Um þessar mundir standa yfir nokkrar endurbætur á Reykjavik- urhöfn. Verið er að byggja hafn- arbakka við svokallaða Grófar- bryggju en hún er niður af Gróf- inni í Reykjavík. Akraborg hefur fram að þessu lagzt við þessa bryggju. 1 samtali vió DB sagði hafnar- stjórinn, Gunnar B. Guðjónsson, að hafnarbakkinn sem er verið að byggja kæmi til með að verða alls 60 metra langur. Skipaútgerð rík- isins fær þarna hafnarpláss og aðstöðu til að reisa vörumóttöku á svæði sem þarna verður fyllt upp. Skipaútgerðin hefur undanfarin ár verið á hálfgerðum hrakhólum með pláss en þarna kemur til með að rætast úr því. Þess má geta til gamans í þessu sambandi að Grófarbryggja hefur meðal almennings lengstum geng- ið undir nafninu Sprengisandur. DB lék hugur á að vita hvernig á þessu nafni stæði og hafði því samband við Meyvant Sigurðsson á Eiði. Meyvant sagði að ástæðan fyrir nafninu væri sú aó 1930, þegar verið var að byggja bryggj- una, gerðist það óheppilega atvik að stálþil sprakk fram. Verið var að dæla sandi úr hafnarbotninum inn fyrir þilið og hefur sú fyrir- staða sem var í hafnarbotninum ekki verið nægileg og því fór sem fór. Verkfræðingurinn sem sá um höfnina var einmitt í brúðkaups- ferð þegar þetta gerðist og varð að kalla hann heim úr henni til að sjá um lagfæringar. Hafnarstjórinn virtist greini- lega vera mjög mótfallinn þessu nafni og sagðist ekki vilja heyra það nefnt. -D.S. Nýi hafnargarðurinn.sem kemur til með að gjörbreyta aðstöðu Ríkisskips, sést á þessari mynd Sveins Þormóðssonar. Kins golt að verða ekki með puttana á milii þegar þessi S lonna falihamar er að verki (Mynd: Stefán Nikulásson). FÆREYSKIR SKOLAKRAKKAR í FERÐALAGIUMISLAND Þetta eru krakkar úr stærsta gagnfræðaskólanum í Færeyjum en þau komu í skólaferðalag til íslands yfir páskana. Með bingó- kvöldum, hlutaveltum og happ- drættum söfnuöu þau sér fyrir farinu hingað en venjan hefur verið að fara til Danmerkur í skólaferðalag, enda eru Danmerk- urferðir styrktar af opinberu fé. Krakkarnir sem eru á aldrinum 16-17 ára ferðuðust víða um land- ið, fóru á skiði til Akureyrar og i kynnisferð á Keflavíkurflugvöll þar sem þau fengu að skoða að búnað varnarliðsins. Þessi mynd er tekin á Vellinum undir einni herþotunni, sem reyndar stendur á stöpli sem eins konar minnis- merki um Delta Daggervélarnar. DB-mynd Elias Poulsen). „Tækið reynt”-fór á toppinn Það fór illa fyrir ungum öku- Bíllinn stóðst ekki aksturskröf- manni á Húsavík urn helgina. urnar og svo fór að hann valt og Hann ók með félögum sínum um kom niður á toppinn á veginn. bæinn á Bronco-jeppa. Ætluðu Farþegarnir sluppu ómeiddir en þeir að reyna farkostinn og óku ökumaður var fluttur til rann- upp í snjóskafl fyrir utan veginn. sóknar á sjúkrahúsið. .RP.'

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.