Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR
kyns hátekjumönnum í land-
inu, sem eiga heimavinnandi
konur.
Til þessa „réttlætismáls“ ætl-
ar ríkissjóður, samkvæmt frum-
varpinu, að fórna milljónum.
Okkur fávísum skattgreiðend-
um verður á að tuldra í barm-
inn það sem Jóni sáluga Hregg-
viðssyni er lagt í munn: „Vont
er þeirra ranglæti, en verra
þeirra réttlæti".
Breiðu bökin
Skömmu eftir að frumvarpið
umtalaða kom fyrir almenn-
ingssjónir, lét Fjármálaráðu-
neytið reikna út nokkur dæmi
um áhrif frumvarpsins á ein-
staklinga. Ég varð mér úti um
þessa útreikninga og geri ráð
fyrir að þeim megi treysta. En
við athugun á þeim komu
furðulegir hlutir í ljós
En það sem stingur mest 1
augun er það, að þar stendur
svart á hvítu, aðhöfundar frum-
varpsins virðast hafa talið, að
einstæðir foreldrar, með tekj-
ur, sem Verkamannafélagið
Dagsbrún telur lágmark þess,
sem fjölskylda gæti lifað af, séu
einna best í stakk búnir að
bæta við sig skattgreiðslum um-
fram það sem væri eftir gild-
andi lögum. Og svo virðist
greiðslugeta aukast með hverju
barni. Það er nánast eins og
gróðafyrirtæki að bæta við sig
ómögum.
Núgildandi skattalög þykja
ekki góð, en að einstætt for-
eldri, sem hefur lágmarkslaun
til að lifa af geti bætt við sig
miðað við gildandi lög 66.7 þús.
í skatt. ef börnin eru tvö, en
95.1, ef börnin eru þrjú, þetta
er ótrúlegt en satt, það er í
útreikningum sem ráðuneytið
hefur gert.
En svo skulum við líta á það
sem að þeim snýr, sem við héld-
um að væru betur settir. Allir
hátekjumenn.semeru einir um
að afla skráðra tekna, lækka i
skatti í samanburði við gildandi
lög. Og skattalækkunin eykst
með hækkandi tekjum. Með
nokkuð hóflegar tekjur lækkar
skatturinn um 19.6 þús„ en þeg-
ar tekjur eru orðnar 4 milljónir
nemur skattalækkunin 87.6
þús.
Til að mæta skattatapi ríkis-
sjóðs þyrfti ansi marga ein-
stæða foreldra með 3 börn. Ég
geri ráð fyrir að drjúgur meiri
hluti alþingismanna falli undir
hæstu skattalækkun. Finnst
þeim í alvöru að þeir hafi breið-
ari bök en einstæðir foreldrar?
Alþingismenn voru ein-
hverntíma að lagfæra laun sín
ofurlítið. Fólk taldi það eftir
þeim og er enn að því. Ég er
þeim ekki sammála, sem eru
með slíkar eftirtölur. Ég tel að
alþingismenn eigi að vera vel
launaðir. En þeir eiga ekki að
láta aðra borga fyrir sig skatta,
sem þeir hafa sjálfir ákveðið að
taka þurfi af okkur skattgreið-
endum. Þeir eru það vel stæðir
að þá munar ekki um þessa
skattalækkun hvern úm sig. En
það er öruggt að einstætt for-
eldri með þrjú börn á framfæri
gæti gert betra við 95 þús. krón-
ur börnum sínum til hagræðis
en bæta þeim í ríkiskassann,
sem fer ekki eins vel með fé og
einstæðir foreldrar neyðast til
að gera.
Vanmat á
dómgreind kvenna
Það er út af fyrir sig stór-
skrítið, að nokkur skuli halda
því fram að sú skattaívilnun,
sem frumvarpið ætlar giftum
hátekjumönnum, sem eiga
heimavinnandi konur, sé ein-
hver sérstök kvenréttindi, eða
að það sé mat á heimilisstörf-
um, að færa niður I lægra
skattaþrep hluta af tekjum
þeirra vel stæðu manna.
Slík fullyrðing er furðulegt
vanmat á dómgreind kvenna.
Eða er til sú kona sem vill
viðurkenna það að heimavinn-
andi kona sé slíkur ómagi á
heimili sínu, að það geti bóta-
laust bætt við sig framfæri
nokkurra ómaga, ef hennar
missti við?
Þetta má skýra nánar með
því að nota útreikninga Fjár-
málaráðuneytisins. Við tökum
dæmi af því að heimilisforsjáin
sé karlmaður. Kona vinnur
heima og þau eiga eitt barn.
1. APRÍL 1977. .
Kjallarinn
J
Valborg Bentsdóttir
Launatekjur 2 milljónir.
1. dæmi.
Þau ættu samkvæmt frumvarpi
að greiða í skatt 52.4 þús. En
félli nú konan frá „hækkaði
hagur strympu". Ekkillinn gæti
greitt 263.7 þús. í skatt eða 211.3
þús. meira en meðan hann átti
konu til að létta honum lífsbar-
áttuna.
2. dæmi. Sömu hjón eiga tvö
börn.
Enginn skattur en 20.7 þús. til
að mæta útsvarsgreiðslum.
Konulaus yrði sami maður að
greiða 172.8 þús. í skatt eða
193.6 þús. meira en áður en
konan hvarf honum.
3. dæmi.
Verst yrði dæmið ef þau
væru komin með börn sín upp-
komin og hefðu á framfæri
unglinga, sem þau þyrftu að
framfæra. En eins og við vitum
sem höfum alið upp börn eru
börn býsna dýr á þeim aldri.
Þessi hjón teldust barnlaus og
ættu að greiða 102.2 þús. í skatt.
En hjálpi okkur hamingjan, ef
þessi framfærandi yrði án
hjálpar heimavinnandi konu
sinnar við framfærslu barn-
anna. Þá liti svo út, að hún
hefði verið honum allþungur
ómagi. Því nú gæti hann sam-
kvæmt dómi frumvarpsmanna
greitt í skatt 390.7 þús. eða
289.5 þús. meira en meðan kon-
an var og hét.
Hefur nokkurn tíma verið
gert dæmalausara vanmat á
vinnu konu á heimili? Eftir áð-
urgreindum tölum að dæma á
hún ekki að vera fær um að
vinna fyrir sér. Það lítur út
fyrir að hún hafi verið heimili
sínu allþung byrði. Ja, gjafir
eru okkur gefnar lifandi og
dauðum, ef þetta er mat á okk-
"ur.
Tekjuskattur
úrelt tekjujöfnun
Er ekki kominn tími til að
velta því fyrir sér í alvöru,
hvort tekjuskattur er ekki orð-
in kostnaðarsöm og lítilsmeg-
andi tekjujöfnun? Launamenn
greiða skatta af tekjum sínum
að fullu, mér er til efs að allir
aðrir geri það. Það eru ýmsar
leiðir til að sleppa og þær eru
notaðar óspart bæði löglegar og
ekki. Er það ekki næs'ta hjákát-
legt fyrir rikið að borga okkur
laun og stinga í eigin vasa hluta
af hverri útborgun? Væri ekki
nær að kalla það laun, sem við
höfum til ráðstöfunar og losna
við ergelsi, kostnað og skrif-
finnsku? Ef við þurfum að fá
nær þvi tvær krónur í laun af
því við þurfum að greiða aðra
hverja í skatt. Það væri miklu
betra að fá þessa einu sem við
megum eiga í friði. Og auðvitað
væru skattfrjáls laun lægri og
ríkið fengi sitt í spöruðum
launagreiðslum. Og vinnuveit-
endur gætu t.d. borgað hærri
Jaunaskatt. Svn kæmi tekju-
jöfnunin fram í barnabótum, og
barnabótaaukum, sem er svo
vinsælt hjá ríkinu að bæta bót
ofan á bót.
En ef það er of róttækt að
leggja skattinn alveg niður
væri mun fyrirhafnarminna að
hafa hann flatan. Það er miklu
fyrirhafnarminna að hafa jafna
hundraðahluta. En það ætti að
vera ljóst orðið, að óánægjan
með öll skattalög og skattalaga-
breytingar stafar fyrst og
fremst af því hve skattabyrðin
er þung.
Beini skatturinn gengur svo
nærri persónufrelsi manna, að
það hefur oftar en einu sinni
komið til tals á Alþingi að íella
hann niður.
Obeinu skattarnir, þó þungir
séu, eru meira eftir eigin vali
Ef ég hygg á að kaupa faíl ger
ég mér grein fyrir því að ég
þarf að borga mikinn hluta
verðsins í tolla og skatta til hins
opinbera og taka minn þátt í
samneyslu og Kröfluævintýr-
um. En ég ræð því hvort ég geri
þessa ráðstöfun, eða kaupi eitt-
hvað sem gefur ríkinu minni
tekjur, ef ég ekki treysti mér til
þess að borga bílinn. En á með-
an ég er að öngla saman fyrir
fjárfestingu þurfti ég nánast að
láta aðra hverja krónu af hendi
til samneyslu og Kröfluævin-
týra. Það er þessi tvísköttun,
sem fólki finnst ganga of nærri
pyngjunni.
Ráðóerra svarað
í ræðu sinni undrast fjár-
málaráðherra það að ekki skuli
koma, ja, mér finnst nánast
þakkarávarp frá þeim, sem eru
búnir að koma börnum sínum
til manns, greiða háan skatt, en
hagnast á frumvarpinu. Ég er
búin að sanna á því sem á und-
an er sagt að ég vanþakka þann
hagnað sem að mér er réttur.
Mér skilst að það sem upp er
talið eigi allt við mig, en ég er á
móti frumvarpinu, af því það
vanmetur konur, af því það
gengur næst þeim sem síst
skyldi svo sem einstæðum for-
eldrum.
Ég hagnast á frumvarpinu, af
því að ég er með sæmilegar
tekjur og hef ekkert á framfæri
nema sjálfa mig.
Ef nánar er að gáð kemur
furðulegt i ljós. Ef börnin mín
þrjú væru enn á barnsaldri og á
framfæri minnar einnar myndi
ég tapa ríflega tífaldri þeirri
upphæð, sem mér er nú ætlað
að græða.
Sagði ekki einhver einhvern
tíma. Er þetta hægt Matthías?
Mér finnst eins og flestum
skattur minn vera ærið hár og
vil gjarna greiða minna og helst
engan skatt greiða. En meðan
skattur er lögleg aðgerð er
réttast að hver greiði það sem
honum ber, hvorki meira né
minna. Ég átti þátt i því að
50%reglan komst á, en ég hafði
aldrei gagn af henni sjálf, en ég
vissi hve skattheimtan gekk
nærri okkur, sem á þeim árum
þurftum að greiða skatt af
tvennum launum samanlögð-
um.Mér varðþvi ánægja að vita
hvað þessi umtalaða breyting
gat gert mörgum konum kleift
að stunda vinnu utan heimilis
og hve mikið hún jók þátttöku
kvenna í átvinnulífinu. Maður
er stundum að reyna að horfs
ofurlítið framhjá sjálfum sér.
En mér finnst það eins og
rúsína í pylsuenda allir frá-
dráttarliðirnir, sem ég og mínir
líkar eiga að fá þátt í. Fjórtán
eru þeir talsins og nú eiga allir
að fá jafnt. T.d. giftingarfrá-
drátturinn. Það er nú næsta
kátlegt að við sem gengum f
hjónaband fyrir áratugum og
fengum engin skattafríðindi
fengjum nú þetta sem við vor-
um svikin um þá smámsaman
það sem eftir er skattaævinnar.
En mér finnst nú að það væri
nær að telja þetta fyrnda skuld
við okkur gamla fólkið. Unga
fólkið fær ekki æviafborganir
af því sem kaupa þarf til að
byggja sér heimili. Ja, horn-
stein, sem þarf að hygla.
Messusöngsfrádráttur hefur
verið til. Nú skal ég fá hlut-
deild í honum. Aldrei myndi ég
syngja við messu, laglaus
manneskjan.
Leikarafrádráttur. Því síður
kæmist ég á leiksvið á gamals-
aldri.
Flugfreyjufrádráttur, nei
það er vonlaust. Engin tæki mig
á það starf. Af þessum 14 liðum
eru varla nema í mesta lagi þrír
sem við mig ættu. Mig grunar
að svo sé um fleiri en mig .
Svona jafnaðarmennsku
kann ég ekki að meta.
Á meðan ég var og hét myndi
þessi lesning hafa orðið mér
efni í grínvísu. En ég læt mér
bara nægja að brosa. Það er
alltaf einhvers virði að geta
gert grín að því sem fyrir aug-
um ber.
Valborg Bentsdóttir
skrifstofustjóri.
Myndlist
ÆVINTÝRI í
SÓLON
Um þessa páska hefur verið
óvenju mikið um frumsýningar
ungs listafólks, Guðrún Svava í
SÚM, Guðlaugur í Norræna
húsinu og Örn Þorsteinsson í
Gallerí Sólon Islandus.
Athyglisvert er að tveir þessara
listamanna, þau Guðrún og
Guðlaugur, hafa byggt á raun-
sæi í myndgerð sinni sem kann-
ski bendir til þess að raunsæið
sé á uppleið hér eftir nokkurt
hlé. Örn Þorsteinsson er hins-
vegar á annarri línu, — þar
dansa sterklituð og lífræn form
um myndflötinn allan. Örn nam
við Myndlista- og handíðaskól-
ann á árunum 1966-71, einn af
mörgum listamannsefnum sem
þaðan komu á svipuðum tíma.
Síðan stundaði hann fram-
haldsnám við Listaháskólann í
Stokkhólmi 1971-2 og hefur
síðan unnið að list sinni og við
kennslu hér í borg. Örn vakti
fyrst á sér athygli sem grafík-
listamaður, með serígrafíum
sem hann hafði unnið í Stokk-
hólmi og var þar áberandi
hversu vel hann vann með
sterka liti. Fyrir röskum tveim
árum hóf Örn síðan að vinna úr
hugmyndum í olíu og var þá
ljóst að samstilltir og sterkir
litir áttu hug hans allan og má
finna afrakstur þeirra ígrund-
ana á þessari fyrstu einkasýn-
ingu hans.
Ummyndar og spinnur
Ef nefna ætti einhvern læri-
föður, þá væri það líklega
Matisse þar sem hann teflir
saman órofa stórum litflötum
af mikilli dirfsku. En þar sem
Matisse og aðrir binda liti sína
innan hlutlægs ramma; þá
gefur örn sig á vald súrrealism-
anum, — ummyndar, það sem
hann sér, uns eftir eru aðeins
lífrænar einingar sem titra af
Um sýningu Arnar
Þorsteinssonar
lífi og falla saman í samræmdar
myndheildir. En þótt Örn tefli
djarft með liti sína, verða þeir
afar sjaldan óþægilegir eða
skerandi í meðförum hans,
heldur virðast þeir ávallt ganga
upp tilfinningalega og mynd-
' rænt á hverum striga, og það
þarf ekki að rýna lengi í
myndir hans tií að finna upp-
sprettu þeirra, — fjöll og dalir,
vélar, líkamsform, svo og
hvunndagsleg fyrirbæri eins og
búsáhöld. Allt þetta spinnur
Örn í lífrænar heildir
sem virðast eins eðlilegar og
frymi eða lífskvikan og án efa
hafa rannsóknir hans á
sköpunargáfu barnsins haft
áhrif á það hvernig myndir
hans hafa þróast. Því mætti
segja að myndir Arnar séu um
hringrás lífsins, — allt er breyt-
ingum háð, hrörnar, deyr og ris
upp í annarri mynd, samsamast
einhverju öðru, — og svo að
eilífu.
Tilbrigði um hreyfilist
1 peirri hringras er erfitt að
tala um fastapunkta og því still-
ir Örn ekki upp ákveðnum
miðjueiningum, heldur verðum
við að gefa okkur á vald mál-
verkinu öllu eins og það æxlast
og fylgja eftir umbreytingun-
um frá jaðri til jaðars. Þar
sem Örn vinnur málverk sin
gjarnan á gólfinu og með þvi að
snúast í kringum þau, búa þau í
raun yfir slagkrafti hvernig
sem þau snúa, sem er út af fyrir
sig skemmtilegt tilbrigði um
hugtakið „hreyfilist“.
Málverk Arnar eru því eins-
konar sneið af tímanum og til-
veru málarans í þeim tima, um-
breytt af frjóu ímyndunarafli
hans í ótrúleg ævintýri sem við
njótum best með því að nálgast
þau af einlægni og trausti
barnsins.
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON