Dagblaðið - 18.04.1977, Síða 16

Dagblaðið - 18.04.1977, Síða 16
Iþróttðr Comaneci frábær Olympíumeistarinn í fimleik- um, Nadia Comaneei, Rúmeníu, sýndi frábæra leikni á miklu fimleikamóti í Lundúnum í gær. Hin 15 ára stúlka keppti þó aðeins í einni grein, og hafði þar aigjöra yfirburði, hlaut 39.1 stig. Theodora Ungureanu, sem er 16 ára og stóð sig mjög vel í Montreal, sigraði samanlagt á mótinu í Lundúnum í gær. Hún hlaut 9.8 fyrir gólfæfingar og 0.2 stigum meira, en hin 14 ára sovézka stúlka Elena Davydova, sem sovézkir reikna með stór- afrekum af á Olympíuieikunum í Moskvu 1980. Víðirvann í Garðinum Víðir, Garði, sigraði Þór Þor- lákshöfn, 5-1 í „Stóru- bikarkeppninni" í knattspyrnu í gær. Lcikið var í Garðinum. Guð- mundur Jens Knútsson skoraði fjögur af mörkum Víðis, en Jóna- tan Ingimarsson eitt. Mark Þórs skoraði Björn Jónsson. -emm. Hefnd ungu mannanna Landsiið Spánverja í knatt- spyrnu — leikmenn 21 árs og yngri — náðu fram hefndum á Rúmeníu i UEFA-keppni lands- liða í Madrid í gær. Sigruðu Rúmeníu 3-0 en á laugardag sigraði Rúmenía Spán í HM-leik í Búkarest. Þjálfari Spánverja ásakaði rúmensku ieikmennina eftir leikinn fyrir mjög grófan leik, nákvæmlega eins og var í aðaileiknum í Búkarest. Þrír leik- menn Rúmeníu voru bókaðir — en einn spánskur i Madrid. Belgíski hlauparinn kunni, Karel Lismont, sigraði í 32. Mainiehi-maraþonhlaupinu í Otsu í Japan í gær. Hljóp vega- lengdina á tveimur klukkustund- um og 14.8 mín. Lismont, sem er 28 ára, hlaut silfurverðlaun á Oiympíuleikunum í Múnehen 1972 og bronzverðlaun á leikun- um í Montreal í fyrra. Lismont var eini útlendingurinn í hlaup- inu í Otsu í gær — og í öðru sæti 39 hiaupara, varð Jitsuh Akieda á 2:17.56 í sínu fyrsta maraþon- hlaupi. punrn Æfingaskór Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði Breiðholti Sími 75020 Klapparstíg 44 Sími 11783 DAGBLAÐHLMÁNUDAGUR 18. APRlL 1977. ■■■■■iit ■ ^ »1. - ...... < —— íþróttir íþróttir íþróttir iþrótti Dankersen stefnir í úrslit í V-Þýzkalandi — eftir jafntef li við Hofweier ffyrri leik liðanna íundanúrslitum — Ég held að það sé nú óhætt að segja, að Dankersenliðið sé komið með annan fótinn í úrslitin um vestur-þýzka meistaratitilinn í handknattleik. Við lékum við Hofweier á útivelli á laugardag. Jafntefli varð 15-15 og eftir hálf- an mánuð verður síðari leikur liðanna í undanúrslitum. Þá verður leikið i Minden og það má eitthvað mikið koma fyrir ef Dankersen sigrar ekki í þeim leik, sagði Axel Axelsson, þegar. blaðið ræddi við hann í gær. Þetta var hörkuleikur á laugar- daginn í Offenburg og íþrótta- höllin troðfull af áhorfendum. Um 5000 manns, sem flestir studdu mjög vel við bakið á leik- mönnum Hofweier, sagði Axel ennfremur. Hofweier byrjaði leikinn vel. Komst í 4-1 og var það mest vegna slæmrar nýtingar hjá Van Oepen í Dankersen í byrjun. Hann átti ein fjögur til fimm skot á þessu tímabili, en skoraði ekki. En síðan komst leikur Dankersen í lag. Okkur tókst að jafna í 5-5 og skoruðum einnig þrjú næstu mörk 5-8. Staðan í hálfleik var 6-9. Dankersen þremur mörkum yfir. Við skoruðum fyrsta markið í síðari hálfleik og þá virtist Dank- ersen stefna í öruggan sigur. Staðan var. 7-11 og 11-14, en loka- Þriðji ríðill galopnaðist Austurríki sigraði Tyrkland 1-0 í þriðja riðli Evrópu í heims- meistarakeppninni i knattspyrnu i Vínarborg i gær. Það var fyrsti tapieikur Tyrkja í riðiinum og keppni verður þar áreiðanlega mikil milli Austurríkis, Tyrk- lands og Austur-Þýzkaiands. Auk þessara landa er Malta einnig í riðiinum. Áhorfendur í Vínarborg voru 70 þúsund — þar af 10000 Tyrkir — og voru hundruð lögregluþjóna með stálhjálma meðal þeirra. Eina mark leiksins skoraði Walter Schachenr tveimur mínút- um fyrir hálfleik. Austurríska liðið var miklu meira í sókn, en bakvörður Tyrkja, Erol, missti þdj af auðveldu tækifæri til að jafna á 50. mín. Staðan í riðlinum er nú þannig: Austurríki 2 2 0 0 2-0 4 Tyrkland 3 1115-23 A-Þýzkaland 2 110 2-11 Malta 3 0 0 3 0-6 0 kaflann gaf Dankersen eftir og Hofweier tókst að jafna í 15-15 rétt undir lokin. Ég er á þeirri skoðun, að Dank- ersen sé talsvert sterkara lið en Hofweier, sagði Axel, og tel að við eigum ekki að vera í erfiðleikum með að sigra Hofweier á heima- velli. Það þarf eitthvað mikið að koma fyrir ef Dankersen tapar þeim leik. Busch var markhæstur leik- manna Dankersen á laugardag. Skoraði fjögur mörk. Eitt víti. Axel skoraði þrjú mörk og Waltke var einnig með þrjú mörk. Eitt víti. ÞeirÖlafur H. Jónsson, Kram- er, Grund, Becker og van Oepen skoruðu eitt mark hver. Dómararnir voru talsvert á baridi Hofweier í leiknum og kom það vel fram í því að leikmenn Dank- ersen voru einum færri í ellefu mín. í leiknum, en aðeins einum leikmanna Hofweier var vísað af velli í tvær mínútur. Sænsktmetí — Seyðf irðingar stigahæstir á mótinu Gamlar væringar varðskips- manna og Seyðfirðinga eru með öllu gleymdar, á því virðist ekki nokkur vafi. Að minnsta kosti ríkti hið mesta bræðralag með aðilunum, er þeir mættust á dög- unum á dansieik að loknu Skíða- móti Austurlands. Er það sannar- lega vei. Eiginlega var það varðskips- mönnum á Ægi að þakka að mótið var yfirleitt haldið að þessu sinni en tvö undanfarin ár hefur það ekki verið haldið. Þeir fluttu keppendur frá Neskaupstað til Seypisfjarðar, önnur leið var ekki fær. Keppendur voru aðeins frá Seyðisfirði og Neskaupstað en frá Reyðarfirði, Eskifirði og Breið- dalsvík komust menn ekki til mótsins á Seyðisfirði. Huginn Seyðisfirði varð stiga- hæstur í keppninni með 269 stig gegn 100 stigum þeirra Þróttara frá Neskaupstað. Unnu heima- menn því bikar þann er Flug- leiðir hafa gefið til keppninnar. Veitti aldursforseti sigurvegar- anna, Haraldur Sigmarsson, bikarnum viðtöku. Seyðfirðingar hafa brennandi áhuga á skíðaíþróttinni, og nú er stefnt að því að koma upp skíða- lyftu af Oppsal-Myer gerð. Munu Iþróttafélagið Huginn og bæjaryfirvöld standa straum af kostnaði við lyftuna. Arnþór. Jóhannes Eðvaldsson — skozkur meistari í knattspyrnu — stekkur hærra en leikmenn Hearts á Parkhead. 1500 m Gary Andersson setti nýtt sænskt met í 1500 metra skrió- sundi í sex landa keppni í Rotter- dam á laugardag. Synti vega- iengdina á 15:41.84 mín. og sigraði með yfirburðum. Annar varð Vladimir Raskatov, Sovéti ríkjunum, á 15:53.90 mín. en þeir voru hinir einu, sem syntu innan við 16 mín. Sovétríkin sigruðu í keppninni með 159 stig, Svíþjóð hlaut 138 stig, Bretland 136 stig, Holland 125 stig, Vestur-Þýzkaland 119 stig og Ítalía rak lestina með 114 stig. Cheryl Brazendal, hin 14 ára brezka stúlka, sem setti fjögur brezk met fyrir viku, bætti enn met sitt í 400 metra skriðsundi. Synti vegalengdina á 4:24.09 mín. og varð í öðru sæti, en sigurvegari varð Annalies Maas, Hollandi, á .4:22.99 min. UEFA-sæti hjá Stand- ard er að verða öruggt —og Union er tveimur stigum á eftir ef stu liðunum f 2. deild Eg held að það sé nú alveg að verða öruggt, að Standard Liege, iið Asgeirs Sigurvinssonar, leiki í UEFA-keppninni næsta keppnis- tímabii. Liðið vann Lokeren á úti- velli í gær — lið, sem keppir við Standard um 4. sætið í 1. deild- inni beigisku og Standard er nú fjórum stigum á undan þeim liðum, sem eru í fimmta sæti, sagði Stefán Haildórsson i Brussel, þegar blaðið ræddi við hann í morgun. Greniiegt, að FC Brugge verður aftur meistari. Liðið er efst í 1. deild með 45 stig, Molenbeek er í öðru sæti með 39 stig. Evrópumeistarar Ander- lecht í þriðja sæti með 38 stig. Síðan kemur Standard í fjórða sæti með 36 stig. Lokeren og Beerschot hafa 32 stig. Ásgeir ,,átti“ alveg fyrra markið, sem Graf skoraði fyrir Standard. Náði knettinum — lék á varnarmenn Lokeren og upp kantinn. Gaf síðan á Graf, sem ekkí þurfti annað en nikka knett- inum í mark. Riedl skoraði svo annað mark Standard og gull- tryggði sigurinn. Charleroi vann mjög athyglisverðan sigur í Beer- schot 1-2, en ég veit ekki hvort Guðgeir Leifsson lék með Charle- roi í leiknum, sagði Stefán enn- fremur. Royale Union gekk hins vegar ekki nógu vel í 2. deildinni. Aðeins jafntefli við næst neðsta liðið í deildinni. St. Nicolas 1-1. Reyndar á útivelli. Samt sem áður færðist Uriion nær toppnum, þar sem Boom tapaði. Boom og, Eisden Petro eru efst með 34 stig, en síðan koma Union og Malines með 32 stig. Leikur Union gegn St. Nicolas er slakasti leikur liðsins á keppnistímabilinu. Það voru allir sammála um það — og reyndar hroðalegt að tapa öðru stiginu. St. Nicolas skoraði á undan úr vítaspyrnu, sem átti engan stað í raunveruleikanum. Hrein vit- leysa hjá dómaranum og þjálfar- inn okkar hjá Union var svo æstur, að hann ætlaði að lemja dómarann í leikhléinu. Það var þó komið í veg fyrir það. Afríku- svertinginn Konate, sem lék sinn fyrsta leik með Union á leiktíma- bilinu — hefur ekki komizt í liðið fyrr — skoraði jöfnunarmark Union. Marteinn Geirsson lék all- an leikinn og var að venju traustur, en ég var ekkert með vegna meiðsla, sagði Stefán að lokum. Úrslit í 1. deild urðu þessi: Ostende — Antwerpen 4-1 FC Liege—CS Brugge 4-0 Beerschot — Charleroi 1-2 Lierse — Courtrai ^ 2-1 Waregem — Malinois 1-0 Molenbeek — Winterslag 6-0 FC Brugge — Anderlecht 2-0 Beringen — Beveren 3-0 Lokeren — Standard 0-2 Varðskipsmenn björguðu Skíðamóti Austurlands

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.