Dagblaðið - 04.05.1977, Side 1

Dagblaðið - 04.05.1977, Side 1
3. ;VR(i. — MIÐVIKUDAÍiUR 4. MAÍ 1977 — 100. TBL. RITSTlÓRN SÍÐUMÚLA 12, AUGLÝSINÍIAR ÞVERHOLTI 11. AFUREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI 27022 Áframhald á litsendingum sjónvarps: FYRST STILUMYNDIN SVOKOMA ÞULIfí ILIT Þegar útsendingar frétta hefjast í lit í sjönvarpinu, nægir ekki fyrir þulina að mála sig i svarthvítu, þeir verða takk fyrir, að mála sig í litum. — Við eigum nú von á stilli- litmyndagjafa og standa vonir til að hægt verði að senda stilli- mynd í lit út í þessum mánuði, sagði Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins í viðtali við DB. — Við Hörður Frímannsson, yfirverkfræðingur sjónvarps- ins, unnum skýrslu, hélt Pétur áfram, þar sem við lögðum drög að litvæðingu sjónvarps. Þetta er verkefni fyrir yfir 100 milljónir króna og eftir endur- skoðun þessarar skýrslu höfum við skipt verkefnunum í þrennt. 1 fyrsta lagi mælitækja og litmyndagjafa, sem vonandi verður tekinn í notkun nú í maí. Næsti áfangi eru litmynda- upptökuvélar í stúdíó, þannig að upptökur í stúdíó væri hægt að senda út í lit, svo sem fréttir. I þriðja áfangakæmu síðan lit- kvikmyndasýningavél þannig að hægt yrði að senda út kvik- myndir í lit og framköllunar- vélar fyrir filmur í lit, sagði Pétur Guðfinnsson að lokum. Það er því stutt í að stilli- mynd birtist í lit og vonir standa til að þulur, og frétta- menn birtist íslenzkum sjón- varpsnotendum i lit fyrir áramót. Þetta á að sjálfsögðu við allt efni1, sem tekið verður upp i stúdíói. Eftir áramót ætti litkvikmyndasýningavél að verða tekin í notkun þannig að hugsanlega verður mikill meirihluti efnis í sjónvarpi sýnur í lit innan árs. h.halls. 400 metra langt og 2 metra hátt limgerði eyðilagt: Þetta voru mistök Það er tími til að huga að vor- og sumartízkunni, enda veðrið til þess. Unga daman á myndinni var á ferð á Hlemmtorgi í gærdag. þegar ijósmyndarinn festi hana á filmu. Ilún er visl kla-dd sam- kvæmt topptizkunni, — með eina af þessum derhúfum sem gefur kannski svolítið kæruleysislegan svip, eða hvað? Og jakkinn mun eitthvað rekja adtir til sjóliða í erlendum sjóherjum. En hvað um það. Snoturt, — ekki salt? — DH-mynd Hörður. Topptízka á góðu vori: Derhúfa og sjóliðajakki viðurkennir garðyrkjustjori, en kveðst bera ábyrgð á gerðum undir- manna smna ,,Eg viðurkenni að það var tals- vert nær gengið þessum gróðri en ég hafði hugsað mér, þótt ég sé ekki að víkja af mér ábyrgð á gerðum undirmanna minna," sagði Hafliði Jónsson garðyrkju- stjóri í viðtali við DBJ morgun. Tilefnið var sú útreið sem lim- gerðið við Sóleyjargötuna, frá Hringbraut að Hljómskálanum, hlaut í höndum starfsmanna borgarinnar fyrir skömmu. Þetta 400 metra langa og 2 metra háa limgerði, sem allir borgarbúar og fleiri hafa þekkt i mörg ár, er nú ekki orðið annað en metersháir lurkar á stangli upp úr beðinu. Hafliði sagði að trén hefðu upp- haflega verið gróðursett þarna í tilefni Lýðveldishátíðarinnar 1944. Hafi þau í fyrstu verið klippt miðað við að verða há tré, en vöxturinn hafi gengið mjög misjafnlega hjá trjánum lengi framan af. Þegar Hafliði tók við starfi sínu 1955 var það eitt fyrsta verk hans að klippa ofan af trjánum og jafna þau með það fyrir augum að skapa hér fyrsta limgerðið. Við þessa aðgerð jókst blaðvöxtur aftur neðan til á stofnunum og skapaðist skjólbelti, sem kunnugt er. Hins vegar sagði Hafliði að þessi aðgerð hefði ef til vill verið framkvæmd aðeins of seint, þar sem - stofnarnir voru orðnir sverari en tíðkast í limgerðum. Nú í vor hefði orðið vart við kreppu og dauða hjá allnokkrum trjám í gerðinu og var þá ákveðið að klippa meira ofan af þeim en venjulega, en ekki þó svo mikið sem raun varð á. Hafliði skoðaði framkvæmdina þegar hún var vel á veg komin og sagði hann að þá hefði ekki verið aftur snúið. Hefði hann þegar í stað látið aka miklum áburði í beðið og ætti nú Slys um borð í trillu Kona siasaðist illa á fæti um borð í trillu úti fyrir Keflavík í nótt. Hún mun 'hafa lent í vél trillunnar með fyrrgreindum afleiðing- um. Trillan kom að rétt fyrir kl. 7 i morgun og var konan flutt á sjúkrahúsið í Kefla- vik. -JH. að vera að ljúka gróðursetningu nýrra plantna á milli hinna og í stað þeirra fjölda stofna, sem nú hafa verið rifnir upp og hent. Vonaðist hann til að þarna gæti verið komið allgott limgerði eftir aðeins 3 til 4 ár, en stefnt er að þvi að ekki verði eins hátt gerði þarna og áður. Er það m.a. gert til að opna meira innsýn í garðinn. -G.S. Þannig er komið fyrir limgerð- inu, sem gróðurselt var I tilefni af Lýðveldíshátíðinni 1944. DB- mynd Bjarnleifur. „Krakkarnir hrópuðu: EMÍÍL! EMÍÍL!" — viðtal við sænska leikhúsmanninn Allan Edwall ábls.9 ■ Hvernig kemur yfirvinnubannið við launafólk? — sjá viðtöl á bls. 4 ■ Ný brú yfir Laug- ardalslaugina — sjá bls. 8 ■ Hasarfundur hjá krötum - sjá bls. 5

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.