Dagblaðið - 04.05.1977, Page 2
2 .
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAt 1977.
Til mannsins, sem var svo óheppinn að skjalataskan hans opnaðist og vindhviða feykti mestöllu
innihaldinu út íbuskann:
„Eg hefði viljað hjálpa
þér, gamli maðurf’
„Einstaklingurinn lifir á öld klukkunnar”
Ég sat I strætisvagni er ég sá
framundan mér reiðhjól sem lá
á hliðinni og er billinn nálg-
aðist gatnamótin hjá Filadelfiu-
húsinu sá ég það: hjólið lá á
hliðinni á grasbalanum sem er
þar; eldri maður var að berjast
við að halda bréfum og alls
kyns kvittunum og mörgum
vafalaust mikilvægum skjölum.
stórum og smáum, saman.
Læsingin á töskunni hefur vist
bilað og opnazt, hann farið af
hjólinu til að reyna að bjarga
málum en vindhviðan feykt
öllu langar leiðir.
Gamli maðurinn reyndi hið
vonlausa — að ná þessu saman
einn — og fannst mér þetta svo
átakanlegt að ég stóðst ekki
mátið og stóð upp og heimtaði
að fá að fara út úr strætó! En
mér var ekki einu sinni svarað
þótt bilstjórinn og tveir við-
ræðufélagar hans sæju þetta og
hefðu orð á, en einstaklingur
sem lifir á öld klukkunnar og
stressins á jú ekki að láta sér
detta slíkt í hug þar sem komið
var fram hjá stoppistöð, þá
...lokar maður „hjartanu", ekk-
ert skiptir máli. Þetta er
borgarlifið. Ég er ekki að álasa
neinum — þjóðfélagið er band-
vitlaust byggt upp en það er sko
önnur saga sem ég kann ekki
nógu vel.
Mig langaði aðeins að segja
þér, þú sem varst svona
óheppinn, að ég vona að þú
takir þetta ekki eins nærri þér
og ég og ég vildi óska að þeir
sem þú starfar fyrir hefðu séð
hve þú reyndir að bjarga því
sem bjargað varð meðan bíl-
arnir brunuðu fram hjá. Sem
sagt, ég hefði viljað hjálpa þér,
gamli maður, en fékk ekkert að
gert. Með von um að þetta hafi
endað betur en á horfðist. N.E.S
V
Sorppokar í Garðabæ -
tunnur íHafnarfirði
Sigga i t.aroabæ skrifar:
Eg varð mjög undrandi þegar
ég las greinina og sá myndirnar
um öskukarlana í Hafnarfirði. •
Eg hélt að þessi lunnuvellingur
væri alveg úr sögunni. Það eru
að minnsta kosti fjögur ár síðan
gert var að skyldu i Garðabæ að
nota plastpoka í sérsmíðaðri
grind. Þá borguðum við 10 kr.
fyrir hvern poka og líklegt er
að pokinn kosti nú 40—50 kr.
Það hlýtur að vera ólikt léltara
(fyrir starfsmenn bæjarins að
draga pokana á eftir sér en að
nota gömlu aðferðina. Ólíkt eru
pokarnir hreinlegri en þeir
mættu vera stærri. Kn
stundum kemur það fyrir að
gleymist að koma til þess að
skipta um poka og þá skapast
mikil vandræði. Að endingu
langar mig að spyrja bæjaryfir-
völd hér i bæ hvort pokafyrir-
komulagið sé dýrara en gamla
aðferðin.
Þær eru svolítið sérstakar að-
ferðir þeirra Ilafnfirðinga við
sorplosunina.
Allt hefur sinn gang. Þessi mynd var valin mynd ársins af blaðaljósmyndurum í Svíþjóð. Þar má sjá
óheppinn ökumann sem tcfur umferð á f jölfarinni braut.
Ekki er gott að drekarnir séu mjög óhreinir.
Sigurður Ólafsson hringdi:
Hann er orðinn þreyttur að bíða eftir vatni á bílaþvottastöðvar og
telur að svo sé með marga fleiri. Sigurður taldi það hart að í því
landi sem hefur hvað mest af vatni væri ekki hægt að þvo bílinn
sinn. Ef vatnsból Reykvikinga anna ekki vatnsnotkun borgarbúa
verði að gera einhverjar aðrar ráðstafanir, t.d. bora eftir vatni. Það
verður að hugsa um kalda vatnið ekki síður en það heita.
—Þakkirtil
Þorsteins
3252-8058 hringdi:
Eg vil þakka Þorsteln og co fyrir alla klassíkina. Verst er að hafa
ekki áfram klassíska tóniist á sunnudagsmorgnum i staðinn fyrir
spurningaþátt þeirra Einars Karls og Árna. Dagskráin var mun betri
á sunnudagsmorgnum áður fyrr. Af hverju má ekki taka tillit til
minnihlutahópa eins og unnenda sígildrar tónlistar?
orðnir óhreinir
Eldra fólk sízt
verra f umferðinni
en hið yngra
Ein mótfallin hringdi:
Mig langar að gera athuga-
semd við grein Páls Daníels-
sonar sem hann nefnir „Bág-
borið ástand i umferðarmál-
um“. Þar segir orðrétt: „Gamlir
tinandi öldungar og tauga-
óstyrkar kerlingar. Þessu fólki
þarf lögreglan að kippa úr um-
ferð í hasti, helzt strax I dag.“
Jæja — þetta er smáborgara-
legur hugsunarháttur. Ég get
bent bifreiðarstjóranum á, og
það ætti hann að vita ef hann er
bifreiðarstjóri, að margt eldra
fólk hefur ágæta stjórn á öku-
tækjum og veldur ekki oftar
tjóni i umferðinni en það
yngra. Vngra fólk ryðst oft
áfram og glannar I umferðinni.
Og ekkert minnist Páll á hina
sem þarna eiga sök, og þá á ég
við þá sem aka undir áhrifum
áfengis og annarra vímugjafa.
Margir nýliðar vanmeta kunn-
•áttu sína í akstri og bera ekki
snefil af virðingu fyrir öðrum í
umferðinni og sízt þeim sem
eldri eru.
Ökufantar og ruddar eru alls
staðar til. Lögreglulið okkar er
svo fámennt að það getur ekki
haft nægilegt eftirlit með um-
ferðinni. Heyrzt hefur að unga
fólkið gefi oft í því það sé engin
lögga.
Ég er sammála því að sjúkl-
ingar, svo sem taugasjúklingar,
fólk á lyfjum, ellihrumt eða af
öðrum ástæðum óhæft til
aksturs, á ekki að hafa bflpróf.
En hver á að fylgjast með
þessu? Er það ekki löggæzlan?
Það vantar mikið þegar hana
vantar. Þetta er hrein og bein
hugsanavilla hjá Páli. Unga
fólkið brýtur ekki síður
umferðarreglurnar og það er
oftar tekið fyrir ölvun við
akstur eða önnur brot en það
eldra.
Páll Daníelsson, mér þykir
nóg um þessa unglingadýrkun
þína. Varla ertu nokkur
unglingur sjálfur. Akstur
flestra nýliða einkennist af fáti
og sjálf hef ég iðulega orðið
fyrir óþægindum af fljótfærni
þeirra og vankunnáttu. Æfing-
in skapar meistarann. Eg tek
það fram að ég er vön I umferð-
inni í Reykjavík. Misjafnt er
hve fljótt fólk nær því að veróa
góðir bílstjórar. Það fer eftir
hæfileikum hvers einstaklings
en ekki eingöngu eftir aldri.