Dagblaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAl 1977. m Keppendur á Íslandsglímunni á Húsavík. Frá vinstri Guðmundur Freyr, Ingi Yngvason, Pétur Yngvason, Eyþðr Pétursson, Kristján Yngvason og Guðmundur Ólafsson. G( treysti Þingey- ingum fulikomlega UIDSKIPinSKRÚIII sem komið hefur út í hartnær 40 ár, veitir ýtarlegri og greinarbetri upp- lýsingar um viðskipta- og athafnalíf landsins, stjórn þess, félög og stofn- anir, en nokkur önnur íslenzk bók. Það er allra hagur, fyrirtækja jafnt sem einstaklinga, sem reka viðskipti, að láta skrá sig og auglýsa í VIÐSKIPTASKRÁNNI. Skrifið eða hringið og vér munum koma yður í samband við næsta umboðsmann. umsKiPinsKRnm Pósthólf 495, Reykjavík, sími 43728. —tilaðsjá um Íslandsglímunaá Húsavík í tilefni af frétt um úrslit Íslandsglímunnar, sem birtist hér í Dagblaóinu sl. mánudag og var undirskrifuð ÁB, óskaði for- maður Glímusambandsins, Ólafur Gunnlaugsson, eftir að Dagblaðið birti eftirfarandi athugasemd. ,,I umræddri fréttasendingu segir að það hafi vakið furðu norðanmanna og gremju að eng- inn aðili frá Glímusambandinu hafi látið svo lítið að sýna sig á Húsavík. Mér þykja þeir norðanmenn furðulega þenkjandi sem gremst það að Glímuráði Suður- Þingeyinga skuli vera synt það traust að sjá um Islandsglímuna án þess að einhver eftirlitsmaður frá glímusambandinu væri þar viðstaddur. Þar með er ekki sagt að stjórnarmenn Glímusambandsins hefðu ekki haft gaman af að sækja þá norðanmenn heim og vera viðstaddir Islandsglímuna en stjórn Glímúsambandsins taldi hins vegar þeim allt of litlu fjármunum, sem Glímusam- bandið hefur úr að spila, bdtur varið til annarra hluta en að styrkja skemmtiferðir." María setti íslandsmet María Guðjohnsen, ÍR, sem nú dvelur í Bandaríkjunum við nám, setti nýlega nýtt íslandsmet í langstökki. Stökk 5.74 metra og bætti met Láru Sveinsdóttur, Ár- manni, um fimm sentimetra, 5.69 m. María mun sennilega keppa hér heima í sumar. Jón Diðriksson, hlauparinn kunni úr Borgarfirði, er farinn til Norrköping í Svíþjóð til æfinga. Mun dvelja þar næstu tvo mán- uði„ én síðan verður hann um tíma í Þýzkalandi. Jafnvel mánuð Ágúst Þorsteinsson, Borg- firðingur, æfir einnig í Norrköp- ing — og innan skamms fara þeir Gunnar Páil Jóakimsson, hlaup- ari úr ÍR, og Guðmundur Guðmundsson. hástökkvari í FH, til æfinga í Norrköping. SIGURÐUR VANN UPP ÁTTA STIG — ísíðari lotunni gegn Jamaíkamanni á HM í badminton. Jóhann vann einnig — en þeir töpuðu fyrir Indverjum ítvíliðaleik ígærkvöldi — Ég lenti í hörkuleik við Trevor Stewart frá Jamaika í fyrstu umferð- inni í heimsmeistarakeppninni í bad- minton, sem hófst hér í Maimö í Sví- þjðð í gær. Tókst að sigra í þremur lotum. Jóhann Kjartansson lék við Yogesh Pathak frá Zambíu og vann með miklum yfirburðum, en í gær- kvöld töpuðum við saman i fyrstu umferð tvíliðaieiksins fyrir Indverjun- um Pawar og Modi, sagði Sigurður Haraldsson , þegar Dagblaðið ræddi við hann i Malmö í morgun. — Ég hafði forustu í fyrstu lotunni og virtist stefna í sigur gegn Stewart. Staðan var 13-9 fyrir mig, en Jamaíka manninum tókst að jafna, Það var hækkað upp og Stewart sigraði með 18-16. 1 2. lotunni tókst mér að jafna metin. Var þar aldrei í hættu og sigraði örugglega með 15-9. Þar með þurfti oddaleik — og þar var útlitið allt annað en bjart um tíma. Stewart komst í 13-4 — en mér tökst að jafna í 13-13. Þar var einnig hækkað upp — og þá tókst mér að sigra með 18-15 og komst því í aðra umferð, sagði Sigurður ennfremur. Jóhann var meðal þeirra fyrstu, sem hóf keppni . í gærmorgun. Lék við Pathak frá Zambíu — en um tima var ekki vitað hvort keppendurnir frá Zambiu mættu til leiks. Þeir eru fimm í þessu fyrsta heimsmeistaramóti í bad- minton. Keppendur frá Nýja-Sjálandi eru I Malmö — en fararstjöri Zambíu- manna sagði, að þeim hefðu ekki borizt fyrirmæli frá stjórnvöldum um að hætta keppni. Aðeins ef keppendur frá Suður-Afríku yrðu meðal þátttakenda. Þetta var mjög léttur leikur hjá Jóhanni. Hann sigraði í fyrri lotunni með 15-5 — og í þeirri siðari fékk Zambínumaðurinn ekki punkt. Jóhann vann 15-0. I gærkvöld léku þeir félagar, Sigurður og Jóhann vð Indverjana Pawar og Modi í tvíliðaleiknum. — Við lékum ekki vel í þessum leik, enda illa samæfðir í tvíliðaleik, sagði Sigurður og índverjarnir sigruðu með 15-8 og 15-5. Þetta var ekki gott hjá okkur, því það átti ekki að vera erfitt að vinna þessa Indverja. Þeir eru ekkert sérstakir, sagði Sigurður ennfremur. I kvöld veroa þeir Jóhann og Sig- urður aftur í eldlínunni. Leika í 2., umferð einliðaleiksins, Mótherji Sigurðar verður Roy Diaz Gonzalez frá Mexíkó, sem sigraði Morten Frost Hansen, Danmörku, i gær í 1. umferð með 15-1 og 15-13, Jóhann leikur við Rob Ridder frá Hollandi, en hann vann Victor Yussim, Israel, í fyrstu umferð með 15-1 og 15-0. — Ég hef sáralitla möguleika gegn Mexikananum, en mun reyna að selja mig eins dýrt og hægt er, sagði Sigurður Haraldsson, en Jóhann ætti að hafa talsverða möguleika á, að sigra Hollendinginn. Þó er kannski ekki gott um það að dæma, því Ridder hafði svo mikla yfirburði gegn Israelsmanninum í gær — en virkaði þó ekkert sérstakur, sagði Sigurður að lokurn, og bætti því við, að öll framkvæmd mótsins væri hreint stórkostleg. Gaman að fá þetta tækifæri til að vera í keppni með beztu badmintonleikurum heims. I fyrstu umferðinni kom mest á óvart, að Masao Tsuchida, sem ekki er raðað í keppninni, sigraði bezta bad- mintonspilara Englands Derek Talbot með 7-15, 15-12 og 17-16 í m jög hörðurn leik, sem stóð í 66 mínútur. Talbot var ráðað meðal hinr.a efstu í keppninni. Þá lenti Svend Pri, Danmörku i miklum erfiðleikum með Lucio Fabris, Kanada, en sigraði þó með 18-6 og 15-9. Pri er slæmur í fæti. Norðurlanda- meistarinn Svend Pri sat yfir í fyrstu umferðinni. Heimsmeistarakeppnin mun standa 1 sex daga og er háð í íshöllinni miklu í Malmö. Áhorfendur hurfu næstum í þessari risahöll í gær. Voru um 500, en reiknað er með, að þar verði hvert sæti skipað, þegar kemur að úrslitaleikjun- um. Af úrslitum í 1. umferð má nefna að í fyrsta leiknum sigraði Liemswie King, Indónesíu, sem er raðað í efsta sætið í einliða- leiknum ásamt Flemming Delfs, sigraði David Eddy, Englandi 15-1 og 15-6 Thomas Kihlström, Svíþjóð, sigraði Nonutako Ikeda, Japan með 15-5 og 15-8, Victor Jara- millo, Mexíkó, sigraði Uday Pawar, Indlandi, með 15-13 og 15-9, Elo Hansen, Danmörku, sigraði Jamie McKee, Kanada, með 15-8 og 18-15 Liap Kun-Fu, Taiwan, sigraði Knut Engabretsen, Noregi, með 15-12 og 15- 3, Ricardo Jaramillo, Mexíkó, sigraði Gordon Hamilton, Skotlandi, 15-8 og 15-13, Stefán Karlsson, Svíþjóð, sigraði Miho Sepee, Júgóslavíu, með 15-0 og 15-3, Partho Ganguli, Israel, sigraði Vishan Kapil, Zambíu, með 15-2 og 15-2, Wolfgang Bochow, Vestur Þýzkalandi, sigraði Miles Munson Bandaríkjunum, 15-1 og 15-5, Hadiy anto, Indónesíu, sigraði Brian Purser Nýja-Sjálandi, 15-13 og 17-16, Padkone Prakash, Indlandi, sigraði Shoich Toganoo, Japan., með 17-14 og 15-8 Tomas Angarth, Svíþjóð, sigraði Lars Erik Nybergh, Finnlandi, með 13-15 15-4 og 1.5-8, Mike Tredgett, Englandi vann Roland Maywald, Vestur Þýzkalandi, 15-7 og 17-14, Piet Ridder Hollandi, sigraði Billy Gilliland, Skot land, 15-7 og 15-12, Sumirat Indónesíu, sigraði .John Czich, Kanada 15-12 og 15-3 og Sture Johanssorr, Sví þjóð, sigraði Jorge Palazuelos, Mexikó 15-13 og 15-5. Sex leikir voru í einliðaleik kvenna — en þær beztu voru þar ekki. me„ðai keppanda. Þar kom hélzt á ówart, áð Sa.w gri Wiýanti,. Indónesíu, sigraði Lonný BpsfoffecDanmörku, með 7-11, 12-T0" og ' . 11-2-. ■ Lena Köppen, Danmörku, mun ekki keppa fyrr en á fimmtudag, þar sem mótherji hennlar í 1. umferð. Taty Sumirah Indónesíu, gat ekki mætt til leiks. Tvíliðaleikirnir í karlaflokki voru heldur sviplitlir í gærkvöld, að sögn Reuters, og það var ekki fyrr en í síðasta leiknum að mikil spenna var. Þar urðu úrsiit heldur betur óvænt, því Svíarnir kunnu, Bengt Froman og Thomas Kihlström, Norðurlanda- meistarar og sigurvegarar á All- England-mótinu, töpuðu fyrir Brian Purser, Nýja-Sjálandi, og Peter Cooper, Ástralíu, með 18-15, 8-15 og 15-8. Ekki var getið í fréttaskeytum um úrslit i öðrum leikjum í tvíliðaleikn- um. Til viðbótar fyrri úrslitum má geta, að Chung Tsung Lieh, Taiwan, sigraði Peter Thoresen, Noregi, í 1. umferð með 15-3 og 15-11, og Ray Stevans, Englandi, sigraði Michael Schnaase, Vestur-Þýzkalandi, 15-5 og 15-7. I einliðaleik kvenna sigraði Pia Nielsen, Danmörku. Teresu Koloko Zambíu, með 11-0 og 11-2 og Emiko Ueno, Japan sigraði Evru Stuart, Svíþjóð, með 11-5 og 11-7. Þá vann Marjan Ridder, Hollandi, Anettu Borjesson, Svíþjóð, með 11-8 og 11-4. —hsím. Iþróttafrétlamennirnii komast fljótt að því ;>ð Boninii er á leiknum og.... — hann vekur meiri athygli eo leikmennirnir r- eins fljótt og ég kemst í æfingu og það verður fijotlega! DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAl 1977 13 Sá tíundi hjá Liverpool að komast íhöfn! Meistaratitiilinn í ensku knatt- spyrnunni er að síga í höfn hjá Liverpool. í gær sigraði liðið Manch.Utd. á Anfield 1-0. Kevin Keegan skoraði eina mark ieiks- ins á 15. min. Skallaði í mark eftir fyrirgjöf David Johnson. Liverpopl hefur nú 54 stig — fjórum meira en Manch.City og bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Þrír leikir Liverpool eru á útivelli — einn heima gegn West Ham. Leikmenn Manch. Utd. gerðu hvað þeir gátu til að sigra Liver- pool í gær — en tókst ekki. Liðin leika úrslitaleik bikarsins 21. maí á Wembley og f sambandi við þann leik vann Manch.Utd. hlut- kesti í gær. Fær að leika í sínum rauðhvíta búning í Wembley, en Liverpool verður að skipta, Leikmenn Manch. Utd. hljóta nú að óska þess, að Liverpool sigri í 1. deild, þvi það tryggir liðinu rétt í Evrópukeppni bikarhafa hver sem úrslit í bikarleik liðanna verður á Wembley. Derby lék við Arsenal í gær í Lundúnum,. Náði jafntefli og komst við það af mesta hættu- svæðinu í 1. deild. Á mánudag vann Mansfield Portsmouth 2-0 í 3. deild og leikur því í 2. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins næsta leiktímabil. Mansfield er í Skíris- skógum. Urslit i gær urðu þessi. 2. deild Sheff.Utd.-Millwall 1-1 Southampton-Wolves 1-0 3. deild Brighton-Sheff. Wed, 3-2 Bury-Shrewsbury 0-1 Chester-Lincoln 1-0 C. Palace-Wrexham 2-1 Gillingham-York 2-0 Grimsby-Walsall 2-2 Ný nöf n í f rjálsum íþróttum f Firðinum Hafnfirrkt íþróttafólk hefur tekið miklu ást- fóstrj við frjálsar íþróttir og gróska er mikil, sagöi Haraldur Magnússon, þegar blaöiö rœddi viA hann nýiega, en Haraldur er helrta dríf- fjörAur HafnfirAinga í frjálsum íþróttum. Á sumardaginn fyrsta var keppt í kastgreinum í Kaplakríka og þar urAu úrslit þessi. Allt koppendur í FH. Kariar: Krínglukast Brynjólfur Jónsson Valdimar Gunnarsson Guðm. R.Guðmundsson Kristján Sigurgeirsson Sigurður P. Sigmundsson Gunnar Sigurgeirsson Erlingur Þorsteinsson Kúluvaro Valdimar Gunnarsson Guðmundur R. Guðmundss. Brynjólfur Jónsson Kristján Sigurgeirsson Gunnar Sigurgeirsson Gunnar Þ. Sigurðsson Spjótkast Kristján Sigurgeirsson Gunnar Sigurgeirsson Brynjólfur Jónsson Þorsteinn G. Aðalsteinsson Einar Kr. Hermannsson Valdimar Gunnarsson Konur. Krínglukast # Matthildur Pálsdóttir Anna Haraldsdóttir Fanney Karlsdóttir Spjótkast Anna Haraldsdóttir Matthildur Pálsdóttir 33,48 m 33,15 m 25.60 m 25.55 m 23,08 m 18,80 m 15.90 m 11.90 m 11,22 m 10,88 m 9,11 m 8,66 m 8,42 m 55,62 m 50,87 m 44.60 m 44.55 m 44,17 m 39,00 m 21,35 m 18,11 m 11,62 m 22,00 m 17,00 m F'anney Karlsdóttir 16,80 m Þórdís Geirsdóttir 12,10 m Kúluvarp Matthildur Pálsdóttir 7,36 m Anna Haraldsdóttir 7,16 m Fanney Karlsdóttir 5,51 m Það er athyglisveri hve karlakastararnir ná betri árangri en kvenfólkið, enda hafa þeir æft og kastað úti í allan vetur. Það sýnir hve gðður veturinn hefur verið á Suðurlandi. Eitthvert stærsta vandamál frjálsfþróttadeildar FH er skortur á kösturum. Kjartan Guðjónsson, hinn frækni tugþrautarmaður, hefur haldið uppi merki kastara undanfarin ár, en þeir sem líta á árangur kastara á þessu móti, sjá að hér eru ný nöfn á ferðinni í efstu sætunum. Brynjólfur Jónsson og Valdimar Gunnarsson hafa keppt fyrir frjálsíþróttadeild FH frá áramótum. Þeir eru í flokki 19—20 ára eða í unglingaflokki og er mikils að vænta af þeim í sumar. Áður kepptu þeir fyrir Héraðssam- bandið HVl. I spjótkastinu má sjá einnig tvö ný nöfn, bræðurna Kristján, sem er í unglingaflokki, og Gunnar Sigurgeirssyni. Hann er í flokki 17—18 ára eða drengjaflokki. Árangur þess- ara pilta er vægast sagt mjög góður svona snemma á keppnistímabilinu. Enginn vafi að til dæmis Kristján fer langt yfir 60 metra í sumar. Kristján og Gunnar kepptu áður fyrir frjálsíþrottadeild Stjörnunnar i Garóabæ. Ennfremur hefur bætzt í raðir FH landsliðs- maðurinn í 5 km, Erlingur Þorsteinsson, sem keppti áður fyrir Stjörnuna. Um kastafrek kvennanna er ekki mikið að segja, þær eru ekki enn farnar að æfa köst fyrir keppnis- tímabili. Þð er öruggt að nafnið Matthildur Pálsdóttir mun verða ofarlega á blaði f fleiru en köstum f sumar ef hún leggur rækt við fþróttina. Lilja vann í 3ja sinn — Ég keppti í meistarakeppn- inni í skógarhlaupi í Motala 27. apríl — en það er keppni fyrir Austur-Gotland og borgirnar og bæi hér í kring. Ég hafði mikinn hug á því að sigra, því tvö undan- farin ár hef ég sigrað í þessu hlaupi. Og það tókst. Eg var sigur- vegari i kvennaflokknum, sagði Lilja Guðmundsdóttir, hlaupa- konan kunna, þegar Dagblaðið ræddi við hana. Vegalengdin var nú 8 km — en var 4 km árin áður. Helzti keppi- nautur minn var Kerstin Svens- son, sem er mjög góð í skógar- hlaupum og kunn skíðakona. Hún hefur alltaf unnið mig í löngum skógarhlaupum, 10 km. Ég.ákvað að fylgja henni í byrjun og Kerstin var fyrst fyrstu 500 metrana. En mér fannst hún ekki fara nógu hratt, svo ég fór framúr og alltaf lengdist bilið milli okkar. Hlaupnir voru tveir hringir, 4 km hvor. Það voru mjög brattar brekkur rétt við markið — og mjög erfitt að hlaupa upp þær. Uff. En þetta gekk þö vel, sagði Lilja ennfremur, og ég vann létt á 31.17 mín., en Kerstin fékk tím- ann 33.19. Ég var afar ánægð með þennan árangur, því mér hefur ekki gengið of vel í skógarhlaup- um. Að öðru leyti er einnig allt gott að frétta héðan. Veður gott — en talsvert vindasamt á stundum hér í Norrköping. Möguleiki er á, að ég keppi í 800 m hlaupi 6. maí — en býst varla við góðum árangri fyrr en síðar í sumar. Hef verið slæm t iljunum um tíma, en þó getað æft á fullu. Þá verður keppni í Gautaborg 20. tnaí. Þar mun ég hlaupa 3000 metra og vonast til að hlaupa innan við tíu mínútur, sagði Lilja að lokum. Víkingar f keppni við nemendur Eiðaskóla Víkingar heim- sóttu Eiðaskóla og léku borðtennis við nemendur — Fjörugt íþróttalíf hefur verið á vegum Ungmennafélags Eiðaskóia í vetur, sagði Guð- mundur Gíslason, þegar biaðið ræddi nýlega við hann. Keppt í mörgum íþróttagreinum og gefið út myndarlegt íþrótta- blað. Borðtennisdeild knatt- spyrnufélagsins Víkings i Reykjavík kom í heimsókn og keppti við okkur. Það sem er athyglisverðast við þessa heim- sókn er að þetta er í fyrsta skipti sem borðtennislið kemur hingað austur á land og keppir. Var þessi heimsokn hin ánægjulegasta í alla staði og voru menn mjög ánægðir með heimsókn þessa. Leikar fóru þannig að Víkingur vann Ung- Þátttakendur a námskeiðinu. mennafélag Eiðaskóla. Það voru átta menn í hvoru liði er kepptu. Væri óskandi að fleiri félög á stór Reykjavíkursvæðinu f íþróttum gerðu meira af því að heimsækja minni félögin úti á landi og þá einkum þau sem eru mjög einangruð, sagði Guð- mundur. Dagana 20.—29. marz var haldið í Eiðaskóla félagsmála- námskeið I á vegum UMFE. Kennari á námskeiðinu var Hermann Níelsson íþróttakenn- ari. Námskeiðið sóttu 20 nemendur úr efstu bekkjum skólans. Námskeiðið tókst I alla staði prýðilega og enginn vafi er á því að námskeið sem þessi eru mjög félagslega þroskandi fyrir almenning. 2 nýjar teihnimyndasögur hefja göngu sína 5 myndasíðurum sumartízkuna Opinskátt samtal við Glendu Jackson 8 frægarpersönur ínýja þættinum: Mest um fólk Karlsson heimsækir Náttúrugripasafnið Ný spennandi framhaldssaga: Drekafrúin Rotherham-Reading Swindon-Preston 4. deild Barnsley-Exeter Cambridge-Doncaster Huddersf.-Bournemouth Newport-Watford Southport-Colchester Swansea-Rochdale

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.