Dagblaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAl 1977.
IMEBIABW
frfálst, úháð dagblað
Útgefandi DagblaAiA hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Rítstjórnarfulltrui: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoðarfrettastjórí Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sœvar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
BlaAamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnusson, Jónas Haraldsson, Katrin
Pálsdóttir, Olafur Jónsson. Omar Valdimarsson. Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, HörAur Vilhjálmsson, Sveinn ÞormóAsson.
Skrifstofustjóri: Olafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
Halldórsson.
Ritstjórn SíAumúla 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
AAalsimi blaAsins 27022 (10 línur). Áskrift 1300 kr. á mánuAi innanlands. í lausasölu 70 kr.
eintakiA.
Setning og umbrot: DagblaAiA og Stoindórsprent hf. Armula 5.
Mynda-og plötugerA: Hilmir hf. SíAumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19.
Heillaspor til norðausturs
Víðtækt samkomulag hefur
náðst í borgarstjórn Reykjavíkur
um nýja útfærslu byggðarinnar í
borginni til norðausturs að Úlfars-
felli. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks greiddu atkvæði með þess-
ari stefnu, sem kynnt var á skipu-
lagssýningu á Kjarvalsstöðum skömmu fyrir
síðustu áramót.
Fulltrúar Alþýðubandalagsins greiddu einir
atkvæði gegn þessari tillögu og vildu í hennar
stað, að Reykjavík gengi til samstarfs við
sveitarfélögin sunnan borgarinnar um vöxt
höfuðborgarsvæðisins til suðurs. Ekki er ljóst,
hvaða brögð eru þarna í tafli Alþýðubandalags-
ins, en langsótt virðast þau í fljótu bragði.
Þegar er til samstarf Reykjavíkur og annarra
sveitarfélaga á svæðinu um skipulagið. Kópa-
vogur, Garðabær og Hafnarfjörður munu halda
áfram að stækka. Höfuðborgarsvæðið mun því
þenjast út til suðurs í öðrum lögsagnarumdæm-
um um leið og það þenst út til norðurs í
lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Vissulega er stefna Alþýðubandalagsins í
samræmi við gamla aðalskipulagið frá 1965. En
þá vissu menn ekki, að borgin sjálf mundi
þenjast eins mikið út og raun hefur orðið á. Þá
átti Breiðholt að endast sem byggingasvæði
fram undir aldamót. En nú er ljóst, að þar mun
lóðaúthlutun ljúka fyrir árið 1980.
Að óbreyttu ástandi yrði Reykjavík uppi-
skroppa með byggingalóðir eftir tvö eða þrjú
ár. Og sveitarfélögin sunnan Reykjavíkur hafa
ekki afl til að taka í einu vetfangi við hlutverki
Reykjavíkur í útvegun byggingalóða. Og svo
vel vill til, að Reykjavík á við Korpúlfsstaði og
sunnan Úlfarsfells ákjósanlegt byggingar-
svæði.
Á hinu nýja svæði eiga 50.000 manns að geta
búið í framtíðinni. Það er helmingi meiri fjöldi
en gert er ráð fyrir, að búi í Breiðholti full-
byggðu, 25.000 manns. Samtals jafngilda þessi
tvö svæði meira en tvöföldun íbúafjölda
Reykjavíkur.
Hið nýja svæði endist samt ekki takmarka-
laust. Breiðholt dugði í 15 ár. Ef til vill verður
unnt að láta Úlfarsfellssvæðið endast í 25 ár
eða rétt fram yfir næstu aldamót. En þá verður
komið að núverandi mörkum lögsagnarum-
dæmis borgarinnar, því að enginn telur ráðlegt
aö stækka borgina meira í átt til heiða en orðið
er.
Meðan Úlfarsfellssvæðið er að byggjast upp
verða sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur að
búa sig undir að taka við hlutverki Reykjavíkur
í lóðaúthlutun. Þau ráða ekki við það núna, þótt
þeim vaxi stöðugt fiskur um hrygg. Reykjavík
verður enn að ráða ferðinni um sinn.
Skipulagssýningin á Kjarvalsstöðum bar
þess merki, að nýja skipulagið á Úlfarsfells-
svæðinu er langsamlega vandaðasta skipulag,
sem Reykjavík hefur staðið að. Möguleikar
landnýtingar hafa þar verið skoðaðir mun
betur en annars staðar hefur verið gert.
Vonandi tekst jafnvel til í deiliskipulagi ein-
stakra þátta svæðisins.
Borgarstjórn hefur nú samþykkt heildar-
skipulag Úlfarsfellssvæðisins og þar með stigið
meiri háttar heillaspor í þróunarsögu borgar-
innar.
Snýr Dalai Lama
til heimalands
sínsj íbet?
Hefur setið í útlegð ílndlandi síðan árið 1959
Talsmaöur kínversku
stjórnarinnar tilkynnti um
helgina aö Dalai Lama, þjóö-
höföingja Tíbet, væri frjálst aö
flytja til heimalands síns.
Honum var þó sett það skilyrði
að hann yrði að samþykkja að
stjórnin i Peking færi áfram
með yfirráðin í Tíbet.
Dalai Lama er titill á trúar-
legum og stjórnmálalegum leið-
toga Tíbet. Sá sem nú er við
völd heitir Tenzin Gyalto og
hann hefur verið í útlegð í Ind-
landi siðan árið 1959. Þjóð-
frelsisher Mao Tse-tungs réðst
inn í Tfbet árið 1950 og níu
árum síðar náði hann til Lhasa,
höfuðborgar landsins. Dalai
Lama flýði ásamt 85.000
þegnum sínum. Þeir settust að í
borginni Dharmsala í Indlandi.
Það var samlandi Dalai
Lama, Ngapo Ngawang Jigme,
varaformaður þjóðþingsins,
sem tilkynnti nefnd japanskra
útgefenda að honum væri
óhætt að snúa heim. .Japanirnir
voru í opinberri heimsókn í
Kína og fengu að fara í heim-
sókn til Tíbet. Það hefur sára-
sjaldan gerzt siðan menningar-
byltingin gekk yfir á árunum
1966-69.
„Stefna kínverska kommún-
istaflokksins er sú,“ sagði
Vinnsla kísil-
gursins
1. Sænski hugvitsmaðurinn
Alfred Nobel fann upp dínamít,
í fáum orðum sagt með því að
láta kísilsalla sjúga í sig nítró-
glyserín. Til framleiðslu þess
sprengiefnis var kísilsalli fyrst
notaður í iðnaði að nokkru
marki. Þótt einungis litið af
kísilsalla fari nú í dínamít er
hann hafður til margs konar
nota: í ýmis hráefni; í hita-
einangrun; í fylliefni í pappír,
gúmmí og plast; í burðarefni
fyrir efnahvata og fyrir nítró-
glycerín, acetylen o.fl.; í máln-
ingu og lökk; i húð á áburð; i
stein á eldspýtur; í slípi- og
fægiefni og í síunarefni.
Kísilsalli eða kísilmold
verður rakin til upphleðslu
kísilþörunga á botnum
stöðuvatna. Blómaskeið kísil-
þörunga hófst seint í jarðsög-
unni, á tertier-tímabilinu, og
stendur það enn. Lög af kísil-
mold eru þess vegna helst í
ungum jarðlögum. Hafa þau
fundist í flestum löndum
heims. Hin langstærstu þeirra
eru í Kaliforníu, við Lompoc i
héraðinu Santa Barbara. Ná
þau yfir um 17 ferkílómetra og
eru um 450—500 m þykk. Ýmis
mikil kisilmoldarlög eru í Ráð-
stjórnarríkjunum og Afríku.
Hérlendis eru mjög mikil lög
af kísilmold í leðju á botni Mý-
vatns, um 100 milljónir rúm-
metrar, að talið er. I leðjunni
hafa fundist leifar að minnsta
kosti 86 tegunda kísilþörunga
af 29 flokkum. Lítið eitt af kísil-
mold hefur fundist annars
staðar á landinu, t.d. við Bæ í
Borgarfirði og Nátthagamýri í
Mosfellssveit en hún mun vera
af annars konar uppruna.
2. Tildrög að vinnslu kísil-
gúrs úr leðjunni á botni
Mývatns voru sem hér segir:
Árið 1951 var á dagskrá að
vinna brennistein og önnur
efni úr gasi, sem fylgir jarð-
gufu. Af þvi lilefni var borað
fyrir gufu við NámafjalJ. Um
leið var hugað að nýtingu ann-
arra efna þar í grennd, fyrst
mós í Reykjahverfi og allt niður
undir Húsavík, síðan leðju á
botni Mývatns. Þá um sumarið
tók Baldur Líndal efnaverk-
fræðingur sýnishorn úr botn-
leðjunni. Sýndi hann það
tveimur árum síðar, 1953,
Batellestofnuninni i Bandaríkj-
unum, sem taldi leðjuna vera
nýtanlega kísilmold. Við svo
búið sat í þrjú ár að segja má.
Reynt var samt að hreinsa kísil-
moldina í botnleðjunni 1954 og
að mæla þykkt botnleðjunnar
siðla sumars 1965.
Til rannsókna við Mývatn
komu til landsins vestur-þýskir
náttúrufræðingar 1956, eftir að
leitað hafði verið fyrirgreiðslu
Tækniaðstoðar Vestur-
Þýskalands. Unnu þeir að rann-
sóknum sinum fram til 1959.
Sumarið 1957 var dælt 900 rúm-
metrum af leðju upp af botni
Mývatns með sogdælu frá Vita-
málaskrifstofunni. Snemma
vetrar, eftir að Mývatn hafði
lagt, gerði Tómas Tryggvason
jarðfræðingur hátt á annað
hundrað mælingar á þykkt leðj-
unnar með móbor, sem ýtt var
niður með handafli. Þótt kísil-
gúrlagið sé mjög gljúpt stöðv-
aðist borinn nokrum sinnum
á ösku- eða gjalllögum í leðj-
unni. Reyndist leðjan vera mis-
þykk, sums staðar örþunn en
þykkust liðlega 10 m. „I
vatninu mætti þó tilnefna þrjú
aðalsvæði, þar sem gúrinn er
mestur og jafnastur. I Ytri flóa
er þannig 3-7 metra þykkt á
svæðinu út af Helgavogi og
Bjargi í átt að Grímsstöðum. Þá
er mjög þykkur gúr í svonefnd-
urn Bolum milli Hrútseyjar og
lands út af austurströnd
■ Mývatns. Loks er samfelldur 3-
6 metra þykkur gúr utan eyja í
aðalhluta Mývatns.” (Baldur
Líndal. „Kísilgúrverksmiðjan
við Mývatn i ljósi rannsókna og
tæknilegrar þróunar." Timarit
Haraldur Jóhannsson
Verkfræðingafélags Islands
1966, 3.-6. hefti, bls. 76.)
Skýrsla um árangur og stöðu
rannsóknanna birtu Ranh-
sóknarráð ríkisins og raforku-
málastjóri 1961, en þeir aðilar
sáu um rannsóknirnar af hálfu
íslenska ríkisins.
3. Um nýtingu botnleðjunnar
í Mývatni var vestur-þýsku
fyrirtæki fyrst boðið samstarf,
en undirtektir þess voru
dræmar. Var þá leitað hófanna
hjá hollensku fyrirtæki, sem
vinnur og selur efnavörur,
AIME. I bréfi, dagsettu 31.
ágúst 1961, óskaði það hlut-
deildar í væntanlegri kísilgúr-
vinnslu, en í því efni hafði það
sámvinnu við annað hollenskt
fyrirtæki námafélagið Billiton.
í nóvember 1961 samdi
islenzka ríkið við AIME og
Billiton um að þau sæju um ítar-
legar rannsóknir á botnleðj-
unni á hollenskri rannsóknar-
stofu og athuguðu söluhorfur
kísilgúrs. Þegar könnun þeirra
á markaði kísilgúrs hafði farið
fram, óttuðust höllensku fyrir-
tækin að á næstu árum yrði
biksteinn í vaxandi rnæli
notaður í stað kísilgúrs.
Slitnaði þá upp úr samvinnunni
við þau síðla árs 1962 en hún
var tekin upp að nýju i apríl
1963. Nær ári síðar, 27. febrúar
1964, gerði íslenska ríkið form-
legt samkomulag við hollensku
fyrirtækin, í fyrsta lagi, um
uppsetningu kísilgúrvinnslu