Dagblaðið - 04.05.1977, Page 11

Dagblaðið - 04.05.1977, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1977. 11 Dalai Lama heitir Tenzin Gyalto. Slík var virðing hans er hann var æðsti maður Tibet, að einungis næstráðandi hans, nokkrir háttsettir munkar og fjölskylda máttu yrða á hann. Nú ræðir hann meira að segja orðið við blaðamenn. Ngapo við Japanana, ,,að bjóða alla svikara velkomna, hvort sem þeir koma fyrr eða seinna.“ Þarna kveður við annan tón en í fyrra er ferða- mönnum, sem fóru til Lhasa, var tjáð að Dalai Lama væri yfirmaður „fasistaklíku" og engar ráðagerðir væru uppi um að hann sneri til baka. Dalai Lama virtist sjálfur hafa litla trú á því að hann ætti eftir að snúa fljótlega heim, i byrjun ársins, er þýzkur blaða- maður, Dietrich Strasser, heim- sótti hann í Dharmsala. Þá var stjórn Indiru Gandhi enn við völd í Indlandi og samskipti stjórnar hennar og kínversku stjórnarinnar fóru sífellt batn- andi. Janatabandalagið hefur lýst því yfir að það styðji kröfur Tíbetbúa í Indlandi um sjálfs- ákvörðunarrétt. Það viður- kennir þó ekki útlagastjórn Tíbet. Er Dalai Lama og fylgismenn hans flúðu heimkynni sín árið 1959 sóru þeir að aðeins blóð- hefnd gæti komið fyrir þá niðurlægingu sem þeir þurftu að þola með flóttanum. Enn tala þeir um.að snúa til baka en áhugi annarra þjóða á mál- efnum þeirra hefur minnkað til muna síðari ár. í viðtalinu við þýzka blaðamanninn sagði Tenzin Gyalto að þeir yrðu að bíða og sjá til. ,,Búdda“, sagði hann, „kennir okkur að sá sem ekki getur beðið sigri aldrei." Ýmsir landar hans eru þó orðnir ærið óþolinmóðir. í mánaðarblaðinu Tíbetian Review, sem gefið er út meðal útlægra Tíbetbúa, sagði fyrir nokkru í leiðara: „Tibetbúar hafa á engan hátt fórnað sér fyrir land sitt, engin flugrán, engar sprengjuárásir,, engin mannrán.. . Munkar brenndu sig á báli í Víetnam til að vekja athygli á málstað sinum. _ Útlægir Tíbetbúar virðast vera hræddir við að deyja.“ I síðasta mánuði fóru nokkrir útlagar í hungurverkfall i Delhi, höfuðborg Indlands, til að vekja athygli á málefnum sínum og þjóðarinnar. Það endaði er .Janatabandalagið lýsti yfir stuðningi sínum. Víst er um að síðasta tilkynning kín- versku stjórnarinnar er einnig spor í rétta átt, hvort sem Dalai Lama tekur nokkurt mark á henni. Hann krefst þess að hann verði viðurkenndur sem stjórnmálalegur leiðtogi, — ekki einungis trúarlegur. Tenzin Gyalto kveður útlag- ana í Indlandi hafa gott sam- band við þá sem urðu eftir heima árið 1959. Orðrétt segir hann: „Þetta sambahd er mjög mikilvægt fyrir okkur. Við verðum að vita hvernig ástand- ið ek heima fyrir. Ef þjóð okkar er ánægð með stjórn kommún- ista er engin ástæða fyrir okkur að snúa til baka. En landar mínir eru ekki ánægðir með yfirráð Kínverja. Andstaða þeirra og reiði er mikil, sér í lagi meðal yngri kynslóðar- innar.“ Dalai Lama styður þessi orð sín með því að segja að jafnvel þeir unglingar, sem hljóti upp- fræðslu sína í kommúnisma hjá Kínverjum, séu á móti þeim. Þeir vilji vera tíbetskir við Mývatn, sem hafið skyldi að reisa 1965, og í öðru lagi um stofnun sölufélags á þeirra vegum, sem einkarétt hlyti til að selja framleiðslu kísilgúr- vinnslunnar. t samræmi við samkomulag þetta var á þinginu 1963-1964 lagt fram frumvarp til laga um kísilgúrvinnslu við Mývatn. Frumvarpið var samþykkt og =rð að iögum nr. 22 frá 21. maí 1964. Að svo komnu máli var stofnað undirbúningsfélag til að annast uppsetningu kisilgúr- vinnslunnar og áttu hollensku fyrirtækin aðild að því. 4. Um þetta leyti voru í öllum heimi framleidd um 1.5 milljón tonna af kísilgúr á ári; í Banda- ríkjunum um 500.000 tonn, Ráðstjórnarríkjunum um 350.000 tonn, Danmörku um 200.000 tonn, Frakklandi um 150.000 tonn, Vestur- Þýskalandi um 100.000 tonn og í ýmsum öðrum löndum all miklu minna. Kísilgúr skiptist í megin- dráttum í tvo flokka: Annars vegar lítt unninn og ódýran, og er hann aðallega hafður til einangrunar og húðunar áburðar; hins vegar mjög unn- inn og dýran, og er hann aðal- Iega hafður í síunarefni. Um þetta leyti var um helmingur alls framleidds kísilgúrs í Bandaríkjunum mjög unninn gúr eða síunargúr en I Vestur- Evrópu aðeins lítill hluti hans, um 25.000-40.000 tonn á ári. í Vestur-Evrópu var þá fluttur inn helmingur til tveggja þriðju hluta notaðs kísilgúrs, og framleiddu aðeins tvö fyrirtæki í Vestur-Evrópu síunargúr, svo að um munaði. Sakir hás flutningskostn- aðar kísilgúrs héðan á markað þótti einsýnt, að einungis kæmi til álita að framleiða hérlendis mjög unninn gúr, síunargúr. 5. Þegar á átti að herða drógu hollensku fyrirtækin sig í hlé og báru við fjárskorti. Um sama bil bauðst bandarískt fyrirtæki til að hlaupa í skarðið. Fyrir- tæki það, Johns-Manville Cor- poration, á allmargar verk- smiðjur í Bandaríkjunum og utan þeirra, í Kanada, Mexíkó og víðar. Framleiða þær aðal- lega einangrunarefni, asbest og kísilsýru, að sagt er. Fór svo að Johns-Manvilie Corporation tók við hlut hollensku fyrir- tækjanna í kísilgúrvinnslunni, að skilmálum lítið eitt breytt- um. Vegna þessara skipta á er- lendum samvinnuaðila var á þinginu 1965-1966 samþykkt frumvarp um breytingar á lög- unum um kísilgúrverksmiðju við Mývatn og varð það að lög- um nr. 60 frá 13. maí 1966, (en þau og Iög nr. 22 frá 21. maí 1964 voru felld saman í lög nr. 80 frá 15. ágúst 1966). í athuga- semdum við frumvarpið sagði: „Hlutaféð í framleiðslufélag- ínu mundi skiptast þannig að ríkið ætti minnst 51%, Johns- Manville minnst 39%, og sveitarfélög á Norðurlandi allt að 10%. Á hinn bóginn er ráð- gert, að Johns-Manville sé eini eigandinn að sölufélaginu, enda þótt ríkisstjórnin skipi fulltrúa í stjórn þess. .. í stað þess að staðsetja sölufélagið er- lendis, eins og samkomulagið (ath. við hollensku fyrirtækin) gerði ráð fyrir, yrði það staðsett hér á landi og hefur þetta i för með sér verulega aukningu á skattatekjum Islendinga... Þá er ráðgert að semja um skatt- greiðslur á þann veg, að félögin greiði einn skatt, sem samsvari tekjum hins opinbera af bein- um sköttum samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt og lög- um um tekjustofna sveitar- félaga." (Alþingistíðindi 1965- 1966, A-fl„ bls. 1539-1540). Og um 6. gr. (ath. um sköttun kísil- gúrvinnslunnar) segir: „Með ákvæði þessu er ríkisstjórninni heimilað að semja svo um, að framleiðslufélagið og sölu- félagið greiði hvort um sig einn tekjuskatt af starfsemi sinni í stað annarra skatta hér á landi og nemi hann 45% af skatt- skyldum tekjum." (Bls. 1541). 6. Undirbúningsfélagið hafði falið kanadiskri verkfræði- stofu, Kaiser, að teikna kísil- gúrvinnsluna, áður en Johns- Manville Corporation gekk inn i samningana, en sérfræðingar þess fylgdusl síðan með teikn- ingu hennar. Þegar þar var komið hafði helsta vandkvæðið á vinnslu kísilgúrsins verið leyst, þ.e. hreinsun ösku úr botnleðjunni, en aska nemur um 30% af þurrefni leðjunnar. Verkfræðistörf við Mývatn vegna teikningar kísilgúr- vinnslunnar munu mestmegnis hafa verið unnin 1965, og það ár var byggt hús yfir skrif- stofur og mötuneyti. Verk- smiðjan sjálf var reist 1966- 1967, um 3 km frá Mývatni, og var hún talin nær fullgerð í lok október 1967. Að loknum þeim fyrsta og megin-áfanga verk- smiðjunnar var henni lýst svo: „Framleiðslumannvirkjum kisil- gúrverksmiðjunnar má í aðal- atriðum skipta í tvo hluta, þ.e. votvinnslukerfi og þurrvinnslu- kerfi. I fyrri hlutanum eru þau mannvirki, sem lúta að dælingu efnisins, þurrkun þess og með- ferð fyrir brennslu, en í hinum síðari fer fram glæðing efnis- ins, sigtun og pökkun. Var hönnun verksmiðjunnar við það miðuð, að þurrvinnslukerf- ið yrði í upphafi byggt fyrir 24 þús. lesta ársafköst, en vot- vinnslukerfið fyrir 12 þús. lesta ársafköst. Síðan yrði vot- vinnslukerfið stækkað smám saman á nokkrum árum, eftir því sem markaðsaðstæður mundu leyfa." (Alþingistíðindi 1968-1969, A-fl. bls. 1500-1501). Kísilgúrvinnslan við Mývatn þótti heyra til nýlundu. „Allar. . .kísilgúrverksmiðjur aðrar. .. taka (kísilgúr) úr námum á þurru landi, og fer námugröfturinn venjulega fram í opnum námum. Ruðn- ingur er oft 6 hlutar á móti hverjum einum, sem notaður er, og allt þarf þetta að flytjast burtu á vélknúnum tækjum, ruðningur á afvikinn stað og Tafla I Útflutningur kísilgúrs 1968-1976 Magn AndvirAt Tonn þús. kr. (1) (2) 1968 2.138 11.508 1969 7.445 65.205 1970 13.589 126.555 1971 17.079 157.197 1972 19.690 194.625 1973 22.269 248.419 1974 24.055 329.309 1975 20.264 571.830 1976 22.699 760.711 Heimild: Verslunarskýrslur Hluti EBEog EFTA i andvirð, % (3) 100.0 96.8 95.9 91.3 86.3 84.4 85.5 86.5 84,2 Potala-höllin. Hún stendur i Lhasa, höfuðborg Tfbet. Höll þessi var aðsetur Dalai Lama er hann var við völd í Tíbet. kommúnistar. — Dalai Lama 'kveður sig ekki vera and- kommúnista né heldur menn sína. Búddismi og kommúnismi eigi margt sameiginlegt. Hvað sem þessum fullyrðing- um Dalai Lama líður ber ekki mikið á andstöðu Tíbetbúa gegn yfirráðum Kínverja f landinu. Slík mótstaða hefði heldur ekkert i för með sér nema tortímingu. Næstu dagar leiða í ljós álit æðsta manns Tíbets á tilkynningu Kfnverja — hvort hann þiggur að flytjast til gamla landsins aftur sem valdalaus maður eða hvort hann vill sitja áfram í Indlandi hráefnið oft langa vegalengd að verksmiðjunni. Þessir liðir í kisilgúrvinnslunni eru venju- lega dýrir, því fyrir hvert tonn af unninni vöru þarf venjulega 4-5 rúmmetra af hráefni og ruðningurinn er ennþá meiri eða oft 25-30 rúmmetra á tonn. Þetta er allt leyst með dælingu fyrir norðan, og verður hrá- efnisöflun því væntanlega hlut- fallslega ódýrari en annars staðar er. Þessu fylgja líka þeir kostir þar, að unnt er að koma við vökvasandskiljum og þar að auki er ekkert ryk samfara þeirri tilfærsluaðferð, er not- uð er þar. Ökosturinn er hins vegar sá, að nauðsynlegt er að sia mestan hluta vatnsins burtu. .. Þurrkunin fer að sjálf- sögðu fram með gufu aðeins vegna þess, að jarðgufan fæst þarna muo ódýrari en ef um olíu væri að ræða.“ (Baldur Líndal, „Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn I ljósi rannsókna og tæknilegrar þóunar." Tímarit Verkfræðingafélags tslands, 1966, (51. árg.), bls. 81). Tilraunir til að vinna kísilgúr í verksmiðjunni fóru fram frá október 1967 til maí 1968, að hún hóf reglulega vinnslu fyrir markað. Aðeins tveimur árum síðar, 1970, var votvinnslu- búnaður verksmiðjunnar aukinn svo að afköst hennar urðu 22.000-24.000 tonn af kísil- gúr á ári, en sú var fyrirhuguð vinnsla hennar. 7. Á milli islenska ríkisins og •Johns-Manville Corporation voru samningar undirritaðir 13. ágúst 1966 og voru helstu samningarnir þrír: aðal- samningur, sölusamningur og tækniaðstoðarsamningur. Þann sama dag var stofnað hluta- félag um vinnslu kísilgúrs úr botnleðjunni í Mývatni og var það nefnt Kfsiliðjan hf. Pétur Pétursson, fyrrum alþm., var ráðinn framkvæmdastj.óri hlutafélagsins meðan á bygg- ingu verksmiðjunar stæði. 1 aðalsamningnum var kveðið svo á „að ef sala Johns- Manville fer á einhverju einu ári niður fyrir 75%‘af áætlun- inni (ath. þ.e. 24.000 tonnum upp frá 7. ári), hefur Kísiliðjan heimild til að segja upp sölu- samningum og síðan, að einu ári liðnu, að hefja sölu sjálf, ef salan hefur ekki aukist upp fyrir 75%.“ (Pétur Pétursson, „Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn“, Tímarit Verkfræð- ingafélags Islands 1966, bls. 85- 86). I sölusamningnum er fjallað um verðlagningu kísilgúrsins og þóknun söiufélagsins. sem valdalaus maður útlaga- stjórnar sem nýtur litillar viðurkenningar. tTT77 „Varan frá Mývatnsverksmiðj- unni, cif Hamborg eða sam- bærilegan stað, er seld á sama verði, eins og hún kæmi frá Lompoc í Kaliforniu, að því til- skildu, að gæðin séu sambæri- leg. Hins vegar eru í samningn- um ákvæði um það,' að umboðs- laun Johns-Manville á tslandi skuli hækka, eftir því sem magnið vex. Skalinn fer þannig hækkandi: 0-3.000 tonn 10%. .. 0-24.000 tonn 24%. . . 0 — yfir 28.000 tonn 31%. Þetta ákvæði gerir það að verkum, að Johns- Manville leggur auðvitað aðal- áherzlu á að auka söluna sem fyrst til að fá hærri umboðs- laun.“ (Pétur Pétursson, „Kisilgúrverksmiðjan við Mývatn*', Timarit Verk- fræðingafélags islands 1966, bls. 86). I tækniaðstoðarsamningum er fjallað um framlag verk- þekkingar og greiðslu þóknun- ar fyrir hana. „Gæðaeftirlit er innifalið í tæknilegum ráðlegg- ingum, svo og tilteknum for- múlum. Þá aðstoðar Johns- Manville við tæknilega þjálfun á starfsfólki, sumpart í Lompoc til að byrja með, en sendir hing- að auk þess vana menn, sem verða hér 6-12 fyrstu mánuði starfseminnar. I stuttu máli sagt er gert ráð fýrir, að Johns- Manville leggi til þá tækni- þekkingu, sem nauðsynleg er, til að framleiðslan verði í besta gæðaflokki. Johns-Manville er greidd tækniþóknun 6% af fob- verðmæti vörunnar að frá- dregnum sölulaunum. Nærri 'helmingur þessarar upphæðar eða 45% greiðist aftur til Is- lands í sköttum. Gjaldið er því raunverulega ekki nema 3,3%.“ (Pétur Pétursson, „Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn“, Timarit Verkfræð- ingaféiags Islands 1966, bls. 86- 87). 8. Fastir starfsmenn við kísil- gúrvinnsluna við Mývatn hafa frá 1971 verið á milli 50 og 60, en tala slysatryggðra vinnu- vikna hefur svarað til á milli 60 og 70 starfsára. (I Hagtíðindum eru slysatryggðar vinnuvikur við kísilgúrvinnslu ekki til- færðar sérstaklega heldur felldar undir kemiskan undir- stöðuiðnað). Frá 1973 hafa árlega verið flutt út nteira en 22.000 tonn af kísilgúr (eins og fram kemur á töflu 1.) Andvirði hans var 571.8 millj. kióna 1975 og 760,7 millj. króna 1976 og nam það 1,2% af öllum útflutningi landsins fyrra árið, en 1,0% hið síðara. Haraldur Jóhannsson hagfræðingur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.