Dagblaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAl 1977. 9 Krakkarnir hlupu á eftir mér og kölluðu Emífí, Emnl! — það var ekki sérlega skemmtilegt, sagði Alan Edwall, sem nú setur „Gary” á svið ílðnó „Þégar ég var I Þrándheimi þá hlupu krakkarnir á eftir mér og kölluðu Emííl, Emííl.Það var ekki sérlega skemmtilegt," sagði Alan Edwall, sænski leikhúsfrömuður- inn, sem nú dvelur hér á landi um fimm vikna skeið og setur leikrit- ið Gary á svið. Gary er einmitt eftir Edwall sjálfan en hann samdi það 1970. Gary verður frumsýndur í Iðnó í haust og hefur notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum. „Já, krakkarnir kölluðu Emííl, Emííl, vegna þess að ég lék föður Emils í myndaflokknum er mér skilst að hafi verið sýndur hér,“ hélt Alan Edwall áfram. „Karl faðir hans var ekki sérlega vin- sæll en þessir þættir voru sýndir fyrir þremur árum í sænska sjón- varpinu við gífurlegar vinsældir. Emil hefur einnig vérið sýndur í Noregi við miklar vinsældir. Annars hafði ég ekki gaman af að leika föður Emils — slíkur mynd- arpiltur sem hann var. Karl faðir hans var gerður ákaflega harð- neskjulegur í myndaflokknum og það er nú svo, að sem leikari verður maður að gera fleira en gott þykir — slíkt er starfið. / Nú en hér er ég við að setja Gary á svið. Gary samdi ég 1970 og leikritið gekk í tvö ár í Gauta- borg. Það hefur einnig verið sýnt í Finnlandi, Danmörku og Noregi — raunar á tveimur stöðum í Noregi, í Osló og Þrándheimi, og viðtökur leiksins hafa verið mjög góðar. Gary er dæmigerður nútíma- maður.— það er, hann hefur eng- ar skoðanir á hlutunum í kring um sig. Hann trúir á hinn sterka í þjóðfélaginu og skoðanir hans eru í samræmi við það sem hann álít- úr að aðrir vilji. Annars er ákaf- lega erfitt að lýsa verki sem tók mann tvö ár að semja, tekur tvo tíma í flutningi á leiksviði og á að lýsa á tveimur mínútum í viðtali. Nema hvað — Gary býr með foreldrum sínum, — hann er þrí- tugur og því er tími til kominn fyrir hann að taka ákvarðanir. Hann flyzt að heiman og ætlar að kvænast — en hlutirnir eru bara ekki svo einfaldir fyrir Gary. Ég hef skrifað fleiri verk og eitt þeirra hefur verið þýtt á ís- lenzku og hlaut nafnið — Velkom- inn. Ég kom hingað í gær og verð hér í 5 vikur en kem síðan aftur í haust á frumsýninguna í septem- ber og vona að ég eigi eftir að koma hingað oft. Vona bara að krakkarnir hiaupi ekki á eftir mér og kalli — Emííl, Ernfíl .... þá tek ég sem fljótast til fótanna." h. halls. Brendan bíður norðaustan byrjar „Við höfum alls ekki lagt árar í bát og bíðum nú bara eftir því að hann blási af norð-austri,“ sagði George Molony einn af ævintýra- mönnunum.sem ætla að sigla skinnbátnum Brendan héðan yfir hafið til Ameríku. Kapparnir fimm ætla alls ekki að gefast upp við að sanna ferðir fornmanna af írlandi til Ameríku fyrir árið þúsund. Þeir hyggjast sigla í kjólfar þeirra og eru reyndar hálfnaðir.Öhagstæð veðurskilyrði ollu því að þeir gátu ekki haldið héðan í fyrrasumar áleiðis til Ameríku og nú eru þeir hingað komnir til að leggja upp í annan áfanga ferðarinnar. Molony býst við að sú ferð taki rúmar sex vikur. Leiðangursstjórinn Timothy Severin hefur þegar hafið að rita ferðasögu þeirra félaganna frá Ir- landi til Islands. Hann heldur dagbók yfir hvern dag ferðar- innar. Brendan er 36 fet að lengd. Hann er klæddur 25 nautshúðum, sem hafa verið unnar á sama hátt og gert var fyrir árið eitt þúsund. -KP. Leiðangursmenn voru önnum kafnir við að útbúa sig til farar- innar. George Malony er á innsettu myndinni. DB-mynd Hörður. Jónas ekki víttur — þvert á mdti Sú leiðinlega villa komst inn í frétt Dagblaðsins í fyrradag, að allir þingmenn hrcppanna sunnan Skarðsheiðar hafi verið víttirfyrir slælegaframmistöðu í Grundartangamálinu. Þetta er ekki réit. Jónas Árnason var alls ekki víttur heldur þvert á móti. Honum var hrósað því hann er að áliti íbúanna sunnan Skarðsheiðar eini þing- maðurinn sem vel hefur staðið í sínu stykki. DB biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Alan Edwall, höfundur leikritsins um Gary, á æfingu i Iðnð i gær. 3 dálka myndin er úr sjónvarpsþáttunum um Emil i Kattholti, en það er fyrst og fremst fyrir leik sinn i þeim þáttum sem Edwall er kunnur hérlendis. DB-mynd: Bjarnleifur. Laus staða Starf hafnarvarðar hjá Reykjavíkur- höfn auglýsist laust til umsóknar. Laun samkvæmt 8. launaflokki kjara- samnings Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar. Umsóknir sendist hafnarskrifstofunni fyrir 15. maí 1977. HAFNARSTJÓRINN í REYKJAVÍK Nýtt símanúmer: 27766 Afgr.tími Mánud.-Fóstud. 9I3-12, 13-16 og 17-1830 SPARISJÓÐUR Reykjavikur& nágrennis Skólavörðustíg 11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.