Dagblaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1977. 7 Milljónir Bandaríkjamanna bíða þess með spenningi að sjá gamla forsetann sinn, Richard Nixon, birtast á skerminum í dag. Þá verður sjónvarpað fyrsta af fjórum viðtalsþáttum brezka sjónvarpsmannsins Davids Frost við Nixon, — þar sem rætt verður um Watergate hneykslið. Þetta er í fyrsta skipti sen Nixon kemur fram í dagsljósii síðan hann yfirgaf Hvíta húsii’ með tárin i augunum í ágúst- mánuði 1974. Síðan hefur Nixon haldið til í húsi sínu i Kaliforníu og fengizt við að rita endurminningar sínar. Sjónvarpsþættirnir fjórir taka 90 minútur í sýningu hver. I þeim fyrsta ræðir David Frost við Nixon um Watergate og bakgrunn þess hneykslis, sem að sönnu er hið mesta sem dunið hefur yfir forseta Bandaríkjanna síðan það embætti var stofnað seint á átjándu öldinni. Að sögn þeirra sem séð hafa þáttinn, varpar hann litlu nýju ljósi á, hvað það var í raun og veru, sem var að gerast. Á síðasta sunnudag birtu nokkur bandarísk blöð nýjar upplýsingar um Watergate- málið, — þar sem enn frekar þykir sannað að Nixon hafi vitað meira um innbrotið og aðdraganda þess, en hann hefur til þessa viljað vera láta. David Frost lagði mikla áherzlu á þessa vitneskju í samtali sínu og afleiðingin var „niðurbrot- David Frost og Nixon ræðast við. inn“ maður, sem var við að bresta i grát. í enda þáttarins neitar Nixon þó að vera sekur i þessu máli. Nixon fær í sinn hlut að minnsta kosti 600.000 dollara fyrir að leyfa David Frost að ræða við sig. Sú upphæð getur þó orðið enn hærri ef þættirnir seljast vel. Allt bendir til að bandarískur almenningur bíði þess með spenningi að viðtals- þátturinn hefjist. „Bandaríkja- menn munu hafa viðbjóð á hverri einustu minútu viðtals- ins og vilja ekki missa af því, hvað sem i boði er,“ sagði blaðið Washington Star í gær. Viðtal Davids Frost við Richard Nixon: Bandaríkjamenn bíða þáttaríns með spenningi Nixon fær 600 þúsund dollara fyrir sinn snúð Spánn: Suarez fer í framboð fyrir miðflokkasambandið Adolfo Suarez, forsætisráð- herra Spánar, lýsti því yfir í gærkvöld að hann hygðist bjóða sig fram með Miðflokkabanda- laginu svokallaða sem fimmtán spænskir stjórnmálaflokkar standa að. Bandalag þetta var stofnað til að hindra að öfga- sinnaðir hægrimenn fengju of mikið af atkvæðum í þingkosn- ingunum, sem fram fara 15. júní næstkomandi. Litið er á þessa tilkynningu forsætisráðherrans sem tilraun hans til að koma einhverri stjórn á Miðflokkabandalagið sem er fremur laust í reipun- um. Suarez þarf ekki að fara í framboð til að halda embætti sfnu. Hann tilkynnti ákvörðun sfna í sjónvarpi f gærkvöld og kvaðst þá myndi fara rólega í kosningabaráttuna. Bannað að aka eftir klukkan 11 á kvöldin Sfðustu fimm mánuði hefur ríkt algjört bann við næturakstri f bænum Bad Woerishofen f Bayern f Vestur-Þýzkalandi, Eftir klukkan ellefu á kvöldin hafa ökumenn verið stöðvaðir, sektaðir um 20 mörk (um 1600 fsl. kr.) og síðan sendir fótgangandi heim. Astæðan fyrir þessu furðulega umferðarbanni er sú að bæjar- yfirvöld vilja að fbúar Bad Woerishofen og ekki sfður þeir 70.000 ieroamenn sem koma ár- lega í heimsókn til að leita sér lækninga fái svefnfrið fyrir véla- skrölti og flauti. Nú er bannið hins vegar farið að verka heilsu- spillandi á hina heilbrigðu. Venjulegt fólk unir því að sjálf- sögðu illa að þurfa að hafa hljótt um sig eftir ellefu á kvöldin. — Innanrfkisráðuneyti Bayern hefur nú í athugun kröfu fjölda manna um að aflétta umferðar- banninu. Frakkland: VINSTRIFLOKKARNIR MYNDUSIGRA Bandalag sósfalista og komm- únista f Frakklandi fengi 56% greiddra atkvæða ef þingkosn- ingar færu fram nú. Þessar upplýsingar komu fram í franska blaðinu L’Aurore í morgun, en blaðið gekkst nýlega fyrir víðtækri skoðana- könnun um fylgi frönsku stjórnmálaflokkanna. — Þetta atkvæðamagn er það mesta sem vinstri flokka bandalagið hefur hlotið í skoðanakönnunum til þessa. Carter neitar tilvist dauðageislans Jimmy Carter Bandarikjafor- seti mótmælti þvi staðfastlega f gærkvöld að sovézkir vísinda- menn væru um það bil að fjúka við uppfinningu sína á dauða- geislanum. Bandarískt tímarit, Aviation Week and Space Technology, sem, eins og nafnið bendir til, fjallar um visinda- málefni og uppfinningar, full- yrðir i nýjasta tölublaði sínu að nú sé verið að fullprófa þessa uppfinningu í Sovéiríkjunum. Carter ræddi við fund banda- riskra ritstjóra á Honolulu í gærkvöld og kvað þessa frétt gjörsamlega ranga. Blaðið full- yrðir í frétt sinni, að leyniþjón- ustunni CIA sé kunnugt um uppfinninguna, en ekki hafi verið skýrl frá þeirri vitneskju vegna deilna innan stofnunar- innar. -------► Carter forseti ræddi við bandaríska ritstjóra, sem funduðu á Havaii.i gegnunt sfma. Þar kvaðst hann neita að trúa fregnum um dauðageisl- ann. 23636 14654 Til sölu: Einstaklingsíbúð við Bergþórugötu 2ja herb. íbúð við Hjallaveg 3ja herb. íbúð við Kóngsbakka 3ja herb. sérhœð við Rauðagerði 4ra herb. íbúð mjög vönduð við Æsufell. 4ra herb. íbúð við Kleppsveg. 4ra og 5 herb. íbúðir við Álfaskeið í Hafn- arf. Einbýlishús og raðhús í Mosfellssveit, eigna- skipti möguleg. Sala og samningar Tjarnarstíg 2 Seltj. Kvöldsimi sölumanns, Tómasar Guðjónssonar, 23636. Valdimar Tómasson lögg. fasteignasafi. Matador coupé 2ja dyra sjálfskiptur ’74. Matador 4ra dyra ’73. Matador station '71. Hornet 4ra dyra '74, ’75. Hornet 2ja dyra ’74. Hornet Hatchback ’74, ’75. Hornet Sportabout ’74. Gremlin ’74. Cherokee 6 cyl. beinskiptur ’74. Wagoneer 8 cyl. sjálfskiptur ’71, ’73, ’74. Wagoneer 6 cyl. beinskiptur '71, '72, ’73, ’74, ’75, ’76. Jeepster ’68, '71, '72. Jeep CJ5 '72, ’73, ’74, ’75. Willy’s Jeep ’53, ’55, ’62, ’64, '65, ’66. Lancer 1200 og 1400 '74, ’75, '76. Galant 1600 grand luxe 4ra dyra ’75. Galant 1600 grand luxe 2ja dyra '75. Minica station ’74. Sunbeam 1600 super '76. Sunbeam 1500 ’70, ’72, ’73. Sunbeam 1250 ’72, ’73. Peugeot 404 dfsil, einkabíll, '74. Sunbeam Rapier sjálfskipt- ur ’73. Hunter ’70, '71, ’72, ’74, ’76. Saab 96 ’72. Fiat 850 ’70. Pinto station ’74, Mazda 616 ’74. Rambler Classic ’64. Toyota Corolla ’71. Cortina 1600 ’73. Ford Country Sedan station '69. VW 1302 '71. Nýir bílar Lancer 1200 4ra dyra ’77. Lancer Celeste 1600 gt. '77. Galant Sigma 4ra dyra ‘77. Sunbeam 1600 super 4ra dyra '11. Hornet 4ra dyra sjálfskiptur '77. Matador 4ra dyra sjálf- skiptur '77. Cherokee '77. tGILL. VILHJALMSSON HF Laugpvegi 118-SW 15700

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.