Dagblaðið - 04.05.1977, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1977.
3
Allt fremur
grunsamlegt
Ég held að ég sé ekki einn
um þá skoðun að það sé orðið
„hörku spennandi“ að lesa um
glæpaæðið á íslandi, einkum at-
vinnu- og fjármálaglæpi. Það er
eins og enginn megi lengur
stela, svíkja eða svindla. Annað
lesmál, sem oft er gaman að,
kemur frá lesendum blaðanna,
þar eru flestir undir dulnefn-
um, sem viróast heldur grun-
samleg.
Helga ófríska
Þegar heimsblöðin birta
myndir af stórglæpamönnum
eru þær oft með tukthúsnúmeri
þeirra. Á Islandi nota menn
einhvers konar svipuð númer
til að fela einkenni sitt, eða
dulnefni eins og „Helga
ófríska“, „þriggja barna móð-
ir“. Laxness skrifaði að það
„mætti reiða sig á að þegar
slagsmálahundar og þekktir
innbrotsþjófar skrifuðu í blöð-
in, þá notuðu þeir einlægt dul-
nefnin". Sumir felast bak við
simanúmer annars fólks, eða
númer á sakaskrá og þess
háttar.
Gaman að vita
Mörgum þætti fróðlegt að
vita hvernig stendur á dul-
nefna- og dulnúmeraflóðinu,
HULDUFÓLKINU. Eru þetta
raunverulegir ,,innbrotsþjófar“
eða er fólk svona ógurlega
siunum inii'iium i
^„ÞAÐ MÁnU VITA,
NAFNLAUSA NÚLLNÚMER...”
'«,,íí5iía
kT»rt* oí kvtiM
I Dagblaðinu i>»nn
dcAgmber kveðor einhver
N.N. *ér hljóðs, elnhver sejjj
skrifiir undir fólsku
■slmanúmeri. þvl ekki er það _
Jögboðna nafnní
feimið og óframfærið? Brosleg-
ast er þegar 0840-1241 fer í
blaðaskrif við einhvern NN
vegna ósæmilegrar framkomu
hans í ritgerð sinni — undir
dulnefni.
Viggó Oddsson,
Jóhannesarborg.
Spurning
dagsins
Attþúþér
tómstunda-
áhugamál
Lilja Haraldsdóttir hárgreiðslu-
sveinn: Nei, það held ég ekki. Jú,
ég fer stundum út að labba og
stundum i sund.
Sóðaskapur við bæjardyrnar
Fyrirspurn til Heilbrigðiseftirlits ríkisins
Borgari skrifar:
Hve lengi á Kópavogskaup-
staður að fá að hafa þau forrétt-
indi að brjóta lög og reglu-
gerðir um frárennsli úr skolp-
rörum til sjávar?
Hve lengi getur Heilbrigðis-
eftirlit ríkisins horft upp á
endur og vaðfugla háma í sig
óþverrann úr saurleiðslum
þeirra Kópavogsbúa?
Er ekki skylt að veita saur úr.
mannabústöðum það langt til
sjávar að ekki komi frárennslis-
op upp á stórstraumsfjöru? Ef
síðasta spurningin er ekki út í
hött þá skora ég á yfirvöld að
binda enda á sóðaskap þeirra
þarna í Kópavoginum.
Kópavogur. — Nýbyggingar i
Efstalandshverfi.
Hljómsveitin Eik var
alls ekki í Klúbbnum
— þrátt fyrir
auglýsingu
Klúbbgestur hringdi:
I Morgunblaðinu 1. maí var
auglýsing frá Klúbbnum þar
sem auglýst var að hljómsveitin
Eik myndi leika. Þegar komið
var á staðinn var Eik alls ekki á
staðnum og hafði aldrei átt að
vera að sögn þjóns á staðnum.
Okkur finnst þetta anzi hart að
auglýsa hljómsveitina, svo er
hún alls ekki á staðnum þegar
fólkið kemur. Við fórum ein-
göngu til þess að sjá hljómsveit-
ina en urðum fyrir miklum von-
brigðum.
»
Klúbbgesti til sárabótar birlum
við hér mynd af hljómsveitinni
Eik með plötu sína, Spegiun. —
Keyndar hafa talsverð manna-
skipli orðið i hljómsveitinni
siðan þessi mynd var tekin. DB-
mynd Árni Páll.
Guðmundur Ólafsson formaður
Fáks: Já, hestamennsku. Ég fer á
bak svona þrisvar i viku. Ég.á
hesthús uppi í Víðidal og hugsa
um þá sjálfur. Ég á 7 hesta.
Rósa Hansen bankamær: Hitt og
þetta, t.d. iþróttir og skemmtanir.
Annars var Samvinnuskólinn
mitt aðaláhugamál, en ég útskrif-
aðist 1. maí.
Garðar Lárusson útgerðarmaður:
Þau eru ákaflega fá. Ég er út-
gerðarmaður og þeir hafa litinn
tíma til tómstunda. Annars hef ég
áhuga á smíðum.
Ásthildur Geirsdóttir sendill: Já,
ýmisleg, t.d. hestamennsku, ljós-
myndun, handavinnu og mat-
reiðslu.
Róbert Guillemette frá
Normandi: Drekka kaffi og tala
við fólkið. Það er það bezta sem
ha>gl er að gera.