Dagblaðið - 08.06.1977, Side 2

Dagblaðið - 08.06.1977, Side 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JUNl 1977. Búum Fyrir nokkrum dögum var i Ríkisútvarpinu dagskrá sem helguð var Amnesty Inter- national. Webster segir orðið Amnesty þýða „general pardon, esp. for politieal offences." Hinn ágæti útvarpsmaður, Sigurður Magnússon, hélt af því tilefni stuttan fyrirlestur og tókst vel að vanda, eins og allt sem hann lætur frá sér fara. var býsna fróðlegt að kynnast þvi hve Sigurður er vel heima i „Hinni helgu bók“ Bibliunni, en hann er líka kennari. Svo var leikin plata með einhverri sinfóníu Beethovens sáluga og hafði hinn frægi stjórnandi Leonard Bernstein gefiö sinn hlut til plötunnar i sambandi við stjórnun hljómsveitarinnar til þess að minnast Amnesty International. Mér datt i hug að erfitt er að búa í glerhúsi þá er um þessi mál er fjallað, sérstaklega þegar mikið grjót er innandyra en grjót og gler á ekki sem bezt saman. Það er ekki nokkur vafi á því að mikið er um það í heimi okkar að menn eru hnepptir í fangelsi f.vrir skoðanir sinar. Sérstaklega heyrum við oft um þetta austan frá járntjaldslönd- unum svokölluðu og einnig frá öðrum löndum. Þykir okkur að vonum mikið til um þetta og berum oft saman ástandið hér á landi, þar sem allir mega „rifa kjaft“ eins og þeir vilja, án þess að verða hnepptir í fjötra. Við segjum oft frá því i blöð- unum með „morðfyrirsögnum" og mikilli prentsvertu að þessi eða hinn rithöfundurinn hafi ekki fengið fararleyfi til þess að flytjast úr landi (t.d. Ráð- stjórnarríkjunum) og finnst við í glerhúsi? tslendingum er ekki heimilt að flytja úr landi nema slyppir og snauðir. o þetta skortur á sjálfsögðum mannréttindum. Þó fréttist endrum og eins af mönnum sem stjórn Ráðstjórnarríkjanna telur orðið óæskilega og fá þá hinir sömu að fara úr landi slyppir og snauðir, og í sumum tilvikum með því að greiða all- háar upphæðir eins og sagt var um þá Gyðinga er fengu að flytjast til ísrael. „Maður líttu þér nær, liggur i götunni steinn," segir mál- tækið, þvi hvernig er nú þess- um málum hagað hér á landi? Mönnum er að mestu óhætt að „rífa kjaft" og segja sina meiningu um allt og alla hve- nær sem er og hvar sem er. Þó skyldi maður vara sig á þessu, því ekki er með öllu útilokað að maður lendi einhvers staðar utangarðs í einhverju, og er þá ekki að sökum að spyrja. Þrátt fyrir öll mannalæti um frelsi einstaklingsins eru menn hér á landi hnepptir i „átthaga- fjötra" og eru ekki frjálsir ferða sinna í þeim skilningi sem ég legg í þau orð. íslendingum er ekki heimilt að flytja úr landi, nema slyppir og snauðir. Þeir fá ekki flutn- ing eigna sinna til þess að setja sig niður í öður landi, þótt skuldlausir séu við alla opin- bera aðila, og hafi aldrei brotið neitt af sér gagnvart neinum. Það geta legið margar ástæður fyrir því að menn kjósa að flytja til annarra landa. Það getur verið af heilsufarslegum ástæðum manna, eða maka. Dettur mér í hug sagan um manninn (verk- fræðing) sem varð að flytja frá tslandi, en þannig stóð á að kona hans gat ekki búið hér á landi. Var þá annað tveggja að tvistra hjónabandinu eða flytja út, en þá vandaðist málið. Viðkomandi madur sagði frá þvi sjálfur að þegar hann leitaði hófanna hjá viökomandi yfirvöldum að fá eignir sinar yfirfærðar fékk hann neikvætt svar. Þó var honum tjáð að ein- hverja smáupphæð fengi hann að yfirfæra á hverju ári; hefði það þá tekið 103 ár að fá eign- ina alla yfirfærða. Hvernig haldið þér lesandi góður að þessari fregn hefði verið „stiilt" upp ef þetta hefði gerzt í einhverju austantjalds- landinu. Ég held að þá hefði verið notað stærsta letur dag- blaðanna okkar sumra, og mikil prentsVerta. Þjóðareign Islendinga er býsna mikil, en það eru skuld- irnar líka. Setjum svo að ein- hver maður vildi flytja til ann- ars lands og ætti hér héima eign upp á t.d. 20 milljónir. Væri það nokkuð vitlaust að leyfa honum að flytja eignir sínar til annars lands, en halda eftir hlut hans (og konu) því sem ríkisskuldunum nemur, en það muna vera, nýlega, um 5—600 þúsund á hvert manns- barð i landinu. Kannski eru skuldirnar orðnar meiri, því alltaf er verið að taka ný lán. Ég veit að margur lesandi minn mun brosa að þessari barnalegu uppfinningu minni en eitthvað verður að gera, því það er okkur ekki sæmandi að vera með aðfinnslur um ófrelsi hjá öðrum á meðan við iðkum ekki fullt frelsi okkur sjálfum til handa. Maður líttu þér nær, liggur i götunni steinn. Mér datt þetta (svona) í hug. SIGGIflug. 7877-8083. UNGLINGARNIR S0FANDI YFIR P0PPH0RNINU Jóhannes Finnur hringdi; Það var eftir þeim hjá útvarpinu að setja inn Popphorn í dagskrána á sunnudagsmorgnum. Þetta er hrein og bein ögrun við þann hlustendahóp sem Popphornin hafa. Það er vitað að mjög fáir af þeim hópi eru vaknaðir þetta snemma á sunnudagsmorgnum. Popphornið er að mestu fyrir unglinga, og því er eðlilegra að morgunútvarp á sunnudögum sé fyrir þá hópa sem eru vaknaðir á þessum tíma, en það er margt eldra fólk. Þetta þarf' endurskoðunar við og er þá eðlilegast að l’opphornið sé á þcim tíma, sem líklegt erað unnendur þessarar tónlisiar séu vakandi. K Ekki er gott að sofa af sér helztu átrúnaðargoðin. Myndin sýnir Bob Dylan. AÐ LIFAIANDARTAKINU Sigurður Jónsson stýrimaður skrifar: Ég þakka Kinni úr hópnum fyrir gott tillegg til trúmála í Dagbl. 26. maí. Einnig þakka ég Önnu í Garðabæ fyrir vingjarn- leg orð. Engir fyrirfinnast meistar- arnir hér á norðurslóð að mínu áliti, en viðleitni til að vekja manninn til umhugsunar um tilgang lífsins er virðingarverð. Kristur var ætíð tilbúinn til að fyrirgefa mönnum syndir sínar, því sérhver einstaklingur sem vaknar til lífsins og öðia.st þrá til lausnar frá hinu illa, hann leggur fram sinn skerf til heil- brigðara og þroskaðra mann- kyns, hann er kornið sem að lokum fyllir mælinn. Mér virðist sem-Ein úr hópn- um hafi ekki lesið fyrri hluta greinarinnar, sem hún gerir að umræðuefni, Listin að „fljúga" i Dagbl. 9. maí. Þar lagði ég áherzlu á að leiðin til andlegs þroska væri fólgin í sjálfsrækt, þ.e. að rækta hinn innri mann, rækta huga og sál, verða já- kvæður i hugsun, orðum og gerðum og rækta líkamann samhliða. Velferð mannsins veltur á hugsunum hans. Við höfum sjálfsagt öll veitt því athygli að okkar eftirminnilegustu unaðs- stundir eru þær stundir þegar við ástundum eitthvert það við- fangsefni sem á huga okkar allan og er til góðs fyrir um- hverfi okkar, þ.e. þegar hugurinn dvelur við viðfangs- efnið sem er okkur það kært að vfð gleymum stund og stað lifum okkur inn í það, þá lifum við nánast i andartakinu. And- staðan, okkar erfiðu stundir koma upp þegar hugurinn hvarflar eirðarlaus úr einu í annað, í aðgerðarleysi eða trufl- aður af einhverju sem gerir hann neikvæðan og reikulan eða þegar við fyllumst öfund, reiði, tortryggni og ágirnd í annarra garð. Þessar erfiðu stundir eru okkar eigið sjálf- skaparvíti, við erum sjálfum okkur verst. Að vera frjáls merkir að öðlast lausn frá hinu illa og hið illa er neikvæður og reikull hugur. Eins og maðurinn sáir svo mun og uppskorið verða. Eftir því sem okkur miðar áleiðis í hugrækt þá öðlumst við hæfi- leika til að lifa í andartakinu, láta hugann dvelja stöðugan án hugsana eða beina honum að einhverju einu um tíma. Þannig nálgumst við Alföður. Við nálgumst Alföður með þögninni, með þvi að beina hljóðri eigin vitund að vitund Hans með viðleitni til að öðlast skilning á Honum. Dhammapada, lífsreglur Búdda, segja: „Vel taminn hugur veitir hamingju. Sá maður sem hefur losað hug sinn við ástríðu, finnur í hjarta frið sem er hafinn yfir gott og illt og er vaknaður, hann hefur ekkert að óttast." Að elska er Einni úr hópnum ofarlega i huga. Krishnamurti segir: „Hvað er ást meðal flestra okkar? Þegar við segjum að við elskum einhvern. við hvað eigum við? Við eigutn við það að við leitumst við að halda í eða eiga viðkomandi. Við þurfuni að hera að elska rétt. við kunnum það allt of fá. Með slíkri eigingirni orsakast .öfund og sorg. þvi ef ég missi hann eða hana, hvað skeður? Mér finnst ég innantómur. glat- aður; þessvegna verður tnér á oigingirni. ég held honum eða henni. Vissulega er slik eigin- girni ekki að elska." Við þurf- um að læra að elska rétt. við kunnum það allt of fá. Við öðlumst sanna hamingju með sjálfsra'kt. Leiðbeiningar í húgrækt fyrir b.vrjendur eru til á is- lenzku oftir Sigvalda Hjálmars- son og Sverri Bjarnason.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.