Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 2
2 /* DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1977. Upphafið var alls ekki studningsmanna Vals —segir Öm Petersen, formaður klúbbsins um ásakanir um að upphafólátaí Kef lavík haf i verið Valsmanna örn Petersen, formaður stuðningsmanna Vals, hafði samband við biaðið: „í Dagblaðinu þann 9. júní birtist lesendabréf skrifað af 1730-6804. Bréfritari talar um skrílslæti stuðningsmanna Vals í leik Vals og ÍBK suður í Kefla- vík í 1. deild íslandsmótsins. Bréfritari lætur í ljós vonbrigði með ólætin og segir að stuðningsmenn Vals hafi komið ólátunum af stað og hafi þar með sett ljótan blett á nafn. félagsins. Vegna þessa vil ég taka fram að vissulega var leiðinlegt að ólæti skyldu hafa brotizt út í umræddum leik. En upphafið var alls ekki stuðningsmanna Vals eins og bréfritari heldur fram. Ölætin brutust út er valur hafði yfir 2-1 og voru Valsmenn þá að vonum glaðir. Hins vegar voru áhangendur ÍBK ekki jafn ánægðir og sandpokum rigndi yfir stuðningsmannahópinn. Síðan Koiu uivaður ánangandi ÍBK og þreif flagg af einum stuðningsmanna Vals og upp- hófust stimpingar. Þessar stimpingar vöruðu ekki lengi — og stóðu aðeins milli þriggja einstaklinga. Af þessu má sjá að upphafið var alls ekki Valsmanna. Við stofnuðum stuðnings- mannahóp Vals í þeim tilgangi að styðja vel við bakið á okkar mönnum. Við i hópnum leggj- um áherzlu á góða framkomu okkar fólks — bæði gagnvart leikmönnum Vals svo og and- stæðingunum. 1 stuðningsmannahópi Vals er fólk á öllum aldri en félagar eru um 250, á aldrinum -11-78 ára. Sami hópur fór til Eyja og studdi við bakið á Val. Þar vann Valur 1-0 og alls engin vandræði stöfuðu af því. Þvert á móti voru Eyjamenn ánægðir með komu hópsins, þar sem hann setti skemmtilegan svip á leikinn." Frá umræddum atburði er óiætin í Keflavík brutust út. Þórir Magnússon, Vaismaður, reynir þarna að stilia til friðar. DB-mynd Bjarnleifur. HREINSKILNISNJÓLAUGAR UM „SÓLARLAGIД Ég skrifa þetta eftir að hafa lesið umsögn Snjólaugar Braga- dóttur í blaðinu í dag. Það var ágætt að fá svona eindregna skoðun á myndinni Blóðrautt sólarlag sem sýnd var í sjónvarpinu, og margir munu vera henni sammála. En þó finnst mér að betur mætti koma fram, eins og allir raunar vissu, að myndin er gerð af litlum efnum, en því meiri áhuga höfundarins, og hefði aldrei tekizt að ljúka henni, nema fyrir atbeina Sjónvarpsins. Og ég álít að þar hafi betur verið af stað farið en heima setið. Myndsagan er ágæt en lykilatriði hennar koma þó ekki nógu skýrt fram stundum. Endurminningar og hugsýnir aðalleikarans eru einmitt það lykilatriði, og dauði hans er látinn skýringalaus, jafnvel síðar í myndinni, þegar líkið finnst. En framhaldið er óaðfinnan- legt, að undanteknu síðasta atriði, þegar trillan fjarlægist bryggjuna án nokkurs sýnilegs tilverknaðar. Ég get ekki rætt um NÝ HÖFT Viðskiptaráðuneytið hefur í samráði við Seðlabankann breytt reglum^um útflutning peninga með nýrri reglugerð. Einnig hafa sömu aðilar tekið sér það vald að gera alla þá mörgu er nota ávísanir að „glæpamönnum“ og bannað (þeim) að nota ávísanir í frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli. Gera menn sér í raun og veru grein fyrir hvað þessi saklausa en um leið lævíslega tilkynning (reglugerðarbreyting) fyrr- nefndra aðila þýðir? Hún þýðir það, að enn er hert á ófrelsinu í þessu landi, sem vió annað veif- ið erum að státa af að sé lýðræðisland. Það kann vel að vera að ein- hverjir þeir sem hafa mikil fjárráð taki með sér allmikla peninga til útlanda og hafi ráð á að skipta þeim þar á því smánarlega lága gengi sem ís- lenzka krónan er skráð á erlendis. Allur almenningur hefur ekki almennt ráð á þessum lágu skiptum, en hér er sem oftar verið að hengja bakara fyrir Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraidsson smið og reynt að ná sér niður á litla kallinum. Það er þó að vonum að fólk reynir að bjarga sér vegna þess ástands sem er í gjaldeyris- málum þjóðarinnar. Fólki er leyft að ferðast til útlanda (sólarlanda) sér til hressingar og fær í farareyri smánarlega lága upphæð í svo- kölluðum GJALDEYRI (ísl. krónan er ekki gjaldeyrir) sem nægir aðeins til dvalar á þeirri „gerð“ gistihúsa sem „gjald- eyrisyfirvöld“ ákvarða. Ekki má taka þátt í neinum skoðana- ferðum nema þá að greitt sé af eigin gjaideyri. Það er svo sem skýring á þessari „temprun“ gjaldeyris- ins. Verðlag hér heima er nú Nýlega var ég á ferð um land- ið og kom norður í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu; var þetta rétt fyrir hvítasunnuna. Hafði ég heyrt að reglubundnar samgöngur i Blöndudal væru mjög strjálar jafnt sumar sem vetur. Kom þá í ljós er ég ræddi við kunningjakonu mína að bréf sem ég hafði sent henni í marz 1976 hafði ekki borizt henni fyrr en i júní sama ár! orðið það „æðislega" hátt að þeir sem sigla til útlanda reyna af fremsta megni að kaupa eitthvað á sig og „krakkana", því verðmunur er mikill. Á árunum eftir 1931 voru hér innflutnings- og gjaldeyrishöft sællar minningar og væri óskandi að það svínarí sem þá þróaðist með þjóðinni skyti aldrei upp kollinum aftur. Rétt er hins vegar að menn geri sér ljóst að það er sami flokkurinn, Framsóknarflokk- urinn, sem ræður viðskiptamál- um okkar í dag og það var Framsóknarflokkurinn sem kom á innflutnings- og gjald- eyrishöftunum 1931. Mér datt þetta (svona) í hug. SIGGI flug 7877-8083. Svona eru þær nú póstsam- göngurnar i Blöndudalnum. Ekki er óalgengt að bíða þurfi fleiri mánuði eftir bréfunum. Það er ólík þjónusta sem íbúar Blöndudals og Re.vkja- víkur þurfa við að búa; groiða þó báðir jafnt f.vrir þossa „þjónustu". 2945-8006 Bréf þrjá mánuði á leiðinni innanlands klippingu myndarinnar, til þess vantar mig faglega þekkingu á kúnstinni. En ég vildi gjarna fá að sjá myndina aftur. Varla blandast nokkrum hugur um að Hrafn Gunnlaugs- son hefir unnið gott verk, þótt það beri merki um bæði of- styttingu og knappan fjárhag. Ég er varla einn um þá von að frá honum megi á næstunni koma önnur verk; betri eða verri skiptir ekki verulegu máli, hann er ungur og vel menntaður í sinni grein, svo fái hann fleiri tækifæri, býst ég við góðum og skemmtilegum verk- um frá honum á næstunni. J.E. 5123-9512 Síldarlöndunarkranarnir á Djúpuvik. umhverfið sem Blóðrautt sólarlag var tekið í.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.