Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977.
— aðeins einn strikaður af veiðiskrá síðan samið var
Aflasamsetning könnuð í lest.
Lausarstöður
Við Flensborgarskðlann í Hafnarfirði, fjölbrautaskóla.
eru lausar kennarastöður í eftirtöldum kennslugreinum:
viðskiptagreinum (hagfræði, bókfærslu o.fl.), stærð-
fræði, sérgreinum heilsugæslubrautar ('A staða), félags-
fræði og sálarfræði.
Laun samkv. iaunakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 10. júlí nk. — Sérstök
umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið.
10. júní 1977.
Lausarstöður
Við Menntaskólann við Hamrahlíð eru lausar til umsókn-
ar kennarastöður í stærðfræði og eðlisfræði ('A staða).
Æskiiegt er að umsækjendur geti kennt báðar jtessar
námsgreinar.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsöknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 10. júlí nk. — Sérstök
umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
10. júní 1977.
17. júní sölutjöld
Þeir sem óska eftir að selja Atlas
Super samlokur 17. júní vinsamlega
hafi samband við okkur strax.
Uppl. í simum 73633-27726-86178.
Akranes
Vegna sumarleyfa sér Amalía Pálsdóttir
Presthúsabraut 35
fyrst um sinn um afgreiöslu blaösins.
Sími2261 á daginn og2290 á kvöldin.
BIABIB
Eldhúsinnréttingar
3 nýjar gerðir af eldhúsinnréttingum,
hnota, fura og eik. Uppslilltar á staðn-
um.
Auðbrekka 32 Kópavogi.
„Þeir taka þessu flestir allvel
og sumir bjóða jafnvel upp á bjór,
þótt hann sé ekki þeginn,“ sagði
Skúli Hjaltason, háseti á varð-
skipinu Óðni, er hann kom með
myndir af einu slíku atviki fyrir
hálfum mánuði.
Þá kom varðskipið að þrem
vestur þýzkum togurum i Beru-
fjarðarál og voru myndirnar
teknar um borð í togaranum Carl
Wiederkhes BX-667, sem er
gamall skuttogari. Kyrst var
togarinn kallaður upp og látinn
vita hvað til stóð. Siglt var upp að
honum og síðan fóru nokkrir
varðskipsmenn yfir í gúmmíbát
áður en togarinn hífði trollið. Með
því móti eru engin undanbrögð
fær. Síðan var trollið híft inn og
fylgdust varðskipsmenn með öll-
um búnaði og mældu svo möskva-
stærð með tilteknu áhaldi.
Allt reyndist i stakasta lagi í
þessu tilviki, og svo hefur reynd-
ar verið síðan i fyrra, að einn
vestur-þýzkur togari var strikaður
út af veiðiskrá hér vegna ólöglegs
veiðarfærabúnaðar.
Að möskvaathugunum loknum
var aflasamsetningin í lest
könnuð en henni bar saman við
Baldur Halldórsson mælir möskvastærð með þartilgerðu áhaldi.
uppgefnar tölur skipstjórans og
var í lagi. Að svo búnu var gefið
út vottorð um skoðunina þess
efnis að allt hefði verið í lagi og er
hún ítarleg og margþætt. Að svo
búnu var kvatt og haldið yfir í
varðskipið aftur.
-Skúli/G.S.
Trollið híft inn eftir að varðskipsmenn eru komnir um borð til að fylgjast með.
S;e\ar Rerg .'t. sl vrimaður og Fiililbpgi Birgissoii liálsmaður. IHt-niviidir Skúli lljallason.
Landhelgisgæzlan fer um borð í v-þýzka togara:
SKIPSTJÓRARNIR MISMUN-
ANDIHRESSIR, SUMIR
BJÓÐAJAFNVEL UPP Á BJÓR