Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNÍ 1977. I Útvarp 23 Sjónvarp D Utvarpssagan kl. 21.30: Söguhetjan gerir upp við sjálfan sig — og tekur afstöðu til lífsins — Lesin af leikkonunni sem fór ívinnumennsku með prestlærðum eiginmanni sínum „Þetta er sveitasaga og kannske ekki svo langt frá raunveruleikanum eins og hann er í sveitum landsins í dag. En vonandi er þetta nú að breytast,“ sagði Halla Guðmundsdóttir leikkona, sem byrjaði að lesa nýja útvarps- sögu í gærkvöldi, Undir ljásins egg. Halla hefur sagt skilið við borgarlífið í bili og hefur verið í vinnumennsku austur á Asum í Hreppum með eiginmanni sín- um, Viðari Gunngeirssyni, síðan í haust. „í sögunni segir frá vanda- málum ungs manns, en foreldr- ar hans eru orðnir gamlir og hættir að búa og eru svartsýnir á að það sé hægt að búa áfram í sveitum landsins. Það segir einnig frá uppgjöri unga mannsins við sjálfan sig og afstöðu hans til lífsins. Þetta er ekki löng saga, ekki nema sex lestrar en mjög at- hyglisverð," sagði Halla. — Ertu setzt að í sveitinni fyrir fullt og allt? „Eg er kannske eins og ungi maðurinn í sögunni, get ekki gert upp við mig hvort ég á að vera áfram í sveitinni eða hvort ég á að flytja aftur til höfuðborgarinnar. Maðurinn minn og ég höfum verið í vinnumennsku hérna síðan í haust og ráðgerum að vera hér í eitt ár, að minnsta kosti. Eg er fædd hér og uppalin, svo ég þekki mig hér vel. Maðurinn minn hefur 'sjö ára guðfræðinám að baki og það gefst vel við skepnuhirðinguna," sagði Halla. — Hvernig eru tómstundirnar í sveitinni? „Þær eru nú ekki ýkja marg- ar, svona þegar sauðburðurinn er rétt að enda. En ef tími vinnst til förum við á hestbak. Vorverkin eru langt komin núna, búið að láta kýrnar, sem eru þrjátíu talsins, út.“ — Hefurðu ekki verið í ein- hverri leikstarfsemi? „Jú, ég leikstýrði einni sýningu í vetur. Það var Piltur og stúlka og tóku um þrjátíu manns þátt í sýningunni. Við höfðum níu sýningar, aðallega i Árnesi og einnig fórum við í leikför og höfðum tvær sýning- ar í Kópavogsbíói. Þetta var mjög skemmtilegt viðfangsefni þótt það væri dálítið erfitt,“ sagði Halla Guðmundsdóttir. Undir ljásins egg er á dag- skránni mánudags- íniðviku- dags- og föstudagskvöld (þó ekki næstkomandi föstudag, því þá er 17. júní) næstu vikurnar. Bókin kom út árið 1969. Halla taldi að sagan hefði getað gerzt fyrir svona fimmtán árum. Höfundur sögunnar, Guðmundur Halldórsson, er kenndur við Bergsstaði, en er nú búsettur á Sauðárkróki. -A.Bj. Halla Guðmundsdóttir hefur leikið mörg hlutverk bæði á ieiksviðinu f Iðnó og f sjónvarpinu. Hérna er hún ásamt Hjalta Rögnvaldssyni í Equus, sem sýnt var í Iðnó fyrir ári. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Útvarp annað kvöld kl. 19.35: Fjöllin okkar Fært fyrir fáum árum inn í Kerlingarfjöli —vantar brú á Sandá sem er viðsjárverður tálmi Sjónvarp annað kvöld kl. 20.30: Hvaða áhrif hef ur kuldi á líkamann? — Ullin getur bjargað mannslíf um Þriðja erindið í erinda- flokknum Fjöllin okkar er á dagskrá útvarpsins annað kvöld kl. 19.35. Eiríkur Haraldsson kennari spjallar um Kerlingar- fjöll. „Ég ætla að segja frá Kerlingarfjöllum frá augum ferðamannsins. Ég ætla að útskýra fyrir hlustendum hvar fjöllin eru staðsett á landinu, en það eru ekki allir sem átta sig á því hvar þau eru. Þá mun ég einnig lýsa gönguleiðum og staðháttum,1' sagði Eiríkur. Hann er þaulkunnugur i Kerlingarfjöllum, búinn að vera þar öll sumur í sextán ár. Eiríkur er einn af stofnendum skíðaskólans í Kerlingar- fjöllum. „Eg vonast til þess að dvelja í Kerlingarfjöllunum öll þau sumur, sem ég á eftir,“ sagði Eiríkur. 1 Kerlingarfjöllum er fjölbreytilegt landslag, mikið um hverasvæði, há fjöll og grösugir dalir á milli. Þar er að finna sérstakt fyrirbæri, sem er einungis til á norðurhveli, en það eru hjarnfannir, sem ekki bráðna efst í háum fjöllun- um. Það er ekki jökull, heldur snjór, sem ekki nær að bráðna. Þetta er aðalskíðalandið okkar. Einstaka sinnum kemur jökullinn upp úr, maður sér sprungur, íshella og allt sem tilheyrir jöklum." — Er hægt að komast á litlum bílum inn í Kerlingarfjöll? „Það eru um það bil 200 km þangað, en ekki er hægt að Fjallið Mænir í Kerlingar- fjöllum. (Ur bókinni Landið þitt. Teikning Ragnar Lár.). komast þangað lengur á fólks- bílum, aðeins á góðum fjalla- og ferðabílum. Við ráðleggjum engum að koma nema á jeppum og helzt í samfloti. Þetta er vandræðamál, því hér fyrir nokkrum árum var fært í Kerlingarfjöll á hvaða bíl sem var. En Sandá, sem er rétt fyrir ofan Gullfoss, er orðin ískyggilegur farartálmi. A hana vantar brú, en hún er væntan- leg eftir svo sem tvö ár. Það var meira að segja hægt að komast í Kerlingarfjöll á Austin Mini,“ sagði Eiríkur. Kerlingarfjöll eru tæpir 1500 metrar á hæð. Til glöggvunar má geta þess að Esjan er rúmir 900 m á hæð. -A.Bj. Að deyja úr kulda nefnist brezk heimildarmynd sem sýnd er í sjónvarpinu annað kvöld kl. 20.30. Myndin er sýnd á vegum Slysavarnafélagsins. Þýðandi og þulur er Ellert Sigurbjörnsson og sýningartími tuttugu og fimm mínútur. í mynd þessari er meðal annars sýnt hvað gerist ef menn falla í sjóinn eða fara illa búnir á fjöll. Fer vel á því að sýna íslenzkum áhorfendum þessa mynd, því hreinlega getur líf fólks oltið á því hvort það er vel eða illa klætt í ferðalögum. Við erum svo vel sett hér á landi að geta klætt okkur í islenzku ullina. Hún heldur hita á líkamanum þótt viðkomandi vökni. Leiðsögumenn brýna jafnan fyrir ferðafólki að fara ekki í óbyggðaferðir nema með ullarfatnað meðferðis. Fyrir nokkrum árum fórust nokkrir ferðamenn í hvítasunnuferð. Var talið að þeir hefðu bjargazt ef þeir hefðu verið í fslenzkum ullar- fatnaði. -A.Bj. Sjónvarp íkvöld kl. 21.55: HAFIÐ ÓÞRJÓTANDIFÆÐU- F0RÐABÚR EF RÉTT ER HALDIÐ Á MÁLUM Hvers er að vænta? nefnist bandarisk fræðslum.vnd sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.55. Þýðandi og þulur er Jón O. Edwald. Jón sagði í viðtali við DB að þetta væri gullfalleg mynd um hafið og rannsóknir sem gerðar hafa verið á lífriki þess og hafs- botninum. Vísindamenn hafa nú loks komizt að því að hafið tekur ekki endalaust við úrgangi frá mannfólkinu. Ibúar jarðar- innar eru um það bil að eyða lífinu i hafinu, sem gæti orðið óþrjótandi forðabúr fæðu ef rétt væri haldið á máium. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.