Dagblaðið - 14.06.1977, Síða 6

Dagblaðið - 14.06.1977, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977. Sumarhús Óska eftir að taka á leigu sumarbústað eða hjólhýsi í sumar. Góð umgengni. Uppl. í síma 44634 eftir kl. 18. Sigtúni 3 Til sölu Opel Rekord árg. '72. Mercedes Benz 220 árg. ’69. Ford Capri árg. '70. Ford Escort árg. ’73-’69 og fl. og fl. VW árg. ’70 Cortína árg. ’70 Morris Marína árg. '74 VW Passat árg. ’74. Óskum eftir bílum til sölu og sýnis. Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4 KJÖRBÍLLINN Sigtúni 3 — Sími 14411 FESTI Nú eru öll vandræðin við að leita að tjaldstæði úr sögunni. Þér tjaldið hvar sem þér eruð stödd með einu handtaki á einni mínútu á þaki bifreiðarinnar. Það fer sáralitið fyrir tjaldinu á meðfylgj- andi toppgrind þegar það hefur verið fellt. Ef v i 11 má einnig Ijalda á jörðu niðri. - Lágl verð, godir greiðsluskilmálar. Frakkastíg 13 — Sfmar 10550 og 10590 TJALDAÐ A1MINUTU LÝÐRÆÐISLEGI um- BÓTAFLOKKURINN FER EKKI í STJÓRN Lýðræðislegi umbótaflokkur- inn í Israel hafnaði í gær boð- inu um að taka þátt í myndun samsteypustjórnar með Likud- flokknum. Formaður flokksins, Yigal Yadin, sagði að skilmáiar Likudmanna hefðu verið þannig að hans menn hefðu ekki átt eftir að hafa ne'n áh..f á stefnu stjórnarinnar. Stefna Lýðræðislega umbóta- flokksins er sú að ísraelsmenn verði að skila herteknum land- svæðum á vesturbakka Jórdan- ár. Þá verði fyrst náð friði í Mið-Austurlöndum. Þéssi stefna er þveröfug við skoðanir leiðtoga Likudflokksins, Menachem Begin. Begin og flokksbræður,hans iiafa hvað eftir annað lýst því yfir að þeir séu á móti því að nokkrum þeim svæðum sé skilað sem náðust í sex daga striðinu árið 1967. Likudflokk- urinn hefur einnig boðið Þjóð- lega trúarflokknum aðild að samsteypustjórn. Begin hefur lofað að vera tilbúinn með nýja stjórn í næstu viku. Yadin, formaður Lýðræðis- lega umbótaflokksins, hefur ekki algjörlega tekið fyrir að flokkur hans geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi með Likud- flokknum. „Viðræður geta farið fram síðar ef breyting á umræðugrundvellinum gerir þær framkvæmanlegar,” sagði hann. Nei, þetta er ekki sjaldgæft lin- dýr eða vera utan úr geimnum, heldur ný uppfinning eftir tann- læknaprófessor dr. Earl Collard og rafmagnsverkfræðinginn dr. Frederick Allan. Þessi nýja upp- finning gerir fólki kleift að heyra með tönnunum. Erlendar fréttir REUTER Uppfinningin vinnur þannig að örlitlum móttakara, á stærð við tönn, er komið fyrir uppi í manni. Síðan verður annar móttakari að vera einhvers staðar annars staðar á líkamanum. Hann tekur síðan við tali, tónum eða hvers konar hljóðum og sendir hann til litla móttakarans í munninum. Hann sendir hljóðið aftur á móti eftir efri kjálkabeinunum inn í innra eyrað. Hafi heyrnar- taugar notandans skaðazt veru- lega kemur sendirinn ekki að not- um. Hins vegar hefur tæki þetta þegar sannað gildi sitt og þykja kjálkabeinin ákjósanleg til að leiða hljóð. Uppfinningamennirnir benda á að tæki þeirra sé aðallega hugsað handa teikurum sem eiga erfitt með að muna rulluna sina eða. myndatökumönnum sjónvarps. Auðveldara en áður ætti að vera að koma boðum til þeirra. Þeir benda einnig á að hægt sé að misnota tækið, svo sem i próf- svindli eða pókerspili. Hugðist fyrirfara sér: Brenndi hús sitt Sumir eru fæddir hrak- fallabálkar og verða aldrei annað, hvað sem þeir taka sér fyrir hendur. 26 ára gam- all franskur sölumaður, Daniel Rohrobacher er áreiðanlega einn af þeim. Daniel hafði gefizt up^ á lífinu og hugðist fyrirfara sér en ekkert gekk. Sama hvað hann reyndi, hann lifði ávallt af. Hann reyndi meira segja að skola mánaðar- skammti af getnaðarvarnar- pillum konu sinnar niður með lítra af rauðvíni en varð bara hraustari fyrir bragðið. Loks ákvað Danny að kæfa sig með gasi. Hann þétti allar dyr og glugga á húsi sínu og skrúfaði frá gasinu. En áður en hann dæi vildi hann þó reykja slðustu sígarettuna. Hann þreif til pakkans en fann þá að hann var tómur. Daniel snaraðist þá út i búð og keypti nýjan pakka þvi að síðustu sígar- ettuna ætlaði hann að re.vkja hvað sem tautaði og raulaði. Hann gle.vmdi hins vegar þegar hann kom heim aftur að hann var búinn að skrúfa frá gasinu og sprengingin varð gifurleg þegar hann hugðist fá sér eld. Daniel Rohrobacher slapp lifandi en húsið hans brann til ösku. Hann liggur nú á sjúkrahúsi með mikil bruna- sár en mun mæta fyrir rétt, ákærður um ikveikju. þegar hann kemst á fætur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.