Dagblaðið - 14.06.1977, Síða 11

Dagblaðið - 14.06.1977, Síða 11
DACBLAÐItí. IJKIÐ.IUDA(íUK 14. .JUNÍ 1977. 11 Slátrað mánuði fyrír sauðburð Þeir, sem græða á því að veiða í flottroll, segja: „Við veiðum bara stóran fisk“. Þvílík röksemd. Já, þið veidduð sex ára fisk síðastliðið sumar á Halanum. Var það ekki einmitt þorskurinn sem átti að hrygna nú í vor? Það er auðvitað „hag- kvæmt" að slátra rollunum mánuði fyrir sauðburð. Þá vigta þær mest, er það ekki? Þegar illa horfir með þorsk- stofninn er ekki vitglóra í því að nota svona ryksuguveiðar- færi eins og flottroll. Mér er alveg sama þótt hag-keðjuspekingurinn vilji nota „stórhættulegustu að- ferði'r sem völ er á“. Ætli hann viti hvers konar dauðblóðguð, blóðsprungin drullumorka þetta verður? Af hverju skyldi þá flot- trollið hreinlega ekki vera bannað? Það er alltaf sama sagan. Klíkuhóparnir draga ráða- mennina á asnaeyrunum, með illu eða góðu. I Morgunblaðinu þann 7. júlí 1976 er að finna frétt um „nýju lögin og fiskveiðilandhelgina". Þar stendur: „Gert er ráð fyrir stórauknum friðunarsvæðum, skertum togveiðiheimildum alls staðar kringum landið, mikilli stækkun möskva í botn- vörpu og flotvörpu“. Þetta hljómar nógu vel. Bara að þetta væri nú satt. Á einum stað við landið var landhelgin færð inn um átta milur. Nánar tiltekið við Skála- táarsker á Digranesi, með því að þar var tekinn nýr grunn- línupunktur. Af hverju skyldi þetta hafa verið gert, þvert ofan í vilja fiskifræðinga? Svar við því er að finna í Alþingistíðindum 25. hefti 1976 bls. 4557-4574. Þar er meira að segja tiltekið hvaða fimm bátar „verða" að fá að hafa þarna togveiðisvæði. Rétt fyrir norðan þetta er svo alfriðaða svæðið með smáfiskinum, þar sem ekki má veiða allt árið með botnvörpu eða flotvörpu út í 200 mílur. Til þess að bæta gráu ofan á svart má geta þess að sumir af þessum bátum hafa mjög slæmt orð á sér hjá Landhelgisgæzl- unni, eftir því sem skipherra þar tjáði mér. Þeir létu bara aldrei standa sig að verki. Ekki nema það þó. Þingmenn hlaupandi til að ,,redda“ þess- um vesalingum. Það held ég að þeir hefðu getað gert út á net eða línu. Ingvar Gíslason er for- sprakkinn að þessari innfærslu landhelginnar, eftir Alþingis- tiðindum að dæma. Segist hann mæla fyrir munn allra þing- manna Norðurlandskjördæmis eystra. A maður virkilega að trúa því, aðþeir séu svona sinnaðir? Já, því miður. Þessir sömu þingmenn hafa barizt á móti fiskifræðingum um að banna bolfiskveiði í hringnót án und- antekninga. Ekki trúi ég því að þeir hafi stuðning íbúa þessa sama svæðið í þessum málum. Það er líka furðulegt að þingmenn Austfjarðakjör- dæmis skulii hafa látið fara svona með sig. Aldrei hefði ég trúað því að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra væri fylgjandi svona löguðu. Það er nú aiveg dæmalaust, hvað hæstvirtur sjávarútvegs- GUNNAR,.iQ|JgSON Kjaliarinn Kristinn Pétursson ráðherra getur látið sér um munn fara í garð fiskifræðinga varðandi stærð þorskstofnsins. Til hvers er verið að eyða öllu þessu fé í haf- og fiskirannsókn- ir ef einhver stjórnmálamaður getur svo sagt: „Bull og vit- leysa. Ég veit miklu betur“. Tölur fiskifræðinga um stærð þorskstofnins voru grundvallaratriði í baráttu okkar fyrir 200 mílunum. Svo á lokasprettinum segir sjávar- útvegsráðherra landsins oftar en einu sinni opinberlega að þetta grundvallaratriði hafi verið vitleysa. Það hefði verið hámark að hugsa þetta og þegja. Það sem gera þarf til að reyna að bæta stjórnun fisk- veiða er: Alþingi þarf að sam- þykkja lög um fiskveiðiráð (má finna betra nafn). Fiskveiðiráð verði þannig skipað: a) einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki, b) þremur fiskifræðingum, kosnum af fiskifræðingum, c) þremur fulltrúum frá at- vinnuveginum sjálfum, d) sjávarútvegsmálaráðherra. Fiskveiðiráð sæi um stjórnun fiskveiða, aflakvóta, lokun svæða fyrir smáfiskveiði og fleira sem í dag er stjórnað úr pólitískum skúmaskotum og af klíkuhópum. Samfara þessu verður að apka fjárveitingar til stjórnun- ar aðalatvinnuvegarins. Mér sýnist í fljótu bragði að hlutfall á milli fjárveitinganna til land- búnaðar og sjávarútvegs sé um 3 gegn 1, þ.e. þrisvar sinnum meira fé sé varið til landbún- aðarmála en sjávarútvegsmála. Kristinn Pétursson námsmaður, Bakkafirði. Taflan sýnir stofnstærð þorskstofnsins á Islandsmiðum, bæði þunga þorsksins eftir aldri og fjölda fiska. í fyrsta dálki er aldurinn, í öðrum dálki er fjöldi fiska í sjónum í janúar 1977 samkvæmt bestu fáan- legum tölum, í þriðja dálki er þungi hvers fisks eftir aldri og fjórði dálkur er margfeldið af öðrum og þriðja dálki, mælt í þús. tonna. Fjórði dálkurinn sýnir því stofnstærðina á hverjum árgangi þorskins. Rétt er að geta þess, að þorskurinn á íslandsmiðum fer mjög lítið út fyrir svæðið, en svolítið kemur inn af þorski á hverju ári frá Grænlandi, en það mun vera mjög lítið og ekki skipta neinu máli í þessum útreikningum. Af töflunni má sjá, að fjög- urra, fimm, sex og sjö ára fiskur er uppistaðan i stofnin- um. Að fjölda til eru þessir árgangar 235 milljónir fiska en heildarstofnstærðin er 269,5 milljónir fiska. Að fjölda eru þvl þessir árgangar 87% að þunga til eru þessir árgangar 679 þús. tonn, af 791 þús. tonnum, eða um 86%. Rétt er að geta þess að fjögurra til sjö ára fiskur er svokallaður milli- fiskur, 55-70 cm að stærð. Þorskurinn hrygnir i fyrsta sinn um 7 ára gamall, þannig að allur fiskur sem er á bilinu frá 4-7 ára er ungfiskur, þar sem elsti árganguriunhefuref til vill náð að hrygna einu sinni. Eins og sést á töflunni, Kjallarinn Reynir Hugason virðist ekki vera mikið af fiski í sjónum sem eldra er en 7 ára, né yngra en 4 ára. Klak mis- heppnaðist algjiirlega árið 1974 og 1975 og eru þeir árgangar þvi m.jög smáir. Þorskur eldri en 7 ára er næstum því ekki til. Af 8 ára fiski eru til 46 þús. tonn, 9 ára fiski 31 þús. tonn og af því sem þar er fyrir ofan eru aðeins til um 10 þús. lonn. Samkvæmt skýrgreiningu er smáfiskur 55 cm að lengd eða minni og undirmálsfiskur 43 cm að lengd eða minni. Þriggja ára fiskur er um 50 cm að lengd, en eins og áður segir, þá er mjög lítið af 2ja og 3ja ára fiski í sjónum því klak mis- heppnaðist algjörlega árið 1974 og 1975. Þess vegna er ekki svo furðulegt þótt ekki sé mikið kvartað undan smáfiski í afianum. Smáfiskurinn er hreinlega ekki til. Og eins og áður segir, þá er uppistaðan í aflanum millifiskur frá 55-70 cm, og frá 2-5 kg að þyngd. Með því að nota sömu fisk- veiðidánartölu á hvern árgang árið 1977, eins og gilti árið 1975, þ.e. með því að gera ráð fyrir því að sóknin verði sú sama í ár og hún var 1975, þá fæst að aldursdreifing aflans 1977 verði samkvæmt eftir- farandi: Tafla 2. Fiskveiði- Veiði Veiði Aldur dánar- 1977 (þungi) ár stuðuil millj. fiska þús. tonna 3 0.14 2.5 3 4 0.43 29 52 5 0.5 32.5 97 6 0.53 9.5 38 7 0.56 12.0 5S 8 0.70 3.5 21 9 1.05 3.0 19 10 1.05 0.5 4 11 1.05 0.2 2 12 1.05 0.1 1 13 1.05 0.1 1 296 þús. lonn Eins og sjá má af þessari löflu verður uppistaðan i aflanum þetta ár 4, 5, 6 og 7 ára fiskur. eða 245 þúsund. tonn. um 82%) af heildaraflanum. Þessar niðurstöður eru í fullu samræmi við niðurstöður í skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins um „Þróun sjávar- útvegs“ frá 1975, en þar er einmitt gert ráð fyrir, „að með því að beita sömu sókn árið 1975-1979 og var árin 1972-1973, þá yrði hægt að skrapa upp á íslandsmiðum um 304 þús. tonn árið 1977“ Eins og sést á töfl- unni, eru mestar líkur til þess, að 80% aflans verði ókyn- þroska fiskur eða í besta lagi, fiskur sem er að hrygna i fyrsta sinn. Atferli Islendinga nú gagn- vart nýtingu þorskstofnsins má helst líkja við það, þegar kúa- bóndinn velur það úrræði í óþurrkaári hafandi of lítil hey að gefa kúnum vel af þeim hey- birgðum sem til eru og halda þeim vel söddum, til þess að halda uppi nyt, en hugsa ekkert um framtíðina. verða svo heylaus í mars um veturinn og standa þá frammi fyrir því að verða gjaldþrota og flosna upp af jörðinni. Ástand þorskstofnsins getur ekki verið einkamál fárra manna. Þjóðin á allt sitt undir þorskinum, eins og oftlega hefur verið á bent. Eg skora hér með á Hafrannsókastofnun að hrekja þær tölur, sem hér hafa verið settar fram um ástand þorskstofnsins. ef þeir geta. Reynir Hugason verkfrieðingur. y \ ✓

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.