Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 9
DA.GBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDACUK 14. JUNÍ 1977. 9 Hann er að koma ofan af Esju, maðurinn á myndinni. Hann er einn af 1277 sem hafa tekið þátt i tíu gönguferðum á borgarfjall Reykvík- inga núna að undanförnu. Ferðafélag íslands gekkst fyrir þessum ferðum í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Fyrir þetta hafa menn fengið viðurkenningarskjal. Vegna þess hversu vinsælar þessar göngu- ferðir hafa verið verður efnt til fleiri slíkra, fyrst þann 17. júní og svo aftur 21. júní og verður þá dvalið á fjallinu fram eftir nóttu, en þá eru sólstöður og stytzta nótt ársins. /sii% lokkar ferða- fólkið til sín Brendan miðar ekkert Skinnbátnum Brendan miðar lítið þessa dagana i áttina að fyrirheitna land- inu. 1 gærmorgun kl. 6.10 gaf loftskeytastöðin í Cart- wright, sem er skammt austur af Goose Bay flug- vellinum í Labrador, upp stöðu bátsins. Var hún 55 gráður og 37 mínútur norður breiddar og 51 gráða og 40 minútur vestur lengdar. Síð- asta sólarhringinn hafði þá bátinn borið örlítið til baka, því á sunnudagsmorgun var hann á 51. gráðu og 50 mínútum vestur lengdar. Jafnframt því sem skinnbát- inn bar örlítið til baka rak hann einnig til norðurs. Þar sem vegalengdin frá bátnum til lands er stytzt eru nú um 190 sjómílur. Allt var í lagi um borð. ASt. Tilfinnanlegur hjúkrunarkvennaskortur: Göngum Borgarspftal- anslokað til skiptis ..Astandið er alls staðar slæmt, á öllum deildum," sagði Haukur Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, um hjúkrunarfræðingaskort- inn sem þar ríkir. ,,1 sumar, frá miðjum júní og út ágúst munum við reyna að loka ein- um gangi á hverri deild til skip'tis, við það sparast um 30 rúm. Ástandið á Grensásdeild- inni hefur verið mjög slæmt og rætt um að loka þeirri deild alveg, en ennþá ekki tekin nein ákvörðun þar um.“ Ef til þess kæmi að loka þyrfti Grensás- deildinni eru þar 60 sjúklingar sem sjá þ.vrfti fyrir sjúkrahús- vist og flytja á sjúkrahúsin þar sem hjúkrunarfræðingaskort- urinn er nægur fyrir. Astæðuna fyrir þessum skorti kvað Haukur vera þá, að of lítíð er útskrifað af hjúkr- unarfræðingum. Verður það að teljast næsta einkennilegt þar sem fjöldi stúlkna sækir um að komast í Hjúkrunarskólann ár hvert, svo ekki skortir áhug- ann. En færri komast að en vilja og þær stúlkur helzt valdar úr sem hafa stúdents- próf þó svo það segi vitanlega ekkert til um hjúkrunarhæfi- leika viðkomandi. Um lokun deilda á sjúkrahús- unum hafði Svanlaug Arna- dóttir hjá Hjúkrunarfélagi Is- lands eftirfarandi að segja: Astæður fyrir umræddum skorti eru margar, m.a. mikið og vaxandi vinnuálag, óhag- kvæmur vinnutími, skortur á barnagæzlu, kennaraskortur í hjúkrunarskólunum og svo það sem e.t.v. er þyngst á metunum að hjúkrunarstarfið er van- metið til launa miðað við starfs- svið, ábyrgð, menntun o.s.frv. Má i því sambandi minna á að u.þ.b. þriðjungur starfandi hjúkrunarfræðinga á Reykja- víkurvæðinu hafði sagt lausum störfum sínum fyrri hluta þessa árs af framangreindum orsök- um. Stjórn HFl lítur ástandið alvarlegum augum og telur að úrbóta sé brýn þörf. Stjórnin álítur lokun sjúkradeilda al- gjört neyðarúrræði en telur þó að lil réltra aðgerða sé gripið. Með þeim er hægt að draga úr vinnuálagi þeirra sem eru í starfi og þar með tryggja að sú þjónusta sem innt er af höndum verði svo góð sem sjúklingar eiga rétt á. Þetta er auðvitað æskilegra en að ætla sjúkrastofnunum að halda uppi fullri starfsemi yfir sumarorlofstímann án þess að fyrir hendi sé starfsfólk sem hæft er til þeirrar þjónustu sem þar á að veita. Esjan Bfldudalur: Vatnsveitan, félags- heimilið og rækjuverið á nauðungaruppboð Þótt atvinnuástand á Bildudal hafi batnað verulega frá því sl. haust virðist enn vera þar hart i búi, ef marka má auglýsingar í Lögbirtingablaðinu nr. 44 frá 1. júní. Þar eru auglýst nauðungarupp- boð á vatnsveitunni með tilheyr- andi vatnsgeymi og öðrum bún- aði, félagsheimili með tilheyrandi lóðaréttindum og búnaði, og loks niðursuðuverksmiðjunni með til- heyrandi lóðaréttindum, vélum, tækjum og búnaði. Uppboðsbeiðandi er í öllum þremur tilfellum Tryggingastofn- un ríkisins v/Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Skuld vatnsveitunnar er 140 þúsund auk vaxta og kostnaðar, en vatnsveitan er þinglýst eign hreppsfélagsins, Suðurfjarða- hrepps. Skuld félagsheimilisins, sem er þinglýst eign sjálfseignar- félagsins Félagsheimilis Bílddæl- inga, er kr. 213.333,00 auk vaxta og kostnaðar. Niðursuðuverk- smiðjan, sem er eign hlutafélags- ins Rækjuvers (en það er að veru- legu leyti í eigu tveggja Reykvík- inga), er kr. 693.333,00 auk vaxta og kostnaðar. Vilji einhver eignast vatns- veitu, fólagsheimili og rækjuverk- smiðju f.vrir lítið fé, þá er rétt að hafa i huga að uppboðið fer fram á skrifstofu sýslumannsembættis- ins á Patreksfirði 14. júlí næst- komandi. - ÓV. Hústilsölu Kauptilboð óskast í húseigniná Kirkjuteig 9, Reykjavík, sem er eign ríkissjóðs. Eignin sem er 2 hæðir og kjallari verður til sýnis væntanlegum kaup- endum kl. 4—6 e.h. miðvikudaginn 15. júní og fimmtudaginn 16. júní nk. Nánari upplýsingar eru gefnar á staðnum, og þeim afhent tilboðseyðu- blöð, sem þess óska. Lágmarksverð skv. 9. grein laga nr. 27/1968 er ákveð- ið af seljanda kr. 21 milljón. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudaginn 23. júní 1977 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Hraustlegslagsmál íKópavogi Til hraustlegra slagsmala kom milli fjögurra ungia manna í Kópavogi á föstudags- kvöldið. Fylgdu þau í kjölfar orðasennu og rifrildis er upp- hófst við verzlun að Hjalla- brekku 2. Annars vegar voru þrír saman og hins vegar einn maður um tvitugt. Allir virtust hafa neytt áfengis en voru ekki mikið ölvaðir að sögn lögregl- unnar. Slagsmálunum lauk þannig að sá sem stóö einn síns liðs hafði öllu betur. Einn úr hópi þeirra þriggja lá rotaður i blóði sínu eftir átökin enda hafði sá er einn barðist við þrjá gripið til grjóthnullungs og barði eða henti steininum í höfuð and- stæðings síns. Sá óvígi 'var fluttur i slysa- deild og þaðan í gjörgæzludeild því í ljós kom að hann var höfuðkúpubrotinn. - ASI. Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME ALMENNUR KYNNINGARFYRIRLESTUR verður annað kvöld, mið- vikudag, i NORRÆNA HUSINU kl. 20.30. Fjallað verður um áhrif tækninnar á andlegt atgervi, á heilsufar og hegðun. Tæknin er auðlærð, auðæfð, krefst engrar einbeitingar eða erfiðis. Hún losar um djúpstæða streitu, eykur orku og almenna vellíðan. Þetta staðfesta vísindalegar rannsóknir. ÖLLUM HEIMILL AÐGANGUR. ISLENZKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.