Dagblaðið - 14.06.1977, Síða 4

Dagblaðið - 14.06.1977, Síða 4
4 DA(íBLAÐIÐ. ÞKID.JUDAGUR 14. JUNl 1977. 165 MILUÓNIR FYR- IR1200 MANNS! Tonabio: Juggernaut (Sprengja um borö í Britannic) Leikarar, Richard Harris, Omar Shariff. Leikstjori Richard Lester. Hryðjuverkastarfsemi hvers konar hefur verið mikið í sviðs- ljósinu undanfarin misseri. Bæði einstaklingar og ýmsir minnihlutahópar hafa fundið í hryðjuverkum aðferð til að vekja athygli á málstað sínum — minnugir þess að slæm aug- lýsing er betri en engin. Tónabíó sýnir einmitt um þessar mundir mynd er tekur þetta fyrir — hryðjuverk. Kar- þegaskipið Britannic lætur úr höfn í Southampton og um borð eru 1200 farþegar. Ónafn- greindur maður hringir í skipa- félagið og tilkynnir að skipið muni springa í loft upp með manni og mús nema félagið sé reiðubúið til að greiða 500 þúsund sterlingspund = 165 milljónir. Ekki mikið fé fyrir 1200 manns. Hvers vegna að leggja þetta á sig fyrir ekki hærri upphæð? Hvað er að? Kerfið kemur inn í myndina — kerfið og kerfisþrællinn. Það er stefna stjórnarinnar að. . . ()g spennan eykst jafnt og þétt að gera sprengjurnar övirkar í Britannic og finna þann sem kom þeim fyrir. Afskaplega einfaldur efnis- þráður — án alls frumleika. Tilvalið efni i stórslysamynd sem undanfarin ár hafa verið svo vinsælar. Vissulega er ntyndin spenn- andi — og vissulega kvöld- stundar virði. Hún er ef til vill ekki frumleg — en þarf hún að vera það? Boðskapur hennar er tvíþættur — annars vegar ill meðferð þjóðfélagsins á þeim er unnið hafa við uppbyggingu þess. Og hins vegar ádeila á kerfisþrælana — kerfið. Richard Harris leikur hinn hrjúfa ævintýramann er leikur við dauðann daglega ákaflega vel. Omar Sharif nýtur sín hins vegar ekki. Rétt eins og gamli þokkinn sé farinn að gefa sig. Omar á enn marga að- dáendur hér á Islandi sem vafa- litið hafa skroppið i Tónabíó til að sjá goðið — þó hann ef til vill falli nokkuð. h.halls. Stjörnubíó: NÚTÍMA SPAGHETTÍVESTRI Stjörnubíó: Haröjaxlarnir, Tough Guys. Ítölsk-amerísk ffró 1973. Starfsmaður tryggingafélags er M. R. studentar'57 munið fagnaðinn að tlótel Sögu í Átt- hagasal 16. júní kl. 19. Aðgöngumiðar seldir á staðnum mánudag og þriðju- dag milli kl. 17 og 19. Nefndin. drepinn við rannsókn þjófnaðar- máls. Verður þetta til þess að sóknarprestur hans, faðir Charlie, tekur að s«'r rannsókn morðsins. Sumarbústaður á mjög góðum stað nálægt Reykjavík til sölu. Uppl. í síma 83748 kl. 9—6 og síma 42178 eftir kl. 6. Til aðstoðar prestinum slæst með í för blökkumaður að nafni Lee. Gerist ýmislegt gruggugt meðan á rannsókn þeirra stendur og oft skellur hurð nærri hælum. Eiga þeir jafnt 1 höggi við glæpamenn sem mútum spillta lögregluþjóna. En allt fer vel að lokum, góðu strákarnir sigra þá vondu. Kalla má þessa mynd spaghettí- vestra þó hún gerist í nútímanum. Ítölsk-bandarísk framleiðsla lofar ekki mjög góðu, en þó tekst eins og til er stofnað, myndin er alls ekki sem verst til að sitja undir sér til afþreyingar ef maður hefur alls ekkert annað að gera. Aðal- hlutverk myndarinnar eru i hönd- um Itala en Isaac Hayes blökku- maður frá Bandaríkjunum leikur þarna með Italanum, auk þess sem hann semur tónlist við mynd- ina og syngur hana. Tekst Isaac þar alls ekki illa upp og er tónlist- in í samræmi við efniviðinn í kvikmvndinni. A köflum er myndin afar illa leikin, t.d. er sá sem tekur að sér hlutverk biskupsins afleitur og einnig starfsmaður trygginga- fyrirtækisins sem deplar augun- Isaac Haycs og Lino Ventura í aóaihlutverkunum 1 * Æm ■R t '-X ,v J tím * 1 ÚjgÚúSBZLft. * i :.'s -'5 1 , V i' um framliðinn. tslenzki textinn við kvikmyndina er hreint til fyrirmyndar, hæfilega staðfærður og vel unninn. - BH Kvik myndir ^--------'j ANANDA MARGA — Yoga og hugleiösla Jóginn Ac. KARUNANANDA AVT. heldur fyrirlestur og útskýrir Yoga og hugleiðslu: 15. júní kl. 20.00 í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut (hliðarsalur, aðalinngangur). 16. og 20. júní kl. 20 í Mcnntaskólanum við Hamrahlið stofu 41.' ÓKEYPIS KENNSLA. Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess aó frelsi geti viðhaldist Rif juð upp gömul rómantík BOLLI HEÐINSSON Hafnarbíó: Astir á óstandstimum Ensk ffra EMI Aðalhlutverk: Susan Hampshire, Mark Burns, Mel Forrer, Johanna Shimrus, Britt Ekland og Philippe Noiret. Þrjár mismunandi hugljúfar ástarsögur eru uppistaða kvik- myndarinnar. Par á bezta aldri hittist í París árið 1937, rifjar upp götnul kynni sín og „bóhema" líferni sitt frá árinu 1922. Hún er þá að læra dans en hann að spreyta sig á málara- list. Þau komast að raun um þegar þau hittast, fimmtán árum seinna, að ástin sem var er kulnuð. Þau eiga litið eftir af sameiginlegum áhugamálum, eru bæði gift til fjár og búai í nokkuð góðum efnum. Næst kynnumst við miðaldra lækni og tuttugu og tveggja ára gamalli læknastúdínu við ameríska sjúkrahúsið i París. Eiga þau hugljúft ástar- ævintýri saman en þó fer svo að þau skilja i góðu, bilið milli þeirra var of mikið, aldurinn og embættin. Þriðja ævintýrið er lang- lengst og spaugilegast. Segir þar frá frönskum kaupsýslu- manni, afar uppteknum. Hefur hann allt á hornum sér, eigin- konuna, viðhaldið, móður sína og síðan öll stjórnarstörfin. Bætist síðan á þetta starf í and- spyrnuhreyfingunni eftir að Þjóðverjar hafa hernuntið París. Segir kvikntyndin frá hinum ýmsu ævintýrum kaup- sýsiumannsins við að reyna að halda áætlun. Einnig kynnumsi við leigubílavandræðum Parisarborgar á stríðsárunum. Kvikmyndin er byggð í kringum sáralítið efni en tekst þó ekki beinlínis illa til við að spinna eitthvað við það. Ekki veit ég heldur hversu raunsönn lýsing kvikmyndin er á ástandinu eins og það var a.m.k. dásamaði Hemingway mjög lífsstíl „bóhema‘“ 1 París á þriðja tug þessarar aldar. Leikararnir standa sig með prýði og er kvikmyndin í alla staði vel unnin. Ekki er kvikmynd þessi neitt stórbrotið listaverk en engu að síður góð afþreying. BH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.