Dagblaðið - 14.06.1977, Síða 12

Dagblaðið - 14.06.1977, Síða 12
12 DAGBLAÐIt). ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1»27. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Með 5 menn í landsliði beinast spjótin að Val I Pétur Sveinbjarnarson formaður knattspyrnudeildar Vals. „Tveir menn frá belgíska félag- inu Moienbeek voru hérna á landsleiknum við N-íra og fyigd- ust með þeim Inga Birni Alberts- syni og Guðmundi Þorbjörnssyni. Þeir höfðu síðán samband við Vai til að kanna hvort grundvöilur væri fyrir þvi að fá þessa leik- menn til Belgíu," sagði Pétur Sveinbjarnarson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals. „Þá eru útsendarar frá belgíska félaginu CS Brugge á leiðinni hingað en þeir hafa látið í ljósi sérstakan áhuga á að fá Guð- mund Þorbjörnsson í sínar raðir,“ hélt Pétur áfram. „Það er greinilegt að hér er mikið vandamál á ferðinni, mál sem bregðast verður við. Alls staðar annars staðar en á íslandi fá atvinnumannafélög ekki leik- menn nema til komi einhver greiðsla til félaganna. Með auknu gengi íslenzka landsliðsins hafa augu umheimsins beinzt í aukn- um mæli til tsland Valur átti 5 í lanasliðshopnum gegn N-trum og eðlilega beinast augun sér í lagi til Vals. Ég skil vel að leikmenn hér á landi vilji reyna fyrir sér erlendis og séu góðir samningar í boði er ekki nema eðlilegt að ieikmenn fari — og við hjá Val munum ekki standa í vegi fyrir slíku. Þessi mál verða að hafa eðli- legan aðdraganda. Og ekki má líða erlendum félögum að líta á okkur sem einhverja græningja — Molenbeek og CS Brugge á höttunum eftir Inga Birni og Guðmundi sem hafa lager af leikmönnurm hér og þau geta gengið í þegar þau lystir. Það er lítill tilgangur í að ala upp leikmenn, sem fyrir- varalaust geta horfið — það kostar mikla peninga að ala upp leikmenn í 1. deild. CS Brugge sendi hingað bréf þar sem þeir báðu um að Guðmundur yrði sendur út þar sem þeir gætu skoðað hann. Auðvitað kom slíkt ekki til mála — við svöruðum þeim og þeir hafa nú ákveðið að senda mann hingað upp. Eins og er stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að einhver 2. deildarfélög í Svíþjóð geta bók- staflega tekið héðan heil og hálf lið og það á miðju keppnistíma- bili. Að vísu verður slíkt að fara í gegn um stjórn félagsins. Þannig sendi 2. deildar liðið Norrby i Svíþjóð bréf til Inga Björns og þeir vildu fá hann. Alveg rangt að farið — og með öllu óforsvaran- legt. Það kostar 10 milljónir að reka knattspyrnudeild Vals á ári. Þetta eru miklir peningar — og við greiðum nú meir til Reykjavíkur- borgar í formi vallarleigu en við fáum í styrki samanlagt. Það er því ljóst að íslenzk félög hafa ekki ráð á atvinnumennsku — eða hálfatvinnumennsku. En fyrr eða síðar hljótum við að horfast í augu við þá staðreynd að slíkt verður að koma til sögunnar ef við eigum að geta haldið í okkar leikmenn. Þá einhvers konar bónuskerfi — til að mynda eftir frammistöðu liðs. íslenzk knatt- spyrnuhreyfing verður að horfast í augu við þetta vandamál sem auðveldlega getur rænt íslenzk félagslið beztu leikmönnum sín- um,“ sagði Pétur Sveinbjarnar- son að lokum. Já, orð í tíma töluð og þarna er ár'ferðinni vandamál er horfast verður í augu við. Valur stendur nú frammi fyrir því að missa tvo af sínum beztu leikmönnum og það á miðju keppnistímabili. Hvaða áhrif hefur það á gengi félagsins í mótum hérlendis — eða þá Evrópukeppni meistara- liða í haust? Valur hefur þegar misst Vilhjálm Kjartansson tii Svíþjóðar. Akranes hefur misst tvo leikmenn til Svíþjóðar. Fram hefur misst einn leikmann til Belgiu. Víkingur hefur misst tvo leikmenn til Belgíu. Vestmanna- eyjar hafa misst einn leikmann til Belgíu. I fyrra misstu Fram, Víkingur og Akranes. í ár Valur, ef til vill. — Spjótin kunna að beinast að Val í dag — á morgun verður það eitthvert annað féiag. Isienzk knattspyrnuhreyfing verður að bregðast við því að augu erlendra knattspyrnufélaga beinast í ríkari mæli að Islandi með auknu gengi íslenzka lands- liðsins, sem auðvitað allir fagna; — en Tærir okkur um leið ný vandamál. Þessi vandamái hafa tröllriðið Norðurlöndum mörg undanfarin ár. Sænska félagið Malmö hefur þegar tekið upp atvinnumennsku. Aukið fé er í sænskri knattspyrnu enda atvinnumenn farnir að snúa aftur til Svíþjóðar. En þrátt fyrir það eru fjölmargir atvinnumenn er dvelja hjá félögum á megin- landinu frá Norðurlöndum. Þessir leikmenn margir hverjir komast aldrei í aðallið hinna frægu félaga. Einungis varamenn — fæstir í raun, komast í fremstu röð. Ymsir hreinlega hverfa. Molenbeek er eitt frægasta félag Belgíu og vissulega heiður Inga Birni og Guðmundi að það skuli sýna þeim áhuga. Síðastliðið keppnistímabil voru þrír Danir hjá Molenbeek, þeir Bjerre, ÖTsen og Nielsen. tíjerre hefur þegar haldið heim — og belgfsk félög mega nota þrjá erlenda leik- menn í leik. Molenbeek hafnaði í fjórða sæti í Belgiu sfðasta keppnistímabil en varð meistari vorið 1975. Ríkt og stórt félag f Brussel — sem nú leitar á mið þar sem knattspyrnumenn fást fyrir lítið. Utsendarar Molenbeek komu frá Danmörku þar sem þeir litu á leikmenn — og höfðu þá ákveðna Dani í huga. • h halls. SOKNIBV AFTURIGANG MEÐ KOMU SIGURLÁSAR — Sigurlás skoraði bæði mörk IBV í 2-1 sigri gegn Þör IBV vann sinn annan sigur í 1. deild islandsmótsins í knatt- spyrnu, ákafiega þýðingarmikinn sigur, gegn Þór, 2-1. Sigurlás Þor- leifsson kom aftur inn i lid Vest- mannaeyinga. Það var eins og við manninn mælt — sóknarleikur Vestmannaeyinga var mun beitt- ari. ÍBV hafði fyrir leikinn í gær- kvöld aðeins skorað tvö mörk, þar af Sigurlás Þorleifsson annað i 2-0 sigri gegn Fram í fyrsta leik. Sigurlás meiddist raunar i þeim leik — hann kom aftur í gær- kvöld og skoraði bæði mörk IBV. Baráttan á botni 1. deildar í sumar ætlar að verða gífurlega hörð — helmingur liða 1. deildar, 5, hefur nú hlotið 5 stig. Barátta þar — og eftir góða byrjun hefur lið Þórs nú tapað þremur leikjum í röð. Leikur Eyjamanna og Þórs f upphafi var raunar ákaflega slakur — rétt eins og þau héldu sig í 2. deild. En fljótlega tók leikurinn á sig lfflegri mynd. Mikil barátta í miðjunni ■ en liðunum tókst þó illa að skapa færi. Heldur lá meir á Þór án þess þO að vera afgerandi. Þór tók mjög óvænt forustu á 33. minútu er Magnúsi Þorsteinssyni, miðverði IBV urðu Akranes vermir efsta sætið eftir stórsigur f Keflavík — ÍA sigraði Keflavík 4-0 íKeflavík í 1. deild ísíandsmötsins Keflavíkurvöllur 1. deild, IBK — IA, 0:4 (0:2). Linurnar í 1 deildinni eru nú heldur að skýrast eftir sigur Skagamanna yfir ÍBK á grasvell- inum í Keflavík í gærkvöld. Gestirnir sigruðu með fjórum mörgum gegn engu í skemmtileg- um leik, að minnsta kosti fyrir aðdáendur Skagamanna. Þrjú lið hafa þvi eiginlega tekið forust- una, ÍA, Valur og Víkingur. Keflvfkingar gerðu sér full- komlega ljóst mikilvægi leiksins og einnig mikilvægi þess að reyna að vera fyrri til að skora. Undan suðvestan andvaranum sóttu þeir af miklum ákafa fyrstu tvo stundarfjórðungana og fengu þá tvö góð tækifæri — Karl Her- mannsson, sem skallaði hátt yfir markið og Þórður Karlsson þegar hann fékk sendingu frá Hilmari Hjálmarssyni inn á markteig, en skot Þórðar strauk marksúluna utanverða. Þegar varnarmúr Skagamanna varð ekki rofinn, með þá Jón Gunnlaugsson, Guðjón Þórðarson, að ógleymdum markverðinum Jóni Þorbjörnssyni sem styrkustu stoðir, var eins og Keflvfkingar misstu þolinmæðina, eftir að hafa sýnt allgóða leikkafla. Vörnin hætti sér of framarlega, — kann- ski einmitt það sem Skagamenn biðu eftir — og úr hraðaupp- hiaupi, sem hófst hjá Jóni mark- verði sem gómaði knöttinn úr hornspyrnu, gekk knötturinn frá manni til manns án þess að Kefl- víkingar kæmu við hann. Hörður Jóhannesson rak svo endahnút- inn, með því að senda knöttinn f netið, 1:0. Skömmu sfðar, eða á lokamín- útu fyrir hálfleiks, var dæmd hornspyrna á ÍBK og Pétur Pétursson skallaði knöttinn af miklu öryggi í netið, án þess að Þorsteinn kæmi vörnum við. 2:0. Keflvíkingar sýndu dálitla við- leitni í að reyna að minnka mun- inn með fjörkipp f byrjun seinni hálfleiks en eftir það voru þeir gersamlega yfirspilaðir af Skaga- mönnum, sem náðu skipulagðari sóknarleik, um leið og upp- lausnarandinn varð meiri hjá tBK. I einu af mörgum upphlaup- um Skagamanna braut Guðjón Þórhallsson illilega á Pétri Péturssyni inn við markteig. Dómarinn, Arnþór Öskarsson, dæmdi núna ákveðið réttmæta vítaspyrnu og Pétur gerði sér lítið fyrir og skoraði úr henni, 3:0. Rétt fyrir leikslok var Pétur aftur á ferðinni, „Iagði“ knöttinn með kollinum, fyrir fætur Kristins Björnssonar, sem skoraði af stuttu færi, fjórða mark IA. Fastmótaður varnarleikur og vel skipulagðar sóknarlotur færðu Skagamönnum sigurinn f leiknum, — þeir reyndu að halda knettinum við grastoppana, — en leikur IBK var meira á eftri hæð- inni. Framlína Skagamanna er geysilega hættuleg, með eld- snögga leikmenn eins og Karl Þórðarson og Pétur. Ekki spillir bakhjarlinn Jón Alfreðsson, sá út- ■ijónasami og harðduglegi leik- maðyr. liftir þennan leik verður ar.nað vart ætlað en 1A verði ofar- fega í deildinni. vægt áætlað. Keflvfkingar verða að sætta sig við þá staðreynd, að lið þeirra hefur ekki á að skipa jafn sterk- um einstaklingum og ÍA, og reynslan er minni, en eigi að sfður fór liðið of mikið úr jafn- vægi við mótlætið og það fremur reyndari leikmenn þess, en hinir sem skemur hafa spreytt sig f 1. deildinni. Óskar Færseth, bak- vörður var • jafnbezti maður liðsins, fljótur og viss. Gísli Grétarsson er í stöðugri framför, en nafni hans Torfason var þó sá sem mest mæddi á, þótt allt gengi honum ekki að skapi. Dómari var Arnþór Óskarsson og dæmdi vel, -emm PJtur Pétursson var í miklu stuði í gærkvöld — skoraði tvívegis. Hér er Pétur á ferðinni. DB-mynd emm. á slæm mistök og Sigþór Omars- son komst einn innfyrir vörn ÍBV og átti auðvelt með að skora, 0-1. Það var rétt eins og Eyjamenn vöknuðu af dvala við markið — leikur liðsins varð allt annar og betri. Á 42. mínútu var Tómasi Páissyni brugðið innan vítateigs og Hreiðar Jónsson dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Sigurlás Þorleifsson skoraði af öryggi, 1-1. Eyjamenn tóku Ieikinn alveg f sínar hendur í sfðari hálfleik — sóttu stfft. Þegar á 5. mfnútu var ÍBV í forustu — enn var Sigurlás Þorleifsson á ferðinni. Eftir mistök í vörn Þórs fékk Sigurlás knöttinn f vftateig og þrumuskot hans hafnaði í netinu, 2-1. Þrátt fyrir þunga sókn vörðust norðanmenn vel — Ragnar Þor- valdsson markvörður Þórs hafði nóg að gera og hann bjargaði oft vel. Rétt í lokin reyndu norðan- menn að jafna — Sigurður Lárus- son átti þá hörkuskot en rétt framhjá. Þar fór eina marktæki- færi Þórs og bæði stigin til ÍBV — dýrmæt stig. Það er greinilegt að endurkoma Sigurlásar f framlfnuna styrkir lið IBV mikið, rétt eins og aðrir 'framlfnumenn efldust — þeir Tómas Pálsson, Karl Sveinsson og Sveinn Sveinsson. Það munaði einnig miklu að Þórður Hall- grímsson lék aftur með — fyrsta heila leikinn í sumar oe hann var vörninni mikill styrkur. Þá og var Sigurður Haraldsson öryggið sjálft f markinu. Þór frá Akureyri á við vanda- mál að stríða. Vörnin var óörugg í leiknum f gærkvöld, tengiliðir sáust vart. Þó var Sigurður Lárus- son sívinnandi og Sigþór Ómars- son í sókninni ávallt hættulegur. Leikinn dæmdi Hreiðar Jóns- son og skilaði hann hlutverki sínu af stakri prýði. RS. ,Pierre Robert’ er að hefjast Hin árlega Pierre Robert- keppni hefst á Nesvelli nk. fimmtudag, 16. júni kl. 16.00. Þá leika eftirtaldir flokkar. Meistaraflokkur kvenna og fyrsti flokkur kvenna. Drengjaflokkur og unglingaflokkur. 17. júní leikur 3. fiokkur karla og verður ræst út kl. 9.00 og 13.00. 18. júní leika annar og fyrsti flokkur karla og verður ræst út á sama tima. 19. júní leikur svo meistara- flokkur karla og verður hann ræstur út kl. 8.30, enda leikur sá flokkur 36 holur, en ailir aðrir flokkar leika 18 holur. Þess má að lokum geta, að mót þetta gefur stig til landsliðs. -rl.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.