Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1977.
ÍR
Iþróltir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Viðar Eliasson á auðum sjó — og skorar örugglega framhjá
Hákonarsyni. DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
Matthías hefur neitað
að spila með Halmia
— í þremur síðustu leikjum, þar sem félagið neitaði honum
í leikinn gegn N-írum. Matthías hefur sagzt vera veikur
— Eftir að Halmia neitaði mér
að fara í landsleikinn gegn N-
Irum hafa verið hér mikil leið-
indi. Ég hef ekkert spilað með
þrjá siðustu ieiki — ekki viljað
spila. Sagzt vera veikur — í raun
straffveikur, sagði Matthías Hall-
grímsson er við ræddum við hann
í Svíþjóð í morgun.
— Mér er nú alveg sama þótt
Halmia tapi — ég var ákveðinn i
að láta þessa ákvörðun félagsins
um að neita mér að fara til
íslands bitna á félaginu. Upp úr
þessu hafa spunnizt mikil leiðindi
hér og gengi félagsins lítið.
Þannig lék Halmia í gærkvöld við
Grimsas og tapaði hér í Halmstad
1-4. Leikur Halmia var hreinasta
hörmung. Þjálfarinn spurði mig í
gærkvöld eftir leikinn hvort ég
gæti spilað um helgina gegn Hels-
ingborg. Ég gaf lítið út á það —
hef enn ekki ákveðið hvað ég geri
Að sjálfsögðu vil ég aftur í
slaginn en eftir að Halmia gekk á
bak orða sinna og neitað mér um
að fara til íslands stendur mér
alveg á sama.
Þjálfari Halmia sagði í gær að
hann sæi eftir því að lofa mér
ekki að fara en það stoðar lítið nú
— leikurinn gegn írum er af-
staðinn. Halmia hefur nú sent
KSÍ bréf þar sem mér er lofað í 3
landsleiki — það er að sjálfsögðu
ef KSl vill nota mig.
Mér leið virkilega illa meðan á
landsleiknum stóð — ég vildi svo
mjög vera heima á íslandi og
skipti þá ekki hvort ég væri á
bekknum eða vellinum. Það var
því virkilega ánægjulegt að
tsland skuli hafa sigrað — alltaf
jafn gaman að leika með íslandi,
sagði Matthias Hallgrímsson að
lokum.
Atvidaberg hefur nú örugga
forustu í 2. deild — hefur hlotið
18 stig en Halmia 13. Gengi Jön-
köping hefur ekki verið mikið —
hefur tapað tveimur síðustu leikj-
um sínum. Gegn Helsingborg 2-0
og Grimsas 1-0.
Halmia hafði lofað Matthíasi í
upphafiaðleikameðgegn N-Irum
ef KSl færi fram á það. Síðan
gekk félagið á bak orða sinna —
Víkingur þokar sér upp
stigatöf lu 1. deildar
sögðu að það væri of mikii áhætta
að lofa Matthíasi í leikinn— hann
gæfi meiðzt. Þrátt fyrir að Matt-
hías hafi ekki spilað þrjá síðustu
leiki hefur hann æft mjög vel.
Sveinn sigraði
í Smirnoff
íLeiru
Hið árlega Smirnoff-mót var
haldið í Leirunni um sl. helgi.
Sigurvegari án forgjafar varð
hinn ungi og efnilegi kylfingur
Sveinn Sigurbergsson GK og lék
hann á 151 höggi (78-73). Annar
varð Þórhallur Hólmgeirsson GS
á 154 höggum (78-76). Þriðji varð
Óskar Sæmundsson GR á 155
höggum, en hann sigraði Þor-
björn Kjærbo GS í bráðabana á
fyrstu braut. Með forgjöf sigraði
Ólafur Agúst Þorsteinsson GR,
84-76-11 = 138. Annar varð Hólm-
geir Guðmundsson GS 81-
79-16=144, en í þriðja sæti urðu
þrír jafnir, á 146 höggum nettó,
þeir Magnús Birgisson GK, Helgi
Hólm GS og Jóhann Jósefsson GS.
I kvennaflokki án forgjafar
sigraði Kristín Pálsdóttir GK á
178 höggum, önnur varð Jóhanna
Ingólfsdóttir GR á 183 og þriðja
varð Inga Magnúsdóttir GK á 196
höggum. Með forgjöf ' sigraði
Hanna Gabríels GR á 166„ önnur
varð Kristín Þorvaldsdóttir NK á
170 og þriðja Hanna Aðalsteins-
dóttir GK á 171 höggi
Víkingur vann sinn þriðja
sigur í 1. deild Islandsmótsins í
knattspyrnu og hefur í síðustu
fjórum leikjum fengið 7 stig.
Víkingur berst nú harðri baráttu
við Val og Akranes um islands-
meistaratitilinn. Þessi þrjú lið
hafá skorið sig úr — baráttan í
sumar virðist ætla að verða milli
þeirra. Víkingur sigraði Breiða-
blik i gærkvöld 2-0 á Laugardals-
vellinum — og var sá sigur fylli-
lega verðskuldaður.
Víkingur og Breiðablik eru
talsvert ólík lið — annars vegar
barátta og sterkur varnarleikur
Víkings. Hins vegar oft nett og
skemmtilegt spil Blikanna — spil,
sem þó á köflum er ákaflega
þröngt og bitlaust. Barátta
Víkings varð ofan á í gærkvöld —
Víkingar unnu nánast öll návígi
um knöttinn, voru mun beittari í
sóknarleiknum og verðskulduðu
sigur.
Viðar Elíasson skoraði fyrra
mark Víkings í fyrri hálfleik — á
41. mínútu. Magnús Þorvaldsson
tók aukaspyrnu skammt fyrir
utan vítateig Blikanna vinstra
megin — hann vippaði knettinum
laglega fyrir varnarvegg Blik-
anna og Viðar átti ekki í erfiðleik-
um með að skora framhjá Ólafi
Hákonarsyni — sem hikaði í út-
hlaupi, en hvar var vörn Blik-
anna? Raunar áttu Blikarnir ekki
eitt tækifæri í fyrri hálfleik —
Víkingar hins vegar mun beittari.
Þannig varði Ólafur mjög vel
hörkuskot frá Viðari, eins varði
hann vel er Theódór Magnússon
komst einn inn fyrir vörn Blik-
anna eftir mikið kapphlaup og
skaut góðu skoti. Þá átti Hannes
Lárusson þrumuskot frá vítateig
eftir að hafa leikið laglega á
varnarmann en knötturinn sleikti
slána — ofanverða.
Blikarnir skiptu um markvörð í
leikhléi — settu Ómar Guðmunds-
son i markið. Sannast sagna var
alit annar bragur á markvörzlu
Ómars — hann greip oft laglega
inn í og sýndi mikið öryggi þó ef
til vill lítið hafi reynt á hann.
Blikarnir sóttu mun meir í
síðari hálfleik — þó án þess að
skapa tækifærin. Varnarleikur
Vfkings var sterkur með þá Kára
Kaaber, Helga Helgason og
Magnús Þorvaldsson sem beztu
menn — þá unnu miðjumenn
Víkings flest návígi og i markinu
var Diðrik Ólafsson öruggur.
Víkingur kominn að hlið Vals eftir sigur gegn Breiðabliki 2-0
sinn þriðja t>A vilriu Rlikarmr meina að kraftnr færði beim tvö stie. miöe vel leikandi
Þó vildu Blikarnir meina að
dæma hefði átt víti er Vignir
Baldursson féll í vítateig en í
raun hefði það verið ákaflega
harður dómur. Víkingar bættu
síðan við öðru marki sínu
skömmu fyrir leikslok. Blikarnir
ætluðu að hreinsa frá — en tókst
ekki betur en svo að knötturinn
fór í Magnús Þorvaldsson og af
honum inn fyrir vörn Blikanna til
Hannesar Lárussonar sem virtist
kolrangstæður. En Baldur
Þórðarson línuvörður gerði enga
athugasemd — og Hannes átti
auðvelt með að skora framhjá
Ómari, 2-0.
Það fór aldrei á milli mála í
gærkvöld hvort liðið var sterkara
— Víkingur. Barátta þeirra og
kraftur færði þeim tvö stig.
Vörnin var rétt einu sinni sterk-
asti hluti liðsins en í gærkvöld lék
Víkingur án þriggja máttarstólpa
frá í fyrra — Öskars Tómassonar,
Róberts Agnarssonar og Gunn-
laugs Kristfinnssonar — allir
meiddir. Þetta hefur gefið
nýjum leikmönnum tækifæri —
og þeir hafa sannarlega nýtt það.
Kári Kaaber — mjög sterkur í
vörn. Framherjarnir Theódór
Magnússon og Hannes Lárusson,
báðir fljótir og sparkvissir — báð-
ir hafa skemmtilega takta en
skortir enn reynslu — reynslu
sem þeir aðeins fá í 1. deild. Það
er greinilegt að mikið býr í
Víkingsliðinu — nokkuð sem enn
hefur ekki leystst úr læðingi. Því
vissulega getur Víkingur verið
mjög vel leikandi lið — skeinu-
hætt hvaða liði sem er.
Eins og í mörgum fyrri leikjum
Blikanna í sumar vantaði allan
brodd í sóknarleikinn — þar
munar mestu að Hinrik Þorhalls-
son er aðeins svipur hjá sjón.
Leikmönnum hættir til að spila
helst til þröngt — og eins er
vörnin ekki nógu traust. En Ómar
Guðmundsson markvörður lofar
góðu ef dæma má eftir frammi-
stöðu hans í gærkvöld.
Leikinn i gærkvöld dæmdi
Guðjón Finnbogason — og fórst
honum það vel úr hendi því
leikurinn var nokkuð erfiður að
dæma. Þó virtist síðara mark
Víkings greinilegt rangstöðu-
mark.
h.halls.
Staðaní
l.deild
Úrslit leikja i 1. deild:
FH — KR 5-4
Keflavík — Akranes 0-4
IBV — Þór 2-1
Víkingur — Breiðablik 2-0
er nú: Akranes 8 6 1 1 14-5 13
Víkingur 7 3 4 0 7-3 10
Valur 7 5 0 2 11-8 10
Keflavík 8 4 1 3 11-12 9
Breiðablik 8 3 1 4 11-11 7
KR 7 2 1 4 13-11 5
ÍBV 6 2 1 3 4-5 5
Fram 7 2 1 4 10-12 5
FH 8 2 1 5 9-14 5
Þór 8 2 1 5 9-18 5
MARKAREGNIKAPLAKRIKA
FH sigraði KR 5- 4ífurðulegum leik í 1. deild íslandsmótsins
Hann var furðulegur leikur FH
og KR á Kaplakrikavelli í gær-
kvöld. FH-ingar virtust stefna í
öruggan sigur — staðan 4-1 —
þegar dómarinn rak einn KR -ing,
Órn Guðmundsson, af velli fyrir
Ijótt brot. Sparkaði viljandi í mót-
herja — og á næstu minútum
yfirspiluðu FH-ingar Vestur-
bæjarliðið án þess þó að skora. Þá
kippti þjálfari KR, Tom Casie,
Hálfdáni Örlygssyni af velli og
setti Magnús Jónson í hans stað.
Magnús dreif KR-liðið áfram með
góðum leik — það svo, að FH-
ingar voru komnir í hættu með að
tapa öðru stiginu. Staðan varð 5-4
— þrjá mín. til leiksloka og FH-
liðið i upplausn. En KR-ingum
tókst ekki að skora fleiri mörk og
F„H-liðið — margir áhorfenda —
síapp með skrekkinn.
Leikurinn var skemmtilegur.
Mörg mörk — opin færi, en
leiðindaharka á köflum, einkum
af hálfu KR-inga. FH-liðið með
Janus Guðlaugsson sem aðalmann
i framlínunni lék oft skemmtilega
— en hrundi svo furðulega loka-
kafla leiksins, þegar allt hefði átt
að leika í lyndi. Baráttuvilji KR
-inga var mikill, en dugði ekki
alveg til jöfnunar.
Opin færi létu ekki á sér
standa, sem ekki voru nýtt fram-
an og svo komu mörkin.
18. mín. Asgeir Arnbjörnsson,
FH, sem mjög kom á óvart með
snjöllum leik. lék upp vinstri
kantinn. Gaf vel fyrir á Ölaf
Danivalsson. Hörkuskalli — og
þverslá KR-marksins nötraði.
Knötturinn féll fyrir fætur Viðars
Halldórssonar 1-0 fyrir FH.
20. mín. Langt innkast Stefáns
Sigurðs'sonar, bezta manns KR í
leiknum, kom vörn FH i opna
skjöldu og Börkur Ingason
skoraði. 1-1.
32. mín. Ásgeir Arnbjörnsson
náði langsendingu fram. Lék á
bakvörð KR. Komst frír inn í víta-
teiginn og slakur markvörður KR
í leiknunf, Halldór Pálsson, átti
ekki möguleika að verja.2-1 fyrir
FH.
42. mín. Viðar Halldórsson tók
aukaspyrnu og gaf vel jnn í víta-
teig KR. Janus kastaði sér fram
og skallaði glæsilega í mark. Gull
af marki. 3-1 fyrir FH. Þánnig var
staðan í hálfleik.
Eftir að KR jafnaði á 20. mín. •
lék liðið prýðilega um tíma og á
þeim tíma hélt ég, að KR mundi
bera sigur úr býtum í leiknum.
En FH skoraði svo heldur óvænt
mark eftir þunga pressu KR — og
KR-liðið féll mjög í leik sínum.
Síðari halfleikurinn byrjaði
furðulega. Miðherji FH, Olafur
Dan. var fyrir knettinum eftir
spyrnu hins bráðefnilega Pálma
Jónssonar á marklínu. Bjargaði
marki fyrir KR! Mörkin létu ekki
á sér standa.
56. mín. Janus lék upp að enda-
mörkum og spyrnti fast fyrir
mark KR. Halldór Pálsson hafði
hendur á knettinum, en missti
hann svo inn fyrir marklínuna.
4-1 fyrir FH. Rétt á eftir var Örn
rekinn af velli af Val Benedikts-
syni, dómara, og FH réð lögum og
lofum á vellinum.
63. mín. Skyndisókn KR. Sig-
urður Stefánsson lék með knött-
inn í vítateig — og í baráttu við
FH-inga sló einn varnarmaðurinn
knöttinn. Víti, sem Örn Öskarsson
skoraði úr 4-2.
65. min. Janus lék snilldaclega
á KR-vörnina. Gaf á Asgeir, sem
skoraði viðstöðulaust 5-2.
Eftir mikinn sóknarþunga FH
hresstust KR-ingar mjög. þegar
Magnús kom t. stað Hálfdáns,
sem hafði reýnt að einleika mikið
án nokkurs árangurs.
85. mín. Magnús fékk knöttinn
skyndilega frir á vítateig KR og
skoraði örugglega.5-3.
87. mín. Eftir þunga sókn KR
fékk Börkur knöttinn innan víta-
teigs og skoraði með lausu skoti
alveg út við stöng. 5-4
Ekki nægðu þær mín. sem eftir
voru KR til að jafna — en furðu-
legt öryggisleysi einkenndi leik
FH lokakafla leiksins. Allir leik-
menn liðsins lafhræddir. Áður
hafði KR fengið tækifæri. örn
Óskarsson lyfti knettinum yfir
tómt FH-markið eftir úthlaup
markvarðar — og Þorvaldur
Þórðarson, markvörður FH, varði
snilldarlega frá Árna Guðmunds-
syni, sem kom inn sem vara-
maður.
Þrátt fyrir allt var sigur FH
verðskuldaður. Liðið lék án Árna
Geirssonar, meiddur, og Þóris
Jónssonar, sem hefur ákveðið að
stjórna frekar leik FH-inga frá
bekknunf en á vellinum, og FH-
liðið lék oft skínandi vel. Þann
bezta í mótinu þar til að hruninu
kom í lokin. Janus og Viðar snjall-
ir, svo og strákarnir ungu. Miklar
breytingar eru einnig á KR-liðinu
og virðast ekki allar til bóta.
Vörnin óörugg, sem kannski
stafar af því, að leikmennirnir
treysta ekki markverði sínum.
Þar er niikið vandamál hjá KR —
eða síðan aðalmarkvörður liðsins,
Magnús Guðmundsson, meiddist.
hsim.