Dagblaðið - 28.09.1977, Side 5
DAGBLAf)lÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977.
5
Umdeildasta tækniafrek aldarinnar á Keflavíkurflugvelli:
CONCORDE LAGDISKRITNA
LYKKJU Á LEIÐ SÍNA
— til Keflavíkur á leið frá París til Madrid
Tæknilega séð hreint undur, —
fjárhagslega í rekstri hreint við-
,undur, segja flugsérfræðingar
okkar tíma um Concorde þotuna
hljóðfráu, sem í gærkvöldi heiðr-
aði Keflavíkurflugvöll með lend-
ingu sinni. Lending vélar af þess-
ari brezk-frönsku gerð vekur
hvarvetna athygli og þannig var
það líka í gærmorgun á flugvellin-
um. Blaðaljósmyndarar skáru sig
ekki úr varðandi tækjakost.
Mættir voru með myndavélar
tugir Ijósmyndara, aðallega
starfsmenn á flugvellinum.
Concorde er ekki bara viðund-
ur og undur í senn, — hún er líka
ljót og falleg í senn. Falleg þar
sem hún situr í spekt á jörðu niðri
en líkust hrægammi þar sem hún
gerir aðflug að flugvellinum með
bogið nef og líkast því sem hún sé
tilbúin að læsa klónum í bráð á
jörðu niðri.
Þessi flugvélartegund er smíði
hundruða beztu sérfræðinga
flugsins í Frakklandi, þar sem
fín-smiðir eru á hverju strái, og
brezkra völunda, sem fróðari eru
um styrkleika og þol vélarhluta.
Eftir margra ára deilur innan
landanna varð Concorde loks að
veruleika. Rúmlega 100 sæta vél
sem flýgur á allt að 2200 kíló-
metra hraða eða tvöföldum hraða
hljóðsins.
Concorde þotan sem kom við á
Keflavíkurflugvelli í gærmorgun
var á dálítið sérkennilegu flugi.
Flugi sem reyndar bendir okkur á
að Island er alls ekki svo mjög úr
Concorde í Keflavik, — þjónusluhilar Flugleiða i miklu ani og gestir streyma um borð. — Mvndir
Hörður.
Flugstjórnarklefinn á Concorde
er ævlntýrl líkastur, — frumskóg-
ur af tökkum, handföngum og
ljósum.
Catherlne Bertin flugfreyja, —
líkar vel vistin um horð í fransk-
brezku þotunni.
h 1™'' 1
JK* v* M
r
4
' \ ,• /V /
■ *
T.vær spænskar frá Vigo, — líkaði vel stuttur útúrdúr til íslands'með
Concorde-vélinni.
Hávaðasöm er hún, hljóðfráa þotan.
Jacques de Latour Dejan sendiherra Frakka ra-ðir hér við Shwartz
flugstjóra.
alfaraleið lengur með tilkomu
véla eins og Concorde.
Farþegarnir voru um eitt
hundrað Spánverjar sem unnið
höfðu til verðlauna hjá stórverzl-
un einni í Madrid, Parisarferð og
flug með Concordeþotu frá Air
France. Og hvert skyldi svo halda
til að Spánverjarnir sæju eitthvað
nýtt og fengju að fljúga svolítið
með Concorde. Til íslands. Og í
býtið í gærmorgun var haldið af
stað frá Charles de Gaulle-
flugvelli við París, — og einum
klukkutíma og 52 mínútum síðar
var lent á Keflavíkurflugvelli. Og
hér fengu farþegar nokkurra
klukkutíma viðdvöl og skoðunar-
ferð um Reykjavík og nágrenni.
Af Concordeþotum er það að
segja að þær eru deilumál víða
um lönd. New York hefur enn
sem komið er lagt blátt bann við
lendingum þeirra á Kennedy-
flugvelli, en aftur á móti fá þær
lendingarieyfi á flugvellinum við
Washington. New York er aftur á
móti lífsspursmál fyrir afkomu
þessara hraðfleygu þotna. Talið
er að stóru flugfélögin í Banda-
ríkjunum standi að baki því að
leyfi fæst ekki til lendinga í New
York.
Sextán þotur af Concorde-gerð
hafa verið smíðaðar. Fjórar eru i
flugi fyrir Air France, einkum á
langleiðum til S-Ameríku og við-
ar. British Airways á fimm þotur
af Concorde-gerð, Iranair ráðger-
ir kaup á þremur og möguleikar á
sölu eða leigu til Braniff I Banda-
ríkjunum á fjórum ef lendingar-
leyfi fæst í New York. Og það
tjáðu fulltrúar Air France okkur í
gær að væri ekki útilokað að feng-
ist innan tíðar Nokkrum vélum
er óráðstafað.
„Þetta er stórkostleg flugvél,“
sagði ein af flugfreyjum Con-
corde-vélarinnar, Catherine Bert-
in, ung og falleg stúlka sem hafði
sveipað peysu um sig til að verjast
mprgunkuldanum á Islandi. „Við
flugum i 59 þúsund feta hæð og
ferðalagið tók ekki nema rétt um
tvo tíma. Við erum 6 í þjónustu-
lióinu og það er svona rétt tími til
að framreiða máltíð og eins og
einn drykk á leiðinni frá París til
Washington,“ sagði Catherine.
Um klukkan 13 voru spönsku
ferðalangarnir farnir að koma á
flugvöllinn og kíktu í gósenland
fríhafnarinnar. „Þetta er ákaf-
lega skemmtileg reynsla að fljúga
með þessari vél," sagði spönsk
stúlka frá Vigo á Spáni, sem
þarna var a ferð með vinkonu
sinni. Tveimur tímum síðar áttu
þær að vera komnar aftur til Mad-
rid eftir sögulegt ferðalag með
dálítið skrítilegum útúrdúr til ís-
lands.
-JBP-
^ViÖ þörfnumst
Ef þú vilt aðstoða okkur hafðu þá samband við okkur í síma 12802 ...
Ef þú vilt gcrast stofnfélagi þá sendu þcnnan miða til SAA - Frakka-
stíg 14B - Rcykjavík, cða hríngdu í sima 12802 og við komum hcim
til þín föstudaginn 30. scpt.
Nafn
Hcimilisfang
Staða Simi
L^Jt^Jt^ SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
CALLrLLJ UM ÁFENGISVANDAMÁUÐ
SKRIFSTOFA: FRAKKASTlG 14B - SfMI 12802