Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.09.1977, Qupperneq 9

Dagblaðið - 28.09.1977, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977. Umf ramgos af Vellinum á Reykjavíkurmarkað —ný merki Marango og Rum Cola Marango og Rum cola — nýir gosdrykkir á íslenzkum mark- aði. „Sölunefnd varnarliðs- eigna bjóðast oft ýmsar vörur sem af ýmsum ástæðum seljast ekki í verzlunum á Keflavíkur- velli,“ sagði Alfreð Þorsteins- son forstjóri nefndarinnar 1 við- tali við DB i gær. „t þessu tilfelli hafði „Navy Exchange", verzlun bandaríska hersins á Keflavíkurvelli, gert of stóra pöntun og okkur voru boðnir til kaups 900 kassar af þessum gosdrykkjum sem að öðrum kosti hefði verið hent,“ sagði Alfreð ennfremur. Hann sagði að Sölunefndin hefði tekið þessu tilboði enda teldi hann yfirleitt ekki eðlilegt að henda nýtanlegum hlutum. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um hvernig staðið mun að sölu á gosdrykkjunum en tvennt kemur til greina. Annað hvort að selja þá i verzl- un okkar eða bjóða kaupmönn- um að gera tilboð 1 vöruna. Síðari kosturinn þykir mér þó öllu líklegri,“ sagði for- stjórinn. „Að sjálfsögðu munum við láta Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkurborgar taka sýni af gos- drykkjunum og kanna hvort nokkuð er athugavert við aldur eða innihald þeirra," sagði Alfreð Þorsteinsson að lokum. -ÓG Fá Jóhannes, Jón Múli og Pétur margra daga plötu skammt í verkfall- IIII ■ — hl jóðvarpið í verkfall Verða nokkurra daga birgðir af hljómplötum bornar inn í þular- herbergi hjá hljóðvarpinu og síðan leiknar eftir þörfum ef til verkfalls opinberra starfsmanna kemur? Þetta er ein af þeim hugmynd- um sem komið hafa fram í við- ræðum kjaradeilunefndar og Rikisútvarps um hvernig rekstri og útsendingum hljóðvarpsins yrði háttað í verkfalli. Allir eru sammála um að opið verði að nokkru fyrir neyðar- þjónustu og veðurtilkynningar: Bent hefur verið á að hljóðvarp sem ekkert heyrist í lengstan hluta dagsins sé lítils virði til neyðar- og öryggisþjónustu. Til að tryggja að sem flestir hafi tæki sín opin verði að leika tónlist. Ef úr tónlistarflutningi verður á eftir að leysa vandamál í sam- bandi við greiðslu Stef-gjalda og skráningar vegna þeirra. Þessi mál hljóðvarps i hugsan- legu verkfalli munu skýrast næstu daga en starfsfólk þess mun sfður en svo hrifið af hug- myndum um stöðugan tónlistar- flutning. -og Stórir staflar af kössum með „Marango" ávaxtadrykk voru i birgðageymslu Sölunefndar varnarliðs- eigna i gær þegar DB kom þar. 900 kassar koma væntanlega ft markað ft næstunni. Það er eilfft efni lesendádftlka hvor er vinsælll og betrl lagaveljari Jón Múli eða Pétur Pétursson. Kannski fæst skorlð úr þvi ef til verkfalls kemur og lögin glymja allan daginn. Þrlðji maðurinn sem blandar sér í lagavalið verður þft Jóhannes Arason, þaulreyndur útvarpsþulur. Er kominn tími til að breyta kristnum kenningum? — ráðstefna um grundvallaratriði kristinnar trúar um aðra helgi Ráðstefna um nokkur grund- vallaratriði kristinnar trúar verður haldin um aðra helgi í húsi KFUM og K að Amtmannsstíg 2B. Meginástæður þessa ráðstefnu- halds eru að félögin vilja leggja áherzlu á að skýra nokkur höfuð- atriði kristins boðskapar sam- kvæmt evangeliskri-lútherskri kenningu. Ymsir kunnir guðfræð- ingar, prestar og kennarar munu flytja fyrirlestra á ráðstefnunni sem hefst föstudaginn 14. október kl. 20.30. Ræðumenn verða prest- arnir Guðmundur Óli Ólason, Jón Dalbú Hróbjartsson og Jónas Gíslason lektor, guðfræðingarnir Gunnar Sigurjónsson, Hjalti Hugason, Benedikt Arnkelsson, Ástráður Sigursteindórsson og Sigurður Pálsson námstjóri og Benedikt Jasonarson kennari. A sunnudaginn verður messa í Dóm- kirkjunni þar sem séra Sigur- björn Einarsson biskup predikar og séra Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. I fréttatilkynningu um ráð- stefnuna segir m.a.: Við lifum á timum mikilla breytinga í íslenzku þjóðfélagi þegar ýmsir taka að efast um margt það sem áður þótti sjálf- sagt. Þetta kemur glöggt fram á sviði trúmála. Margir spyrja um kristna kennipgu og grundvöll hennar. Telja ýmsir að kominn sé timi til að breyta sumu þvl sem kennt hefur verið í þeim efnum og snúa sér að öðrum kenningum, kirkjudeildum eða trúarbrögðum. Seinustu ár hafa ýmsar hreyf- ingar og stefnur borizt hingað til lands sem standa á öðrum kenn- ingargrundvelli en hin evangel- isk-lútherska. Er þar bæði um að ræða fylgjendur annarra kirkju- deilda og ýmsa aðra trúflokka sem sumir hverjir geta ekki talizt kristnir þar sem þeir afneita ýmsum meginatriðum sem flestar kirkjudeildir eru sammála um. Ráðstefnan er opin öllum sem óska að taka þátt en tilkynna verður þátttöku til skrifstofunnar I húsi KFUM fyrir 3. október og er þátttökugjald innan við þúsund kr. Eru kaffiveitingar innifaldar. Föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld verða al- mennar samkomur I Dómkirkj- unni og öllum heimill aðgangur að þeim endurgjaldslaust. Heimilis reykskynjarinn frá LPálmason hf Skynjar jqfnl ósynileyar sem sýnileyar loftteyundir sem myndast viö bruna a hyrjunarstiyi. Erkniiinn rqfhlöóu sem endisf minnst i eitt ái: Gefur merki þeyar endiirnyja fxirf mfli/öóu. Auóveldur i uppsetninyu. Hér er um aó ixeóa ódýrt ÖR) GG/STEK/ sem enyin jjölskylda hefiir efniá aó vera án! - A.BJ.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.