Dagblaðið - 28.09.1977, Side 10

Dagblaðið - 28.09.1977, Side 10
10 Útgefandi Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóci: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannos Roykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaöamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstiórn Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglvsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskríft 1500 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 80 kr eintákið. Sotning og umbrot: Dagblaöið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Myndaog plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skoifunni 19. Tækifærí aronskunnar Lengi var bannfært í Sjálf- stæðisflokknum að mæla með „aronskunni“, það er því að Bandaríkjamenn væru látnir greiða fyrir aðstöðu sína hér á landi. Þetta hefur breytzt, eins og fram kom á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í Eyjum, þegar tillögu um stuðning við aronskuna var vísað til stjórnar. Foringjum flokksins er ekki lengur stætt á að kæfa umræður í flokknum um þetta hagsmuna- mál þjóðarinnar. Þegar stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna fjallar um málið, getur hön reitt sig á, að meirihluti þjóðarinnar vill, að Bandaríkin greiði. Þetta sýndi skoðanakönnun Dag- blaðsins. Eins og alltaf hafa stjórnmálamenn- irnir verið seinir að skilja þjóðarviljann. Þeir eru flestir hverjir negldir niður af tregðulög- málinu. Ungir menn í Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum geta í fyrstu lotu þrýst á um, að tillaga Gunnars Thoroddsen ráðherra um fram- lög Bandaríkjamanna til samgöngubóta verði samþykkt. Sú tillaga sofnaði í ríkisstjórninni. Okkur væri engin skömm að því að fara að fordæmi Norðmanna í viðskiptum við Banda- ríkin. Þvert á móti er okkur háðung að undir- lægjuhættinum. Höfundur svokallaðrar ar- onsku, Aron Guðbrandsson forstjóri, sagði í kjallaragrein í Dagblaðinu: „Sumir forráða- menn þjóðarinnar og pólitísku flokkanna berja sér á brjóst og segja: Við viljum ekki selja ísland. Við viljum ekki hengja verðmiða á landið. En þessir sömu menn hafa haft forystu fyrir því að gefa afnotin af landi sínu í sam- bandi við svokallaðar hervarnir þess. Sjálfur er ég sammála þeim í fyrra tilfellinu, og ég þekki engan mann, sem vill selja ísland, en því miður eru til menn, sem vilja gefa öðrum afnotin af því, og þeim er ég ósammála. Það er ekki hótinu betra að gefa landið sitt en að selja það. Ég vil hvorugt.“ Við höfum barizt fyrir rétti okkar yfir land- helginni, en gefum afnotaréttinn af landinu sjálfu. Við erum einir á báti í þeirri afstöðu til risaveldisins í vestri að telja, að það þurfi sérstakan fjárhagsstyrk frá okkur með þessum hætti. Hvar sem litið er, krefjast ríki af Banda- ríkjamönnum hundruð milljarða króna fyrir slíka þjónustu. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977. Finnskir verkamenn í Svíþjóð vinna óhreinlegustu verkin —nfutíu af hverjum hundrað Finnum sem flytja úr landi fara til Svíþjóðar Yfirvöld í Finnlandi hafa staðið frammi fyrir þeim vanda I mörg ár að missa iðnlært verkafólk sitt til Svíþjóðar. Þar er hærra kaup svo að fólkið sækir þangað í stórum stíl. Einnig hefur atvinnuleysi vald- ið því að Finnar hafa leitað til annarra Norðurlanda eftir at- vinnu. Á þessu ári er búizt við því að um 15 þúsund manns leiti sér vinnu í nágrannalöndunum og þá helzt í Svíþjóð. Þetta fólk bætist í hóp mörg þúsund annarra Finna sem starfa utan síns heimalands. Fólkið hefur flutt frá heimalandinu vegna þess að það getur fengið hærra kaup t.d. í Svíþjóð. Einnig er það hrætt við að verða atvinnu- laust I sinu eigin landi. Níutíu af hverjum hundrað fara til Svíþjóðar Finnsk yfírvöld geta ekkert gert til að stöðva þessa þróun, nema að hvetja fólk til að vera um kyrrt. Talsmaður stjórnar- innar sagði að æskilegt væri að halda fólkinu heima en I stjórnarskránni væri ákvæði sem segði að Finnar væru algjörlega sjálfráðir um það hvar þeir vildu vinna, hvort það væri heima hjá sér eða erlendis Þrátt fyrir að flutningur úr landinu kæmi illa við efnahags- lífið þá væri ekkert við þessu að gera. Um níutíu af hverjum hundrað Finnum sem flytja til FÁn TIL BJARGAR —annað en einvalds- skipulag - Augljóst er, að aronskunni vex fylgi. Aug- ljóst er, að hennar mun gæta í stórauknum mæli á næstu árum. Þegar kosningar fara í hönd, er bezta tækifærið fyrir almenning að láta frambjóðendur flokkanna vita, að fólkið sættir sig ekki við þá undirlægjustefnu gagn- vart Bandaríkjunum, sem rekin er og falin með orðagjálfri um þjóðarstolt. Það er helzt rétt fyrir kosningar, að stjórn- málamennirnir heyra í kjósendum. Viðbrögð þeirra hafa til þessa verið í mótsögn við við- brögð almennings. Virtu meðbræður! Feluleiknum er að verða lokið. Brátt er ekki unnt að beita undanbrögðum og útúr- snúningum lengur. Blákaldar staðreyndir munu þvinga okkur til að hugsa og höndla eins og alvörumenn. Þjóðar- skútan hlýtur að sigla í strand innan skamms því að þeir sem standa í brúnni virðast ekki kunna lagið á stjórnvelinum, að minnsta kosti ekki ef dæma má af verkum þeirra. Háttvirtur sjávarútvegs- ráðherra horfir nú upp á að þorskstofninum sé útrýmt án þess að grípa til nokkurra raunhæfra aðgerða honum til bjargar. Sjávarútvegsráðherra er eini maðurinn á landinu sem getur og hefur vald til að bjarga þessari veigamestu auð- lind Islendinga en hann gerir það ekki. Sjávarútvegsráðherra ber því ábyrgð á útrýmingu þorskstofnsins sem stendur undir velmegun okkar en jafn- framt öllu því bruðli og öllum þeim óarðbæra rekstri sem viðgengst I þessu þjóðfélagi, bæði til sjós og lands. Sjávarútvegsráðherra er ekki treggáfaðri en gengur og gerist og honum er prýðilega vel kunnugt um þá stórkostlegu hættu sem hann hefur stofnað þorskstofninum I með þvl að Iáta veiða úr honum svo gegnd- arlaust sem raun ber vitni. Enda hefur maður gengið und- ir manns hönd til þess að útlista þetta fyrir honum og landslýð. Af þessu leiðir að annaðhvort ætlar sjávarútvegsráðherra sér vísvitandi að útrýma þorsk- stofninum, og eru það býsna alvarleg landráð, eða þá að hann hefur ekki kjark til þess að takmarka veiðarnar eins og

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.