Dagblaðið - 25.10.1977, Page 1
Talið að það kosti ríkissjóð um einn milljarð króna
Þaö var klukkan 7.20 í
morgun að stjórn og samninga-
nefnd BSRB greiddu atkvæði
um sáttatillögu ríkisins eftir
þrotlaust samningaþóf sem
staðið hafði með hléum frá
klukkan 21.30 í gærkvöldi.
Atkvæði féllu þannig að 29
voru henni samþykkir en fimm
voru á móti.
í aðalatriðum er almenn
hækkun launa ca 21%, en til
glöggvunar má nefna að
hækkunin í 1. fl. er 14.7%, í 5.
fl. 14,2%, í 10. fl. 18,52%, í 15.
fl. 20,19% í 25. fl. 12,8% og í 30
fl. 11%. 3% áfangahækkun
kemur til framkvæmda 1. apríl
1979.
Ríkið samþykkti að greiða
fjögur þúsund krónur ofan á
laun í september, október og
nóvember f ár, en upphafleg
krafa BSRB var 2000 kr. frá 1.
■M
júli í ár.
Þá var samþykkt að greiða
persónuuppbót, sem verður að
teljast verulegur sigur fyrir
BSRB, sem ekki hefur haft
slíka uppbót í sínum samning-
um. Skal hún vera 40 þús. kr.
eftir tíu ára starfsaldur og
miðast við hann þannig að fólk
sem kannski vinnur ekki nema
hluta úr starfi hlýtur einnig
uppbótina. Er þar um að ræða
næstum því helming allra
félaga í BSRB og verður upp-
bótin greidd í desember. ,
Loks var klausa um gagn-
kvæma kröfu á endurskoðun
samningsins á samningstíma-
bilinu, sem er tvö ár, samþykkt,
en hún felur ekki í sér verk-
fallsrétt á samningstímabilinu.
Þá var samþykkt að greiða
kaffitíma eftir að dagvinnu
lýkur og eftirvinna hefst, en
krafa BSRB um að fá a.m.k. tvo
laugardaga inn i orlofs-
greiðslur var felld.
Það vakti athygli allra er við-
staddir voru samningaviðræð-
urnar í gær og í nótt að sáralítið
hafði verið hreyft við málunum
frá því að síðasta tillaga BSRB
var lögð fram á laugardags-
morgun.
Hin fjölmenna samninga-
nefnd hefði verið boðuð til
furídar kl. hálfellefu, en í raun
og veru var ekki haldinn
fundur með henni fyrr en kl.
4.55. í nótt. Þá höfðu smærri
nefndir unnið sleitulaust að
því að reyna að samræma
afstöðu deiluaðila, m.a. var
horfið að því ráði að láta tvo
fulltrúa BSRB, þau Valgerði
Jónsdóttur og Harald Steinþórs-
son ræða við Höskuld Jónsson
og Þorstein Geirsson frá fjár-
málaráðuneytinu um persónu-
uppbótina en þeir ráðherrar,
Matthías og Halldór, ásmt
Kristjáni Thorlasíus fengu fri á
meðan.
Var heitt í kolunum um tíma
og sást Höskuldur Jónsson
ganga um röskum skrefum upp
úr hálftvö og þá fóru hjólin að
snúast.
Fulltrúar Starfsmannafélags
ríkisstofnana, sem töldu s:g
ekki hafa fengið nægilego -
kjarabætur, héldu með r
fund skömmu áður en func r-
inn með stóru samhinganefnd-
inni var haldinn kl. 4.55 í nótt
og var um tíma talið að þeir
myndu leggjast eindregið gegn
hvers konar samningum á
þessu stigi málsins og jafnvel
ganga af fundum. Til þess kom
þó ekki, en skömmu eftir að
fundurinn hófst var borin fram
tillaga um að fresta umræðum
til klukkan eitt I dag. Var hún
felld en tekið til við að af-
greiða málið, enda var aug-
ljóst að flestir nefndarmanna
voru orðnir þreyttir á þessu
verkfalli, sem staðið hafði í
hálfan mánuð.
Um kl. hálfátta héldu þeir
Haraldur og Kristján svo á
fund ráðherra, þar sem þeim
var kynnt niðurstaða fundarins
■jg rætt var um tæknilegar
hhðar frestunar verkfallsins í
viðurvist Torfa Hjartarsonar
sáttasemjara.
Samkomulagið verður svo
undirritað formlega kl. 18.00.
Verkfallinu var frestað til kl.
24 15. nóv. nk. en nú fer í hönd
þriggja mánaða samningstíma-
bil hjá félögunum, sem meðal
annars felur í sér röðun í launa-
flokka. HP
1 ig|pW® é ■ sfj plát
Dagskrá Sjónvarps íkvöld
20.00 Fréttir og voöur.
20.25 Auglýsingar og dagskri.
20.30 Landkönnuöir. Leikinn. breskur
heimildamyndaflokkur I 10 þáttum
um ýmsa kunna landkönnuði. 2. þatt-
ur. Chartas Doughty (1843-1926).
Handrit David Howarth. Leikstjóri
David McCallum. Aðalhlutverk Paul
Chapman. Charles
21.20 Á vogarskálum. (L). t þessum þætti
verdur m.a. fjallað vui likamsrækt og
lýsir dr. Ingimar Jónsson gildi
hennar. Umsjónarmenn Sigrún
Stefánsdóttir og dr. Jón óttar
Ragnarsson.
21.50 Morðið á auglýsingastofunni (L)
Nýr, breskur sakamálamyndaflokkur
í fjórum þáttum um ævintýri
Wimseys lávarðar, byggður á skáld-
sögu eftir Dorothy L. Sayers. Aðal-
hlutverk Ian Carmichael, Mark Eden
og Rachel Herbert. 1. þáttur. Auglýs-
ingateiknarinn Victor Dean er nýlát-
inn. Ilann cr talinn hafa látist af slys-
förum.
Fjöldi nýrra áskrifenda DB
Gífurlegur fjöldi nýrra
áskrifenda tilkynnti sig'til Dag-
blaðsins í gærdag. Á þar ugg-
laust stærstan þátt áskrifenda-
leikurinn sem blaðið efnir til
næstu mánuðina.
1 boði er glænýr
CHEVROLET NOVA 1978, bíll
sem kostar 3.3 milljónir króna.
Vinningur sem sannarlega
skiptir sköpum í fjárhag flestra
fjölskyldna.
Gamlir áskrifendur og þeir
sem gerast áskrifendur fyrir
næstu mánaðamó! verða með 6
miða í „pottinum" hjá okkur
þegar dregið verður þann 10.
apríl. Þeir sem byrja eftir
mánaðamót fá fimm miða, þeir
sem byrja eftir 1. desember
verða með 4 miða o.s.frv. Að
drætti loknum verður hinum
heppna boðið, sér að kostnaðar-
lausu, án tillits til hvar á
landinu hann býr, að heim-
sækja ritstjórn DB. Þar á hann
að svara léttri spurningu:
„Hver er ritstjóri Dag-
blaðsins?"
í morgun var unnið að þvi að
kalla fólk út til vinnu i opinberar
stofnanir. Utvarpið fór í gang kl.
9 og ríkið opnaði á slaginu og
ættu þvi þyrstir að geta svalað
þorsta sínum og reyklausir að fá
sitt. Allt var gert klárt hjá Toll-
gæzlunni og verða skipin toll-
skoðuð og tekin inn i þeirri röð
sem þau komu eða eftir óskum
skipafélaganna. Lif fer því að
komast i samt lag þó auðvitað taki
nokkurn tíma að ná upp þeim
töfum sem orðið hafa vegna verk-
fallsins.
JH
ELDING EYÐILAGÐI
AÐFLUGSUÓSIÐ
Eldingu laust niður í flug-
turninn á Keflavíkurflugvelli
kl. 4.25 í nótt. Lenti eldingin í
spenni aðflugsljósa vallarins og
brann spennirinn.
Slökkviliðið á vellinum var
þegar kvatt á vettvang og réði
það niðurlögum eldsins á
skömmum tima. Beinn eldur
varð aldrei mikill en reyk lagði
um allan turninn. Spennirinn
var aftengdur og fjarlægður að
sögn Sveins Eirikssonar
slökkviliðsstjóra. Síðan var
reyk dælt úr húsinu og var
slökkviliðið aftur komið i sínar
stöðvar 40 mín. eftir útkallið.
Sveinn taldi tjón óverulegt ef
spennirinn, sem er dýr, væri
undanskilinn. Skemmdir hefðu
ekki orðið á öðrum tækjum og
reykskemmdir væru Iitlar
sem engar.
Aðflugsljós vallarins er
óvirk, en Sveinn taldi að
viðgerð tæki stuttan tíma og
lyki f birtu í dag. Sams konar
eldur varð á vellinum fyrir
nokkrum árum, þá eyðilagði
elding allt kallkerfi turnsins.
-ASt.
.
Nýttmet DBígær:
36.512
eintök
Hassmálið í
Frakklandi:
PILTURINN
LAUS, -
STÚLKURNAR
L0SNAí
NÆSTU VIKU
— bls.5
Milljónar-
þjófnaður í
Lambastekk
Rúmlega milljón krónum,
að mestu leyti í reiðufé var
stolið úr íbúð að Lamba-
stekk 9 í gær. Var^
þjófnaðarins vart er fólk
kom heim i gærkvöldi. Auk
peninganna er lltill hluti
heildarverðmætisins i
happdrættisskuldabréfum.
Ekkert hefur enn fundizt
sem bendir til hverjir voru
þarna að verki en ibúð var
mannlaus siðari hluta dags i
gær.
Á sunnudaginn var farió
inn i aðra mannlausa fbúð i
Garðabæ. Húsbóndi þar
liggur i sjúkrahúsi. Þaðan
var stolið 160 þúsund krón-
um f reiðufé. Tveir 23 ára
menn voru teknir f'
sambandi við það rán og
hafa játað verknaðinn. Gátu
þeir skilað þýfinu, að u.þ.b.
30 þúsund krónum undan-
skildum.