Dagblaðið - 25.10.1977, Side 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. OKT0BER 1977.
4
„Svo var ég spurður að því
hvort ég væri Eskimói”
—sagði Yok Peck Khoo f rá Singapore sem stundar íslenzkunám við
Háskólann
„Þegar ég var a Akureyri
núna f haust, rétt eftir að ég
kom hingað til landsins, var ég
spurður að þvi hvort ég væri
Eskimói, en ég hafði ekki
hugmynd um að ég gæti verið
líkur þeim, því ég hef ekki einu
sinni séð mynd af Eskimóa,"
sagði Yok Peck Khoo, sem
stundar íslenzkunam við
Haskóla íslands. Hann er fra
Singapore sem liggur rétt
norðan við miðbaug og er í Suð-
austur-Asíu.
„Ég hafði ekki hugmynd um
Eskimóa, en vissi að þeir
byggju við norðurheimskauts-
bauginn, en ekki neitt meir. Ég
gat ekki hugsað mér að ég
líktist þeim að nokkru leyti, en
ahugi minn var vakinn og nú
veit ég miklu meira um þa
þjóð,“ sagði Khoo.
Yok Peck Khoo hefur
stundað nam í verkfræði í
London. Þar kynntist hann
íslendingi, sem varð til þess að
hann akvað að einhvern tíma
skyldi hann heimsækja landið.
Þetta var fyrir þrem arum og
nú hefur hann akveðið að vera
hér a landi í tvö ar, ef honum
gengur vél í prófunum í vor.
„Ég vissi aður en ég kom
hingað að hér er sama fólkið og
I Svíþjóð og Noregi, einnig hélt
ég að landið væri mjög líkt
hinum Norðurlöndunum, en nú
veit ég að það er allt öðruvísi,
hér er miklu kaldara. Samt
held ég að ég lifi nú af vetur-
inn, það er ekki svo kalt.“
Khoo býr a Gamla Garði og
kann vel við sig. Hann sagði að
það væri mjög gaman að sja
íslendinga skemmta sér, þeir
væru svo katir, stundum einum
of.
I íslenzkutímum fyrir er-
lenda stúdenta eru nemendur
fra mörgum löndum, en enginn
kemur svo langt að sem Khoo.
Að vísu eru þar nokkrir
Kínverjar, en þeir starfa hér
við Kínverska sendiraðið
einnig. Flestir eru nemendur
fra Bandaríkjunum og Evrópu-
löndum, sem koma hingað til að
læra fslenzku. KP
„Ef mér gengur vel í prófunum í vor, þa verð ég
hér næsta vetur.“ DB-mynd Hörður.
r
Utvarp Akureyri:
Byrja
send-
ingar
klukkan
fjögur
-léttlög
voru leikin
um allan bæ
„Við erum að gera við tækin
okkar og endurbæta þau, svo við
:getum nað um alla borgina a
morgun, þegar við byrjum að út-
varpa klukkan fjögur,“ sagði
þulurinn í Utvarp Akureyri f út-
sendirlgu í fyrrakvöld.
Utvarpað var allt kvöldið
vinsælum lögum fyrir alla aldurs-
flokka. Þulurinn, sem nefnir sig
NN, ræddi um starfsemina við;
útvarpsstjórann. Að sögn hans er
verið að gera við atta rasa hljóð-
blendi. Átti því verki að ljúka
aður en útsending hæfist í gær.
Engar ráðherra
w f §: j J 11
á M ' S ' ■
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njúísgötu 49 - Simi 15105
Óska eftir 2ja herbergja íbúð,
er einhleypur og get borgað 6-12
mánuðifyrirfram.
Upplýsingar ísíma 84179
Það er beöið eftlr rððherra,
Sólveig litla Anna, tveggja ara,
dóttir þeirra þulanna hjð ríkis-
útvarpinu, Ragnheiðar Astu
Pétursdóttur og Jóns Múla
Arnasonar, hefur þó greinilega
ekki miklar ahyggjur af fjar-
veru hans en virðir fyrir sér
manngrúann við Hðskólann a
iaugardaginn. — DB-mynd
Sv.Þorm.
Bridge á Austurlandi:
Kapparnir úr Reykjavík urðu
að lúta ílægra haldi
Kapparnir Hjalti Élfasson og
Einar Þorfinnsson fra Reykjavfk
urðu að lúta f lægra haldi í
Barómeterkeppni Bridgesam-
bands Austurlands um helgina a
Reyðarfirði. Sigurvegarar urðu
þeir Asgeir Metúsalemsson og
Þorsteinn Ölafsson, Reyðarfirði.
t þriðja sæti urðu þeir Sigurjón
Jónasson og Steinþór Magnússon,
Egilsstöðum. I fjórða sæti kom
sóknarpresturinn a Kolfreyju-
stað, séra Þorleifur Kristmunds-
son og Ólafur Bergþórsson,
Fðskrúðsfirði. I fimmta sæti voru
þeir Sölvi Sigurðsson, Reyðarfirði
og Aðalsteinn Jónsson (Álli riki),
Eskifirði.
Kveðjur voru sendar í allar
attir, en stúlkurnar í Fossvogi eru
greinilega vinsælastar hja
þulnum. Hann hafði símasam-
band við vini og kunningja úti um
bæinn og spurðist fyrir hvernig
þeir heyrðu útsendinguna. Það
kom í ljós að hún heyrðist vel í
Hafnarfirði, Garðabæ. vesturbæ
Fossvogi, Breiðholtshverfum ogi
austurbæ. Þulur tók fram aðn
sendingar heyrðust einnig f
Læragja.
Þulur bað hlustendur endilega
að koma að heimsækja útvarps-
stjóra og sig, ef þeir kæmust f
tæri við laganna þjóna og yrði
stungið bak við ías og sia.
Utvarpað er a FM-bylgju.
Þratt fyrir nafnið Utvarp
Akureyri, þa er það greinilegt að
sent er út einhvers staðar í
Reykjavík.
KP
Innbrot
og
þjófnaðir
um
allan bæ
Tveir menn, sem eru lögregl-
unni aður kunnir fyrir innbrot,
yoru gripnir við tilraun til inn-
brots f Laugavegs Apótek f fyrri-
nótt. íbúar í nærliggjandi húsi
horfðu a þa fara upp vinnupalla
við apótekið og brjótast inn a 3.
hæð. Var lögreglu gert viðvart og
mennirnir voru gripnir aður en
þeim tókst að hefja verknað sinn.
Mikill innbrotafaraldur hefur
verið f borginni og þjófnaðaralda.
Brotizt var inn f Borgartún 1 um
helgina cg er ókannað hvað hvarf.
Þa var stolið úr íbúð við Garðabæ.
70 þúsund kr. var stolið f herbergi
a Hótel Esju og nokkrir teknir
þar sem grunaðir voru. A Bræðra-
borgarstíg 1 var stolið fatnaði úr
verzlun og íbúð. Það mai er
upplýst. Þa var brotizt inn f bfl
við Óðal og stolið bókum. Þjófur-
inn og bækurnar eru fundnar.
Farið var inn f Hagaskóla en
ókannað er hverju stolið var.
ASt.