Dagblaðið - 25.10.1977, Page 5
DACiBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTOBER 1977.
5
Enn þokkalegt ástand íverzlunum
Ástandið versnar ef
verkfallið helzt út vikuna
Enn er astand í verzlunum
nokkuö gott og vöruskortur vegna
verkfalls ekki orðinn verulegur a
nauösynjavöru. En standi verk-
fall út þessa viku gera kaupmenn
rað fyrir því að fjöldi vöruteg-
unda seljist upp, t.d. sykur og
hveiti, erlendar korn- og pappírs-
vörur. Þa eru bananar búnir og
aðrir avextir víða a þrotum. Það
er aiit kaupmanna að þótt verk-
fall leysist bratt taki það a.m.k. 10
daga að jafna þennan skort því
stórar heildsölur eru orðnar vöru-
litlar og sumar viðkvæmar vöru-
tegundir eins og bananar hafa
ekki verið pantaðar og mun þær
því skorta a næstunni.
Sígarettur teknar
að reskjast
Tóbak mun nú víðast þrotið í
verzlunum en a nokkrum stöðum
er enn eftir píputóbak og tóbak til
að vefja sígarettur, en sígarettur
búnar. Það hefur þó gerzt að all-
gamlar sígarettur hafa litíð dags-
ins ljós og í söluturni einum
fékkst í gær Chesterfield pakki og
a honum var miði Landgræðslu-
sjóðs en það er fjöldi ara síðan
hætt var að selja sígarettur með
þessum miðum. Væntanlega hafa
þær veriö farið að þorna nokkuð
og gæðin hafa líklega verið af
skornum skammti.
Verzlanir Siaturfélags Suður-
lands skaru sig þó úr og attu nóg
af sígarettum að undanskildum
Winston sígarettum, en sjoppu-
eigendur voru farnir að kaupa
stóra skammta af sígarettum hja
Siaturfélaginu, þannig að ekki er
ljóst hve lengi birgðirnar endast
þar.
DB hringdi í nokkrar stórverzl-
anir í gær og kannaði astandið
þar. I verzluninni Hagkaup er
tóbak a þrotum svo og bananar og
aðrir avextir að verða búnir.
Dropar fra ÁTVR eru einnig að
kiarast og að sögn Ragnars Har-
aldssonar þrýtur næst kex, kló-
settpappír og eldhúsrúllur.
Guðmundur Gestsson hja SS í
Glæsibæ sagði að enn væri tölu-
vert til af tóbaki því að keyptur
hefði verið tvöfaldur skammtur
fyrir verkfallið, en sjoppueigend-
ur keyptu margir fyrir 50-100 þús-
und kr. hver af sígarettum þannig
að ekki væri gott að segja hvað
þær entust. Það eina sem vantar
eru bananar. I Víði í Starmýri
vantar tóbak, Víðiskaffi, banana
og fljótlega aðra avexti, sykur og
hveiti. 1 Vörumarkaðinum er
farið að bera a vöruskorti en mest
a ónauðsynjavöru en að sögn
Sigurðar Tryggvasonar verður
astandið ljótt ef verkfallið
stendur út vikuna. Þa mun vanta
— Tóbaksleysi
kvelur menn,
sígarettur
þó til ef vel
er leitað
hveiti, sykur, avexti, erlenda
pappírsvöru og erlent þvottaefni.
Ýmislegt drukkið
Eins og skýrt hefur verið fra
eru barir veitingahúsanna óðum
að þorna og eitt veitingahús hefur
þegar lokað. Þar sem opið var
drukku gestir hinar furðulegustu
blöndur og varð ekki öllum gott af
þeim kokkteilum. Það fréttist af
einum sem drakk apríkósulíkjör í
kók og mun hann ekki mæla með
þeirri blöndu í næstu kokkteila-
keppni barþjóna.
-JH.
Chesterfield-pakkinn góði sem
raunar ætti betur heima a minja-
safni en í vasa reykingamanns.
DB-mynd Sv. Þ.
Hassmálið í Frakklandi:
Pilturinn laus—stúlkurnar
losna í næstu viku
— pilturinn í Kanada laus gegn 2 milljón
króna tryggingu
Fangelsisvist íslenzku ung-
mennanna þriggja, sem handtek-
in voru og síðan dæmd fyrir hass-
smygl í Frakklandi í mai sl., er nú
um það bil að ljúka. Pijturinn —
liðlega tvítugur Reykvíkingur —
losnaði úr fangelsinu I Nimes
skammt fra Marseilles í Frakk-
landi í fyrradag en stúlkurnar
tvær losna a miðvikudaginn í
naéstu viku, 2. nóvember, skv.
upplýsingum Péturs Eggerz.
sendiherra.
Upphaflega voru þau dæmd I
allt að þriggja ara fangelsi og nær
þriggja milljón króna sekt en síð-
an tókst lögfræðingi þeirra að fa
sektina verulega lækkaða og hafa
aðstandendur ungmennanna
greitt hana. Þar með féll mestur
hluti fangelsisdómsins niður.
Ungmennin þrjú hyggjast fara
í stutt ferðalag um Evrópu aður
en þau koma heim til íslands, en
þau voru a leið til Norðurlanda
þegar þau voru handtekin við
komuna fra Marokkó til Frakk-
lands 21. maí sl.
Pétur Eggerz skýrði DB einnig millj. ísl. kr.). Er hann nú a íeið
fra þvi að fslenzkur piltur, sem til meginlands Evrópu þar sem
handtekinn var í Kanada um svip- hann hyggst dveljast um sinn.
að leyti með talsvert magn af Það fylgir ekki frelsi þessara
hassi í farangri sínum, hafi nú ungmenna að þau verði að snúa
verið íatinn laus gegn 10 þúsund til slns heima þegar I stað, skv.
kanadískra dala tryggingu (1,9 upplýsingum Dagblaðsins. -OV.
Maison de Arret — fangelsið I Nimes í Frakklandi þar sem íslenzku
stúlkurnar tvær hafa verið í rúma fimm mánuði. Þær losna eftir rúma
viku — en pilturinn, félagi þeirra, losnaði úr prísundinni í fyrradag.
Hann var í öðru miklu eldra fangelsi þar skammt frá. DB-mynd.