Dagblaðið - 25.10.1977, Side 12
Dinamo Kiev ef st í Sovét
Dinamo Kiev, mótherjar ÍA í Evrópu-
keppni meistaraiiða fyrir tveimur árum,
stefnir nú í sovézka meistaratitilinn. Dinamo
Kiev frá Kænugarði hefur nú fjögurra stiga
forustu eftir ósigur Dinamo Tiblisi nú um
helgina. Tiblisi tapaði fyrir Torpedo Moskvu
í Tilblisi, 2—3. Dinamo Kiev sigraði hins
vegar Neftchi frá Baku við Svartahaf 2—0.
Eftir 27 umferðir er staðan efstu liða í
deildakeppninni i Sovétríkjunum.
Dinamo Kiev 27 12 14 1 45-12 38
Dinamo Tiblisi 27 11 12 4 40-26 34
Torpedo Moskva 27 11 10 5 25-19 32
Dinamo Moskva 27 8 15 4 32-20 31
Locomotiv Moskva 26 9 13 4 26-21 31
Athyglisverð eru hin mörgu jafntefli lið-
anna svo og hve lítið virðist skorað í sovézkri'
knattspyrnu. Aðeins Dinamo Kiev og
Dinamo Tibiisi eru þar undantekning — þó í
sjálfu sér skori þau ekki mörg mörk.
Manch. Utd. vann íran
Manch. Utd. lék í gær í Teheran við lands-
lið íran og sigraði 2—0. Þeir Steve Coppell
og Chris McGrath skoruðu mörk United. Iran
hefur mesta möguieika landanna í Asíu og
Eyjaálfu að komast í úrslitakeppni HM í
Argentínu næsta ár. íran hefur fimm stig
eftir þrjá leiki í úrslitakeppninni — eina
landið, sem ekki hefur tapað leik. A Iaugar-
dag gerðu Suður-Kórea og Astralia jafntefli
1-1 í Seoul og eftir þau úrslit eru möguleikar
Astraliu að komast í úrslitin nánast úr sög-
unni.
HM íbridge:
Bandarísku
sveitirnareruefstar
Heimsmeistarar USA-1 tryggðu stöðu sína
á HM í bridge í ManiIIa í gærkvöld með
afgerandi sigri gegn Taiwan, 20-0. USA-1
hefur nú afgerandi forustu eftir sjö
umferðir í Manilla þrátt fyrir tap, mjög
óvænt tap gegn USA-2 í sjöttu umferð, 9-11,
eftir að USA-2 hafði fengið mínus stig í
fyrstu umferð.
Hins vegar töpuðu Evrópumeistarar Svía
fyrir Astralíu 14-6 — og þvi stefnir í úrslit
USA-1 og USA-2 þó baráttan sé enn í
algleymingi. USA-2 tapaði í gærkvöld fyrir
Argentínu þannig að annað sætið er enn
opið. Svíar spila í dag við báðar bandarísku
sveitirnar og þurfa að standa sig vel ef þeir
ætla sér að koma í veg fyrir úrslit USA-1 og
USA-2.
Staðan eftir sjö umferðir — þrjár umferðir
eftir er nú:
1. USA-1 106.75
2. ÚSA-2 76.75
3. Svíþjóð 70.75
4. Argentína 63.00
5. Astralía 50.00
6. Taiwan 42.75
Valur mætir Horvet —
FH til A-Þýzkalands
— Valsmenn mæta ungversku meisturunum Horvet, FH
mætir a-þýzku bikarmeisturunum f rá Frankf urt
Í3. umferð Evrópukeppninnar
„Ég er ánægður með að hafa
fengið ungversku meistarana
Horvet. Það þýðir að við stöndum
jafnt í byrjun, við eigum alveg
jafnmikla möguleika og þeir á að
komast í 3. urnferð," sagði Þórður
Sigurðsson, formaður handknatt-
leiksdeildar Vals eftir að fréttist
að Valur hefði dregizt gegn ung-
versku meisturunum Horvet.
Bikarmeistarar FH fengu hins
vegar öllu erfiðari mótherja, a-
þýzku bikarmeistarana frá
Frankfurt við Oderfljót. Vissu-
lega erfiður leikur Geirs
Hallsteinssonar og félaga. V-'
þýzku bikarmeistararnir, Gumm-
ersbach mæta gamla liðinu hans
Bjarna Jónssonar, Aarhus
KFUM, í 2. umferð — einna at-
hyglisverðasti leikurinn í 2. um-
ferð Evrópukeppni bikarhafa.
Leikirnir fara fram á tímabilinu
8.-20. nóvember.
Annars er i raun aðeins einn
stórleikur í 2. umferð — þá mæia
v-þýzku bikarmeistarnir
Gummersbach gamla liðinu hans
Bjarna Jónssonar, Aarhus
KFUM.
Lugi, liðið hans Jóns Hjaltalíns
í Svíþjóð, mætir VIF Dimitrov frá
Búlgaríu. Annars varð drátturinn
í 2. umferð Evrópukeppni bikar-
hafa í handknattleik: Hapoel,
Israel—Radnicki, Júgóslavíu,
Njarðvíkingar léku tvo leiki í 2.
deila Islandsmótsins í handknatt-
leik í Vestmannaeyjum um helg-
ina, við Tý og Þór, í nýju íþrótta-
höllinni.
Þar sem ekki var flogið tóku
Njarðvíkingar sér far með
Herjólfi klukkan tvö og voru
komnir til Eyja um sex-leytið.
Þrátt fyrir magaólgu og flökur-
leika gekk þeim allvel í fyrri
leiknum gegn Tý, alveg þar til
undir lokin, að þeir misstu niður
tveggja marka forskot, þegar rúm
Hermes, Holland — Strojanry,
Tékkósióvakíu, Gummersbach, V-
Þýzkaland — Aarhus KFUM,
Danmörku, Szegedi, Ungverja-
landi — Barcelona, Spáni,
Anilana Lodz, Pólland — Zurich,
Sviss, Lugi, Svíþjóð — VIF,
Dimitrov, Búlgaríu.Norsku bikar-
meistararnir frá Stavangri mæta
Metz frá Frakklandi.
minúta var til loka, en á þeim
tíma tókst heimamönnum að
jafna, 20:20.
I seinni leiknum gekk allt á
afturfótunum hjá Njarðvíkingun-
um þar til 10 min. voru Iiðnar af
seinni hálfleik. Þórsarar sem
höfðu haft leikinn alveg í hendi
sér og náð 7 marka forskoti,
glopruðu öllu niður og urðu að
sætta sig við tap, 19:20, svo að
Njarðvíkingar fóru með þrjú stig
heimleiðis frá Eyjum.
emm
Geir Hallsteinsson og félagar úr FH fá erfiða andstæðinga í 2. umferð,
a-þýzku bikarmeistarana.
fta/ia - skipar sér aftur á bekk
beztu knattspym
—eftir vonbrigði HM fV-Þýzkalandi líta menn nú til ítalfu
aftur - og þaðan kemur ferskleikasvipur sóknarknattspymu
„ítölsk knattspyrna er ekki það
sem hún var, viðhorf Itala gagn-
vart knattspyrnu hefur
gjörbreytzt,“ sagði Helmut
Schöen landsliðseinvaldur V-
Þjóðverja nýlega eftir sigur
heimsmeistaranna gegn ítölum,
2-1 í Berlín. Leikur V-Þjóðverja
og Itala þótti framúrskarandi
skemmtilegur—leikur ákaflegra
jafnra iiða. ítalir sóttu mjög í
fyrri hálfleik og það var alveg
JUOO
iyriiinariiániskei^
hefst I- nóv. nk.
Japanski þjálfarinn Yoshihiko Yura kennir.
Innritun og uppl. í síma 83295 alla virka
daga frá kl. 13—22.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS
Ármúla 32.
gegn gangi leiksins að V-
Þjóðverjar skoruðu. En V-
Þjóðverjarnir náðu sér betur á
strik í siðari hálfleik þrátt fyrir
nauman sigur, 2-1. Það sem
Schöen átti við, að ítölsk knatt-
spyrna væri ekki þar sem hún
var, er að í stað stífrar varnar-
knattspyrnu leika Italir nú opna
sóknarknattspyrnu — landslið
þeirra er nú á þröskuldi úrslita
HM í Argentínu.
Italska landsliðið er byggt upp
af þröngum kjarna leikmanna frá
liðum iðnaðarborgarinnar Torinó
við rætur Alpafjalla, meisturum
Juventus og Torino. Siðan Enzo
Bearzot tók við stjórn landsliðsins
1975, fyrst í samvinnu við Fluvio
Bernadini, og nú síðast einn,
hefur stíll ftalska landsliðsins
breytzt mjög. Það kom berlega i
ljós í Berlín, það kom enn skýrar
fram nýlega í HM-leiknum við
Finnland þegar eldsnöggir og
liprir framherjar Italíu, með
Bettega í fararbroddi, gjör-
sigruðu Finna 6-1 i Torinó.
Italir eru því á þröskuldi úr-
slita HM í Argentfnu — nánast
aðeins formsatriði að ljúka þeim
leikjum sem eftir eru í riðlinum.
Þar á meðal er síðari leikur Itala
við Englendinga á Wembley. Eng-
lendingar, heimsmeistararnir frá
1966, hafa nánast enga möguleika
á að komast i úrslit HM.
Enzo Berzot er, þrátt fyrir
velgengni undanfarið, ekki of
bjartsýnn: „Við eigum enn tals-
vert í land. Áður en við höldum ti^
Argentínu, munu menn einblina
á V-Þjóðverja og Hollendinga,
jafnvel^ Skota. En við erum á
réttri leið.“ Italía sigraði England
2-0 í Róm í fyrri leik þjóðanna í
HM — raunar sá leikur sem
opnaði hlið að úrslitum HM. En
þrátt fyrir það segir Bearzot, „var
ég ánægðari með leik okkar við
Englendinga í New York á síðasta
ári. Við leikum hreint stórkost-
lega í fyrri hálfleik og höfðum
yfir 2-0 í leikhléi — aðeins til að
tapa 3-2, fengum þrjú mörk á
okkur á 5 mínútum. Sá leikur
veitti mér meiri ánægju vegna
hins góða leiks okkar, en sigurinn
i Róm, þó mikilvægur væri. Leik-
urinn i New York sannaði að við
vorum á rétti leið."
Enzo Bearzot, eftir sigurinn gegn Englendingum í Róm, 2—0.
Italir eru nú að rísa upp aftur
sem stórveldi á knattspyrnu-
sviðinu — eftir niðurlægingu
siðustu heimsmeistarakeppni.
Italir komust í úrslit — en ekki
átta-liða úrslit í V-Þýzkalandi.
ítalir áttu í mesfu erfiðleikum
með að sigra Haiti, voru raunar
undir á tímabili.í síðari hálfleik.
Síðan tap gegn Póllandi og jafn-
tefli gegn Argentínu — og HM
draumurinn búinn. Argentínu-
menn sigruð Haiti 4-1 og komust
áfram á betri markatölu. En
draumurinn var búinn — en það
sem meira var, orðstír ítalskrar
knattspyrnu var f rúst. Jú, Italir
þóttu leika ákaflega neikvæða
knattspyrnu. Þeir hugsuðu meir
um að verjast marki en að skora.
Síðastliðin ár hafa Torinó-
risarnir Juventus og Torino
einokað ítalska knattspyrnu.
Torinó varð ítalskur meistari
1976 eftir lægð margra undan-
farinna ára — en Juventus
hreppti titilinn í vor eftir mikla
baráttu við Torino — sem tapaði
aðeins einum leik allt keppnis-
tímabilið.
Juventus hefur nú tekið
forustu í 1. deildinni á Ítalíu, eftir
fimm umferðir—hefur hlotið sjö
stig. Um helgina vann Juventus
stórsigur, sigraði Fiorentina 5-1 í
Torínó. Nágrannar þeirra,
Torinó, töpuðu hins vegar 1-0
gegn Foggia.
Annars urðu úrslit á Italíu um
helgina
Atlanta-Napoli 1-1
Bologna-Perugia 2-3
Foggia-Torino 1-0
Genúa-Verona 2-2
Inter Milanó-Lazio 1-1
Juventus-Fiorentina 5-1
Vicenza-Pescara 1-1
Roma-AC Milanó 1-2
Staða efstu liða eftir fimm
umferðir á Italíu er nú
Juventus 5 3 1 1 13-6 7
Genúa 5 2 3 0 8-5 7
AC Milanó 5 2 3 0 9-6 7
Perugia 5 3 1 1 9-8 7
Atlanta 5 1 4 0 5-4 6
ísland mætir Noregi
á NM í Reykjavík!
—á f immtudag. ísland í riðli með Dönum og Norðmönnum
Svíar mæta Færeyingum og Finnum
Norðurlandamótið í handknatt-
leik hefst í Reykjavík á fimmtu-
dag með leik íslands og Noregs í
Laugardalshöll. Síðan leika
Islendingar við Dani, and-
stæðinga sína í HM í Danmörku.
Arangurs íslenzka liðsins er
beðið með mikilli eftirvæntingu
— raunverulega eru helztu fyrstu
marktæku Iandsleikir íslands
eftir B-keppnina í Austurríki.
Nú þegar verkfalli BSRB er
lokið er ekkert spurningarmerki
yfir HM í handknattleik — af því
verður. Island er í riðli með
Dönum og Norðmönnum, Svíar fá
hins vegar létta leiki, Færeyinga
og Finna. Fyrsti leikur NM
verður á fimmtudag, þá mætast í
Laugardalshöll Færeyingar og
Finnar. Að loknum þeim leik
mæta íslendingar Norðmönnum.
Síðan leika íslendingar við
Dani á laugardag — og úrslit NM
verða á sunnudag. Til stóð að
ljúka fjórum umferðum fyrir NM
í Reykjavik. En vegna verkfalls
BSRB tókst það ekki — aðeins
KR hefur lokið fjórum leikjum.
íþróttir
Allar líkur eru á að tslands-
mótinu verði frestað framyfir HM
i Danmörku. Fjórir leikir eru
eftir af þeim fjórum umferðum
sem fyrirhugaðar voru — það er,
Haukar-Armann, FH-Valur, ÍR-
Fram og Víkingur-FH. Þó er ekki
endanlega gengið frá því — en
næsta vfst að leikir risanna
þriggja, Vals, Víkings og FH,
verði frestað.
Eftir NM í Reykjavík mun
ísienzka liðið halda til V-
Þýzkalands, leika þar tvo lands-
leiki við V-Þjóðverja. Þeir verða
4. og 5. nóvember. Þá verður
haldið í æfingabúðir í Póllandi —
þar tekur landsliðsþjálfarinn,
Janusz Czerwinski við stjórn —
og tveir landsleikir verða við Pól-
land. Þá verður farið til Svíþjóðar
og leikið 16. og 17. nóvember við
Svía, sigurvegarana frá B-
Björgvin Björgvinsson, íslena-
ingar munu sakna hans í NM.
keppninni í Austurriki. Þá loks
koma landsliðsmennirnir heim úr
löngu ferðalagi — og í desember
verða landsleikir við Frakka eða
Hollendinga og Ungverja.