Dagblaðið - 31.10.1977, Qupperneq 9
\N
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 31. OKTÖBER 1977.
RÁN HOLLENZKA AUÐMANWSINS:
Fjárkröfumar allt
niður í tuttugu og
fimm þúsimd krónur
Ættingjar hollenzka
auðmannsins Mauritas Caransa
bíða með óþreyju eftir að
ræningjar hans láti eitthvað
frá sér heyra. Ekkert sem lög-
reglan telur mark takandi á
hefur borizt frá þeim siðan á
föstudagsmorgun, þegar hinum
sextiu og eins árs auðmanni var
kippt upp í rauða bifreið fyrir
utan spilaklúbb i Amsterdam,.
Alls konar fólk er sagt hafa
hringt bæði til lögreglu og dag-
blaða og talið sig vera ræningja
Caransa.
Fjölskylda hans sendi í gær
skilaboð til ræningjanna þar
sem þeir voru fyrir alla muni
beðnir um að gefa á einhvern
hátt til kynna að þeir hefðu
hann í haldi og hverjar kröfur
þeir gerðu til lausnar honum.
Lögreglan er sögð styðja
beiðni fjölskyldu hins rænda
manns. Annars hefur hún
kvartað yfir að mikil truflun
hafi orðið af upphringingum
frá alls konar rugluðu fólki,
sem ýmist teldi sig vera
fulltrúa samtaka eins og þeirra
sem rændu og myrtu vestur-
þýzka iðjuhöldinn Hans Martin
Schleyer eða það krefðist fjár-
upphæða tiUausnar Caransa.
Hæsta krafan var um eina
milljón og sex hundruð og
'fimmtíu þúsund dollarar eða
jafnvirði um það bil 350
milljóna króna.
Einn sem hringdi var þó
miklu nægjusamari og sagðist
mundi sér láta nægja upphæð
sem svara til 25.000 króna.
Um hádegi í dag eru liðnar
um það bil sjötíu klukku-
stundir síðan Caransa var rænt
og • hvorki yfirvöldum né
ættingjum er enn ljóst hvers
ræningjarnir munu krefjast.
Ekki er heldur ljóst hvort
peningar eru þeim efst í huga
eða einhverjar hugsjónaá-
stæður eru taldar liggja að
baki.
Hubert Humphrey hlaut hlýlegar viðtökur, þegar hann kom í fyrsta
skipti til vinnu sinnar í öldungadeild bandaríska þingsins í YVashing-
ton eftir að hann varð að gangast undir aðgerð vegna krabbameins í
ágúst siðastliðnum. A myndinni heilsar hann viðstöddum fyrir utan
þingbygginguna.
Sonur Hitlers
fundinn eftir
tólf ára leit
— Hitler hitti móður hans í Frakklandi
árið 1918 þegar hann gegndi
herþjónustu
Vestur-þýzkur sagnfræðingur,
Werner Maser, hefur gefið út þá
yfirlýsingu að hann hafi fundið
son Hitlers eftir 12 ára leit.
Sagnfræðingurinn sagði í sím-
tali við Reutersfréttastofuna, að
maðurinn bæri nafnið Jean
Lorret. Hann ætti heima í Norður
Frakklandi, nálægt þýzku landa-
mærunum. Maser sagði að ekki
væri hægt að gefa upp nákvæmt
heimilisfang mannsins að svo
stöddu.
Werner Maser hefur rannsakað
Hitlers-tímabilið í Þýzkalandi
töluvert. Það var fyrir tveim
árum að hann komst að því að
Hitler ætti son, sem nú er 59 ára
gamall og faðir níu barna. Móður
hans á Hitler að hafa hitt 1918,
þegar hann gegndi herþjónustu í
fyrra stríði. Hún lézt í París árið
1951. Það var ekki fyrr en nokkru
áður en hún lézt að hún skýrði frá
því að sonurinn væri afkomandi
Hitlers.
Lorret vill Ijóstra þvi upp nver
hann er, vegna þess að hann á
ekki langt eftir ólifað Maser segir
að hann sé ekki mikið veikur, en
hann sé ímyndunarveikur og geri
meira úr veikindum sínum en
ástæða sé til.
Hitler gerði nokkrar tilraunir
til að finna móður drengsins. Það
er sannað að hann gerði sér ferð
árið 1941 til að reyna að hafa upp
á þeim. Með í förinni var Heinz
Linge, aðstoðarmaður Hitlers.
Þeir Ieituðu að bústað sonarins og
móður hans, en án árangurs. Ári
síðar hafði Gestapó upp á drengn-
um. Læknar Hitlers tóku hann i
heljarmikla rannsókn og
yfirheyrðu.
Sagnfræðingurinn Werner
Maser, segir að mikill áhugi sé á
yfirlýsingu hans og blöð um allan
heim hafi sýnt áhuga á að fá
fréttir. Þýzk blöð hafa ekki tekið
við sér enn, að sögn Maser, en
undanfarið hefur verið mikið rit-
að um Hitler og ævi hans í þýzk
blöð. Almenningur hefur sýnt
mikinn áhuga á því að fræðast um
þetta tímabil f þýzkri sögu.
Stuðningsfóik Baader Meinhof hópsins vestur-þýzka taiui oruggara aó
hyija andlit sín, þegar það bar mótmælaborða vegna láts þriggja félaga
samtakanna i fangelsi. A borðanum stendur: Gudrun, Andreas og Jan
voru pínd og myrt í Stammheim fangelsinu. Þettá er þveröfugt við
skoðun fangelsisyfirvalda, sem halda því fram að þremenningarnir
hafi svip siálfa sie lífi.
Sérstök stilling fyrir straufri efni — auöveldari notkun.
BlO-kerfi — lengir þvottatimann fyrir óhreinan þvott.
Ryöfritt stál i tromlu og vatnsbelg — lengri endingartimi.
3falt öryggi á hurö — örugg fyrir börn.
3 hólf fyrir þvottaefni og mýkingarefni.
Lósigti aö framan — auöveit að hreinsa — útilokar bilanir.
Vinduhraði 520 snún/min — auöveld eftirmeöferö þvottar.
Vökvademparar — mjúkur, hljóölaus gangur.
60cm breiö, 55 cm djúp, 85cm há.
Islenskur leiðarvisir fylgir hverri vél.
Vörumarkaðurinnhf.
^rínúl^a^iini8611I
Electrolux þvottavélin er til á lager
á þessum útsölustööum:
AKRANES: Þóróur Hjálmarsson,
BORGARNES: Kf. Borgfiróinga,
PATREKSFJORÐUR: Baldvin Kristjánsson
tSAFJÖRÐUR: Straumur hf.,
BOLUNGARVIK: Jón Fr. Einarsson,
BLONDUÖS: Kf. Húnvetninga,
SIGLUFJÖRÐUR: Gestur Fanndal,
ÖLAFSFJÖRÐUR: Raftækjavinnustofan sf.,
AKUREYRI: Akurvik hf.,
HOSAVtK: Grimur og Arni,
VOPNAFJORÐUR: Kf. Vopnfiróinga,
EGILSSTAÐIR: Kf. Héraösbúa,
ESKIFJÖRÐUR: Pöntunarfélag Eskfiróinga
HÖEN: KASK,
ÞYKKVIBÆR: Friórik Friöriksson,
VESTMANNAEYJAR: Kjarni sf„
KEFLAVIK: Stapafell hf.
Electrolux
ELECTROLZJX WH 38
ERHESTSELDA
M OTTil ÉUX ZSIÍMÓD
1 árs
ábyrgð
Electrolux
þjónusta.
Hagstæð
greiðslu-
kjör.