Dagblaðið - 07.11.1977, Side 2

Dagblaðið - 07.11.1977, Side 2
2 ✓ DAGBLAÐIÐ. MANUDAGPR 7. NÖVEMBER 1977. BLAÐALESTUR OPINBERRA STARFSMANNA í VINNUTÍMANUM KOSTAR ÞÚSUND DAGSVERK M.G.Þ. sendi mjög athyglisvert bréf sem ætti að vekja ráða- menn þjóðarinnar tii umhugsunar: Mig langar til þess að bera fram tvær fyrirspurnir til Matthíasar Mathiesen fjármála- ráðherra: Gerir ráðherrann sér ljóst að líklega tapast um eitt þúsund dagsverk á dag vegna tilvistar og lesturs dagblaða á vinnustöðum opinberra starfs- manna? Opinberir starfsmenn eru taldir nálægt 18 þúsund manns (nærri fimmti hver vinnandi maður er opinber starfs- maður). Við skulum segja að hálftími fari i blaðalestur hjá hverjum, sem er mjög vægt reiknað, ásamt því að þá er ekki gert ráð fyrir að allir opinberir starfsmenn lesi blöðin I vinnu- tíma sínum. Otkoman úr dæminu er minnst átta þúsund vinnustundir og ef vinnutíminn er átta tímar á dag, þá eru þett ÞAÐER SANNFÆRANDI og vissuiega góð meðmæli með vöru þegar opinberar stofnanir og verktakar sjá sér hag í að hagnýta sér hana. Slík innkaup eru byggð á beinhörðum sparnaðarsjónar-: miðum og ekki viðhöfð nema fyrir liggi ótvíræð sönnun um rekstrarhagkvæmni. Nú þegar eru á annað hundrað LUMENITION kveikjur í notkun hjá slikum aðilum og nær 3000 einstaklingum. Kynnið ykkur þeirra reynslu. ésm HABERG h£ Skelfunni 3e*Simi 3' PALMi Póstsendum eitt þúsund dagsverk! Ef opinberum starfsmönnum væri bannað að lesa blöðin f, vinnutima sínum mætti segja upp minnst eitt þúsund manns, sem kæpii sér vel víða. Jafn- framt mætti hækka kaup hinna, að ótöldu þvi sem oft gleymist, að veita mætti vinnu- veitandanum, það er al- menningi, betri þjónustu, sér- staklega ef opinberir starfs- menn tækju nú upp á að vinna jafnvel á vinnustöðum sinum og við verkfallsvörzlu. Þá vil ég skora á f jármálaráð- herra að upplýsa hvort rétt sé, eins og sagt er manna á meðal, að mestallur vinnutfmi Kristjáns Thorlacius, sem sagður er fulltrúi I fjármála- ráðuneytinu, fari I störf í þágu BSRB og sumarbústaða þeirra i Borgarfirði? Ef þetta er rétt, þó ekki væri nema að litlu leyti, erþaðórétt- læti að ríkið borgi starfsmanni BSRB laun þar sem önnur stéttarfélög fá ekki sömu fyrir- greiðslu hjá ríkinu. Þarna eru jú rikisstarfsmenn að semja við rikisstarfsmenn. Svipuð fyrirspurn hefur áður kornið fram íblöðunum og ekki verið svarað. Við skattborgarar teljum okkur eiga rétt á svörum og skiljum ekki feimnina. Hringiðísíma 27022 millikl.l3ogl5 Geta húseigendur farið með f ólk eins og þeim dettur íhug? Nauðsyniegt að breyta lögunum um örorku, segir bréf ritari sem nef nir nokkur dæmi um okurhúsaleigu öryrki skrifar: Nú er orðið svo að mér kreppt að ég er að springa, svo ég sezt niður til þess að létta á mér. Ég er ein þeirra, sem er ekki svo heppin að eiga hús- næði sjálf. Þess vegna hef ég verið nokkuð lengi að líta i kringum mig eftir þessari lífs- nauðsyn, sem húsnæði er. Ég ætla aðeins að nefna tvö dæmi, þó af miklu sé að taka. I öðru tilfellinu er auglýst 16 fer- metra herbergi með aðgangi að eldhúsi, snyrtiherbergi og þvottahúsi I kjallara. Viðkom- andi átti að hafa þetta sam- eiginlegt með einhverjum öðr- um tveim manneskjum og átti vistin að kosta kr. 22.000 á mán- uði. Herbergið átti að vísu að vera sér. En það sem eigandi eða umboðsmaður spurði um var svo fyrir neðan allar hellur að ég læt það flakka með: Notar þú áfengi? Reykir þú? Koma margir til þin? Mundir þú gefa upp húsaleigu? Eg spyr: Er það ekki gróf skerðing á mannréttindum að ætlast til þess að fólk gangi að svona skilmálum, þó það sé þannig statt að það þurfi að vera upp á aðra komið með hús- næði? Hin hörmungin sem ég ætla að segja frá er svona: Tvö sam- liggjandi risherbergi til leigu. Sérinngangur, eldunaraðstaða og aðgangur að snyrtingu. Þetta átti bara að kosta litlar 40 þúsund krónur á mánuði og tiu mánuði fyrirfram. Snoturt það. Og enn spyr ég: Er ekkert eftirlit með þessum hlutum lengur? Mega þeir menn, sem eiga íbúðirnar fara með fólk eins og þeim dettur í hug? Eg hélt nú að það væri lagabrot að draga undan skatti? Kannski eru það bara sumir sem fá bágt fyrir það ef þeir eru nógu litlir og hafa þvi litlu stolið. Ég verð að segja eins og er að mér býður við þessu þjóðféfagi, eins og það er orðið rotið og skítugt. Gildandi lög um örorku eru hreinasta skömm Svo ætla ég I framhaldi af þessu að nefna annað, er ég tel vera þjóðarskömm og það eru gildandi lög um örorku. Hér á landi er hæsta örorka 75%. Það er að segja fyrir einstakling. örorkulífeyrir er kr. 30.500, tekjutrygging 26.700, nýja heimilisuppbótin (sem er aðeins fyrir þá sem búa einir) kr. 10.000 og gerir þetta samtals 67.270. Sæmilegur biti það. Af þessari upphæð fara kr. 30 þúsund í húsaleigu, sem er lágmark fyrir tveggja her- bergja fbúð i dag. Þá eru eftir 37.270 kr. og með þvi áttu að greiða hita, rafmagn, mat, fatn- að og allar aðrar persónulegar þarfir. Við skulum segja að þú verðir fyrir því óhappi að slasast og það slys komi til með að valda þér varanlegri fötlun, þá færðu ekki dagpeninga og ekki slysabætur nema að vera sérstaklega tryggður. Hvers vegna ekki? Svarið er á þá leið að þú varst orðinn 75% öryrki áður en óhappið gerðist. Jafnvel þó sú fötlun sem af óhappinu verður valdi því að viðkomandi er miklu verr staddur en áður til þess að bjarga sér eitthvað sjálfur. Nú, ekki alls fyrir löngu, var forsætisráðherra okkar að lýsa því fyrir Rússum að á Islandi væri lýðræði í hávegum haft. Ef þessi dæmi sem ég hef talið upp og get staðfest eru lýðræði í framkvæmd þá fer ég nú að skammast mín fyrir að vera Is- lendingur. Ég ætla nú samt að leyfa mér að skora á beztu menn sem sitja á háttvirtu alþingi að taka þessi Ekki sitja allir öryrkjar við sama borð, sumir eru betur settir en aðrir. Þessi gamli maður er að hvíla sig i haustsól- inni á Austurvelli á dögunum. DB-mynd Bjarnleifur. lög til rækilegrar endurskoðun- ar. Fjöldinn af þessu fólki, sem svona er ástatt um, er einmitt kynslóðin sem er búin að skila af sér löngu dagsverki og fjölda afkomenda sem eru þjóðinni til sóma. Þess er þó jafnframt skylt að geta að Reykjavíkurborg lætur fólk ekki deyja úr hungri en þung geta þau spor verið, ekki sízt fyrir þá sem frekar hafa verið veitendur en þiggjendur. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning tek ég fram að það sitja ekki allir öryrkjar við sama borð hvað afkomu snertir. Margt af þessu fólki á eignir og getur- keypt sér þá þjónustu sem það hefur áhuga á. En þrátt fyrir það, hinir eru samt alltof margir.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.