Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.11.1977, Qupperneq 4

Dagblaðið - 07.11.1977, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGyR 7. NÓVEMBER 1977. Flugleiðir hefjá f lug til Gautaborgar á nýjan leik Lent á hinum nýja Landvett er f lugvelli í Gautaborg Flugleiðir hófu flug tii Gautaborgar á nýjan leik sl. laugardag er flogið var þangað með Boeing 727 þotunni Sólfaxa með viðkomu 5 Kaupmanna-| höfn. I Gautaborg var lent á hinum nýja Landvetter flug- velli sem opnaður var í október sl. Það er mjög fullkominn alþjóðaflugvöllur er leysir Thorslandaflugvöllinnaf hólmi. Loftleiðir héldu uppi flugi til Gautaborgar frá 1954 til 1971 en þá hafði fél. tekið í þjón- ustu sina þotur af gerðinni DC 8 og í stað GautaborgarflugS var hafið flug til Stokkhólms. Vorð 1973 hóf Flugfélag Islands flug til Gautaborgar með Boeing 727 þotum en það sumar voru félögin tvö sam- einuð og Flugleiðir stofnaðar. Þegar millilandaflug félaganna var samræmt var Gautaborgar- flugið lagt niður en Stokkhólsmflugi haldið áfram. En nú hefur þráðurinn verið tekinn upp á nýjan leik og haldið verður uppi réglu- legu áætlunarflugi til Gauta- borgar. Flugstjóri Sólfaxa i þessapj fýrstu ferð til Landvetter flug- vallar var Ingimundur Þor- steinsson og með í förinni var Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða og frétta- menn islenzku fjölmiðlanna. Svæðisstjóri Flugleiða í Sviþjóð er Björn Steenstrup. -JH. Sólfaxi á Landvetterflugvellin- um í Gautaborg. Sérstakir „flngur“ koma að dyrum vélar- innar og farþegar ganga þar i gegn inn í flughöfnina. DB-mynd JH. Kaupmenn — Innkaupastjórar Skartgripir og gjafavörur í úrvali Heildsölubirgðir GOÐAFELL Heildverzlun Hallveigarstíg 10, sími 14733 Fifu skáparnfr eru ný form sem skapa fjölda möguleika og gerir innréttingar mun aögengilegri en áöur, auöveldar einnig endur- nýjun og breytingar á eldri husnæöum. Ytri fletir Fffu skápa eru spónlagöir mefi Lamelspæni, hnotu, eik efia gullálmi, I harfiplasti getifi þér valifi eigin liti. Fífu skápareru sérstaklega ódýrlr. Kynnifi yfiur verfi og gæfii, leitlfi tilboöa. Fifa er fundin lausn. HÖFUM SÝNINGARELDHUS KOMIÐ OG SKOÐIÐ. UPPLÝSINGABÆKLINGAR LIGGJA FRAMMI. HUSGAGNAVINNUSTOFA AUÐBREKKU 53 SÍMI 43820. ÍSLENZK PLATA UM EMIL í KATTHOLTI Barnaeftirlætið Emil í Katt- holti er að vísu horfinn af sjónvarpsskjánum en undir mánaðamótin kemur út hér íslenzk plata með söngvum og leik úr myndaflokknum. Platan ber heitið „Emil I Kattholti*1 eftir sjónvarpsþáttunum en Böðvar Guðmundsson hefur þýtt texta Astrid Lindgren. Það er ungur sveinn, Helgi Hjörvar, sem leikur og syngur Emil á plötunni. Pabba hans leikur og syngur Arni Tryggas. Sigrún „Diddú“ Hjálmtýsdóttir er Lína, Þóra Friðriksd. er mamma Emils, Nina Sveinsdóttir er Maja gamla, Arnar Jónsson er Alfreð, Margrét örnólfsd. leik- ur ídu, systur Emils og einnig leikur Valdimar Helgason hlut- verk. Sögumaður og leikstjóri er Helga Jónsdóttir en útsetningu og tónstjórn annast Karl Sighvats- son. Aðrir tónlistarmenn eru Egg- ert Þorleifsson, Sigurður Karls- son, Þórður Arnason, Sigurður Rúnar Jónsson og Áskell Másson. Utgefandi plötunnar um Emil í Kattholti er AA-hljómplötur. -OV. Foðurverðið: Bústólpi býður betur en KEA Undanfarið hefur orðið mikil verðlækkun á fóðurvörum — eins og raunar var skýrt frá í DB í vikunni. Astæða hinna miklu verðlækkana er góð kornuppskera víðast hvar um heim. Við skýrðum frá því að KEA hefði einna lægst fóður- verð hér á landi — tonnið af A-blöndu frá FAF kostar hjá KEA 40.500 krónur heimkomið. Jón Heiðar Kristinsson hjá Bústólpa á Akureyri vildi koma því á framfæri að Bústólpi hefði lægra fóðurverð en KEA — nú kostaði tonnið 40.300 kr. heimkomið en í sumar hefði verðmismunur verið mun meiri. -h. halls. Vann allar 18 hraðskákir sínar — og varð hraðskákmeistari Austurlands Tuttugu og tveir keppendur mættu til leiks, er hraðskákmót Austurlands var haldið á Eski- firði, 30. október sl. Þótti það lítil mæting og léleg, endurparg ti í síld og vinnu við hana. Telldar voru 9 umferðir eftir Monradkerfi, 2 skákir á 10 mínútum. Hraðskákmeistaii Ausiurlands varð Trausti Björnsson Eski- firði með 18 vinninga — vann allar sínar skákir. Annar varð Gunnar Finnsson Eskifirði með 15 vinninga og síðan komu Jóhann Þorsteinsson Reyðar- firði með 14'/í, Hákon' Sófus- son.Eskifirði með 10V4, Emil Thorarensen, Eskifirði og Mag- nús Ingólfsson, Egilsstöðum medlO vinninga. -Regina/ASt. Snjáð budda saknar eiganda síns „Eg get ekki með nokkru móti snert þessa peninga. Ég á þá ekki, þótt ég fyndi þá af tilviljun," sagði kona sem hafði samband við Dagblaðið. „Það gæti verið að eig- andinn hefði ekki efni á að aug- lýsa eftir buddunni eða teldi litla von um árangur slíkrar auglýsing- ar. Ég væri Dagblaðinu þakklát fyrir að taka þátt 1 því að þessi snjáða budda kæmist aftur í hendur eiganda síns,“ sagði þessi heiðarlega kona. Buddan fannst sl. miðvikudags- kvöld á gangstéttinni við Hring- barut á milli Ljósvallagötu og Brávallagötu. 1 henni er fjárhæð sem einhvern kynni að muna tals- vert um. Dagblaðinu er ánægja að því að koma þessum upplýsingum á framfæri í von um að eigandinn hafi samband við ritstjórn og endurheimti buddu sína. Hvort sem hún hefur um dagana geymt meira eða minna af þeim verð- mætum, sem mölur og ryð frá grandað erum við sammála heiðarlegum finnanda um að eig- anda gæti munað um það sem I henni er nú. -GS. Ásgeir Pétursson f er ekki í framboð Ásgeir Pétursson, sýslumaður i Borgarnesi gefur ekki kost á sér i alþingisprófkjör í Vesturlands- kjördæmi. I frétt í DB í gær var talið víst að Ásgeir færi i þetta prófkjör, enda Vitað um stuðning fjölda manna í kjördæminu við þá hugmynd. Þá var og vitað að hann hafði ekki tekið fjarri áskorunum um að verða í prófkjörinu, þar til hann tók ákvörðun um að gefa ekki kost á sér, tiltölulega skömmu áður en framboðsfrestur rann út. Þeir, sem DB fullyrti að yrðu í prófkjörsframboðinu verða það allir, eins og fréttin sagði. -BS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.