Dagblaðið - 07.11.1977, Síða 7

Dagblaðið - 07.11.1977, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1977. J Siðumúlafangelsið í Revkjavik. Upphaflega byggt sem bílagevmsla lögreglunnar en tekið í notkun sem ga'/luvarrthatdsfangelsi 197II. Sem slikt þvkir það þvi sem na*st ónothæft en verður að duga. fyrirgefningar en tekið jafnframt fram, að hann vissi ekki fyrir hvað. Hann segist þá hafa verið losaður og færður í sinn klefa. Hann telur að hann hafi legið í járnum í 4 tíma. „Strekktur“ milli stóls og rúms Tveimur dögum síðar kom fangi A fyrir dóminn á Litla Hrauni, þar sem hann var þá til að afplána refsingu sína. Hann skýrði frá því að hann hefði verið járnaður á fótum i eina viku þeg- ar upp komst um bréfaskipti sem 'hann hafði átt við Sævar M. Ciesielski, er var i klefa beint á móti honum í fangelsinu. Þá bar það við að hann fékk að fara að salerni um miðja nótt en gleymdi að líta á klukkuna þar frammi og hringdi síðan aftur á fangavörð- inn til að spyrja hvað tímanum liði. Síðan segir í dómsskýrslunni frá 8. október í fyrraL „Hann segir að fangavörðurinn hafi þá spurt, hvort hann hefði ekki getað gáð að því meðan hann var frammi. Þá segist A hafa sagt: „Hvað ert þú að þenja þig litli minn?“Skömmu seinna segist hann hafa vcrið settur í handjárn. Harin kveðst hafa mótmælt þeirri meðferð og segir að sér hafi verið sagt að halda kjafti. Hann kveðst ekki hafa þagnað. Þá segir hann að hann hafi verið lagður á gólfið og strekktur milli borðs og rúms, sem eru fest í ‘gólf- ið. Hann kveðst ekki vita hvað hann var hafður þannig lengi en eftir að hann hafði verið þannig í um 15 mínútur kveðst hann hafa farið að finna til mikils sársauka sem jókst eftir því sem á leið. Hann kveðst ekki vita hve lengi hann var þannig strekktur. Hann segir að sársaukinn hafi verið sá mesti sem hann hafi kynnzt. Hann segist hafa tárazt af reiði og sárs- auka en kveðst ekki hafa hljóðað. Hann segist hafa fundið til i öll- um vöðvum, sem voru strekktir. Hann segir að fótajárnin hafi verið fest um borðfót, svert rör sem er undir miðju borðinu. Hann segir að síðan hafi hendurn- ar verið teygðar yfir höfuðið og festar við rúmfót með einu fót- járni og tveimur handjárnum. Hann segist hafa kallað og beðið um að fá að fara á salerni meðan hann var í þessu ástandi. Hann segist hafa fengið neitun. Hann segist hafa kallað svo hátt að lík- lega hafi allir heyrt. Hann segir að þetta sé lítið miðað við það sem Sævar (Ciesielski) hafi sagt frá í sínum bréfum um meðferð á sér. Vitnið sýnir dómaranum ökla sína og úlnliði. Við lauslega skoðun virðist sem merki sem hann ber, einkum á ökklum, geti verið eftir fót- og handjárn." Bréfin fró Sœvari flýttu fyrir úttekt A skýrði siðan frá því fyrir dóminum að þegar hann hafi verið laus úr gæzluvarðhaldinu hafi hann verið með bréf ásérfrá Sævari Ciesielski, sem fangu- vcrðirnir hafi ekki fundið. Þegar .dómur hafði verið kveðinn upp yfii- hnnuin í Hafnarfirði, þar sem hann á varnarþing, var hann látinn laus og sýndi bréfin þremur félögum sínum í bíl fyrir utan sýsluskrifstofuna í Hafnar- firði. Reyndi hann sfðan að selja nokkrum blöðum og tímaritum bréfin, eins og rakið var í DB á sínum tíma, en áður en gat orðið -af sölunni var hann sóttur heim til sín af tveimur rannsóknarlög- reglumönnum. Var hann fluttur i Síðumúlafangelsið aftur og kveður A annan lögreglumanninn hafa slegið sig þrisvar utan undir með flötum lófa á leiðinni. í sama mund ók bíll fram hjá þeim og segir A við lögreglumanninn að þarna hefði orðið vitni að bar- smíðinni. Lögreglumaðurinn ógn. aði A, að hans sögn í réttarhald- inu, og sagði að hann myndi ekki vera vinsæll i Síðumúlafang- elsinu. Síðan segir í dómsskýrslunni: „Hann segir að þegar komið hafi verið í Síðumúlafangelsið hafi hann verið yfirheyrður og reynt að fá sig til að undirrita yfirlýsingu um að bréfin frá Sævari væru fölsuð. Hann segist hafa verið búinn að viðurkenna að hann hefði bréfin, en kveðst hafa sagt að hann hefði selt þau Fylkingunni. Hann kveðst hafa viljað losna við húsleit." Eftir þetta var A úrskurðaður í refsiúttekt sem hófst undir kvöld þennan dag I beinu framhaldi af fyrirhugaðri bréfasölu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.