Dagblaðið - 07.11.1977, Page 10

Dagblaðið - 07.11.1977, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. NOVEMBER 1977. Útgefandi Dagblaftiö hf. Framkveemdastjóri: Sveinn R. tyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón' Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Símonarson. AAstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaftamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurftsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurftsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Hörftur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjori: Ólafur Eyjolfsson. Gjaldkorí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsfmi blaflsins 27022 (10 llnur). Askrift 1500 kr. á mánuði Innsnlsnds. I Isusssökj 80 k» ótmaKio. Sotning og umbrot: Dagblaflið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Myndaog plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Vemdar ekki gjaldeyrí Nauðsynlegt er að gera upp gjaldeyrisdæmi landbúnaðarins, þegar þjóðhagslegt gildi atvinnu- greinarinnar er metið. Sumpart notar landbúnaðurinn gjaldeyri, sumpart aflar hann gjaldeyris eða sparar hann og sumpart hindrar hann þjóðina í að beita kröftum sínum að arðbærum verkefnum, sem afla gjaldeyris eða spara hann. Árið 1975 notaði landbúnaðurinn gjaldeyri fyrir 4400 milljónir króna. Fyrir þetta var keypt skepnufóður, tilbúinn áburður, eldsneyti og vélar til landbúnaðar. Þessi háa tala endur- speglar annars vegar mikla tæknivæðingu og hins vegar rýra landkosti, sem kalla á mikinn áburð og mikið fóður. Sama ár aflaði landbúnaðurinn og búvöru- iðnaðurinn gjaldeyris fyrir 3300 milljónir króna. Fyrir þetta var selt kjöt, ullr gærur, skinn, húðir, ullarteppi, lopi, band og prjóna- vörur. Annars vegar er þarna um að ræða uppbótavörurnar frægu og hins vegar iðnaðar- vörur, sem nokkrar vonir hafa verið bundnar við. Dæmi gjaldeyrisöflunar og gjaldeyrisnotk- unar er landbúnaðinum verulega óhagstætt samkvæmt þessu. En auðvitað sparar landbún- aðurinn nokkurn gjaldeyri. Erfitt er að meta þann sparnað, því að verð landbúnaðarafurða er hér á landi óheyrilega miklu hærra en í nágrannalöndunum. Hér í þessum dálkum hefur verið stungið upp á innflutningi nautakjöts,svínakjöts,kjúkl- inga, eggja, smjörs og kartaflna. Ef allar þessar vörur væru eingöngu fluttar inn og engar framleiddar hér heima, yrði kostnaðurinn í erlendum gjaldeyri um 3000 mijljónir króna. Þar með er gjaldeyrisdæmi landbúnaðarins komið í nokkurn plús. En þá er eftir að taka tillit til þess, að óhemjulegt vinnuafl fer í landbúnað, vinnslu landbúnaðarafurða og bú- vöruiðnað. Telja má öruggt, að finna megi raunhæfari verkefni fyrir mikið af þessu fólki, úr því að framboð atvinnutækifæra er mun meira en eftirspurnin. Að svo miklu leyti sem arðbær verkefni bíða vinnufúsra handa hér á landi, er þar um að ræða starfsemi, sem annaðhvort aflar gjald- eyris eða sparar hann. Að svo miklu leyti sem slíkt vinnuafl er bundið í landbúnaði, vinnslu landbúnaðarafurða og búvöruiðnaði, hindrar það þessa gjaldeyrisöflun og gjaldeyrissparnað. Hér verður ekki gerð tilraun til að meta þessa stöðu til gjaldeyris, enda leikur mikil óvissa um möguleikana á arðbærum verkefn- um fyrir fólk, sem bætist á vinnumarkaðinn. Það ætti þó að vera ljóst, að möguleikarnir eru mun meiri en sem nemur þeim gjaldeyri, er færi í að kaupa erlendar landbúnaðarafurðir. Niðurstaðan verður því sú, að gjaldeyris- dæmið sé landbúnaðinum óhagstætt. Hann notar mikinn gjaldeyri án þess að spara mikinn gjaldeyri í þeim vörum, sem ella yrði að flytja inn. Þar að auki aflar hann ekki mikils gjald- eyris, þrátt fyrir gífurlegar fórnir skattgreið- enda í útflutningsuppbótum. FILMUVERÐ Á ÍSLANDI Hinn 11. okt. sl. birtist grein i Dagblaðinu eftir Gísla Jónsson prófessor um hið háa verð á ijósmyndafilmum á tslandi. Hafa síðan spunnizt talsverðar umræður um málið og hefir DB ekki legið á liði sínu að kynna sjónarmið ýmissa aðila, sem eiga hér hlut að máli. Hefir verið deilt á umboðsmenn Kodak á tslandi, Hans Petersen hf., fyrir að halda uppi óeðli- lega háu filmuverði hér á landi. Vegna hinna fjölmörgu viðskiptavina okkar um land allt, svo og annarra er ekki vilja að hallað sé réttu máli, leyfi ég mér að svara þeim ásökunum, sem að okkur hefir verið beint. I áðurnefndri grein Gísla Jónssonar kemst hann að þeirri niðurstöðu, að hvorki heildsölu- né smásöluálagning á filmur hér á landi sé óhófleg, þótt e.t.v. mætti segja að heildsölu- álagningin sé f hærra lagi. Kemst hann því að þeirri niður- stöðu að óhófleg álagning sé ekki ástæðan fyrir hinu háa filmuverði á tslandi. En hvar liggur hundurinn þá ■grafinn? Gísli telur ástæðuna vera óeðlilega hátt innkaups- verð. Hann tekur sem dæmi að 36 mynda Kodachrome-filmu hafi maður nokkur keypt í september 1977 í ljósmynda- vöruverzlun í London og hafi hún kostað 3.00 sterlingspund. Siðan reiknar hann með þeirri forsendu að þetta sá smásölu- verðið almennt í Englandi. Að vísu segir hann að minjagripa- verzlun á Heathrow flugvelli selji þessa filmu á 3.50 pund, en slikar verzlanir selji vörur al- mennt nokkru dýrar en venju- legar verzlanir. Um það atriði leyfi ég mér að efast. Eitt er vfst að Gísli hringdi til mín áður en hann skrifaði grein sfna og spurði mig um hvort ég vissi um verð á filmu þessari f búðum í Englandi. Var ég þá nýkominn frá Englandi og hafði einmitt skrifað niður nokkur filmuverð, sem ég sá í búðarglugga hinn 3. okt. sl. Gaf ég honum upp verðið og var það 3.53 pund. Samt notaði Gfsli Kjallarinn Adolf Karlsson ekki þetta verð í grein sinni, það hefir e.t.v. ekki reynzt heppilegt fyrir útreikninga hans. Grunnverð Kodak til inn- lendra aðila á þessari filmu er 2.675 pund. Hámarksálagning i smásölu á filmur í Englandi er 22% og virðisaukaskattur 8%. Þannig verða 2.675 pund með 22% álagningu 3.264 pund og með 8% f viðbót 3.53 pund, sem er sama verðið og ég sá í búðar- glugganum 3. okt. En Kodak gefur afslátt til innlendra viðskiptamanna sinna þegar um viss lágmarks- kaup er að ræða. Hæsti mögu- legi afsláttur að viðbættri þókn- un fyrir árfeg innkaup, sem ná að minnsta kosti 50.000 pundum (tæpl. 20 millj. krónum), nemur 9.8%. Mis- munurinn ' milli útflutnings- verðs og heildsöluverðs f Eng- landi á þessari filmu er mjög lítill, þannig að kaupmenn þar greiða 2.5% meira en út- flutningsverðið er, ef þeir fá engan afslátt, en fái þeir hámarksafslátt er þeirra verð 8.2% lægra en útflutnings- verðið. Þegar hér er talað um útflutningsverð frá Kodak, ber að geta þess að þar er um cif- verð að ræða, þ.e. flutnings- kostnaður og vátrygging til ákvörðunarstaðar er innifalið í verðinu. Veik forsenda Vfkjum aftur að Kodachrome-filmunni hans Gfsla á 3.00 pund. Hann segir að umboðsmenn Kodak á Islandi gætu lækkað verðið um 5—15%, ef þeir keyptu filmur sínar frá smásala í Englandi, því vafalaust myndi hann gefa 10—20% magnafslátt. I lokin segir Gfsli svo: „A sá orðrómur, sem alltaf öðru hvoru skýtur upp kollinum, raunverulega við rök að styðjast, að sumir fslenzkir innflytjendur láti bæta við útsöluverðið ríflegri þóknun umfram eðlileg um- boðslaun, sem fer inn á þeirra reikning erlendis?" r Digurbarkinn raddlausi Svar við greln Sigurgeirs Sig- urðssonar, bæjarstjóra á Sel- tjarnarnesi, er birtist f Vísl 25. okt. Mér þykir S.S. tala digur- barkalega með því að segja: „Var þetta þá allt og sumt?“ Þar sem hann talar um borgara- fundinn, sem haldinn var á Hótel Borg 20. okt. Þetta er sú lítilsvirðandi einkunn, sem S.S. velur fundinum. En raddlaus þykir mér hann vera, þar sem naumast verður þess vart i grein hans, að hann hafi nokkuð til málanna að leggja. Hans rödd heyrist sem sé ekki nema sem rödd hins úrræðalausa vandlætara. Astæðan fyrir svari mínu til Sigurgeirs er m.a. sú, að hér kveður sér hljóðs í þjóðfélags- umræðunni góður og gegn emb- ættismaður — og á þess vegna skilið, að honum sé sýnd kurt- eisi með svari. En f leiðinni nota ég tækifærið til að beina athygli að mikilvægi þess að eiga trausta embættismanna- stétt. Ég er ekki viss um, að menn almennt geri sér ljóst, hversu mikilvægt þetta er, og hversu þjóðin er vel á vegi stödd að þessu leyti — t.d. borið saman við stöðu ýmissa annarra þjóða á heimsbyggðinni — að því er þetta varðar. Sviksemi, leti og mútuþægni embættis- manna er böl, sem margar þjóðir eiga við að strfða. Böl, sem við íslendingar erum svo heppnir að þekkja lítið tiL Þó vakandi gagnrýni sé mikilvæg, um það sem miður fer, þá er hitt engu sfður mikil- vægt fyrir þjóðina, þegar hún metur stöðu sína í heild hverju sinni, að hafa hugfasta þá þætti þjóðlífsins, sem ýmist eru í góðu lagi eða bærilegu lagi. Þjóðfélagsumræðan má ekki fá á sig blæ þess að vera eintómt svartagalls-raus. Vel ber að muna, að liklega hefur þjóðin aldrei búið við almennari vel- megun en nú. Hún hefur byggt yfir sig, virkjað orkulindir sinar. Bókmenntir og listir standa f miklum blóma. Hjálp við sjúka og aldraða er á fram- farabraut. Tæknivæðing hefur farið vaxandi á fjölmörgum sviðum. Aðstaða til frjálsrar þjóðfélagsumræðu hefur sjald- an verið betri. Þjóðin ræður nú ein yfir fiskimiðum sínum. Þetta er meðal þess jákvæða. Hitt ber svo jafnframt að muna, að þróun efnahagsmála stefnir út í ógöngur. Flótti úr landi er þegar hafinn. 1000 manns fóru í fyrra. Skuldasöfn- un við útlönd er geigvænleg. Verðbólga á hættustigi. Skóla- mál að hluta til f ólestri. Staða iðnaðarins er í hættu — og lítil vaxtamerki sjáanleg á því sviði. Landbúnaðarmálin, að minnsta kosti að sumu leyti, í varhuga- verðri stöðu. Og sjávarútvegur- inn! Að honum vík ég sfðar. — En úr öllu þessu mætti bæta með stjórnunaraðgerðum. Borgarafundurinn Borgarafundur sá, sem hald- inn var á Hótel Borg þ. 20. okt. hefur ekki hlotið þá umsögn f blöðum, sem verðugt væri. Þvert á móti hafa nokkrar til- raunir verið gerðar til að mis- túlka hann, sbr. grein S.S. Hér skal reynt að bæta Iftillega úr. Ég tók boði um að tala þar með ánægju og fór þar að dæmi flokksbræðra minna um það að ræða málin á fundum utan flokks mfns. Fundur sá, er hér um ræðir, var einn sá fjölmennasti borg- arafundur, sem hefur verið haldinn innan dyra hér á landi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.