Dagblaðið - 07.11.1977, Síða 12

Dagblaðið - 07.11.1977, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. NOVEMBER 1977. Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins um hernaðarmikilvægi íslands: SOVÉZK ÞOTA VÆRIRÚIN AÐ SPRENGJA ALLT A ÍSLANDIÁÐUR EN ÞOTUR VARNARUÐSINS KÆMUST A| APf Afstaða Bandaríkjannatilflugstöðvarbyggingar LUr I á Keflavíkurvelli hlægileg Um höfund greinarinnar, Clarence A.Robinson jr. Höfundur greinarinnar á Aviation Week & Space Technology, Clarence A. Robinson, jr., er hermálarit- stjóri blaðsins og hefur verið um fimm ára skeið. Hann starfar á skrifstofu blaðsins i Washington D.C. Hann er fyrrverandi major i landgönguliði bandaríska flotans og gegndi herþjónustu viða um heim. Robinson tók þátt i bardögum bæði í Vietnam og Kóreu, að sögn ritstjóra AW, Edwards H. Colcums, sem DB ræddi við fyrir helgi. Aviation Week & Space Technology hefur valinn les- endafjölda sem Colcum ritstjóri sagði vera um 500 þúsund manns í rúmlega 140 löndum. Það er skilyrði þess að fá blaðið keypt í áskrift, sagði ristjór- inn, að taka þátt í ákvarðana- töku í her- og geimferðar- málum. Útgefandi þessa sérrits, sem nýtur mikillar virðingar I Bandaríkjunum, er risaútgáfu- fyrirtækið McGraw-Hill í New York. OV Lega íslands gerir landið óhemju mikilvægt fyrir Atlants- hafsbandalagið og sérfræðingar þess sem sjá um skipulagningu telja að halda verði íslandi í bandalaginu hvað sem það kostar. Það er hlægilegt að Bandarikin skuli ónýta fyrirætlun um að byggja sérstaka flugstöð fyrir far- þegaflug i Keflavík meðan Banda- ríkin ættu að vinna að sem allra nánustu samstarfi til' að fá að byggja fleiri stöðvar á Islandi, sérstaklega radarviðvörunar- stöðvar. Island er varðstöð við leið Rússa til Norður-Atlantshafsins, bæði þeirra skipaleið og þeirra flugleið fyrir flugvélar frá Kola- skaga í Sovétrikjunum. Banda- lagsrikin geta notað landfræði- lega yfirburði gegn tilraunum Rússa til að opna leiðir á sjó til N-Atlantshafsins. Fljúgandi eftir- litsstöðvar eru höfuðvopnin f þeim efnum. Lega Noregs, tslands og Bretlands við flugleið rússneska flotans eykur á mikil- vægi þeirra fyrir bandalagið, hyggi Rússar á skyndiárás. Hæfni flugsveita í þessum þremur löndum verður að vera næg til að brjóta á bak aftur skyndiárás Rússa án mikils liðsauka. Þrjár tegundir hernaðar eru líklegastar á norðursvæðinu. 1. Deilur vfðs vegar um Evrópu um einhver merki þess að Rússar hyggist nú skapa sér tíma til að vlgbúastr 2. Hernaðaraðgerðir allra NATO- rfkjanna með stuttum eða engum fyrirvara. 3. Skyndisókn rússneskra herja yfir Finnmörk I Noregi til að innlima þann hluta Noregs í Sovétrfkin. Þoturnar á Kefla- víkurvelli kœmust ekki á loft Sovézk flugvél sem látin yrði fljúga lágflug til að komast óséð framhjá radarstöðvum í Noregi, kynni að verða notuð til árása á hernaðarlega mikilvæga staði á íslandi. Hernaðarsérfræðingar telja að slik vél gæti lokið ætlunarverki sínu án þess að flug- sveitin, sem hefur bækistöðvar á tslandi, kæmist á loft. Ekki gæfist timi til að kalla til varasveitina í Bandaríkjunum fyrir norsk- islenzka svæðið. Sú sveit hefur til umráða FC-121 vélar. Tækist Rússum að eyðileggja aðstöðuna á tslandi, myndi á alvarlegan hátt höggvið á sam- bandstaugina milli aðildarrikja NATO og möguleikum skipabrúar sem kann að reynast nauðsynleg til þess að bjarga Evrópu. Eyði- legging aðstöðu Bandarfkja- manna á tslandi myndi opna sovézkum sprengjuflugvélum beina og breiða braut án hættu frá varnarvélum með bækistöðvar á Islandi. Úreltar, 11 ára gamlar þotur á Keflavíkurflugvelli Bandaríski flugherinn hefur flugsveit á tslandi sem hefur 12 F-4C vélar. Þær eru búnar eldri gerð svokallaðra NRS flugskeyta. Notagildi þeirra hefur sætt mikilli gagnrýni eftir reynsluna sem fékkst i SA-Asiu. Flugvél- arnar eru um það bil ellefu ára og verður ekki f bráð skipt á þeim og nýrri vélum af F-4 gerðum. Flugfloti sovézka flotans telur um 1200 flugvélar Noregur er það svæði sem fyrstu átökin eru lfklegust til þess að verða á, er sjó og flugher- deildir Sovétríkjanna myndu sækja fram Barents- og norska hafið út i Atlantshaf. Þar eð flugstöðvar Norðmanna eru f lítilli fjarlægð frá landa- mærum Sovétrikjanna liggja þær sérlega vel við höggi skyndiárása og hertöku. Veikt varnarkerfi á íslandi gefur enga möguleika til varnar Gert er ráð fyrir, að verði varnar og aðvörðunarkerfið á tslandi eins veikt og nú hafi þá NATO litla sem enga möguleika á því að koma í veg fyrir að Sovét- menn sigli óhultir inn á Atlants- hafið. Ef landgönguliðar Bandarfkja- hers yrðu staðsettir á Bretlands- eyjum myndi það auka varnar- möguleikana fyrir Noreg og tsland. Ef aðvörun um árás kæmi með nægum fyrirvara væri hægt að flytja flugdeildir landgöngu- liða til tslands og Noregs og enn- fremur væri hægt að senda flug- móðurskip á vettvang. Þaðan væri svo hægt að beita E-2C þotum með samvinnu við Grumman F-14 her- Einhvers konar vftisvél mun þetta vera enda geymd í skotfærabyrgi Varnarliðsins á Keflavfkurflugvelli. siðasta ári. Meðal annars fengu þeir að skoða skotfærabyrgi varnarliðs- ins. Þau eru f hálfgerðum jarðhúsum og traustvekjandi i alla staði, í það minnsta fyrir leikmenn. Aftur á móti gekk ekki mjög vel að komast að skotfærunum því fyrst þurfti að moka snjó frá dyrunum. þotur, sem búnar eru langdræg- um Hughes Phoneixeldflaugum. Ef Sovétmenn ná flugvöllum Norðmanna á sitt vald, geta þeir nýtt þá i sína þágu og varið þaðan sprengjuflugvélar sínar allt niður til Færeyja. Flugvellir Norðmanna eru varðir með loftvarnarbyssum og úreltu kerfi Nike-Hercules eld- flauga og herþotur þeirra eru af þrem megingerðum: Lockheed F- 104 — 16 herþotur, Northrop F5 — 75 flugvélar, og Kanadiskar Lockheed CF-100 — 22 vélar alls. Aðalvarnarkerfi Nato ekki tengt við ísland og aðalrad- arinn óvirkur í mörg ár Helzta viðvörunarkerfi Atlants- hafsbandalagsins, svo ' kallið NADGE kerfi sem er nánar út- skýrt sfðar í greininni, er ekki tengt við tsland. Radarkerfið þar er veikbyggt og langdrægur radar sem þar er hefur verið óvirkur i áraraðir. Á meðan byggja ætti radarstöðvar sem að einhverju gagni kæmu á tslandi og I Noregi yrði að verja svæðið frá radar- stöðvum á Jan Mayen. Þá væri hægt að setja upp radarstöðvar á Norðurlandi, sem tengdar yrðu radarkerfinu á Jan Mayen og næðu þannig yfir allt verndar- svæðið. íslendingar enn neikvœðir gagnvart veru Bandaríkja- manna Það þarf hins vegar að bæta verulega tengslin við Islend- ingana. Afstaða þeirra gagnvart veru Bandarfkjamanna i landinu er ennþá neikvæð. Ef aukning yrði f liði Bandaríkjamanna þar má búast við að þeir myndu snúast þveröfugir við dvöl Banda- ríkjamanna þar yfirleitt. Ef notast yrði við E-3A þotur, E-2C, eða Nimrod þotur frá brezka flughernum væri hægt að halda uppi nauðsynlegu við- vörunarkerfi án þess að þurfa að standa í stjórnmálalegum úti- stöðum. Norðmenn hafa þver- neitað bæði Bandaríkjamönnum og öðrum NATO-þjóðum um að hafa stöðvar i þeirra landi. Þar eð E-3A þotan getur flogið sex tíma könnunarflug i allt að 1000 sjó- mflna fjarlægð frá flugstöð sinni, getur hún haft yfirsýn yfir tsland og Norður Atlantshaf og þeirri umferð er þar kynni að birtast, sérstaklega á svæðinu Grænland-Island-Stóra-Bretland. Það myndi þurfa fimm þotur af þessari gerð til þess að halda uppi vakt á svæðinu, allt að 450 sjó- mílur undan tslandi. E-3A þotan kostar um 57 milljónir dollara stykkið (12 milljarðar fsl. króna) og Flugher Bandaríkjanna hefur lýst þvi yfir að innan skamms muni þær taka sér stöðu í Keflavík. Eða, ef stjórnmálaástandið versnar munu þær verða fluttar til brezkra her- flugvalla á Skotlandi. Varnarsamningurinn frá 1974 kemur í veg fyrir fjölgun flugsveita á Kefla- víkurvelli Sérfræðingar innan NATO i Brussel álíta, að gáfulegast yrði fyrir Bandaríkjamenn að stað- setja deild F-14 herþotna á tslandi og nota þær sem könnunarvélar. Þær þyrftu hins vegar að styðjast við fullkominn radar eða aðra deild flugvéla en samningur, sem gerður var milli rikisstjórna Bandarikjanna og tslands árið 1974, verði þess lfk- lega valdandi að ekki vcrði leyft að staðsetja þar nema eina flug- deild í stað F-4C þotnanna, án þess að komi til stjórnmálalegra átaka. Það er einnig ljóst að vegna þarfa miðsvæðisins innan NATO væri ekki hægt að senda nægi- legan fjölda herflugvéla til þess að verja tsland eða Noreg, ef til styrjaldar kæmi. Bandarisklr hermenn vinna vafa- iaust þau störf, sem af þeim er ætlazt, vel og samvizkusamlega. Flugvélar þær og ratsjár, sem þeim eru fengnar í hendur á Keflavíkurflugvelli, fá aftur á móti vægast sagt slæma einkunn hjá sérfræðingum Atlantshafs- bandalagsins.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.