Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐMANUDAGUR 7. NOVEMBER 1977. SPRENGJUHOTANIR - HÆTTI KLUKKUSTUND SIÐAN ALVEG þegar Vestur-Þýzkaland og Island léku landsleik í handknattleik á laugardag. Ólaf ur H. iónsson skrifar um landsleikina fyrir Dagblaðið Frá Ólafi H. Jónssyni, Þýzka- landi. Það var uppi fótur og fit í síðari landsleik Vestur-Þýzkalands og íslands í Elsenfelt á laugardag. Leikurinn hófst á tilsettum tíma kl. 19.30 — en fljótt bárust lögreglunni í bænum símhring- ingar — og það fleiri en ein — um að sprengju hefði verið komið fyrir í íþróttahöllinni. Þegar að leikhléinu kom voru allir látnir yfirgefa íþróttahúsið. f heila klukkustund var leitað þar að sprengju eða sprengjum en ekk- ert fannst. Þá var leikurinn hafinn á ný eða kl. 21.00 og Ieikið í 15 mín. en áfram héldu hótanir að berast til lögreglunnar. Þá var tilkynnt I hátalara að ákveðið hefði verið að hætta leiknum. Lögreglan tæki ekki þá áhættu að láta hann halda áfram. Staðan var þá 17—12 fyrir V-Þýzkaland og verða þær tölur látnar gilda. Eftir leikinn hélt lögreglan blaðamannafund, þar sem lögreglustjórinn í Elsenfelt skýrði frá því, að margoft hefði verið hringt til lögreglunnar og sagt að sprengja væri í íþróttahús- inu. Því miður hefði lögreglan ekki getað tekið þá áhættu að láta leikinn halda áfram til loka. Mjög erfitt væri að finna slíkar sprengjur, þær gætu alls staðar leynzt. Yfirvöldum í V-Þýzkalandi berast alls konar hótanir og því hefur meðal annars verið hótað, að sprengja eina flugvél upp í nóvember fyrir hvern þann RAF- félaga, sem lézt í flugráninu mikla á dögunum. En nóg um það. Snúum okkur að þeim 45 mínútum, sem leiknar voru. Leikið var á heimavelli Grosswallstadt og íslenzka liðið byrjaði mjög glæsilega. Skoraði mörk í fimm fyrstu upp- hlaupum sínum og staðan varð fljótt 5-2 fyrir ísland. Þjóðverjar misnotuðu þá víti. Síðan stóð 6-3 og eftir það fór þýzka liðið að minnka muninn. Á 13 mín. var staðan 8-7 fyrir Island. Þá átti Jón Pétur skot í stöng og Þjóð- verjar jöfnuð i 8-8 eftir mistök Ólafs Einarssonar og Þorbjörns Guðmundssonar. Lítið var skorað á næstu mín. en ísland komst aftur yfir, 9-8. Þjóðverjar jöfnuðu í 9-9 eftir klaufalegan ruðning Þorbjörns Guðmundssonar — og voru þýzku leikmennirnir þá ein- um færri. Þá voru 26 mín. af leik. Þjóðverjar skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan fyrir þá 10- 9 í leikhléinu. Þessi hálfleikur var prýðilega leikinn — betri en leikurinn daginn áður í Ludwigshafen. OLAFUR H. J0NSS0N EKKIMEÐIHM — en Axel Axelsson, Einar Magnússon og Jón Hjaltalín tilbúnir að leika fyrir ísland „Landsliðsnefndarmennirnir Birgir Björnsson og Kar) Benediktsson spurðu mig hér í Þýzkalandi hvort ég gæti tekið þátt i undirbúningnum og leik- ið i heimsmeistarakeppninni í Danmörku um mánaðamótin janúar-febrúar — en ég sagði þeim, að ég gæti það ekki af persónulegum ástæðum," sagði Olafur H. Jónsson, leikmaður- inn kunni hjá Dankersen, þegar blaðið ræddi við hann i gær. „Þetta er endanlegt svar hjá mér og getur ekki breytzt. Ég er ekki hræddur um íslenzka liðið á HM. Það eru góðir strák- ar að koma upp.“ sagði Ólafur ennfremur. Þá ræddu þeir Birg- ir og Karl einnig við Einar Magnússon. Hann var áhorf- andi að landsleikjum íslands og Vestur-Þýzkalands. Svar Einars var jákvætt. Hann er reiðubúinn að taka þátt í undir- búningi fyrir HM og leika þar, álíti landsliðsnefnd hann nógu góðan. Dablaðið ræddi um þessi mál við Axel Axelsson og Jón Hjaltalín Magnússon í gær og þeir eru báðir tilbúnir í HM- siaginn með íslandi á HM. Axel sagði. „Eg hef fullan áhuga á að taka þátt í undir- búningi fyrir HM-keppnina og er reiðubúinn að koma heim í desember ef landsliðsnefndin telur að þörf sé fyrir mig. Enn hefur ekki verið rætt við mig um þessi mál.“ Jón Hjaltalín sagði: — „Já, ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í þessu — og gæti komið heim síðari hluta desember og verið með islenzka liðinu fram yfir HM í Danmörku. Ég hef æft miklu betur í haust en undanfarin ár og ekkert verið í ferðalögum nú en þau settu oft strik í reikninginn hjá mér áður,“ sagði Jón en hann er nú 29 ára. Fleiri íslenzkir landsliðs- menn leika erlendis eins og Ólafur H. Benediktsson, Viðar Simonarson og Agúst Svavars- son í Svíþjóð, og Gunnar Einarsson í Þýzkalandi. Allt leikmenn, sem mjög koma til greina í íslenzka HM-liðið eins og þeir Axel, Einar og Jón Hjaltalín. hsím Reynslan er ólygnust HÖRPUSILKI er íslenzk gæða- vara, sérstaklega framleidd fyrir íslenzkt veðurfar. Á rannsóknarstofu Hörpu er ávalt fylgst með framförum í efna- iðnaðinum, sem tryggir, að HÖRPUSILKI er framleitt úr beztu fáanlegu hráefnum á hverj- um tima. HÖRPUSILKI er ódýr málning, auðveld í notkun, mjög áferðar- falleg og fæst í nýtízkulegu lita- úrvali. Við byggjum á yíir 40 ára reynslu við málningarframleiðslu. Islenzku strákarnir komu enn á óvart — voru harðir og ákveðnir í þessum öðrum landsleik sínum á tveimur dögum. Tveir leikmenn Þýzkalands fengu að kæla sig í hálfleikinn og Þorbergur af hálfu Islands. Síðan kom tilkynningin að allir yrðu að yfirgefa tþróttahúsið og þegar leikurinn hófst að nýju klukkustund síðar var leikurinn mjög slakur af hálfu beggja lið- anna. Erfitt að ná vöðvunum f gang á ný eftir slika bið — og það var mikið fum og taugaspenna. Þjóðverjar sigu framúr. Komust I 11-9, 12-10 og 13-11 og skoruðu svo þrjú mörk í röð úr hraðaupp- hlaupum, 16-11, án þess tslandi tækist að skora. Síðan skoraði hvort lið eitt mark, 17-12, og þá var leiknum hætt. Þessar 15 mín. í s.h. voru gjörólíkar því sem sást i fyrri hálfleik. Þá léku bæði lið vel — síðan illa. Urslitin 17-12 voru látin gilda. íslendingar hefðu getað neitað því og látið úrslitin falla niður sem slík en þeim fannst ekki á- stæða til þess. Mörk íslands i leiknum skor- uðu Þorbergur Aðalsteinsson, Þorbjörn Guðmundsson og Jón Karlsson þrjú hver. Jón skoraði eitt sinna marka úr víti Ólafur Einarsson skoraði tvö mörk og Árni Indriðason eitt. í fyrri hálf- leiknum átti íslenzka liðið 19 upp- hlaup og skoraði níu mörk. Það er góð nýting en um síðari hálfleik- inn er ekkert hægt að segja eða dæma leikmenn af honum. Eins og í fyrri leiknum var aðall íslenzka liðsins hve það var jafnt. Þorbergur átti góð skot og Ólafur Einarsson og Jón Karlsson stóðu vel fyrir sínu. Vörnin var samstillt og það var góður keppnisandi í íslenzka liðinu. Það sýndi ágætan handknattleik í fyrri hálfleiknum og Þjóðverj- arnir voru hissa hve íslenzku leik- mennirnir voru harðir og stóðu sig vel. í markinu lék Gunnar Einarsson allan tímann og átti aftur ágætan leik. Ölafur Einars- son lék sinn 50. landsleik þarna og í hófi á eftir voru menn að stríða honum með að hann hefði leikið 49 og þrjá fjórðu úr lands- leik. Það fer ekki á milli mála, að íslenzka liðið kom á óvart í þess- um landsleikjum. Þjóðverjar voru með alla sína beztu leikmenn — en hjá tslandi vantaði marga þekkta leikmenn. Eftir á sögðu þýzku leikmennirnir að þeir hefðu vanmetið íslenzka liðið — en það er lítil afsökun — og ég er ekkert hræddur um framtíðina í íslenzkum handknattleik. Það eru margir góðir strákar að koma upp, sem eiga eftir að ná góðum árangri með íslenzka landsliðinu í framtíðinni. Jón Indriðason, Þór, á fullri ferð í hraðat LÆTI ÞEGJ VÍKINGAR Það var handagangur í öskjunni þegar Njarðvíkingar sigruðu Reykia- víkurmeistara KR mjög svo óvænt á laugardag i 1. deild fslandsmótsins í körfuknattleik. Urslit leiksins komu mjög á óvart. UMFN sigraði KR 75-71, en miklar deilur stóðu um annan dómara leiksins, Sigurð Val Halldórs- son. Leikmenn KR héldu því fram að Sigurður Valur lyktaði af áfengt — og fóru fram á það við UMFN að leika ekki síðari hálfleik. En síðari hálf- leikur var leikinn, Einar Bollason krafðist þess, sem fyrirliði KR, að Sig- urður Valur færi í blóðprufu. Einar fékk rautt spjald fyrir vikið — KR- ingar sömdu þá plagg til dómara- nefndar KKÍ þar sem þeir fóru þess á leit við dómaranefndina að æskja þess af Sigurði að hann færi í blóðprufu. Jón Otti Ólafsson, formaður dómara- nefndar fór á fund Sigurðar og fór þess á Ieit við hann að fara í blóðprufu — en Sigurður neitaði. Þar við sat — og Njarðvíkingar tóku tvö stig suður með sjó. Ekki þar fyrir, UMFN verðskuldaði fyllilega bæði stigin, barðist af krafti allan Ieikinn. Þegar í upphafi tók Njarðvík forustu, Frá Ólafi H. Jónssyni, Ludwigshafen. Jákvæður leikur Fyrri landsleikur islenzka landsliðsins við Vestur-Þýzkaland á föstudagskvöld var mjög já- kvæður af háifu íslenzka liðsins. Liðið spilaði sambland af taktik Vals og Víkings — einfalda taktik en kerfisbundna, sem gerði oft mikinn usla i vörn Þjóðverja. Og allan leikinn léku islenzku strák- arnir mjög skynsamlega, þó oft kæmu slæm göt í varnarleikinn. Þýzkaland sigraði 18-16. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik. Þýzka liðið skoraði yfir- leitt á undan, en strákarnir héldu vel I við það. Staðan í hálfleik 10-9 og Þorbergur Aðalsteinsson skor- aði sfðasta mark tslands beint úr aukakasti eftir að leiktíma var lokið. Hins vegar fylgdi slæmur kafli í upphafi síðari hálfleiks og þá breyttu Þjóðverjar stöðunni í 14- 10. Þar lögðu þeir grunn að sigri sfnum. Islenzka liðið minnkaði muninn í 15-14 og þá var hálf- leikurinn hálfnaður. Eftir það var mikil barátta og á markatöflunni sáust tölurnar 16-15, 17-15, 17-16 og 18-16, sem urðu lokatölur leiks- ins. tslenzka liðið átti 34 sóknir og skoraði 16 mörk. Það er tæplega 50% árangur, sem er mjög gott —og liðið í heild kom á óvart. Gunnar Einarsson markvörður var bezti maður liðsins. Hann kom fljótt inn á. Kristján Sig- mundsson byrjaði en fann sig ekki í leiknum. Gunnar varði mörg skot úr dauðafærum Þjóð- verja — og einnig tvö vítaköst. Hann var aðalmaður liðsins, sem að öðru leyti var mjög jafnt. Dómararnir voru greinilega á bandi þýzka liðsins — og það viðurkenndu Þjóðverjar á 'eftir. En þessu megum við . einnig

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.