Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 31
31 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1977. Utvarp Útvarp í kvöld kl. 20.00: Lög unga fólksins Sjónvarp jj FA 200 BREF A VIKU EN SAMT A AÐ STYTTA ÞÁTTINN Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. „Lög unga fólksins hafa verið á þriðjudögum svo lengi sem ég man eftir. En nú er búið að færa þau yfir á mánudaga og stytta þáttinn eins og það verður líklega vinsælt eða hitt þó heldur," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er við hana var rætt um þann þátt. Asta sér alltaf um þáttinn aðra hverja viku en Rafn Ragnarsson hina vikuna. „Þátturinn hefur verið klukku- tími en nú verður hann aðeins 50 minútur. Þetta er ekki nógu gott með tilliti til þess að ég hef aldrei haft undan að lesa allar þær kveðjur sem mér hafa borizt, hvað þá leika öll lögin. Það er í rauninni aðeins brot af bréfunum sem ég kemst yfir. Enda hafa krakkarnir skrifað mikið að þátt- inn verði að lengja og hafa hann að minnsta kosti eins langan og Óskalagaþátt sjúklinga. Þessar óskir virðast þó greinilega ekki hafa fallið í góðan jarðveg hjá forráðamönnum útvarpsins. í fyrra þegar ég var með þátt- inn á móti Sverri Sverrissyni báðum við krakkana að skrifa okkur hvernig þau vildu hafa hann. Margar tillögur komu fram, meðal annars að þátturinn yrði endurtekinn á morgnana fyrir þá er misstu af honum. Ég veit líka að það eru margir sem fá ein- hvern til þess að taka upp fyrir sig þáttinn þegar svona stendur á jafnvel þó bannað sé með lögum að taka upp úr útvarpi." — Hvað heldurðu að þú fáir margar kveðjur á viku? „Ég fæ svona 200 bréf á viku. Ef ég læsi þau öll gerði ég ekkert annað. Þá yrðu engin lög leikin. Ég verð því að velja úr. Ég hef það oftast þannig að ég flokka öll bréf eftir þeim lögum sem beðið er um. Ef fleiri en einn biðja um sama lagið athuga ég hvort það er til niðri í útvarpi. Ef svo er ekki verð ég að fará niður I bæ og reyna að fá lögin þar. Það ræðst Útvarp íkvöld kl. 20.50: Gagn oggæði ALHUÐA ÞÁTTUR UM ATVINNUMÁL „Hugmyndin að þessum þátt- um er að allir atvinnuvegir fái nokkra umfjöllun, sérlega þó landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður. Þessu tengist svo sam- göngumál og efnahagsmálin í heild án þess þó að þetta eigi að vera neinn beinn efnahagsmála- þáttur,“ sagði Magnús Bjarnfreðs- son er hann var spurður um nýjan þátt er hefst í útvarpinu i k'völd undir stjórn hans. Nefnist þáttur- inn „Gagn og gæði“ og verður fastur liður f vetrardagskrá. „Hlustendum gefst svo kostur á að senda spurningar um alla þessa atvinnuvegi og mun ég reyna að fá sérfræðinga á hverju sviði til þess að svara þeim. Stjórnendur þátta sem áður hafa verið um einn og einn atvinnuveg verða lfka spurðir spjörunum úr. Ekki er þó vfst að alltaf fáist svör við spurningunum strax heldur mega menn búast við því að þurfa jafnvel að bíða eitthvað." — Saknarðu ekki sjónvarpsins, Magnús? „Ja, við erum svona að hvfla okkur hvort á öðru. Það er svona ágætt að vera kominn f fjölmiðil aftur þvf alltaf er gaman að vinna. Annars er ég að gera svona hitt og annað,“ sagði Magnús Bjarnfreðsson. - DS Magnús Bjarnfreðsson. af austurrískum kvenkápum Opið á laugardögum kápan Laugaveg66 llhœó mikið af því hvað mér tekst að ná f hvað leikið er. Nú svo fer ég talsvert eftir þvf hvernig bréfin sjálf eru. Ef mér finnst vera einhver rætingslegur tónn í þeim þá sleppi ég þeim og eins ef mér finnst að sá sem skrifaður er fyrir þeim hafi alls ekki skrifað þau. Sum bréfin eru lfka svo illa skrifuð að erfitt er að komast fram úr þeim. Og flest öll mora þau af hreinum málfræðivillum. Það er þvf eins og maður sé að lesa íslenzkustfl í skóla. Mikið er um að krakkarnir skrifi alls kyns orð sem forráðamenn vilja ekki heyra í útvarpinu. Og þá verður maður að semja bréfið upp á nýtt. Þeim bréfum sem ég kemst ekki yfir er einfaldlega hent því ekkert þýðir aö geyma þau til næstu viku þvf þá fæ ég önnur 200 bréf,“ sagði Asta Ragnheiöur Jóhannesdóttir og var að vonum ekkert of hress með ástandið þó hún segði að vissulega væri gaman að vera með þáttinn svona að öðru leyti. DS NY ÞJ0NUSTA: 24 - STUNDA - FRAMKÖLLUN LITMYNDIR A 24 KLUKKUSTUNDUM Hafnarstræti 17 Sími 22580 _mynctó/an_ lSÁSTÞÓRf Suðurlands- braut 20 Sími 82733 ORRE FORS LAMPAR EINNIG NÝJAR SENDINGAR ST0FULAMPA - LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL — LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.