Dagblaðið - 08.11.1977, Page 2
2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER 1977.
Ýmislegt fleira alvarlegt en þegar
framsóknarmenn eru slegnir hægra
megin í andlitið
—f réttaritarar f jölmiðla senda ekki aðrar f réttir en
þær sem eru jákvæðar fyrir heimamenn
Guðmundur Pálsson Sauðár-
króki skrifar:
Tilefni skrifa minna er að ég
tel að miklu alvarlegri hlutir
hafi átt sér stað hér á Sauðár-
króki að undanförnu heldur en
þó maður sé sleginn í andlitið
og fái glóðarauga.
Nú, með stuttu millibili, hafa
orðið tvö umferðaróhöpp og í
þeim orðið allverulegt eigna-
tjón, en ekki manntjón, sem
betur fer. í sumar var ljósa-
krónan í Hegranesvita skotin í
sundur og hestur var skotinn
úti f haga. Þessir hlutir verða
að teljast nokkuð alvarlegir.
Ég hef ekki orðið var við að
fjölmiðlar hafi sagt frá þessum
atburðum utan Dagblaðsins
sem á þeim tæpti. Eflaust er
hægt að benda á mörg dæmi
önnur, syipaðs eðlis.
Það er augljóst að fréttaritar-
ar fjölmiðla hér birta
aðeins þær fréttir sem þeir
telja sér henta hverju sinni,
góðar ef innanbæjarmenn eiga
hlut að máli, en þær sem miður
eru ef utanbæjarmenn eru tald-
ir koma þar við sögu. Því verð-
ur ekki trúað að óreyndu að
mennirnir viti ekki hvað gerist
f þeirra næsta nágrenni. Ég er
ekki á því að það eigi að hlaupa
með alla skapaða hluti f blöðin.
Langt frá því. En þegar svona
er staðið að fréttaþjónustunni
er farið að draga þá ólánsömu
menn sem fyrir þessu verða f
dilka og það á ekki að eiga sér
stað.
Með þessum skrifum mfnum
er ég ekki að ráðast að neinum
sérstökum fréttaritara fjöl-
miðla hér. Mér virðist þeir allir
undir sömu sökina seldir. í mið-
vikudagsblaði Tímans 12. októ-
ber sl. er grein á baksíðu sem
ber fyrirsögnina „Næturárás og
barsmíðar á Sauðárkróki“.
Upphaf greinarinnar er svo-
hljóðandi: „Sá atburður, sem
nokkuð er óvenjulegur f frið-
sömum kaupstað (leturbr. bréf-
ritara) gerðist á Sauðárkróki
aðfaranótt mánudagsins", til-
vitnun lýkur.
I greininni segir frá húsráð-
anda nokkrum hér f bæ sem
veittur var áverki í andliti af
óviðkomandi manni. Ekki er að
öllu leyti skýrt rétt frá f grein-
inni og ekki minnzt á að er
sonur húsráðanda kom föður
sfnum til aðstoðar sló aðkomu-
maður hann einnig í andlitið. I
Harðfiskur
Vestfirzkur, gæðaharðfiskur. Ýsa,
lúða og steinbítur. Frosthertur og
meðhöndlaður, upp á gamlan og góðan'
máta. Uppl. í síma 53244.
A íslandi aka yfir p
2800BILAR
með
Daglega f jölgar þeim bílum, sem aka með þessum bún-
aði, enda er platínulausa transistorkveikjan frá
LUMENITION örugg fjárfesting, sem margskilar
hagnaði. Yf ir 2ja ára reynsla íslenzkra ökumanna hef-
ur staðfest tvennt:
Raunverulegur benzínsparnaður er a.m.k. kr. 8 pr.
Itr. Meðaltal sem miðast við kr. 88 pr. Itr.
Gangöryggi, sem tryggir stöðuga hámarksnýtingu vél-
araflsins. Algengustu gangsetningarvandamál og
rykkjóttur akstur með kaldri vél eru úr sögunni.
Spyrjið LUMENITION-eigendur um þeirra reynslu.
p, u*nci>r-hc
Skeifunni 3e*Simi 3*33*45
lok greinarinnar er sagt að
árásarmaðurinn sé talinn vera
utanhéraðsmaður og fyrst svo
er telur fréttaritari Tímans
sjálfsagðan hlut að setja frétt-
ina í blað sitt, þvf hún setji
engan smánarblett á bæjar-
félagið.
Nú vil ég spyrja fréttaritara
Tfmans hér á staðnum svo og
fréttaritara annarra fjölmiðla
hér: Fylgist þið virkilega ekki
með hvað skeður innan þessa
bæjar? Að vísu les ég ekki öll
blöðin að staðaldri, en ég hef
ekki orðið var við að sagt hafi
verið frá því er ökumaður,
grunaður um ölvun, ók niður
girðingu umhverfis lóð náung-
ans, stórskemmdi eða eyðilagði
tvær bifreiðir og olli tjóni
á húsnæði. Þarna varð tjón
upp á hundruð þúsunda, eða
jafnvel milljónir. Ekki er held-
ur sagt frá þótt tveir og fjórir
ökumenn séu teknir vegna
gruns um ölvun um hverja hel-
gi, nú upp á síðkastið, en það
hlýtur að vera töluvert f tvö
þúsund manna bæ. Atvik sem
þessi teljast sennilega ekki
nógu merkiieg til þess að
setjast niður og skrifa frétta-
klausu f blað sitt, eða á að
þegja yfir þessu fyrst Jiað eru
heimamenn sem eiga f hlut.
Eg ætla mér ekki að bera í
bætifláka fyrir mann þann sem
sló húsráðanda og son hans en
ég get ekki sætt mig við slfkan
fréttaflutning sem þennan, en
hans hefur áður orðið vart. Að
vfsu getur það orðið alvarlegt
mál þegar framsóknarmaður er
•barinn hægra megin á andlitið,
en hitt er öllu meira mál þegar
ölvaðir ökumenn valda stór-
tjóni og engum finnst neitt til
þess koma.
Að endingu þetta: Mál það
sem umrædd Tímagrein fjallar
um er óupplýst ennþá og skyldi
þvf enginn eigna öðrum verkn-
aðinn, sfzt 1 fjölmiðlum.
Erlendu ríkisbubbarnir sögðu um verðlagið hér á landi:
ÞETTA ER EKKIVERÐ, HELDUR
Nokkur orð um verðbólgusiðgæðið
íframkvæmd
0673-7862 skrifar:
Ég hygg að það sé að æra
óstöðugan að tala um einhvern
sérstakan þátt í þeirri verðlags-
svfvirðu sem yfir þessa þjóð
dynur og sem hún hefur sjálf-
sagt valið sér.
Sfðastliðinn sunnudag
áttum við fjölskyldan leið
um Laugaveginn. Bar okkur
þar að nýopnuðum veitingastað
j)ar sem sjálfsafgreiðsla er. Á-
kváðum við að fá okkur ein-
hverja hressingu og skoða um
leið fínheitin. Seðlar lágu fram-
mi um hvað á boðstólum væri.
við lesningu á seðlinum gekk
svo fram af mér að ég get ekki
orða bundizt, sjálfsagt er hverj-
um í sjálfsvald sett að velja og
hafna og ganga út, en þannig
stóð á að konan og börnin voru
setzt við borð, ég f sjálfvirkri
röð við sjálfsafgreiðsluborð svo
ég ákvað að bíða með lesning-
una og keypti súkkulaði handa
börnunum og kökusneiðar en
samloku handa okkur hjónun-
um. Þegar ég gerði þetta upp
fannst mér hlutirnir f hærra
lagi eða þrjár kökusneiðar,
tvær samlokur og fimm súkku-
laðibollar kr. 2.770. Um leið og
ég geri þetta upp við stúlkuna
lft ég á verðseðilinn og sé sund-
urgreint verð á hinu og þessu
og af því að ég pantaði sam-
lokur með skinku fyrst en bað
sfðan um með skinku og osti, þá
kom fram sú ósvffnasta álagn-
ing sem ég hef orðið vitni að.
Þurr franskbrauðsneið kr.
60,00 með smjöri kr. 90,00, sam-
loka með skinku kr. 390,00 en
með osti að auki kr. 510,00,ein
þunn ostsneið kr. 120,00. öll
lesning á verðum á seðlinum er
ævintýri lfkust og það hug-
myndaflug f okri er einstakt.
(4u
Ekki held ég að þessi staður
sé mikið frábrugðinn hlið-
stæðum svokölluðum grill-