Dagblaðið - 08.11.1977, Síða 5
1 >ACiBI.AÐIÐ. ÞRIÐJUDAC3UR8. NÓVRMBER 1977.
5
fanginn lá í járnunum, hafi hann
ekki verið strekktur, en að hann
hefði getað strekkt á þeim með
þvf að hreyfa sig.
Læknirinn kveðst telja að járn-
in geti hafa valdið sárum við þess-
ar aðstæður, einkum ef fanginn
hefur hreyft sig mikið. Hann seg-
ir að þetta muni hafa verið tölu-
vert þvingandi fyrir piltinn, m.a.
hafi hann ekki getað snúið sér.
Hann telur að erfitt hafi verið
fyrir fangann að fá hvíld í þessum
stellingum. Læknirinn er spurð-
ur, hvort fanginn hefði getað
þjáðst af andþrengslum eða sina-
drætti við þessar aðstæður. Hann
kveðst telja, að hann hefði getað
fundið til innilokunarkenndar.
Hann telur að ef fanginn hefur
legið kyrr í járnunum, hafi
honum ekki verið hætt við and-
þrengslum eða sinadrætti. Hann
kveðst telja líklegra að fanginn
hefði fengið harðsperrur.
Fanginn segist ekkert hafa get-
að hreyft sig í járnunum á sl. vori.
Hann kveðst ekki hafa sofnað.
Hann segir að nú hafi handjárnin
aðeins öðrum megin verið fyrir
ofan hnúðinn á úlnliðunum (proc.
styleoideum ulnae) en í vor hafi
Lýsing forstöðumanns Síðumúlafangelsisins á þeim agaviðurlögum,
sem gripið er til við erfiða fanga. Myndina teiknaði Ragnar Lár.
ÞAGGAD NIÐURI
„ÚTVARP AKUREYRI”
— Stöðin hefur sent út í
Reykjavík ínær
mánuð. — Öll tæki
gerð upptæk
Hér má sjá tæki útvarpsstöðvarinnar. Með þessum tækjum var hægt að senda út í stereo. Utvarpsstjór-
inn vonaðist til að fá tæki sín aftur þar sem hér væri um venjulegar stofumuhlur að ræða, þótt eðlilegt
væri að sendir stöðvarinnar væri gerður upptækur.
Eins og kunnugt er risu upp
þó nokkrar útvarpsstöðvar í
verkfallinu, þegar ríkisút-
varpið sendi ekki út. En að
verkfalli loknu hljóðnuðu
þessar stöðvar að einni und-
anskilinni og sendi hún út
sem útvarp Akureyri þótt
hún væri staðsett í Reykjavík.
En sl. föstudagskvöld þögg-
uðu tæknimenn símans nteð
rannsóknarlögreglumann I
fararbroddi endanlega niður
í stöðinni. Hún hafði þá út-
varpað léttri tónlist af töluverð-
um styrk í nær mánuð.
Stöðin var fyrst staðsett í
Efstasundi en dró ekki nægi-
lega langt að mati aðstandenda
stöðvarinnar og þvi var komið
upp endurvarpsstöð í Breið-
holti og náðist þá víða um borg-
ina, Kópavog, Garðabæ og
Hafnarfjörð. Síðan var útvarps
stöðin flutt að Asparfelli 8 fyrir
u.þ.b. viku síðan og hefur m.a.
verið útvarpað þaðan í stereo.
Utvarpsstjórinn er áhuga-
maður um að leyfa fleirum að
njóta léttrar tónlistar en hvorki
var útvarpað fréttum, aug-
lýsingum né áróðri.
En um tíuleytið á föstudags-
kvöld var dyrabjöllu ibúðar-
innar hringt og þar voru komn-
ir rannsóknarlögreglumað-
ur við þriðja mann og
tveir símamenn. Simamenn-
irnir kipptu öllum tækjum úr
sambandi og plötusnúði
stöðvarinnar var vísað frá án
þess að hann næði að tilkynna
áheyrendum að stöðin væri
gerð upptæk. öll tæki voru sett
í hrúgu á gólfið og tveir menn
fóru upp á þak og tóku niður
loftnet og kapal. Að sögn út-
varpsstjórans var rannsóknar-
lögreglumaðurinn kurteis mjög
en ekki var hægt að segja hið
sama um símamennina. Tvö
segulbönd voru tekin, magnari,
heyrnartól, tveir mfkrofónar.
sendir, straumbreytir, útvarp,
segulbandsspólur, stereómixer,
loftnet o.fl. Utvarpsstjórinn
áætlar að þessi tæki kosti á
milli fimm og sex hundruð
þúsund.
JH
þau verið fyrir ofan hnúðinn á á hendur þeim, sem ábyrgð kynnu
báðum höndum og herzt að.“ að bera.
Áverkavottorð
frá héraðslœkni
Fanginn B bar engin merki um
meiðsli á úlnliðum þegar hann
var skoðaður í Hegningarhúsinu í
Reykjavík 22. október í fyrra.
Fanginn A var hins vegar með sár
á ökklum og úlnliðum, sem hann
sýndi m.a. fréttamönnum Dag-
blaðsins sem ræddu við hann
skömmu eftir að hann losnaði úr
gæzluvarðhaldinu í fyrrasumar.
Grímur Jónsson héraðslæknir í
Hafnarfirði skoðaði A um miðjan
október í fyrra og sagði í áverka-
vottorði sínu ti! dómsins viku síð-
ar, að „telja verður mögulegt að
áverkar þessir, þó sérstaklega
blettirnir á ökklunum geti verið
til komnir á þann hátt sem A ber.
Þó er mjög hæpið að fullyrða um
það, þegar svo langt er um liðið.“
Héraðslæknirinn kveðst telja
vafalaust, að ef lýsing fangans á
„strekkingunni" stæðist, hefði
það fengið töluvert á viðkomandi
andlega. Líkamlega gat hann ekki
séð neinar varanlegar eftirstöðv-
ar.
Þegar dómsrannsókn Stein-
gríms Gauts var lokið var málið
sent rétta boðleið til ríkissaksókn-
ara, sem taka skyldi ákvörðun um
hvort ástæða væri til frekari að-
gerða í málinu, þ.e. málshöfðunar
„...hefur ráðuneytið
ekki lagt bann við
notkun bessara úrrœða...“
Ríkissaksóknari fékk endurrit
dómsrannsóknarinnar 19. nóvem-
ber í fyrra, og eftir rúma þrjá
mánuði sendi hann málið til um-
sagnar dómsmálaráðuneytisins
eins og lög gera ráð fyrir. Eftir
hálfan annan manuð kom umsögn
ráðuneytisins, þar sem sagði
meðal annars:
„Ljóst er að nauðsynlegt er að
halda uppi aga og reglu í fangelsi
og nauðsynlegt getur verið að
beita fanga sem ekki hlýðnast
reglum fangelsisins viðurlögum
og er í því sambandi algengast að
nota einangrunarklefa. Slíkur
klefi er ekki fyrir hendi í fangels-
inu að Síðumúla 28 né annar bún-
aður til einangrunar fanga, sem
trufla umhverfi sitt. Hefur yfir-
maður fangelsisins þvi orðið að
beita þeim aðferðum, sem nánar
er lýst I rannsókninni, við þá
fanga sem mjög hafa óhlýðnast
fyrirmælum fangavarða eða vald-
ið sérstökum óróa í fangelsinu.
Ráðuneytið telur að þau agavið-
urlög sem hér um ræðir séu ekki
heppileg lausn, en meðan ekki er
annarra úrkosta völ í þessu fang-
elsi hefur ráðuneytið ekki lagt
bann við notkun þessra úrræða.
Það verður hins vegar að vera á
valdi yfirmanns fangelsisins að
ákveða hverju sinni hvort
nauðsyn sé að beita þeim viður-
lögum, sem hér um ræðir.“
Ríkissaksóknari sá ekki ástæðu
til frekari aðgerða í málinu og
urðu það endalok þess. - ó.vald.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Sími 15105
VÉLHJOLAVERZLUN
FREYJUGATA 1. SÍMI 16900.
FRATRIUMPH
sy-Rider
Demparar að framan og aftan. Há og lág ökuljós,
flauta, hraðamælir og stórt afturljns. Easy-Rider
býður upp á Triumph öryggi, sparneytni og úrval
af aukahlutum. t.d. vindhlífar, innkaupakörfur
o.fl. Verð 148 þús. Greiðsluskilmálar.
ZZZtWumboðið 6 íslondi
(MRÍÍM (Q)0=^(Pi
00^1
Byrjendanámskeið íjúdó
fyrírkarla og konur hefjast þriöjudaginn 8. nóv. kl. 20,30
Kennt verður að Brautarholti 18 á þriðjudögum og fimmtudögum
kl. 20,30—21,30. Framhaldsflokkurinn er í fullum gangi á
þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19,00—20,30.
Innritun á sama stað og tfma, sími 16288.
KennararverðaHalldórGuðbjörnsson 1. dan og Sigurður Pálsson 1. kyu.
m..
Júdófélag Reykjavíkur