Dagblaðið - 08.11.1977, Síða 9

Dagblaðið - 08.11.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1977. ....... 10 þingmenn krefjast ýtar- legrar skýrslu um Kröflu —Segja í greinargerð að „ýmsir f ullyrði ” að m jög alvarleg af glöp haf i þar átt sér stað „Tímabært er nú, þegar hillir undir lok þeirra framkvæmda við Kröfluvirkjun, sem ráðgerðar hafa verið, að hæstv. iðnaðarráðherra gefi Alþingi skýrslu um hvað raunverulega gert hefur verið og hvernig og hvað það hefur kostað,“ segir í greinargerð með beiðni 10 alþingismanna um skýrslu ráðherra um virkjun Kröflu. I framhaldi af þessu segir: „Ekki sízt þar sem um er að ræða einhvérja fjárfrekustu opinbera framkvæmd sem um getur, sem auk þess er enn ekki séð hvort, hvenær og að hve miklu leyti getur sinnt þeim þörfum, sen henni var ætlað að gera.“ I beiðni þessari um skýrslu ráðherra vegna Kröfluvirkjun- ar er óskað uppýsinga um fjöl- mörg atriði, sem rakin eru i 5 aðalliðum. Beiðnin tekur m.a. til skýrslu um undirbúning, rannsóknir, lýsingu á framkvæmdum, ákvarðanatöku i hverju tilviki um framkvæmdir, fram- kvæmdaröðun, véla- og tækja- kaup, útboð, ráðleggingar og fjölmargra fleiri atriða. I greinargerð segir m.a.: „Virkjun Kröflu hefur verið sú opinbera framkvæmd, sem hvað mest og harðast hefur verið gagnrýnd á undanförnum árum. Sérfræðingar, vísinda- menn, stjórnmálamenn og leik- menn hafa sitthvað fundið at- hugavert við hvernig á málum hefur verið haldið. Ýmsir hafa fullyrt að um mörg alvarleg af- glöp hafi verið að ræða. Sagt er að þrátt fyrir miklar umræður, hafi raunverulegar og hlutlægar upplýsingar um málsatvik ekki verið nægilegar. Standi þar fullyrðing gegn fullyrðingu, jafnvel um einfald- ar staðreyndir. Með tilvisan til þingskapa Alþingis óska 10 alþingismenn skriflegra upplýsinga iðnaðar- ráðherra um þau atriði, sem rakin eru.“ Beiðni um þessar upplýsing- ar kemur frá eftirtöldum al- þingismönnum: Sighvati Björg- vinssyni, Karvel Pálmasyni, Magnúsi Kjartanssyni, Bene- dikt Gröndal, Geir Gunnarsyni, Gylfa Þ. Gislasyni, Gunnlaugi Finnssyni, Garðari Sigurðssyni, Jóni Ármanni Héðinssyni og Eggerti G. Þorsteinssyni. -B.S. 9 / DB-mynd emm. Samningar verzlunarmanna og atvinnurekenda þeirra eru þó bundnir fram í desember á næsta ári og mun það nokkuð óvenjulegt að samtök fari fram á endur- skoðun svo snemma á samningstimabilinu. A þinginu urðu einnig nokkrar umræður um það hvort fylgja Ellefta landsþing Landsam- bands íslenzkra verzlunarmanna hófst á föstudag og lauk á sunnudag. Landsambandið er 20 ára um þessar mundir. Á þinginu var samþykkt ályktun kjara- nefndar þess efnis að samningur verzlunarmanna verði endur- skoðaðir með hliðsjón af nýgerðum kjarasamningum BSRB. Sumir voru þeirrar skoðunar að fólk, sem vinnur hliðstæð störf og verzlunar- og skrifstofumenn fengi hærra kaup, en samið var um við verzlunarmenn í vor. Fjármála- ráðherra lét hagstofuna gera út- tekt á launum verzlunar- og skrif- stofumanna til hliðsjónar við samningagerð ríkisins og BSRB. Þar sem talið var að samið hefði verið umhærrakaup í samningum BSRB og ríkisins töldu verzlunar- menn að viðurkennd hefði verið þörf þeirra á hærra kaupi. . ætti Alþýðusambandinu í samn- ingagerð eins og gert hefur verið eða hvort heppilegra væri að semja um leið og BSRB og banka- menn, þarsem þeir ynnu hliðstæð störf og verzlunarmenn. Þessi skoðun fékk ekki hljómgrunn og sagði Björn Þórhallsson formaður LÍV í viðtali við DB að fylgt yrði þeirri stefnu er væri hagstæðust verzlunarmönnum á hverjum tíma og það þjónaði bezt hags- munum þeirra að fylgja Alþýðusambandinu i samningum. -JH. Guðmundur H. Garðarsson í ræðustóli á Landsþinginu. Handprjónasambands Björn Jónsson gekk íslands: * F ■ F ■ i prjonasamtokin Stofnfundur Handprjóna- sambands Islands eða þeirra samtaka er bérjast fyrir bætt- um kjörum þeirra er vinna við að prjóna í höndum íslenzkar ullarvörur til útflutnings var haldinn á laugardaginn í Glæsibæ. Mikið fjölmenni var á fundinum og í lok hans þegar átti að láta menn skrá sig í samtökin og greiða félagsgjald myndaðist hálfgerð örtröð og urðu margir frá að hverfa. Menn gátu þó skilað inn óskum um inngöngu síðar. Þegar hafa um 400 sótt um og sumir þeirra voru nógu þolinmóðir til þess að fá inngöngu. Þeira á meðal var Björn Jónsson forseti ASI. Hann flutti ræðu á fundinum og hvatti menn mjög til dáða. Einnig töluðu þau Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri Rafafls. Það fyrirtæki ásamt fleiri fyrirtækjum iðnaðar- manna hefur boðizt til að lána prjónasamtökunum húsnæði til þess að koma upp dreifistöð fyrir prjónlesið. Kjarabæturnar eru fyrstar í flokki þess sem samtökin beita sér að. Farið er fram á að laun verði hálft lægsta verkamanna- kaup á tímanna. Það eru 250 krónur og kemur það til með að hækka verð vörunnar til söluaðila nokkuð. Þannig má nefna sem dæmi að stærsta lopapeysa, opin, myndi hækka úr 4200 krónum i 6200. Fyrri talan er þó nokkuð breytileg þar sem ekki kaupa öll fyrir- tæki vöruna á sama verði. Talan 6200 er fengin út með þvi að reikna peysuna 16 tíma vinnu og leggja 16% á sem gjald fyrir ljós og hita. Vita- skuld eru ekki allir 16 tima við vinnuna, sumir eru skemur en aðrir lengur. En þetta þykir nokkuð haldgott meðaltal. Prjónararnir telja hæfilegt að miða við hálf laun verkamanns þar sem það hljóti alltaf að vera nokkur fríðindi að vinna heima hjá sér. Verði núverandi kaupendur vörunnar ekki við óskum um hækkun hyggja samtökin á út- flutning og eru þegar farin að kanna horfur. En full kurteisi þykir að gefa núverandi kaupendum tækifæri til þess að greiða hærra verð áður en út i það er farið. Stjórn var kjörin á fundinum. I henni sitja þær Hulda Gísladóttir, sem er for- maður, Elin Pétursdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Dóra Mýrdal og Margrét Gunnars- dóttir. Þær 4 síðasttöldu eiga eftir að skipta með sér verkum. -DS. ll.landsþingLÍV VERZLUNARMENN FARA FRAM A END URSK0ÐUN -3U SAMNINGA B Páll S. Pálsson hæstaréttarlög- maður. ritinu, ritstýrði IslenzkUm iðnaði, svo nokkuð sé nefnt af störfum hans í þágu iðnaðarins. Páll S. Pálsson hrl., er löngu þjóðkunnur málflutningsmaður. Hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa á þeim starfsvett- vangi beint og óbeint, sem of langt yrði upp að telja. -Bh. ÞAÐ ER FÁTTSEM EKKl FÆST í GLÆSIBÆ

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.