Dagblaðið - 08.11.1977, Síða 10

Dagblaðið - 08.11.1977, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER 1977. Útgefandi DagblaöiÖ hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn K. cyjclfsson. Ritstjóri: Jonas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit. Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldssonr, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjólmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. * Aöalsfmi blafisins 27022 (10 llnur). Askrift 1500 kr. á mánufii innanlonds. ( lausasölu 80 ks emiBKio. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mvnda og plötugerö: Hilmirhf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. leysi í landbúnaði og vinnslustöðvum land- búnaðar. Bretar og ýmsar aðrar þjóðir reyna að halda uppi landbúnaði til að hafa matvæli, ef styrjöld brytist út. Þeir eru orðnir svo iðnvæddir, að einungis um 2% þjóðarinnar starfa í land- búnaði. Landið verður því fljótt matarlítið, ef samgöngur við útlönd rofna. íslendingar eru í allt annarri aðstöðu vegna hraðfrystihúsanna. Frystigeymslur okkar eru fullar af mat, sem unnt er að grípa til, þegar á þarf að halda. Sennilega á engin þjóð í heimin- um nema Færeyingar meiri forða af prótein- einingum á marin. Ef samgöngur rofna milli íslands og umheimsins, stöðvast tæknivæddur land- búnaðurinn eins og aðrar atvinnugreinar.Flest- ar frystigeymslur eru hins vegar knúnar raf- magni frá vatnsaflsstöðvum, sem geta haldið áfram starfrækslu í olíuskorti. Norðmenn eru sagðir styrkja hvern bónda í sama mæli og íslendingargéra.En sá er munur- inn, að þeir eru í svipaðri aðstöðu og Bretar. Skattgreiðendurir að baki hvers bónda eru miklu fleiri en hér á landi. Bændureru þar mun minni hluti þjóðarheildarinnar en bændur eru á íslandi. Styrkirnir þar eru skattgreiðendum því ekki eins tilfinnanlegir og þeir eru hér. Ósönn er grýlan um skort á landbúnaðar- afurðum, ef styrkirnir minnkuðu. í rauninni er hér haldið uppi gífurlegri offramleiðslu, sem reynt er að fela með gífurlegum niður- greiðslum. Sem dæmi má nefna, að einungis helmingur framleiddrar mjólkur er drukkinn, þrátt fyrir niðurgreiðslurnar. Hitt fer í vinnslu. Jafnvel um hávetur er verið að framleiða mjólkurduft til útflutnings með uppbótum. Misjafna framleiðslu mjólkur eftir árstímum má jafna með G-vörutækni þeirri, sem farin er að ryðja sér til rúms. Og ekki má heldur gleyma því, að jafnvel mjólk má flytja inn í kælivögnum í bílaferjum, ef þjóðin kærir sig um. Fullt tillit verður hins vegar að taka til röksemdarinnar um, að samdráttur í land- búnaði mundi leiða til atvinnumissis í land- búnaði og í vinnslustöðvum landbúnaðar- afurða. Allar tillögur um breytta skipan íand- búnaðarmála, svo sem afnám niðurgreiðslna, útflutningsuppbóta og annarra beinna styrkja, verða að taka tillit til þessa vandamáls. Lausnin felst að sjálfsögðu í að nota í nokkur ár verulegan hluta 11600 milljón króna árlegs sparnaðar af afnámi beinna styrkja til að búa til atvinnutækifæri um land allt í öðrum at- vinnugreinum en landbúnaði og vinnslu land- búnaðarafurða. Slík lausn er ákaflega ódýr í samanburði við hina gífurlegu byrði, sem landbúnaðurinn er nú á skattgreiðendum og neytendum. Haldlrtil haldreipi Ýmsar ástæður eru færðar til afsökunar gífurlegum styrkjum til landbúnaðar hér á landi. Sagt er, að styrkirnir séu nauð- synlegir af öryggisástæðum eða af því að aðrar þjóðir styrki sinn landbúnað. Sagt er, að styrk- irnir séu nauðsynlegir til að hindra skort á landbúnaðarafurðum eða til að hindra atvinnu- Morðforseta Norður-Jemen: KYNNIN AF FRÖNSKU GLEÐIKONUNUM . K0STUÐU HANN LIFIÐ Heimsókn tveggja gleði- kvenna og samneyti forseta Norður-Jemen, Ibrahim Al- Hamadi, við þær virðist hafa verið ástæðan fyrir morði á honum og bróður hans. En at- burðurinn varð um miðjan síðasta mánuð. Mikil óvissa var þegar þetta skeði en þá var forsetinn ein- mitt að leggja upp í heimsókn til nágrannaríkis Suður-Jemen. Hafði hann gert nokkrar til- raunir til að bæta samvinnu ríkjanna, sem bæði eru á suður- hluta Arabíuskagans og bæði mjög afturhaldssöm og vanþró- uð. Var í fyrstu álitið að forset- anum hefði verið rutt úr vegi til að koma í veg fyrir nokkrar breytingar en A1 Hamadi hafði unnið af mikilli atorku við að færa land sitt inn í nútímann. Nú er aftur á móti talið að orsökin fyrir að þeir bræður voru drepnir hafi verið að þeir brutu lög Kóransins. Upphaf málsins mun hafa verið að þeir buðu tveimur gleðikonum í heimsókn til Norður-Jemen. Yfirskin heimsóknarinnar var að þær ættu að taka þátt í tízkusýningu enda voru þær báðar frá París. Forsetinn mun upphaflega hafa kynnzt stúlkunum í opinberri heimsókn til Frakk- lands fyrr á þessu £ri. Voru þær tuttugu og tveggja og tuttugu og sex ára. Sagt er að þær hafi fengið jafnvirði rúmlega tveggja millj- óna íslenzkra króna hvor áður en þær lögðu í ferðina. Síðan hafi verið flogið með þær í einkaþotu til höfuðborgar Norður-Jemen. Kunningjar stúlknanna fengu bréfspjald frá þeim 10. síð- asta mánaðar. Þar sagði, að margt og mikið hefði gerzt og að þær vonuðu að allt mundi ganga vel þar til þær kæmu aftur til Frakklands. Var búizt við þeim þangað hinn 14. október, en þær birtust aldrei. Viku áður er talið að þær hafi verið myrtar ásamt forsetanum og bróður hans. Yfirvöld í Norður-Jemen hafa sent frönskum yfirvöldum tilkynningu um að stúlkurnar hafi látizt f bifreiðaslysi. Llfsvenjur og siðir í Norður- Jemen eru sagðar eins og í Evr- ópu á miðöldum. Kvenfólki leyfist varla að sýna ökkla eða hendi opinberlega. Allt er hulið eins og unnt er. Tfzkusýningar eru ekki haldnar í þessum heimshluta og það vakti því mikla athygli, þegar frönsku stúlkurnar komu undir þvf yfirskini. Næsta skref f málinu er sagt hafa verið að forsetinn til- kynnti að hann ætlaði að heim- sækja aldraða móður sína. Ekki varð þó neitt af sonarheimsókn- inni en í stað þess fóru þeir bræður á fund frönsku kvenn- anna, sem staddar voru I fjalla- bústað einum f eigu forsetans. Ofsafengnir strangtrúaðir múhameðstrúarmenn höfðu pata af fundum fólksins og ákváðu að ráða þau öll af dög- um í refsingarskyni. Sök þeirra bræðra var sú að hafa haft samneyti við hvfta konu sem þar að auki notaði ilmvatn. Voru þeir síðan skotnir á staðnum en stúlkurnar frönsku voru grýttar til bana. A1 Hamadi forseti kom til valda árið 1974 að lokinni frið- samri byltingu, sem hann stjórnaði. Hann vann eins og áður sagði ötullega að því að auka fram- farir f landi sínu. Hafði hann komið á nokkrum tengslum við þau arabaríki, sem framfarasinnuðust eru eins og til dæmis Saudi-Arabíu. Ekki er enn neitt vitað hvort þeir sem tóku við stjórnartaum- um f Norður-Jemen að Al- Hamadi látnum muni halda uppi sömu stjórnarstefnu og hann eða breyta eitthvað til. Hannes Gissurarson er einn sfðasti Móhfkaninn f dalnum. Álitamál hans f Morgunblaðinu eru oft kærkomin upplyfting fyrir þá sem enn greina hægri frá vinstri. Hannes er þó ekki hrópand- inn f eyðimörkinni. Greinar hans eiga iðulega samleið með þorra þjóðarinnar. Hins vegar er hann einn fárra skriffinna sem halda vel vökunni. Það er ekki hans sök að björninn úr austri er að ná verulegri fót- festu hér í norðrinu. Hannes gerir greiðslur vegna setuliðs NATO-herja að umtalsefni fyrir skömmu. Hugsjónir í askana Ymsar drepsóttir og önnur óáran hafa herjað á ættlandið. Þá höfum við hlotið heimsóknir danskra, hund-Tyrkja og sjó- liða hennar Hátignar. Fátt hefur verið um varnir hverju sinni þrátt fyrir ýmsa verndar- engla, allt fram á þennan dag. Sennilega hefur meðfædd þrjózka og gamalt stolt dugað öllum setuliðum betur f barátt- unni við erkifjendur. Þjóðarstolt er öðru stolti betra. A örlagastundu hafa for- feður okkar þó mátt láta það í askana. íslenzk móðurmold hefur verið seld, svikin og gef- in. Ur landi voru flutt handrit, hvftir haukar og rauðhærð börn. Hannes Gissurarson ætti að hafa næg kynni af vissum öfum í útjaðri forystu Sjálfstæðis- flokksins til að sannreyna einn hlut: Enginn hugsjónamúr stenzt til lengdar ásókn múldýr- anna með gullið. Eignleikar nefndakónga Við skipanir f opinberar nefndir er oftast tekið eitthvert mið af sérkunnáttu. Nefndir innan sjávarútvegs eru t.d. oft- ast skipaðar mönnum er starfa við greinina eða hafa vís- indalega sérþekkingu á við- fangsefninu. Þá situr skari opinberra starfsmanna jafnan f nefndum og tengir þær vfst við- komandi stjórnvöldum. Þannig er yfirleitt reynt að safna saman góðri þekkingu og hæfileikamönnum sem vel þykja fallnir til setu samkvæmt raunverulegu eðli hverrar nefndar. Þetta er ábyggilega öllum ljóst. NUVERANDIK0SN- INGAREGLUR SAM- RÆMAST EKKILÝÐ- RÆfHSSJONARMKHJM Almenn samstaða virðist vera að myndast innan Alþingis um að jafna þurfi kosningarétt með tilliti til búsetu og auka rétt kjósenda um val alþingis- manna eða jafnvel að kjósand- inn hafi úrslitaáhrif um hverjir hljóti kosningu. Til þess að ná þessum markmiðum má ýmist gera breytingu á stjórnar- skránni eða einfalda lagabreyt- ingu á kosningalögum til Al- þingis. Vissulega ber að fagna þess- ari stefnubreytingu á Alþingi, enda þótt flestir taki slíkar yfir- lýsingar með mikilli varúð af fyrri reynslu í þessum efnum. Hafa ber einnig í huga að nú nálgast nýjar alþingis- og sveitarstjórnarkosningar. Er því mikilsvert fyrir stjórnmála- flokkana að hreyfa málum sem höfða til kjósenda. Réttindi þeirra, loforðin eða falleg ummæli, gleymast gjarnan eftir kosningar. Sérstaklega ber þó að fagna ummælum ábyrgra alþingis- manna úr öllum stjórnmála- flokkum, um að þeir líti á kosningarétt sem mannréttindi og að veruleg mismunum á vægi atkvæða eftir kjördæmum sé ekkert annað en bein skerð- ing á mannréttindum. Bent er og á í þessu sambandi að ekki ér ýkja langt síðan konur höfðu ekki kosningarétt eða síðan kosningaréttur var bundinn við þá eina er áttu eignir. Nokkr- ir þingmenn landsbyggðar- innar féllust samt ekki á þessar skýringar og telja þeir að mannréttindi og réttlæti sé eitt- hvað ofurlítið fleira en þetta margumtalaða vægi atkvæða. Benda þeir í þessu sambandi á margvíslegt óréttlæti og ójöfn- uð er margir dreifbýlismenn eiga við að stríða. Minna þeir og gjarnan á hversu þungt það vegur við vigtun á vægi at- kvæða að allt stiórnsýslukerfi landsins sé á höfuðborgar- svæðinu sem fyrst og fremst komi Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi til góða. Sú stað reynd liggur þó fyrir frá Hag- stofu íslands að kjósandi, t.d. í Reykjaneskjördæmi, hefur við óbreyttar aðstæður einr fimmta rétt á við kjósendur 1 fámennustu kjördæmum í næstu alþingiskosningum. Vel skal vanda Á fyrsta fundi neðrideildar Alþingis eftir sumarfrí hóf Gylfi Þ. Gíslason umræður utan dagskrár um gildandi kosninga- reglur til alþingis og sveitar- stjórna og beindi fyrirspurn til forsætisráðherra um, hvað rík- isstjórnin hygðist gera 1 þess- um málum. Ræddi Gylfi eink- um hvernig jafna megi og auka rétt kjósenda. Forsætisráð- herra gaf fyrírheit um að ríkis- stjórnin myndi efna til viðræðna milli stjórnmála-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.