Dagblaðið - 08.11.1977, Page 11

Dagblaðið - 08.11.1977, Page 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. NÖVEMBER 1977. Herstöðvar og féþúf ur: 11 s LANDIÐ VAR SELT 4. APRIL1949 —en skuldaskil dregin á langinn Innlendur verndarmáttur Á vegum utanríkisráðuneyt- isins er starfandi varnarmála- nefnd. Verksvið hennar er sam- tenging landsins við banda- menn. Hún gætir okkar hags- muna. Til frekari glöggvunar er hér stiklað á stóru yfir lífshlaup þeirra dándimanna sem sitja í brjóstvörn þjóðarinnar: 1. Hallgrímur J. Dalberg er fæddur 7.1. 1918. Að loknu laganámi nam hann í Oxford og við Sorbonne auk náms- ferðar til USA árið 1961 í boði þarlendra. Hann stund- aði um tíma málflutnings- störf í Reykjavík og var bæjarstjóri á Siglufirði. Starfsmaður félagsmála- ráðuneytis frá 1948. Ymis nefndarstörf, þ.á m. í sparnaðarnefnd, kaupskrár- nefnd, vinnumálanefnd o.fl. I nefnd vegna hugsanlegra tengsla íslands við EBE löndin. í samninganefnd við verkfræðingadeild Banda- rikjahers. 2. Hannes Guðmundsson er fæddur 26.7. 1916. Að loknu laganámi vann hann hjá Út- vegsbanka íslands á Siglu- firði og varð síðar fógetafull- trúi þar. Hann stundaði um tíma málflutningsstörf í Reykjavik. Starfsmaður utanríkisráðuneytis frá 1953 og varnarmáladeildar þess frá 1955. 3. Höskuldur Ólafsson er fæddur 7.5. 1927. Að loknu laganámi var hann fulltrúi Sameinaðra verktaka á Keflavikurfiugvelli (síðar 'Islenzkir Aðalverktakar). Sparisjóðsstjóri Verzlunar- sparisjóðsins og síðarBanka- stjóri Verzlunarbanka Is- lands. Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1958-1962. Vmis nefndastörf, þ.á m. í stjórn Innkaupastofnunar Reykja- víkur. 4. Páll Asgeir Tryggvason er fæddur 19.2. 1922. Að loknu laganámi er hér virðist orð- in ófrávíkjanleg regla vann hann ýmis opinber störf. Deildarstjóri í utanríkisráðu- neyti. Fjölmörg nefndar- störf, m.a. í samninganefnd um loftferðir, í undirbún- ingsnefnd vegna ráðstefnu um réttarreglur á hafinu, í fjársöfnunarnefnd vegna aldarafmælis MR, í fjár- söfnunarnefnd vegna hand- ritahúss. I stjórn Norræna blaðamannaskólans, í stjórn- um útgerðarfélaganna Júpiters og Marz hf. Hetju- verðlaun Carnegie. I samn- inganefnd við verkfræðinga- deild Bandaríkjahers. 5. Valtýr Guðjónsson er fæddur 8.5. 1910. Að loknu kennaraprófi vann hann ýmis störf i Keflavík: Skrif- stofustjóri Rafmagnsveitu, forstjóri Dráttarbrautar, fasteignasali, bókhaldari og loks bæjarstjóri Keflavikur. Bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Keflavik og vara- þingmaður þess flokks I Reykjaneskjördæmi. Ymis nefndarstörf, m.a. í Raf- veitunefnd, bygginganefnd o.fl. Formaður Bygginga- félags Verkamanna og endurskoðandi Landshafnar Keflavíkur. Ritstjóri blaðs- ins Faxa. Útibússtjóri Sam- vinnubanka íslands í Kefla- vlk frá 1965. Þessi upptalning leggur vita- skuld engan dóm á þessa góð- borgara sem einstaklinga, fjarri þvi. Hún er aðeins stað- reyndir. Töluglöggir nefndarmenn Það sitja tveir bankastjórar í þessum fríða hópi. Ymis önnur tákn innlendra og alþjóðlegra viðskipta prýða flokkinn. Allir eru þeir töluglöggir menn. Tengsl við þau fyrirtæki sem hafa viðskiptasambönd vegna hersetunnar eru nokkuð skýrt mörkuð innan nefndarinnar. Þarna er fyrrverandi fulltrúi verktakanna sem sitja að öllum framkvæmdum fyrir setuliðið. Þarna er tveir fulltrúar þeirrar nefndar sem annast samninga- gerð fyrir verktakana við Bandaríkjaher. Þarna er úti- bússtjóri Samvinnubanka Is- lands hf., systurfyrirtækis t.d. Olíufélagsins hf. og Bygginga- félagsins Regins, sem er fjórðungs-eignaraðili þessa sama verktakafyrirtækis. Kjallarinn Ásgeir Hannes Eiríksson Mannaskipti hafa orðið inn- an nefndarinnar gegnum ár- in. Heildarsvipurinn er samt á- vallt hinn sami. Ekki er síður að finna athyglisverð tengsl frá fyrri árum. Það væri ákjósan- legt verkefni fyrir sagnfræðing að kortleggja þessa nefnd frá upphafi. Varnir eða verzlun Til setu I varnarmálanefhd íslenzka lýðveldisins eru ekki valdir sérfróðir menn i varnar- málum, hernaði eða skyldum fræðum. Þangað eru heldur ekki boðaðir fulltrúar almanna- varna eða annarra varnar- og gæzluþátta þjóðarinnar. Það sem spyrðir nefndar- menn hins vegar saman er óum- deild sérþekking á verzlun og viðskiptum, bæði heima í hér- aði og landa á milli. I annan stað eru tengdir við þau fáu stórfyrirtæki sem eiga verulega viðskiptahagsmuni á Miðnes- heiði. Þessir menn eru ekki skipaðir í nefnd vegna framlags þeirra til fjölþjóðlegs varnar- samstarfs NATO- bræðralagsins. Þessir menn eru rjóminn af verzlunarmönnum stjórnarflokkanna og eru kall- aðir til starfa sem slikir. — En yfir vötnunum svífur heilagur andi Seðlabanka Is- lands. Gamall sölusamningur Við höfum látið land í té und- ir erlendar herstöðvar. Hægt er að krefja um endurgjald fyrir þau afnot, hvort sem er i peningum eða í aðstöðu til að afla þeirra. Ef það jafngildir sölu á íslenzku landi þá er land- ið löngu selt Bandaríkjum Norður-Ameriku. Sú landssala hefur að vísu ekki verið nefnd réttu nafni hingað til. Hún er kölluð Is- lenzk utanríkisstefna i blekk- ingarskyni. Okkur er líka sagt, að það kippi fótum undan þeirri stefnu, ef fleiri fá að njóta eldanna. Almenningur hefur ekki ennþá notið þessa kaupmangs eða utanríkisstefnu. Endur- gjald fyrir landið okkar hefur farið fram hjá honum að mestu. Það hefur aðallega verið fólgið í eftirfarandi: 1. Loftferðasamningar Flug- leiða hf. við Bandaríkin o.fl. 2. Vöruflutningar Eimskipa- félags Islands hf. fyrir varnarliðið. 3. Verktakastarfsemi íslenzkra Aðalverktaka fyrir setuliðið. 4. Eldsneytissala Oliufélagsins hf. o.fl. til herliðsins. 5. Ýmiss úrgangur frá varnar- svæðinu, bæði I skepnufóður og til meðferðar hjá Sölu varnarliðseigna. 6. Siðast en ekki sizt: Oþrjót- andi yfirdráttur Seðlabanka Islands til ógnvekjandi skuldasöfnunar hjá alþjóða- sjóðum og öðrum peninga- stofnunum. Þá er ljóst að áhrifa her- stöðvarinnar gætti okkur í hag við svokallaða lausn á hinum fáránlega koddaslag þorska- striðsins. Það er ekki álitamál að her- stöðin hefur fyrir löngu verið gerð að féþúfu fyrir útvalda. Almenningur á hins vegar ekki aðgang að kjötkötlunum. Hon- um er jafnvel meinað að horfa á saklausar sjónvarpssend- ingar. Víxill í vanskilum Það er hárrétt ályktað hjá Hannesi Gissurarsyni að flestir Islendingar kjósi sjálfstæði ein- staklinga og þjóðar. Við viljum ekki verða bónbjargarmenn né að landið verði hjáleiga. F.n allt er þetta því miður um garð gengið. Ohugnanleg skuldasöfnun erlendis hefur komið okkur á vonarvöl. Ö- reiðan hefur veikt samningsað- stöðu okkar. Sjálfstæðið er löngu veðsett i útlendum bönk- um. I fjarska marar Nýfundna- land, gjaldþrotið. Sjálfsbjargarhvötin, llfæð Is- lendinga, megnar ekki að leiða okkur heil út úr ógöngunum. Þess vegna eigum við að heimta það sem okkur ber. Fyrst vald- hafarnir stigu það óheillaspor á sínum tima að verzla með land- ið, þá er engin ástæða til að draga skuldaskil á langinn. Þá fyrst getum við horft framan í nágranna okkar og bandamenn. íslendingar gerðu á sinum tíma eins konar varnarsáttmála á bökkum Kópavogslækjar. Ráðamenn kaupstaðarins reistu löngu síðar bautastein til minn- ingar um þennan gerning. Seðlabanki Islands hefur hin siðari ár gert svipaða samninga erlendis. Nú vill sú stofnun reisa sér óbrotgjarnan minnis- varða við fótstall landnáms- mannsins sjálfstæða. Þá háð- ung verða góðir menn að hindra. Asgeir Hannes Eiríksson verzlunarmaður. flokkanna til að kanna úrræði til endurbóta á kosningalöggjöf og stjórnarskrá. Jafnframt verði gerðar ráðstafanir til þess aðistarfandi stjórnarskrárnefnd skili langþráðri skýrslu um störf sín og þó sérstaklega er lýtur að þessum málum. Ingólf- ur Jónsson, er sæti a 1 stjórnar- skrárnefndinni, taldi störf nefndarinnar mjög yfirgrips- mikil og vandasöm og sagði að vel skyldi vanda það sem lengi ætti að standa. Benti hann á nokkrar leiðir er hægt væri að fara með breytingum á kosningalög- unum, er gætu tekið gildi við næstu alþingiskosningar, en hann dró mjög í efa að tími til stjórnarskrárbreytinga væri nægjanlegur. Hafði Ingólfur haft samráð við dr. Gunnar Schram prófessor um lagalegt réttmæti þessara breytinga. Hér mun ég í mjög stuttu máli gera grein fyrir þessum leiðum Ingólfs til úrbóta. I fyrsta lagi er hægt að fella niður ákvæðið um að upp- bótarþingsætum sé úthlutað samkvæmt hlutfalli auk at- kvæðamagns. í öðru lagi fella niður ákvæði, sem mælir svo fyrir að aðeins einn uppbótar- maður geti verið fyrir sama flokk í kjördæmi. I þriðja lagi er hægt með einföldum laga- breytingum að koma á persónubundnum kosningum í miklu ríkari mæli en nú tíðkast hér á landi. Helztu leiðir í þessu sambandi eru þessar: 1. Nöfn manna á lista skuli skráð í stafrófsröð en þeim ekki raðað. Gæti þetta gilt um aðalmenn en ekki allan listann. Hér yrði því um próf- kjör að ræða samtimis þing- kosningum. 2. Hægt væri að veita stjórn- málaflokkunum heimild til þess að ákveða hvort þeir raði í sæti á listunum eða hafi óraðaða lista eftir staf- rófsröð. Myndi slik heimild í flestum tilfellum hafa í för með sér siðari kostinn. 3. Sé um raðaðan lista að ræða er hægt að breyta 110. gr. kosningalaganna þannig að fullt tillit sé tekið til allra breytinga eða vægi slikra breytinga aukið. Samkvæmt núgildandi lögum, er réttur til breytinga nær enginn. 4. Einnig er hægt að skipta hverju kjördæmi í ein- mennings- eða tvimennings- kjörsvæði. Frambjóðendum er hægt að raða mismunandi á kjörsvæði. Á þennan hátt telur Ingólfur að hægt sé að ,ná að nokkru kostum ein- menningskjördæma, þótt eft- ir sem áður væri um að ræða hlutfallskosningalista í stór- um kjördæmum. Sýnist mér þessar leiðir vera að mörgu leyti athyglisverðar, enda þótt nánari skýringar þyrfti í ýmsum atriðum. Ný frumvörp og tillögur Tveir stjórnmálaflokkar, þ.e. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið, hafa lagt fram til- lögur til þingsályktunar um' kosningu fimm manna nefndar, sem skipuð sé einum fulltrúa frá hverjum þingflokki, til að semja frumvörp til laga um breytingu á kosningalögum er miði að því að leiðrétta misjöfn áhrif kjósenda og gera kjósend- um auðveldara en nú að velja á milli frambjóðenda á þeim lista sem þeir kjósa. Einnig liggur fyrir frumvarp til laga frá Jóni Skaftasyni um breytingu á gildandi kosninga- lögum, sem hefur i för með sér aukinn réttindi kjósenda að velja þingmenn. Gerir hann ráð fyrir að listar til alþingiskosn- Kjallarinn Sigurður Helgason inga verði raðaðir eftir stafrófs- röð og síðan eigi kjósandinn að raða í efstu sæti listans og ræður röðun kjósenda um út- hlutun þingsæta. Er með þessu fyrirkomulagi til alþingiskosn- inga samtímis bindandi próf- kjör um röðun á^listunum. Er þetta lagafrumvarp Jóns athyglisvert og einfalt og hefur í för með sér stóraukinn rétt kjósenda. Frumvarp þetta er þó ekki gallalaust og þarf að at- hugast vel. Áður hefur verið minnzt á svipaðar hugmyndir hjá Ingólfi Jónssyni. Nokkrir aðrir þingmenn hafa boðað ný lagafrumvörp I ofangreindum málum ef ekki náist fljótlega samstaða með öllum stjórn- málaflokkum um leiðir til úr- bóta. Kostir og gallar Hér hef ég rakið helztu sjónarmið í þessum málum er nú eru til umfjöllunar á okkar virðulega Alþingi. Hafa verður í huga að nær allir þingmenn, er til máls tóku, eru sammála um að aukið aðhald kjósenda sé nauðsynlegt. Það er mjög at- hyglisverð niðurstaða, eftir að sú breyting á stjórnarskránni, sem var upptekin 1959, hefur verið í gildi í 18 ár, en þá var afnumið persónulegt kjör þing- manna. Öll þessi þróun er mjög skað- leg og leiðir til meiri ríkisaf- skipta af málefnum þegnanna, enda þótt fæstir geri sér grein fyrir því. Reynsla annarra þjóða í þessum efnum bendir einnig ótvírætt til sömu niður- stöðu, sem nánar verður hér ekki rakið. Kosning þingmanna I einmenningskjördæmum, eða í það minnsta helming þeirra eins og Vestur-Þjóðverjar gera, mun leiða til mun heilbrigðara stjórnarfars og verða jafnframt öflugasta og áhrifamesta leiðin til meira aðhalds á stjórnmála- mennina og einnig draga úr ríkisbákninu og jafnframt mun þetta stuðla að betri stjórnun. Gallar núverandi prófkjöra, hvort heldur til alþingis eða sveitarstjórna, eru stöðugt að verða ljósari með degl hverjum. Alis konar annarleg öfl geta leikið núverandi reglur þannig að nánast er um hreinan grin- leik að ræða. Er i gangi svokallaður fimmti flokkur er oft ræður algjör- um úrslitum, en það er heiti yfir hóp manna er tekur þátt í prófkjörum flokka án þess að ætla að styðja þann flokk við kosningar. Með því að hafa lista eftir stafrófsröð verður slikt prófkjör eðlilega þýðingar- meira. Það mun þá koma I ljós að við slikar aðstæður munu frambjóðendur í enn ríkari mæli semja sin á milli um röðun, sem í reynd yrði ekki sizt til útilokunar á vissum frambjóðendum. Pófkjör er. fyrst og fremst tæki til þess að velja frambjóð- endur í einmenningskjördæm- um, þar sem frambjóðendur takast ófeimnir á um málefnin og síðan eiga kjósendur að velja eða hafna eftir því sem þeim líst á skoðanir eða framkomu frambjóðenda. Einnig vil ég sérstaklega vara við því, að allar umræður um breytt kosningafyrirkomulag eða breytingar á stjórnarskránni verði einvörðungu innan raða stjórnmálaflokkanna. A þann hátt er ekki að vænta neinna breytinga, nema sem stuðla að auknu flokksræði, þótt annað sé látið I veðri vaka. Almenningur í landinu verður að vakna til með- vitundar um það að því aðeins verður gerð breyting er vinni gegn núverandi þróun að hann gefi þessu máli mikinn gaum og taki það í sínar hendur. A þvi veltur mestu um heill og fram- tfð þjóðar okkar. Sigurður Helgason lögfræðingur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.