Dagblaðið - 08.11.1977, Side 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVKMBER 1977.
15
Jane Fonda fertug
Heldur áfram baráttunni
í myndinni Comes a Horseman Wild and Free átti Jane að leika
gleðikonu en hún harðneitaði því og sagðist hafa leikið slfkt
hlutverk einu sinni og það væri einu sinni of oft. Hún breytti því
hlutverkinu þannig að það hæfði henni betur.
Vanessa Redgrave er mótleikkona Jane í Julíu.
Jane með manni sínum Tom og syni þeirra Troy, sem er brlggjaára.
Byltingarandi er oftast tengd-
ur ungu fólki og hálfpartinn
er búizt við að á fullorðins-
árum, til dæmis um fertugt, sé
hann löngu horfinn eða að
minnsta kosti mun minni en
hann var. Nýlega náði þó einn
mikill byltingarsinni (á banda-
rískan mælikvarða) fertugs-
aldri. Þetta er Jane Fonda.
Dóttir Henrys Fonda.
Hún lætur ekki árin fjörutíu
hafa truflandi áhrif á sig. Nýj-
asta myndin hennar, Júlia, og
þrjár næstu þar á eftir eru ekki
bara kvikmyndir heldur vopn í
baráttu hennkr fyrir afnámi
fordóma þeirra sem Hollywood
hefur haldið fram I garð
kvenna.
Líf hennar í heild er líka í
algerri andstöðu við þessa
Hollywood draumamynd og
menn eins og dr. Spock (barna-
læknirinn frægi sem vill láta
allt eftir börnum) mundi falla i
yfirlið kæmist hann að því
hvernig hún elur börn sín upp.
En Jane Fonda breyttist ekki
úr kyntákni í byltingarsinna á
einni nóttu. Þegar hún var
táningur var hún í hálfgerðu
reiðileysi þvi faðir hennar
hafði allt annað að gera en að
hugsa um börn og móðir
hennar framdi sjálfsmorð. Um
tvítugt var hún kyntákn sem
maður hennar Roger Vadim
stjórnaði. Um þrítugt kom svo
andstæðan. Þá fórnaði hún
bæði hjónabandi og frama
fyrir stjórnmálin og stóð þá
framarlega í baráttunni gegn
stríðinu í Víetnam.
Nú er hún fertug og gift Tom
Hayden og á með honum eitt
barn og annað ala þau upp
saman. Það átti hún með Vad-
im. Hún er aftur farinaðleika
opinberlega eftir að hafa verið
lokuð úti um nokkurn tíma
vegna þess að hún þótti of
vinstrisinnuð. Og frami henn-
ar virðist fara vaxandi aftur.
Myhdin sem var það sem á
bandarísku er kallað „Come-
back“ eða sú sem gerði hana
fræga aftur heitir Fun with
Dick and Jane og var hún
frumsýnd fyrr á þessu ári. Sú
mynd gekk alveg frábæriega
vel og naut mikilla vinsælda og
Jane fékk lof fyrir leik sinn.
Talað hefur verið um að hún
gæti fengið Öskarsverðlaun
fyrir leik sinn í Júlíu. Nú leikur
hún í mynd sem nefnist Comes
a Horseman Wild and Free með
James Caan. Og einnig leikur
hún í Coming Home sem fjallar
um mann sem snýr aftur úr
Vietnam stríðinu. Næst á dag-
skrá er svo China Syndrome
sem er þá fimmta kvikmyndin
sem hún leikur í á 18 mán-
uðum.
Jane gerir ekkert til þess að
dylja það að hún sé orðin fer-
tug. En hún er það frjálsleg í
fasi og eðlileg að mönnum
finnst hún tíu árum yngri.
Samt er hár hennar ögn farið
að grána og húðin ekki eins
slétt og felld og hún var.
Kunnugir þykjast líka sjá
þess merki að hún sé nokkuð
spennt á taugum og að henni
veitist það erfitt sem hún er
alltaf að reyna, að vera full-
komlega heiðarleg.
Þrátt fyrir það að Jane segist
ekki vera mikið gefin fyrir
nútímaþægindi er samt auðséð
að hún og fjölskylda henn-
ar lifa ekki við neina fátækt.
Þau eiga villu í Santa Barbara
og stækkuðu hana nýlega mjög
mikið. A sumrin eru reknar
þarna sumarbúðir fyrir börn.
Þarna er lika rekin kosninga-
skrifstofa fyrir félagsskap sem
kallar sig Baráttuna fyrir efna-
hagslegu lýðræði og berst í
raun fyrir því að vinstrisinn-
aðir menn séu valdir í em-
bætti. Meðal þessaramanna er
Hayden maður Jane sem reyndi
í síðustu kosningum að vera
útnefndur frambjóðandi demó-
krata til öldungadeildar en
tókst ekki. Menn binda þó enn
miklar vonir við hann, ekki síst
Jane.
Þar sem baráttan, barnabúð-
irnar og stóra húsið eru ekki
Hvernig getur hún samræmt
allt þetta leikstarf því að vera
gift kona og tveggja barna
móðir? Svar hennar við því er
einfalt „með þvi að eiga engin
samskipti við fólkið I Beverly
Hills. Slíkt er tóm tímaeyðsla.
Þegar ég er búin að vinna fer
ég heim og við lokum dyrunum
og ræðum félagsieg og pólitisk
vandamál og lausnir á þeim. Og
við reynum að láta börnunum
aldrei finnast að þau séu skilin
út undan. Eftir því sem þau
eldast taka þau meiri þátt í
umræðunum."
ókeypis verður Jane að vinna
eins mikið og hún gerir. Hún
segir að það geti ekki skipt
neinu máli hver það sé í fjöl-
skyldunni sem vinni fyrir salt-
inu i grautinn, málið sé að allir
vinni saman að sameiginlegu
markmiði.
Heimilisstörfunum skipta
þau lika á milli sín og nota öll
kvöld til þess að vera saman
með börnunum. Ekkert útlit er
fyrir að Jane eigi eftir að lifa
rólegheitalífi I langan tíma,
hvorki á sviði heimilis né i leik-
starfinu. Þrátt fyrir að hún er á
góðri leið með að verða lifandi
þjóðsaga í Bandaríkjunum
fyrir stöðuga baráttu sina lætur
hún sér það ekki nægja heldur
ætlar hún sér að halda áfram
lengi enn.
-DS þýddi og endursagði.