Dagblaðið - 08.11.1977, Síða 22

Dagblaðið - 08.11.1977, Síða 22
22 (S NYJA BIO Herra Billjón Islenzkur texti. Spennandi og gamansöm banda- ri'l' ievintýramynd um fatækan Itala sem erfir mikil auðæfi eftir ríkan frænda sinn í Ameríku Sýnd kl. 5, 7 og 9. Siðustu sýningar. I AUSTURBÆJARBÍÓ I Simi 11384 íslenz’kur texti. 4 Osearsverðlaun. Ein mesta og frægasta stórmynd aldarinnar. Bai'i'y Lyido'i Mjög íburðarmikil og vel leikin, ný, ensk-amerísk stórmynd í lit- um. Aðalhlutyerk: Ryan O’Neal og Marisa Berenson. Sýnd kl. 5 og 9. HÆKKAÐ VERÐ. I HAFNARBÍÓ Hefnd hins horfna Spennandi og dulræn ný banda- rísk litmynd Clynn Turman Joan Pringle íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl 3, 5,7, 9 og 11. I GAMLA BÍÓ I LAUGARÁSBÍÓ Svarta Emanuelle m"Z"m KAfilN SCHUBERT ANGELO INFANTI IEMANUELLE BLACK EMAHUELLE * Ný, djörf ítölsk kvikmynd um ævintýri svarta kvenljósmyndar- ans Emanuelle í Afriku. ísl. texti. Aðalhlutverk: Karin Schubert og Angelo Infanti. Leikstjóri: Albert Thomas. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. M TÓNABÍÓ Herkúles ó móti Karate tllereules vs. Karatel Skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Leiksijon: Anthony M. Dawson. Aðalhlutverk: Tom Scott, Fred Harris, Chai Lee. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ I Símí 50184 Gullna styttan Geysispennandi og viðburðarík bandarísk kvikmynd. Islenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Ben Húr Ein frægasta og stórfenglegasta kvikmynd allra tíma sem hlaut 11 óskarsverðlaun. Nú sýnd með islenzkum texta. Sýnd kl. 5 og 9. Venjulegt verð, kr. 400. 1 HÁSKÓIABÍÓ ij Sími 22140 Þriöjud. 8/11 Kl. 5 Konan sem hvarf (Lady Vanishes) Kl. 7 Þrjótíu og níu þrep (39 Stcps) Kl. 9 Hraðlestin til Rómar (Rome Express) Hitchcock í Hóskólabíói Næstu daga sýnir Háskólabíó syrpu af gömlum úrvalsmyndum, 3 myndir á dag, nema þegar tón- leikar eru. Myndirnar eru. 39 þrep (39 steps). Leikstj. Hitchcock, aðalhlutv. Robert Donat, Madeleine Carroll. Skemmdarverk (Sabotage). Leikstj. Hitchcock, aðalhlutv. Sylvia Sydney, Oscar Homolka. Konan sem hvarf (Lady Vanishes). Leikstj. Hitchcock. Aðalhlutv. Margaret Lockwood, Michael Red- grave. Ung og saklaus Voungand Innocent). kstj. Hitchcock. Aðalhlutv. rick de Marnay, Nova Pil- beam. Hraðlestin til Rómar ■ine Express). uj. Walter Eorde, aðalhlutv. her Ralston, Conrad Veidt. 1 STJÖRNUBÍÓ The Streetfighter Ctaarles Bronson JamesCoburn Islenzkur texti. Hörkuspennaqdi ný amerísk kvikmynd í litum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð börnum ipnan 14 ára. Munið Smámiða- happdrætti RAUÐA KROSSINS + Ci DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. NÖVEMBER l977. Útvarp Sjónvarp Sjónvarp íkvöld kl. 20.35: Landkönnuðir Úlfaldar í Ástralíu . Burke og Wills teyma úlfalda um auðnir Astralíu. „Þetta var fyrsta stóra land- könnunin sem gerð var á megin- landi Ástralíu og hún hefur þá sérstöðu að hún heppnaðist bæði vel og illa,“ sagði Ingi Karl Jóhannesson þýðandi og þulur í landkönnuðarmynd sjónvarpsins í kvöld. Myndin heitir eftir mönnunum tveim sem fyrir könnuninni stóðu, þeim Burke og Wills. „Ferðin heppnaðist að því leyti að þeir félagarnir komust þá vegalengd sem þeir ætluðu sér. En hún misheppnaðist að því leyti að þeir þurftu báðir að láta lífið fyrir það. Burke stjórnaði leiðangrinum en Wills skrifaði niður það sem gerðist. Það er á dagbókum hans sem myndin er byggð.“ — Nú sé ég á mynd er sjónvarpið hefur sent hingað að þeir félagarnir eru að teyma úlfalda. Ekki eru þó úlfaldar í Ástralíu? „Nei, þeir fluttu þá með sér þangað. Þeir héldu að úlfald- ar mundu verða hinir beztu farkostir í Ástralíu eins og víða annars staðar. Þeir voru það líka þar sem aðstæður voru þeim hentugar en á öðrum stöðum reyndust þeir ekki eins vel,“ sagði Ingi Karl Jóhannes- son. Leiðangur þeirra Roberts O’Hara Burkes og Williams Wills var farinn árið 1861. Burks var lögreglumaður frá írlandi en Wills enskur landmælingamað- ur. Handri' leikritsins gerði Robert Wales. Leikstjóri er Tony Snow- don og aðalhlutverk leika þeir Martin Shaw og John Bell. Þáttur- inn er svart/hvítur, -DS. Útvarp íkvöld kl. 22.15: Útvarpssagan Höfundurinn duldist undir karimannsnafni Ný útvarpssaga hefst í kvöld. Nefnist hún Silas Marner og er eftir George Eliot. Sagt er frá vefaranum Silas Marner, sem hrekst frá heimabæ sínum vegna gruns um að hann hafi framið ódæðisverk. Hann sezt að í litlu sveitaþorpi en þorpsbúar líta hann ekki réttu auga og han fer einförum. Eina ánægja hans í lífinu er að Ieika sér að fé því sem hann vinnur sér inn og grafa það þess á milli í kofagólfinu. Þannig liða tólf ár en þá taka að gerast miklir atburðir sem gjör- breyta hinu frábreytilega lífi hans og grípa jafnframt inn í líf hinna meira metnu í samfélaginu. Höfundur sögunnar er þrátt fyrir karlmannsnafnið kona að nafni Marian Evans. Hún var luppi á 19. öld þegar það þótti hin mesta goðgá af konum að ætla að skrifa bækur. Ritdómar um bók eina sem áður hafði komið út stað- festa þetta. Þeir voru á þessa leið: „ef bókin væri eftir karl væri hún listaverk en væri hún, rituð af konu hlyti hún að teljast hneykslanlegt verk og ógeðs- legt.“. Marian ákvað því að skrifa undir dulnefni í þeirri von að bókin hlyti sanngjarna dóma. Hún fékk mjög góða dóma þar til upp komst hver höfundurinn var. En þá snarlækkaði álitið líka svo ótrúlegt var. Marian hafði líka syndgað með þvf að búa í óvígðri sambúð með karlmanni sem á þeim timum þótti með fádæmum ósiðlegt og smekklaust. Silas Marner og bókin Middel- marsch hafa þótt beztu verk Mar- ian. Silas hefur undirtitilinn Vefarinn í Raveloe og hefur verið kennt mikið í skólum, sem hluti af'enskri bókmenntahefð. Astæða hefur þótt til að stytta verkið nokkuð fyrir flutning í útvarpi þar sem málskrúð þótti ekki við hæfi nútimafólks og frekar fæla frá sögunni en hitt. Það er Þðrunn Jónsdóttir sem þýðir söguna og Dagný Kristjáns- dóttir les. Fyrsti lestur er 1 kvöld kl. 22.15. -DS. 3317 & z'z C'- -- ]* - '].5> íTF iT^

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.