Dagblaðið - 08.11.1977, Side 24

Dagblaðið - 08.11.1977, Side 24
Framboð lítið af íbúðum á fast- eignamarkaðinum — lítið framboð en hækkandi verð á minni íbúðum „Framboð á Íbúðum er ekki nikið í dag og ekki er heldur nikil hreyfing á verðlagi. Hins /egar er teikn á lofti, þannig er t'erðlag á minni íbúðum hækk- andi — má segja að skjálfta- v'irkni sé þar. Minnkandi fram- boð + hækkandi verð á minni ibúðum hefur yfirleitt verið vísbending um hækkandi verð á fasteignamarkaði almennt. En við höfum svo oft rekið okkur á að erfitt er að spá í fasteignamarkaðinn, svo margt verður að taka inn í dæmið," sagði Ragnar Tómasson hjá Fasteignaþjónustunni er DB innti hann eftir ástandinu á fasteignamarkaðinum í dag. „Þannig bjuggumst við við að októbermánuður yrði i daufara lagi vegna verkfalls BSRB en reyndin varð önnur, sagði Ragnar ennfremur. Staðan er um margt Öðruvísi en við eðli- legar aðstæður, þjóðmálin i neild spila þar inn í. Efnahags- mál, hærri kaupmáttur en undanfarin misseri, boðun vaxtahækkunar svo og að erfitt er að fá fyrirgreiðslu i lána- stofnunum. Allt gerir þetta erf- itt fyrir um spádóma. En verðhækkun íbúða hefur vissulega átt sér stað, minni íbúða. Þannig er til að mynda dæmigerð íbúð í Hraunbæ nú komin upp í 7,5 milljónir — en var i sumar um 6,5 milljónir. Fyrri hluti ársins var rólegur en sala jókst síðari hluta ársins og október hefur hingað til verið bezti sölumánuður ársins,“ sagði Ragnar Tómasson að lokum. „Það er fremur lítið framboð á íbúðum nú en sala gæti verið meiri ef framboð íbúða væri meira,“ sagði Karl Jóhann Ottósson, sölustjóri hjá Fast- eignatorginu. „Það virðist hafa gætt nokkurrar svartsýni á markaðinum. Fólk virðist tregt til að leggja í milljónavið- skipti, fyrirgreiðsla lánastofn- ana er ákaflega lítil. Það sem af er árinu hefur verið í meðallagi. Hins vegar var októbermánuður slakur — verkfall BSRB virðist hafa dregið kjark úr fólki. Með aukinni bjartsýni held ég að viðskipti aukist og vona að verðbólgunni verði ekki aftur hleypt á gandreið," sagði Karl að lokum. „Það hefur verið nokkurt framboð en lítið af minni íbúðum. Auglýsingar hafa verið talsverðar en oft er um sömu íbúðirnar að ræða. Salan á árinu hefur verið í meðallagi en aukizt nokkuð með haust- inu,“ sagði Birgir Ásgeirsson hjá Aðalfasteignasölunni. „Verkföll hafa ávallt, neikvæð áhrif á sölu — fólk kannar hins vegar málin þá. Peningamöguleikar fólks eru takmarkaðir, fólk byggir á eigin fjármagnsgetu og útborg- anir dreifast því á lengri tlma. Ibúðir hafa lítið hækkað en 2—3 herbergja íbúðir fara fjót- lega. I heild tel ég þó að meiri hreyfing verði á næsta ári, meðal annars vegna þess að lík- legt verður að teljast að líf- eyrissjóðir hækki lán sín svo og að lán frá veðdeild Landsbanka íslands hækki en lán til kaupa eldri íbúða hafa verið allt of lág,“ sagði Birgir Ásgeirsson að lokum. - h halls. Framsókn á Austurlandi ákveður alþingisframboð Efstu sætin á lista framsóknar- manna á Austurlandi eru óbreytt: Vilhjálmur Hjálmarsson, Tómas Árnason, Halldór Ásgrímsson. I fjórða sæti verður Jón Kristjáns- son, ritstjóri Austra. Kemur hann í stað Vilhjálms heitins Sigur- björnssonar. í 5. sæti verður áfram sr. Þorleifur Kristmunds- son á Kolfreyjustað, og í 6. sæti Kristján Magnússon, sveitarstjóri á Vopnafirði. Hann er nýr maður á listanum. BS ‘Það var sannkallað loðnuskipa- partí I höfninni á Akureyri um helgina. Það er orðið langsótt í loðnuna og veðrið frckar leiðin- legt. Loðnuflotinn tók sér þvi bara Ianga helgi. Sextán til átján skip komu inn til Akureyrar og áhafnir þeirra flugu til sinna heima til hvíldar og hressingar og fundar við fjölskvldur og vini. DB-mynd FAX. Rólegheit í Mývatnssveit Mjög hefur verið rólegt yfir öllu í Mývatnssveitinni undan- farna daga og fólk sinnir sínum venjulegu störfum þrátt fyrir smávægilega skjálfta og gufu- mekki úr Bjarnarflagi. DB hafði samband við skjálftavaktina t Reykjahlíð í morgun og höfðu þá aðeins þrir litlir skjálftar orðið frá mið- nætti I nótt. Allir voru þeir undir 2 á Richterkvarða og teljast smáræði. HP r r SKIPAPARTIIAKUREYRARHOFN frfálst, úháð daghlað ÞRIÐJUDAGUR 8. NÖV. 1977. Tveggja milljóna minkapels stolið Minkapels var stolið í banda- ríska sendiráðinu sl. föstudag. Þetta er pels úr villimink og er metinn á um tvær milljónir króna. Eigandinn er íslenzk kona sem hefur verið búsett í Banda- ríkjunum í mörg ár en er hér í heimsókn hjá ættingjum og vinum. Finnst henni að vonum hart að missa þessa verðmætu flík, en sá sem hefur tekið pelsinn getur varla sýnt sig í honum vegna þess hve auðþekktur hann er. KP Sjö manns slösuðust — einn varð að flytja til Reykjavíkur Sjö manns slösuðust og að minnsta kosti einn alvar- lega, er Mazda- og Citroén- bílar rákust saman á Kefla víkurveginum til móts við Innri-Njarðvík. Slysið varð skömmu fyrir klukkan átta I gærkvöld. Bílarnir munu hafa skemmzt mikið og þurfti kranabíl til að koma þeim af slysstaðnum. Við þær akstursaðstæður sem nú eru, myndast hjólför í Keflavíkurveginn, en ann- ars er þar glerhálka. Citroenbíllinn var á leið til Reykjavikur og mun hafa lent upp úr hjólförunum. Um leið bar að Mazdabílinn, sem ók til Keflavíkur og skall Citroénbíllinn á honum. Þrír farþegar voru í Mözdunnu auk ökumanns og. hlutu allir minni háttar meiðsl. I hinum bílnum voru þrír og slösuðust þeir öllu alvarlegar. Meira að segja varð að flytja einn á sjúkra- hús í Reykjavík til frekari aðgerða. Lögreglan í Keflavik tók það fram, er DB ræddi við hana í morgun, að ekki hefði verið hægt að rekja slys þetta til hraðaaksturs, held- ur einungis til þeirra akst- ursaðstæðna sem nú eru á Keflavíkurveginum. Fyllsta ástæða er til að hvetja öku- menn til að aka varLega þar. AT Krefst ríkissaksóknari lögbanns? VERJANDISÆVARS CIESIELSKIS KREFST AÐGERÐA VEGNA BÓKAR KARLS SCHUTZ Verjandi Sævars Marinós Ciesielskis Jón Oddsson hrl„ hefur með bréfi til dómsmála- ráðuneytisins krafizt aðgerða stjórnvalda vegna bókar Karls Schutz, sem áformað er að komi út nú fyrir jól. Fram hefur komið að Schutz fjálli í formála bókarinnar um> samanburð á afbrotamönnum þeim sem koma við sögu í bók hans, og sakborningum í Geir- finns- og Guðmundarmáli, sem svo eru nefnd. Staðhæfir Schutz þar að hinir islenzku sakborningar, þar á meðal skjólstæðingur Jóns Oddssonar, séu frá slæmum heimilum og séu lítt gefnir. Hinir þýzku af- brotamenn sem koma við sögu í sakamálinu sem Schutz skýrir frá, séu hins vegar vel mennt- aðir og frá góðum heimilum. Telur Jón Oddsson hrl. að þarna sé vegið að skjólstæðingi sinum á þann hátt sem varði við 136. gr. almennra hegningar- laga. Sé skjólstæðingi sinum nauðsyn að grípa til varna og krefst lögmaðurinn þess, að með lögbanni eða á annan hátt sé stöðvuð útkoma bókarinnar. Akvæði það sem lögmaður- inn vitnar til í hegningarlögum er f 136. gr. Segir þar: Opinber starfsmaður sem segir frá ein- hverju er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um i starfi sínu eða varðar em- bætti hans eða sýslan, skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slika vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem látið hefur af opinberu starfi og eftir það segir frá eða misnotar á ofangreindan hátt vitneskju sem hann hefur fengið i stöðu sinni og leynt á að fara. „Hvort óhamingja þessara ungmenna eigi að verða ein- hverjum að féþúfu nú um jólin eða ekki tel ég ekki eingöngu einkamál útgefanda og höf- undar, heldur skjólstæðings míns og fjölskyldu hans, svo og þeirra yfirvalda er svipt hafa hann frelsi vegna rannsókna ofangreinds sakamáls. Ber ég því fram þá kröfu f.h. skjól- stæðings mins, að hið háa ráðu- neyti grípi til viðeigandi að- gerða áður en það kann að verða of seint,“ segir Jón Odds- son hrl. í bréfi sínu til ráðu- neytisins. Lögmaðurinn telur ofan- greind ákvæði hegningarlaga taka til Karls Schutz. Hanh hafi unnið við rannsókn áður- greinds máls, „þó ekki hafi tekizt að leggja fram í málinu opinbert skipunar- eða erindis- bréf honum til handa.“ Dómsmálaráðuneytið hefur ekki enn tekið afstöðu til kröfu Jóns Oddssonar hrl. f.h. Sævars Marínós. Telja má víst, að málið beri undir embætti rikissak- sóknara til ákvörðunar um að- gerðir eða aðgerðaleysi í þá átt að stöðva útkomu bókarinnar eftir Karl Schutz. BS

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.