Dagblaðið - 19.11.1977, Side 2

Dagblaðið - 19.11.1977, Side 2
J V Kjöt og sm jör fyrir dollara og mörk Ein af furðum íslensks efna- hagslífs og um leið raunar atvinnulífs er að halda verði á sumum vörum svo háu að á fárra eða engra færi sé að kaupa eins mikið af þeim og margir kysu þó — með þeim afleiðingum að fyrir safnast birgðir eða varan skemmist af geymslunni svo-það verður að henda henni. Sennilega verður maður að vera einhvers konar fræðingur til að skilja hagsýslu af þessu tagi. Margt vitlaust hefur verið sagt í blöðum nú síðustu árin um íslenskan landbúnað, en manni er til efs að sú einsýna endileysa sé vitlausari en niðurgreiðsla á íslenskum land- búnaðarvörum til útflutnings. Sú niðurgreiðsla er einfaldlega það að greitt er með íslenskum gjaldmiðli af almannafé til þess að fá ofurlítinn gjaldeyri fyrir góðar, dýrar vörur, sem útlend- ingar fá svo fyrir slikk heima hjá sér miðað við það verð sem við verðum að greiða fyrir sams konar vöru. Annaðhvort er, að niður- greiðslurnar sem hafnar voru á sínum tíma til að gera manninn á mölinni sáttari með hlutskipti sitt, eru að bestu manna yfirsýn betur komnar í erlenda sæl- kera, eða þá hitt að dekrið við erlenda gjaldeyrinn ríður öllu á slig. Mér er nær að halda að hið síðarnefnda sé fremur upp á teningnum. Jóakim önd er stundum teiknaður með dollaramerki í stað augna. Hið sama gæti alveg átt við fjár- málayfirvöld okkar. Þau sýna íslenskum gjaldmiðli dæmafáa fyrirlitningu,. Það er ekki von að hann sé hátt metinn erlendis úr því að heimavöldin litils- virða hann svo sem raun ber vitni. Kunningi minn, sem margt gott þvælist út úr, sagði um daginn að þessi fyrirlitning íslenskra fjármálavalda á krón- unni væri svo römm, að þau sýndu tregðu að endurkaupa þær krónur sem villst hefðu á erlenda grund. Hvaða von er þá til að erlendar peningastofn- anir vilji líta við henni? Ég hef áður hér á háaloftinu rætt um þau fáránlegu gjald- eyrishöft sem á okkur gilda og eru til þess eins að gera ólög- lega peningasala — svarta- markaðsbraskara — feita um rófubeinið og koma í veg fyrir að sá gjaldeyrir, sem á leið um landið, skili sér nema að litlu leyti í hendur téðra fjármála- yfirvalda — sem þó elska er- lendan gjaldeyri öllu öðru fremur. Hver er sá blindingi, að hann viti ekki að hver sá, sem utan fer og hlíta verður lúsar- skömmtun gjaldeyrisyfirvald- anna gerir allt sem hann getur til að afla sér gjaldeyris á ólög- legan hátt? Hver er sá blind- ingi, að hann viti ekki að sá DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977. Háaloftið gjaldeyrir er keyptur á mun hærra verði en gengisskráning segir til um? Kemur hagnaður seljandans til skila sem þjóð- hagslegur? Hver er sá blindingi sem veit ekki að erlendur ferðmannagjaldeyrir á Islandi kemur ekki nema mjög ták- markað til gjaldeyrisyfirvalda, heldur fer rakleitt út úr land- inu aftur eftir að hafa skipt nokkrum sinnum um eigendur? Þetta breytist ekki fyrr en landinn fær það yfirfært sem hann teiur sig þurfa og biður um. En það gerir krónuna okkar engu betri í augum útlendra fjármálastofnana. Það er ekki fyrr en við förum að virða hana sjálf, sem við getum vænt þess að aðrir virði hana. Fyrrnefndur kunningi minn orðaði það svo, að ekki fyrr en íslendingar geta farið með sfna seðla og jafnvel tékkhefti og notað okkar krónu I öllum er- lendum viðskiptum, gæti hún orðið gjaldmiðill, sem metinn væri á erlendri grund. Og það er ekki hægt fyrr en íslenskar fjármálastofnanir taka refja- laust við henni í milliríkjavið- skiptum eins og hún sé peningur. Ef svo fer einhvern tíma, sem virðist borin von eins og nú standa sakir, þrátt fyrir öll prófkjör og fallegan glamranda með kosningablikkbragði, verður kannski lítil von til þess að hin ýmsu fjöll sem kunna að safnast upp í landinu verði í náð látin koma landanum til góða með niðurgreiðslu sem kemur honum í hag. En þangað til er ekki nema eitt að gera: Opna sérstaka „fjalla“verslun, þar sem þeir geti komið er hafa náð í gjald- eyri á svörtum og keypt slatta af umframosti eða umfram- smjiöri eða umframkjöti fyrir sinn ólöglega gjaldeyri, sem þeir hafa eignast fyrir tilstuðlan gjaldeyrisnískunnar — og fengið á móti verðlækkun I krafti þeirrar niðurgreiðslu sem kæmi sem bónus á móti gjaldeyrisversluninni. Þetta væri kannski um leið aðferð til þess að ná inn agnar- ögn af þeim gjaldeyri, sem ella færi beint utan. Prestkonan blá og bólginn ^ Vísur og vísnaspjall Jón GunnarJónsson Margt hefur verið skráð um svaðil- farir lækna, presta og annarra embættis- manna og um átök þeirra við náttúruöfl landsins. Nú er öldin önnur. Samgöngur mega nú teljast góðar víðast hvar á land- inu og embættismenn sem aðrir verða að fara í sérstakar útileguferðir til þess að komast í nána snertingu við náttúru landsins. Fyrir nokkrum árum birti hér- aðslæknirinn á Selfossi, hann heitir Brynleifur H. Steingrímsson, nokkrar vísur úr öræfaferð í Suðurlandi, blaði þeirra Guðmundar Daníelssonar og Ingólfs Jónssonar á Hellu. Meðal annarra voru þessar Ég um heiðar horfði um skeið, hrifinn seiði fjalla. Hún var breið og björt sú leið, sem bar til eyðivalia. Allt það land var lagt í sand, logabrandi vegið. Hafði gandur glófext band gróðurs andaslegið. Þar um nóttu nísti skjótt nafnlaus óttans vaka. Elds var gnótt, í iðrum mótt afl með þrótti Laka Það er undur eftir stund ástarfundi heiða, að mega i lundi lofa mund limið sundur greiða. * Magnús Hj. Magnússon, hagyrðing- urinn, sem Laxness gerði frægan i Ljós- vfkingssögunum og Gunnar M. Magnúss skrifaði um í bók sinni Skáldið á Þröm, orti þessa vísu um unga stúlku. Þú ert indæl, elskan min, unaðsblómstrum gróin. Fyrir að kyssa hringahlin hlypi ég beint í sjóinn. * Bóndi hafði framhjá konu sinni með annarri á bænum og fæddi hún honum barn. Þegar eiginkonan heyrði hljóðin í elju sinni, er hún ól barnið, orti hún: Hvað þvi ollir veit ég valla, vif óhollur kuldi slær. Það fer hrollur um mig alla ofan frá kolli niður í tær. * Svo segir íslenzkt máltæki: Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Sumir hafa reyndar, „sjaldan er“. Sýnir þetta glögg- 'lega almenna trú á hollustusemi góðra vísna. Það fer ekki á milli mála að alþýðustökur, þó að séu „lærðar litt“ hafa mörgum yljað. Oft hefur verið til mín hringt síðan ég hóf að birta vísur hér í blaðinu og hafa menn látið í ljós ánægju sína, og sumir birt mér athuga- semdir. Þó mættu upphringingarnar vera enn fleiri, þvi það er alltaf eitthvað á þeim að græða, og þær upplýsingar sem ég fæ, verða varðveittar, þó að þær komi kannski ekki fram hér 1 blaðinu strax. Það er erfitt að birta vfsur á prenti í stórum stil, án þess að fyrir komi prent- villur.það hefur þó yfirleitt tekist hér. I næst síðasta þætti urðu brenglanir í tveimur vísum, er ég tók upp úr slysafrá- sagnabók Lúðvíks Kemps. Koma þær því hér aftur. Sú fyrri er um konu, sem þótti of skamma stund una ekkjustandi, og er vísan nokkuð gróf: Einlífis á eymdarnóttum ekkjur tíðum þola bágt. Getnaðar í gluggatóttum girndaruglan skrækir hátt. Hér hafði' prentarinn sett u í stað a í eitt orð, og visan varð ónýt. Svona má oft litlu muna. I síðari vísunni var einnig um að ræða víxlun á einum bókstaf. Orðið „súrnar" varð „sárnar". Þetta er saknaðarvísa vegna báts, sem fórst með allri áhöfn. Tökum eftir hve fáorð vfsan er, allur söknuðurinn bundinn i nafn skipsins, ekki minnst á þá sem með þvi hurfu: Súrnar í augum sjáldur mér, sinnið iemur kvíði. Hafrenningur horfinn er. Hann var sveitarprýði. Rósberg G. Snædal hefur lengi verið búsettur á Akureyri. Einhverju sinni fór góðkunningi af öðru landshorni þar um án þess að líta inn hjá Rósberg. Þegar hann frétti þetta hraut honum þessi visa af munni. Vini alla einskis mat, yfir fjalliðstrekkti. Meira gallað mannrassgat maður valla þekkti. * Strútur heitir fjall í Borgarfirði, og er nefnt i þeirri alkunnu vísu, er nú kemur: Lyngs við bing á grænni grund glingra og syng við stútinn. Þvinga ég slyngan hófahund hring í kringum Strútinn. I ritum sínum birtir Kristleifur á Stóra-Kroppi þessa vísu og segir að hún sé eftir Sigurð Eiríksson, sem vinnu- maður var i Kalmanstungu, og bætir við, að sumir séu ranglega farnir að eigna hana öðrum. * Önefndur harðrímsmaður hefur undanfarna mánuði verið að tína í ónefnt dagblað vísnaníð eftir hagyrðinga um nútíma ljóðagerð fslenska og hefur það ekki allt verið blaðinu, upptínslu- manni eða höfundum vísnanna til sóma. Hér er vfsa úr utanbæjarblaði, sem virðist hafa farið framhjá áðurnefndum aðilum: Viti sneyddan eymdaróð atómskáldin sungu. Það getur enginn þeirra ljóð þýtt á nokkra tungu. Eins og menn sjá er hér farið f smiðju Þorsteins Erlingssonar. Fullyrðingin f seinni hluta vísunnar stenst ekki, umrædd ljóð eru einmitt þýdd og mörg þeirra hljóta lof með erlendum þjóðum. * Svo er konu lýst: Prestkonan blá og bólgin, beygð af elli og gikt, aðeins í eitt er sólgin: ýldu og skitalykt. J.G.J. — S. 41046 Af£f //£// FKK/ t>£7TV. 4£J.T , TOMTýT ■hÝÐ/MQU, GK, £ KK/^f- Þ£Tr*, EKK/ ÓfSQ/# [ /V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.