Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NOVEMBER 1977,. Kyssti löggu, kærðurfyrirlíkamsárás Jimmy Mitchell Fortner, sem er 24 ára gamall Bandaríkja- maður, hélt að hann gæti komizt upp með umferðarlagabrot með því að kyssa lögregluþjóninn sem kom á staðinn. En þess í stað hefur hann verið kærður fyrir móðgun við laganna vörð og Iíkamsárás. Lögreglumaðurinn, sem er kona að nafni Perri Bur- nett, varð að beita hörðu til þess að fá saksóknara Oklahomaríkis til þess að ákæra manninn því sækjandi á vegum Tulsa borgar, þar sem atburðurinn gerðist, neit- aði að kæra manninn. Sá sækj- andi hafði sagt að lögregluþjónn- inn væri með læti út af engu og að koss gæti þó andskotakornið ekk- ert skaðað lögregluþjón ríkisins. Hann sagði líka að hún hefði miklu fremur átt að kæra hann fyrir að tefja störf laganna varða en þetta sem hún gerði. Fortner hafði upphaflega verið stöðvaður fyrir að aka yfir á rauðu ljósi. Þá hefur Ellsabet Englands- drottning eignazt fyrsta barna- barn sitt og það strák. Það er aldeilis ekki amaleg gjöf á silfurári veldis hennar. Strákurinn var 3 kíló og 430 grömm eða 14 merkur. Hann er sá fimmti I röð þeirra sem gætu tekið við konungdómi. Anna var strax sögð við mjög góða heilsu og Mark Phillip, maður hennar, hinn ánægðasti. Stóra myndin er af honum er hann yfirgefur fæðingardeildina en innfellda myndin af Onnu DRAUGAHÚS ÓSKAST KEYPT Rithöfundur nokkur að nafni Stepen King er með þeim ósköp- um fæddur að til þess að geta skrifað skáldsögu verður hann að geta dvalið I því umhverfi sem sagan á að gerast I. Því hefur hann nú yfirgefið notalegan bú- garð sinn I Bandaríkjunum til þess að setjast að um tíma i draugahúsi I Englandi. King, sem meðal annars hefur skrifað hryllingssöguna Carrie sem ekki hefur ennþá komið út á íslenzku, fann rétta húsið með því að auglýsa í Lundúnablaði einu. Auglýsingin var þannig: Oska að kaupa viktoríanskt hús með mikl- um dragsúgi. Húsið á að vera uppi I sveit og verður að hafa dimmt háaloft og gólffjalir sem brakar í. Mjög gott að þar sé draugagangur. Nú hefur King, eins og áður sagði, fundið draumahúsið og lýsir því sem það standi í óhirtum og mjög draugalegum garði. Með þessari hegðun sinni hefur King vakið mikla kátínu meðal almenn- ings og eykur það án efa á sölu bóka hans. LEITIfl liUMar DG VIIIMUNUM EINNA Mseiimið yðar hæli Sölustjóri: Sigurður Benediktsson Haraldur Magnússon Viðsk.fr. Verðmetum íbúðina samdægurs, yður að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. Opið 9-12 og 13.30-18 Kvöldsimi 42618. maauBMmimmmwu wi i ..... ... Góðar fréttir!! Góðar fréttir!! Ég hef komizt að samkomulagi við hermálaráðurieytiðL Við e-um GJÖRSAMLEGA ‘ý'idirj! Ó ekki!! Ég tók með mé' dúfuna, sem ra*ar heim! r Við vorum heppnir að ferðamaðurinn frá Afganistan vildi selja hana um daginn!! Svona á að hugsa! Taka með sér dúfu, sem ratar heim!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.